Forsvarsmenn Deutsche Bank leita til Katar

Hvernig ætlar Deutsche Bank að leysa úr vanda bankans? Meðal annars með fjármagni frá Al Thani fjölskyldunni í Katar, sem öllu ræðu í olíuríkinu.

Deutsche Bank
Auglýsing

Þýski bank­inn Deutsche Bank hefur gengið gengum miklar hremm­ingar á und­an­förnum árum og óhætt er að segja að ekki sjái fyrir end­ann á þeim.

Þessi miss­erin er starf­semi bank­ans til rann­sóknar fyrir aðkomu að stór­felldu pen­inga­þvætti og Demókratar ætla sér að fá fjár­málaum­svif Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta upp á yfir­borð­ið, þar á meðal við­skipti hans við þýska bank­ann. 

Vöxtur og erf­ið­leikar

Starf­semi hans teygir anga sína um allan heim og hefur hann á und­an­förnum tveimur ára­tugum vaxið hratt og mik­ið, einkum á sviði fjár­fest­inga­banka­svið­i. 

Auglýsing

Bank­inn glímir hins vegar við miklar erf­ið­leika þessi miss­er­in, og greindi Bloomberg frá því í gær að for­svars­menn bank­ans hefðu átt í við­ræðum við kon­ungs­fjöl­skyld­una í Katar um að leggja bank­anum til meira fé, bæði hlutafé og laust fé. 

Árið 2014 fjár­festi kon­ungs­fjöl­skyldan í bank­anum fyrir 8 millj­arða evra og hefur verið meðal hluta­hafa bank­ans und­an­farin ár. Stærstu hlut­hafar Deutsche Bank eru alþjóð­legir fag­fjár­fest­ar, svo sem fjár­fest­inga­sjóðir og bankar, en þýskir hlut­hafar eiga 53 pró­sent hlut en erlendir fjár­festar 47 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu bank­ans

Sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg eru við­ræð­urnar við kon­ungs­fjöl­skyld­una í Katar á við­kvæmu stigi, ekki síst þar sem lík­legt þykir að bank­inn verið sektaður af yfir­völdum í Banda­ríkj­unum vegna þátt­töku í pen­inga­þvæt­i. 

Mark­aðsvirði bank­ans er nú um 20 millj­arðar Banda­ríkja­dala, en virðið hefur dreg­ist saman um meira en 60 pró­sent frá því árið 2015. Slæm afkoma, rann­sóknir yfir­valda, hag­ræð­ing í rekstri og umfangs­mikil end­ur­skipu­lagn­ing, er það sem hefur ein­kennt starf­sem­ina. Al Thani til bjarg­ar?

Sjóð­irnir sem kon­ungs­fjöl­skyldan í Katar stýrir eru digrir, svo ekki sé fastar að orðið kveð­ið. Þó íbúar séu aðeins 2,6 millj­ón­ir, þá eru fjár­fest­inga­sjóð­irnir - byggðir upp með arð­inum af olíu­auð­lindum lands­ins - stórir og gefa þeir land­inu mikið vægi á fjár­mála- og verð­bréfa­mörk­uðum í heim­in­um. 

QIA, sjóður í eigu Katar, stýrir eignum upp á um 320 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 40 þús­und millj­örðum króna. Til sam­an­burðar er íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið með um 4 þús­und millj­arða króna.

Sam­kvæmt Bloomberg er það sá sjóður sem horft er til þess að muni fjár­festa í bank­an­um, en þar er með­limur kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, Mo­hammed bin Abdulra­hman al Thani, með þræð­ina í hendi sér. 

Al Thani nafið er Íslend­ingum kunn­ugt, en eitt þekktasta saka­málið sem tengt er við hrun fjár­mála­kerf­is­ins er Al Thani málið svo­nefnda, þar sem Hreiðar Már Sig­urðs­son, Sig­urður Ein­ars­son, Magnús Guð­munds­son og Ólafur Ólafs­son, voru dæmdir í fang­elsi fyrir mark­aðs­mis­notkun og umboðs­svik. Fjallað er ítar­lega um málið í bók­inni Kaupt­hink­ing, eftir rit­stjóra Kjarn­ans, Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Nú þegar hefur verið til­kynnt um það kon­ungs­fjöl­skyldan líti til Þýska­lands fyrir erlenda fjár­fest­ingu, og í fyrra var til­kynnt um að fjár­fest yrði í þýsku hag­kerfi fyrir 11 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur úm 1.300 millj­örðum króna, á næstu fimm árum. 

Sam­ein­ing við Commerz­bank?

Deutsche Bank gæti sam­ein­ast Commerz­bank, öðrum þýskum banka, til að styrkja efna­hag­inn og koma á meiri stöð­ug­leika í rekstin­um. Sá síð­ar­nefndi er með heild­ar­eignir sem eru á við 1/3 af heild­ar­eignum Deutsche Bank.

Í umfjöllun Bloomberg 12. des­em­ber í fyrra var frá því greint að þýsk stjórn­völd væru að þrýsta á um að Deutsche Bank leysti úr bráða­vanda sínum með sam­ein­ingu við annan banka. Ekki hefur það þó gerst enn, og má eflaust rekja það til rann­sókna á starf­semi bank­ans. Fjár­festar sem yrðu hlut­hafar í bank­anum vilja fá skýr­ari mynd af því hvernig staða bank­ans er í raun og veru, áður en næstu skref verða tek­in. 

Efna­hags­reikn­ingur bank­ans er stór og mik­ill. Heild­ar­eignir bank­ans í lok árs 2017 námu rúm­lega 206 þús­und millj­örðum króna. Bank­inn hefur unnið að því að minna eigna­hlið­ina, með sölu eigna, og fóru heild­ar­eignir bank­ans úr um 220 þús­und millj­örðum árið 2016 niður í 206 þús­und millj­arða árið eft­ir. 

Til sam­an­burðar eru heild­ar­eignir Arion banka, Lands­bank­ans og Íslands­banka rúm­lega 3 þús­und millj­arðar króna.

Ljóst er þó að sam­ein­ing við Commerz­bank myndi stækka efna­hags­reikn­ing­inn, en búist er við því að með sam­ein­ing­unni vilji þýsk stjórn­völd tryggja öryggi rekstr­ar­ins og auka stöð­ug­leik­ann í fjár­mála­kerfi lands­ins.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar