Grænlenskur gullsandur

Skortur á sandi er líklega það síðasta sem þeim sem fara um Mýrdalssand og Sahara dettur í hug. Sandurinn er hinsvegar ekki óþrjótandi auðlind, en Grænlendingar eiga nóg af honum og þar bætist sífellt við.

sandur mynd: Nicolaj Kroeg Larsen
Auglýsing

Þegar talið berst að auð­lindum jarðar er sandur lík­lega ekki það sem oft­ast ber á góma. Þeir sem fara um stóru sandana á Suð­ur- og Suð­aust­ur­landi, og finnst þeir stór­ir, eiga kannski erfitt með að trúa því að víða um heim sé sandur eft­ir­sótt hrá­efni, sem ekki er óþrjót­andi.

Stundum er sagt að í ver­öld­inni séu tvö hrá­efni sem séu mik­il­væg­ust alls: vatn og sand­ur. Vatnið fyrir mann­fólk­ið, dýra­líf­ið, rækt­un­ar­land og fram­leiðslu. Sand­ur­inn í stein­steypu, sem er mik­il­væg­asta bygg­inga­efni jarð­ar­búa, notuð í hús, vegi, og flest mann­virki sem fyr­ir­finn­ast. Í stein­steypu eru sandur og möl um það bil átta­tíu pró­sent efn­is­ins. Rétt er að geta þess að and­rúms­loftið flokk­ast ekki undir hrá­efni.

Gríð­ar­leg aukn­ing

Á síð­ustu 100 árum hefur notkun á sandi auk­ist gríð­ar­lega, nánar til­tekið er árleg notkun nú um það bil tutt­ugu og þrisvar sinnum meiri en í upp­hafi síð­ustu ald­ar. Á síð­ustu tíu árum hafa Kín­verjar notað álíka mik­inn sand og Banda­ríkin not­uðu á allri síð­ustu öld.

Auglýsing

Árið 2017 not­uðu jarð­ar­búar um það bil níu og hálfan millj­arð tonna sands, mark­aðsvirði þessa stóra bings sam­svarar um það bil 12 þús­und  millj­örðum íslenskra króna.

Þessi mikla notkun á sandi hefur haft í för með sér stór­aukna eft­ir­spurn, og þótt verðið sé enn „til­tölu­lega“ lágt spá sér­fræð­ingar að það muni stór­hækka á næstu árum og ára­tug­um.

Er ekki nóg til af sandi?

Af og til sjást í sjón­varpi myndir frá sand­auðnum Afr­íku, einkum Sahara, og kannski erfitt að gera sér í hug­ar­lund að sand­skortur geti orðið vanda­mál. Iðu­lega sjást líka myndir frá Dubai, þar sem hvítar sand­strend­ur, með háhýsum og pálmatrjám eru mest áber­andi. Ætla mætti að allur sá sandur sem þar er væri heima­feng­inn eða frá nágrönnum í Sádi-­Ar­abíu og Oman. En það er öðru nær. Vissu­lega er í þessum tveim löndum nægur sand­ur, ljós og fín­gerð­ur. Gall­inn er bara sá að þessi sand­ur, og allur eyði­merk­ur­sand­ur, hentar ákaf­lega illa í stein­steypu. Til þess er hann alltof fín­gerður og sé hann not­aður í stein­steypu nær steypan ekki þeim styrk­leika sem nauð­syn­legt er og auk þess end­ist slík steypa ekki sér­lega vel. Sand­ur­inn í Dubai hefur verið fluttur um langan veg, nánar til­tekið frá Ástr­al­íu. Sömu sögu er að segja frá Los Ang­eles í Kali­forn­íu, þangað er fluttur sand­ur, í stórum stíl, frá Vancou­ver eyju, um tvö þús­und kíló­metra leið. Singapúrar flytja jafnt og þétt sand frá Malasíu, Indónesíu, Víetnam og Kam­bó­díu. Mestu af þeim sandi er sturtað í hafið við strönd­ina, til nota síð­ar. Singapúr­arnir horfa til fram­tíð­ar, telja sig vita að sandur hækki mjög í verði og þá er gott að eiga birgð­ir. Sann­kölluð hækkun í hafi.

Sand­fram­leið­and­inn Græn­land

Fyrir nokkrum dögum greindi vís­inda­ritið Nat­ure Susta­ina­bility frá rann­sókn­ar­verk­efni nokk­urra sér­fræð­inga. Yfir­um­sjón með verk­efn­inu hafði Metta Bend­ixen sér­fræð­ingur við Hafn­ar­há­skóla en hún hefur und­an­farið gegnt stöðu gesta­kenn­ara  við háskól­ann í Boulder Colorado. Auk hennar unnu að verk­efn­inu danskir og banda­rískir sér­fræð­ing­ar.

Verk­efnið sner­ist um að rann­saka þær breyt­ingar sem bráðnun jökla á Græn­landi hefur í för með sér. Nánar til­tekið það sem berst í sjó fram með vatni frá jöklun­um. Lengi hefur verið vitað að vatnið sem þannig fellur til ber með sér jarð­efni en magnið kom hins vegar sér­fræð­ing­unum á óvart. Semsé að næstum tíu pró­sent þess sands sem til verður í heim­inum ár hvert streymi til sjávar frá Græn­landi. Stærstur hluti þessa sands fellur til á afmörk­uðum svæðum og fjórð­ungur af áður­nefndum tíu pró­sentum berst til sjávar með Sermeq ánni, nokkuð fyrir sunnan Nuuk. Í skýrslu sér­fræð­ing­anna segir að hlýnun jarðar hafi í för með sér að sand­magnið sem berst til sjávar á Græn­landi muni aukast til muna á næstu árum og ára­tug­um.

Ef Græn­lend­ingar haldi rétt á spil­unum geti útflutn­ingur á sandi hugs­an­lega skapað lands­mönnum miklar tekj­ur. Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske sagði Mette Bend­ixen að áður en hugs­an­legur útflutn­ingur gæti haf­ist þyrftu marg­hátt­aðar rann­sóknir að koma til.

Ekki allir jafn sann­færðir

Per Kal­vig, for­stöðu­maður GEUS rann­sókna­set­urs­ins, sem ann­ast alhliða rann­sóknir á nátt­úru­auð­lind­um, sagði í blaða­við­tali að hug­myndin um sand­nám á Græn­landi sé spenn­andi. „Ég hef hins­vegar ákveðnar efa­semdir um við­skipta­hug­mynd­ina og hugs­an­legar tekj­ur.“ Þótt verð á sandi færi hækk­andi yrði hann ódýrt hrá­efni og ef verðið hækk­aði of mikið myndu vís­inda­menn leita leiða til að not­ast við önnur efni „þótt ég viti ekki hver þau ættu að vera“ sagði Per Kal­vig.

Jökla­leir­inn er nær­ing­ar­ríkur áburður

Minik Ros­ing pró­fessor við Nátt­úru­fræði­deild Hafn­ar­há­skóla var í hópi þeirra sem tóku þátt í verk­efni Mette Bend­ixen. Í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske sagði hann að fram­burður jök­ul­ánna bæri með sér fleira en sand. Nefni­lega jök­ul­leir, í geysi­miklu magni. Leir­inn hefur verið rann­sak­aður og hann reyn­ist mjög nær­ing­ar­rík­ur. „Kannski er það bjart­sýni en ég tel að leir­inn gæti orðið enn mik­il­væg­ari útflutn­ings­vara en sand­ur­inn, til dæmis til Afr­íku­landa. Þar skortir víða áburð“ sagði Minik Ros­ing.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar