Forsvarsmenn Deutsche Bank leita til Katar

Hvernig ætlar Deutsche Bank að leysa úr vanda bankans? Meðal annars með fjármagni frá Al Thani fjölskyldunni í Katar, sem öllu ræðu í olíuríkinu.

Deutsche Bank
Auglýsing

Þýski bank­inn Deutsche Bank hefur gengið gengum miklar hremm­ingar á und­an­förnum árum og óhætt er að segja að ekki sjái fyrir end­ann á þeim.

Þessi miss­erin er starf­semi bank­ans til rann­sóknar fyrir aðkomu að stór­felldu pen­inga­þvætti og Demókratar ætla sér að fá fjár­málaum­svif Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta upp á yfir­borð­ið, þar á meðal við­skipti hans við þýska bank­ann. 

Vöxtur og erf­ið­leikar

Starf­semi hans teygir anga sína um allan heim og hefur hann á und­an­förnum tveimur ára­tugum vaxið hratt og mik­ið, einkum á sviði fjár­fest­inga­banka­svið­i. 

Auglýsing

Bank­inn glímir hins vegar við miklar erf­ið­leika þessi miss­er­in, og greindi Bloomberg frá því í gær að for­svars­menn bank­ans hefðu átt í við­ræðum við kon­ungs­fjöl­skyld­una í Katar um að leggja bank­anum til meira fé, bæði hlutafé og laust fé. 

Árið 2014 fjár­festi kon­ungs­fjöl­skyldan í bank­anum fyrir 8 millj­arða evra og hefur verið meðal hluta­hafa bank­ans und­an­farin ár. Stærstu hlut­hafar Deutsche Bank eru alþjóð­legir fag­fjár­fest­ar, svo sem fjár­fest­inga­sjóðir og bankar, en þýskir hlut­hafar eiga 53 pró­sent hlut en erlendir fjár­festar 47 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu bank­ans

Sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg eru við­ræð­urnar við kon­ungs­fjöl­skyld­una í Katar á við­kvæmu stigi, ekki síst þar sem lík­legt þykir að bank­inn verið sektaður af yfir­völdum í Banda­ríkj­unum vegna þátt­töku í pen­inga­þvæt­i. 

Mark­aðsvirði bank­ans er nú um 20 millj­arðar Banda­ríkja­dala, en virðið hefur dreg­ist saman um meira en 60 pró­sent frá því árið 2015. Slæm afkoma, rann­sóknir yfir­valda, hag­ræð­ing í rekstri og umfangs­mikil end­ur­skipu­lagn­ing, er það sem hefur ein­kennt starf­sem­ina. Al Thani til bjarg­ar?

Sjóð­irnir sem kon­ungs­fjöl­skyldan í Katar stýrir eru digrir, svo ekki sé fastar að orðið kveð­ið. Þó íbúar séu aðeins 2,6 millj­ón­ir, þá eru fjár­fest­inga­sjóð­irnir - byggðir upp með arð­inum af olíu­auð­lindum lands­ins - stórir og gefa þeir land­inu mikið vægi á fjár­mála- og verð­bréfa­mörk­uðum í heim­in­um. 

QIA, sjóður í eigu Katar, stýrir eignum upp á um 320 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 40 þús­und millj­örðum króna. Til sam­an­burðar er íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið með um 4 þús­und millj­arða króna.

Sam­kvæmt Bloomberg er það sá sjóður sem horft er til þess að muni fjár­festa í bank­an­um, en þar er með­limur kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, Mo­hammed bin Abdulra­hman al Thani, með þræð­ina í hendi sér. 

Al Thani nafið er Íslend­ingum kunn­ugt, en eitt þekktasta saka­málið sem tengt er við hrun fjár­mála­kerf­is­ins er Al Thani málið svo­nefnda, þar sem Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Magnús Guð­munds­son og Ólafur Ólafs­son, voru dæmdir í fang­elsi fyrir mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik. Fjallað er ítar­lega um málið í bók­inni Kaupt­hink­ing, eftir rit­stjóra Kjarn­ans, Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Nú þegar hefur verið til­kynnt um það kon­ungs­fjöl­skyldan líti til Þýska­lands fyrir erlenda fjár­fest­ingu, og í fyrra var til­kynnt um að fjár­fest yrði í þýsku hag­kerfi fyrir 11 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur úm 1.300 millj­örðum króna, á næstu fimm árum. 

Sam­ein­ing við Commerz­bank?

Deutsche Bank gæti sam­ein­ast Commerz­bank, öðrum þýskum banka, til að styrkja efna­hag­inn og koma á meiri stöð­ug­leika í rekstin­um. Sá síð­ar­nefndi er með heild­ar­eignir sem eru á við 1/3 af heild­ar­eignum Deutsche Bank.

Í umfjöllun Bloomberg 12. des­em­ber í fyrra var frá því greint að þýsk stjórn­völd væru að þrýsta á um að Deutsche Bank leysti úr bráða­vanda sínum með sam­ein­ingu við annan banka. Ekki hefur það þó gerst enn, og má eflaust rekja það til rann­sókna á starf­semi bank­ans. Fjár­festar sem yrðu hlut­hafar í bank­anum vilja fá skýr­ari mynd af því hvernig staða bank­ans er í raun og veru, áður en næstu skref verða tek­in. 

Efna­hags­reikn­ingur bank­ans er stór og mik­ill. Heild­ar­eignir bank­ans í lok árs 2017 námu rúm­lega 206 þús­und millj­örðum króna. Bank­inn hefur unnið að því að minna eigna­hlið­ina, með sölu eigna, og fóru heild­ar­eignir bank­ans úr um 220 þús­und millj­örðum árið 2016 niður í 206 þús­und millj­arða árið eft­ir. 

Til sam­an­burðar eru heild­ar­eignir Arion banka, Lands­bank­ans og Íslands­banka rúm­lega 3 þús­und millj­arðar króna.

Ljóst er þó að sam­ein­ing við Commerz­bank myndi stækka efna­hags­reikn­ing­inn, en búist er við því að með sam­ein­ing­unni vilji þýsk stjórn­völd tryggja öryggi rekstr­ar­ins og auka stöð­ug­leik­ann í fjár­mála­kerfi lands­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar