26 einstaklingar eiga meiri auð en fátækari helmingur heimsbyggðarinnar

Í nýrri skýrslu Oxfam kemur fram að hinir ríku í heiminum eru að verða ríkari og hinir fátækari að verða fátækari. Þá fela hinir ofurríku mörg hundruð þúsund milljarða króna frá skattyfirvöldum.

Bilið milli fátækra og ríkra í heiminum er að aukast samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam.
Bilið milli fátækra og ríkra í heiminum er að aukast samkvæmt nýrri skýrslu Oxfam.
Auglýsing

Rík­ustu 26 ein­stak­lingar í heimi eiga jafn­mik­inn sam­an­lagðan auð og fátæk­ari helm­ingur heims­byggð­ar­inn­ar, eða 3,8 millj­arðar manna. Á árinu 2018 urðu hinir ríku enn rík­ari og hinir fátæk­ustu fátæk­ari. Árið 2017 þurfti 43 millj­arða­mær­inga til að eiga jafn mikið og fátæk­asti helm­ingur mann­kyns.

Þá eru hinir ofur­ríku að fela sam­tals um 7,6 trilljónir dala, 810 þús­und millj­arðar íslenskrar króna frá skatt­yf­ir­völdum víðs vegar um heim­inn og fyr­ir­tæki fela auk þess gríð­ar­legar fjár­hæðir í skatta­skjólum fjarri þeim löndum þar sem arð­semi þeirra verður til. Þessi til­hneig­ing auð­stétt­ar­inn­ar, að greiða ekki skatta í sam­ræmi við lög og reglur heldur fela auð sinn frá skatt­heimtu, gerir það að verkum að þró­un­ar­lönd verða af 171 millj­arði dala, eða 20.570 millj­örðum króna á ári hverju vegna skatta sem skila sér ekki.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Oxfa­m-­sam­tak­ana um mis­skipt­ingu auðs, sem gerð var opin­ber í dag.

Rík­ari aldrei verið rík­ari

Á þeim ára­tug sem lið­inn er frá því að alþjóð­leg efna­hag­skreppa reið yfir heim­inn hefur fjöldi millj­arða­mær­inga nán­ast tvö­fald­ast. Auður þeirra sem áttu yfir millj­arð dali, eða meira en 121 millj­arð króna, jókst um 900 millj­arða dala, 108.900 millj­arða króna, í fyrra. Millj­arða­mær­ingar heims­ins eiga nú meiri auð en nokkru sinni áður í heims­sög­unni.

Auglýsing
Ríkasti maður heims er Jeff Bezos, stofn­andi og aðal­eig­andi Amazon. Auður hans jókst um 112 millj­arða dala, 13.522 millj­arða króna, í fyrra. Í skýrslu Oxfam kemur fram að eitt pró­sent af heild­ar­auð Bezos sé jafn mikið af pen­ingum og fara í heil­brigð­is­mál í Eþíóp­íu, þar sem 105 millj­ónir manns búa.

Fátæk­ustu bera meiri byrðar en rík­ustu

Á sama tíma og auð­söfnun þeirra rík­ustu er í mik­illi sókn, sam­kvæmt sam­an­tekt Oxfam, þá njóta þeir sem til­heyra hópn­um, og fyr­ir­tækin sem þeir eiga, líka hag­stæð­ari skatta­skil­yrða en þeir hafa notið í ára­tugi.

Oxfam bendir á að auður sé ekki skatt­lagður nema að litlum hluta. Þannig komi til að mynda ein­ungis fjögur pró­sent af öllum skatt­tekjum til vegna auð­legð­ar­skatta. Í ríkum löndum þá lækk­uðu hæstu tekju­skattar úr 62 pró­sent árið 1970 í 38 pró­sent árið 2013 og í þró­un­ar­lönd­unum er hæsta tekju­skatts­hlut­fall 28 pró­sent.

Skýrslan bendir á að í Bras­ilíu og Bret­landi séu fátæk­ustu tíu pró­sent lands­manna farin að greiða hærra hlut­fall af launum sínum í skatt en rík­ustu tíu pró­sent­in.

Leggja til end­ur­hannað alþjóð­legt skatt­kerfi

Skýrsla Oxfam er birt á sama degi og við­skipta­ráð­stefnan í Davos í Sviss, þar sem margt áhrifa­mesta fólk heims­ins á sviði stjórn­mála og við­skipta kemur saman til skrafs og ráða­gerða, er sett.

Í henni eru lagðar fram þrjár lykil til­lögur um það hvernig megi vinna gegn vax­andi ójöfn­uði. Sú fyrsta er að bjóða upp á gjald­frjálsa heil­brigð­is­þjón­ustu, menntun og aðra opin­bera þjón­ustu um heim allan sem nái einnig til kvenna og stúlkna. Oxfam hvetur til þess að einka­væð­ingu opin­berrar þjón­ustu verði hætt, að allir fái eft­ir­laun, barna­bætur og aðrar greiðslur sem tryggi félags­legt rétt­læti fyrir alla.

Auglýsing
Í öðru lagi leggur Oxfam til að rík­is­stjórnir um allan heim leggi sig fram við að auka svig­rúm millj­óna kvenna sem eyða hverjum degi í að sjá um fjöl­skyldur sínar og heim­ili án launa. Með því að fjár­festa í opin­berri þjón­ustu sem dragi úr þörf kvenn­anna á því að nota jafn mikið af tíma sínum í slík ólaunuð störf, t.d. með auk­inni barna­gæslu, aðgengi að vatni og raf­magni, þá sé hægt að ná þessu mark­miði.

Í þriðja lagi leggur Oxfam til að það verði hætt að und­ir­skatt­leggja ríka ein­stak­linga og fyr­ir­tæki með því að ein­fald­lega hækka skatta á þá og koma í veg fyrir skattaund­an­skot þeirra með sam­eig­in­legum aðgerð­um. Það sé hægt með því að ná sam­komu­lagi um nýtt alþjóð­legt reglu­verk og með því að setja upp nýjar alþjóð­legar stofn­anir til að fram­fylgja því. Með þessu væri í raun verið að end­ur­hanna skatta­kerfi heims­ins í grund­vall­ar­at­riðum til að gera það rétt­lát­ara og hleypa þró­un­ar­löndum að ákvörð­un­ar­töku til jafn við rík­ari lönd heims­ins.

Hægt er að lesa skýrslu Oxfam í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar