Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu

Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.

paulallen.jpg
Auglýsing

Margt rík­asta fólk heims­ins býr við sama vatnið í Was­hington ríki, Lake Was­hington. Skyndi­legt and­lát og skiln­aður eru nú að valda tölu­verðum titr­ingi og eigna­upp­skipt­ingu sem á sér fá for­dæmi þegar horft er til umfangs­ins.

Mikil verð­mæti

Tvö verð­mæt­ustu fyr­ir­tæki heims­ins, Amazon og Microsoft, eru bæði með höf­uð­stöðvar á Seatt­le-­borg­ar­svæð­inu í Was­hington, en upp­bygg­ing þess­ara tæknirisa hefur leitt til gíf­ur­legrar auð­söfn­unar þeirra sem byggðu fyr­ir­tækin upp og stofn­uðu þau, eins og gefur að skilja.

Mark­aðsvirði Amazon er 834 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 110 þús­und millj­arðar króna, en virði Microsoft er 825 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða um 102 þús­und millj­arðar króna. Þessi tvö fyr­ir­tæki hafa skipst á að vera verð­mætasta fyr­ir­tæki heims­ins und­an­farna mán­uði.

Auglýsing

Núlif­andi stofn­endur fyr­ir­tækj­anna búa báðir á Seattle svæð­inu, þar sem fyr­ir­tækin urðu til, þeir Bill Gates og Jeff Bezos, og eru tveir rík­ustu ein­stak­lingar heims­ins.

Miklar eignir í innviðum

Bill og kona hans Melinda Gates reka einnig stofnun sína, Bill and Melinda Gates Founda­tion, frá Seattle og vinna nú að umfangs­mik­illi stækkun hennar í mið­borg­inni, sem mun kalla á ráðn­ingar á 10 þús­und manns til við­bót­ar.

Eignir Bill Gates eru bundnar í ýmsum eigna­flokk­um, en helst í hluta­bréfum og land­ar­eignum og nema sam­tals um 90 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða um 11 þús­und millj­örðum króna. 

Hann er stór hlut­hafi í UPS póst­þjón­us­unni, lestar­teina­fram­leið­and­anum Cana­dian National Railway Company í Kana­da, fram­leiðslu­tækja­fyr­ir­tæk­inu Caterpill­ar, sorp­hirðu­fyr­ir­tæk­inu Waste Mangement Inc, svo eitt­hvað sé nefn­t. 

Þá á hann einnig hlutafé í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Berks­hire Hat­haway, sem War­ren Buf­fett stýr­ir, og síðan í Microsoft. Hann hefur hins vegar selt tölu­vert af eignum í því fyr­ir­tæki á und­an­förnu árum. Bill and Melinda Gates Founda­tion á eign­ar­hlut í Microsoft sem er virði um 3,4 millj­arða Banda­ríkja­dala, um 400 millj­arða.Á und­an­förnum mán­uðum hefur Bill Gates fjár­fest umtals­vert í landi og keypti meðal ann­ars land­bún­að­ar­land í upp­sveitum Was­hington rík­is, í októ­ber síð­ast­liðn­um, fyrir um 170 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða jafn­virði um 22 millj­arða króna.

Til við­bótar við fram­antaldar eignir er stór hluti eign­anna í sjóð­um, meðal ann­ars nýsköp­un­ar­sjóð­um, sem þau hjónin bæði stýra í gegnum Bill and Melinda Gates Founda­tion.

Mið­punkt­ur­inn í starf­semi þeirra og fjár­fest­ingum hefur ávallt verið Seattle svæð­ið, en Bill Gates er fæddur þar og upp­al­inn.

Lög­gjöfin í Was­hington ríki er þannig, að eignir hjóna eru í jafnri hlut­deild þeirra, og því má segja að þau hjónin séu eitt, eins og þau hafa reyndar lagt áherslu á alla tíð, meðal ann­ars þegar þau til­kynntu um að þau myndu gefa allar eignir sínar frá sér í þró­un­ar­að­stoð, í gegnum Bill and Melinda Gates Founda­tion.

Með­stofn­andi deyr

Með­stofn­andi Bill Gates hjá Microsoft, Paul Allen, lést 15. októ­ber síð­ast­lið­inn, eftir skamm­vinna bar­áttu við krabba­mein. Hann var ógiftur og barn­laus, en á eina syst­ur, Jody Allen. And­lát Paul Allen olli miklum titr­ingi og setti af stað umfangs­mikla end­ur­skipu­lagn­ing­ar­vinnu á eigna­safni hans, sam­kvæmt skrifum Pudget Sound Business Journal, við­skipta­tíma­rits sem sér­hæfir sig í hag­kerfi Seattle svæð­is­ins.

Eign­irnar voru meðal ann­ars bundnar í félag­inu Vulcan, sem hélt utan um fjár­fest­ingar Allens í fast­eign­um, rann­sókn­ar­verk­efn­um, góð­gerð­ar­málum og ýmsu öðru sem hann kom að.

Amazon Go verslunin er í höfuðstöðvum Amazon, sem fasteignafélag Paul Allens, Vulcan, byggði.

For­bes verð­mat eignir hans á 30 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða um 3.600 millj­arða króna, en vegna þess hve mikið lá í óskráðum eignum þá er erfitt að full­yrða um virði þeirra.

Skömmu áður en hann lést, setti hann fast­eignir á Mercer Island, þar sem margt efnað fólk á Seattle svæð­inu býr, á sölu fyrir um 130 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 17 millj­arða króna. Þó þetta sé lít­ill hluti af heild­ar­eign­um, þá er þetta stór­biti fyrir fast­eigna­markað Seattle borg­ar, þar sem íbúar eru um 700 þús­und, en á borg­ar­svæð­inu í heild eru íbúar rúm­lega 3 millj­ón­ir. Hluti af eign­unum var bund­inn í lúx­us­hús­næði, sem fáir hafa efni á, en stór hluti var í verð­mætu bygg­ing­ar­landi.Fast­eigna­safn Allens er að miklu leyti bundið við mið­borg Seatt­le, en hann hefur meðal ann­ars byggt upp hús­næði sem í dag hýsir höf­uð­stöðvar Amazon og stórar starfs­stöðvar bæði Google og Face­book í mið­borg­inni. Þannig hefur hann verið tengdur ævin­týra­legum vexti Amazon og hagn­ast á honum í gegnum fast­eigna­við­skipti, en þróun borg­ar­innar hefur einnig verið fram­kvæmd í sam­vinnu við Vulcan, ekki síst svæðið nærri Lake Uninon, sem er mið­svæðis á borg­ar­svæð­inu.

Eign­irnar sem hann skildi eftir voru líka óvenju­lega fjöl­breytt­ar. Meðal ann­ars átti hann NFL liðið Seattle Sea­hawks og NBA liðið Portland Trail­blaz­ers í nágranna­borg­inni Portland, í Oregon. Þá átti hann stærsta gít­ara­safn í heimi, stærsta herminja­safn í heimi, og flug­véla­safn sem á sér ekki hlið­stæðu í ver­öld­inni. Margt af því sem þarna er að finna eru safn­gripir sem erfitt er að verð­meta.

Paul Allen með Super Bowl verðlaunagripinn, þegar Seahawks liðið varð meistari.

Systir Allens, Jody, hefur nú fengið þessar eignir að mestu, en ekki hefur þó verið upp­lýst um hvernig fer með fjár­fest­inga­fé­lagið Vulcan, en sjálfur hafði Allen hugsað það félag til fram­tíðar litið sem sjálfs­eign­ar­stofn­un, þar sem fjár­munir færu að miklu leyti í góð­gerð­ar­starf. Eitt hans síð­asta verk var að gefa frá sér 125 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 15 millj­arða króna, til rann­sókn­ar­stofn­un­ar, Allen Institu­te, sem mun stunda rann­sóknir á sviði lækna­vís­inda.

Bezos hjónin skilja

Hinn 9. jan­úar birt­ist yfir­lýs­ing frá Jeff Bezos og eig­in­konu hans til 25 ára, Mac­Kenzie Bezos, þar sem til­kynnt var um það að þau væru að skilja. Fréttin kom eins og þruma úr heið­skíru lofti, en ekki reynd­ist allt með felld­u. Slúð­ur­tíma­ritið National Enquirer hafði fylgst náið með Jeff Bezos yfir átta mán­aða tíma­bil og meðal ann­ars myndað hann með sjón­varps­kon­unni Lauren Sanches. Þau reynd­ust þá eiga í ást­ar­sam­bandi og er það talin vera ástæða skiln­að­ar­ins.

Jeff Bezos hefur verið skráður fyrir 17 pró­sent eign­ar­hlut í Amazon, en virði hans í dag nemur um 141,7 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 17 þús­und millj­örðum króna. Þessi eign gerir hann að lang­sam­lega rík­asta manni heims­ins. Ef farið verður eftir lag­anna bók­staf í Was­hing­tor ríki í skiln­að­in­um, þá mun þessi hluta­bréfa­eign skipt­ast jafnt á milli Jeff og Mac­Kenzie, og verður hún þá rík­asta kona heims­ins, en Jeff fer niður í fjórða sæti yfir rík­asta fólkið í heim­in­um.

Jeff Bezos, stofnandi Amazon.

Ákveði Mac­Kenzie að selja þessi hluta­bréf, þá gæti það valdið miklum breyt­ingum hjá Amazon, svo dæmi sé tek­ið, enda hefur Jeff Bezos verður nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu frá stofn­un, og stýrt því með far­sælum hætti, svo ekki sé meira sag­t. Aðrar eignir sem Jeff á eru meðal ann­ars dag­blaðið Was­hington Post, geim­ferða- og rann­sókn­ar­fyr­ir­tækið Blue Orig­in, auk þess sem hann hefur fjár­fest í mörgum sjóð­um, ekki síst á sviði nýsköp­un­ar. Hann ákvað á dög­unum á ráð­stafa tveimur millj­örðum Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 240 millj­örðum króna, í góð­gerð­ar­sjóð, sem mun styðja við valin verk­efni árlega.Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar