Bára Huld Beck

Öryggisventillinn

Frumvarp um þjóðarsjóð, sem ávaxtar ávinning íslenska ríkisins af orkuauðlindum, er komið fram og í meðferð á þingi. Málið er umdeilt, og ekki einhugur um það hjá stjórnarflokkunum, þrátt fyrir að fjallað sé um þjóðarsjóð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvernig er best að ávaxta sjóðinn? Getum við lært af reynslu Norðmanna?

Í frum­varpi Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er gert ráð fyrir því að sjóð­ur­inn verði fjár­magn­aður með fjár­magni sem kemur frá orku­auð­lindum á for­ræði rík­is­ins. 

Það eru arð­greiðslur Lands­virkj­unar en fyr­ir­sjá­an­legt er að þær muni hækka veru­lega á næst­unni, eftir nokkuð langt tíma­bil skulda­nið­ur­greiðslu í kjöl­far mik­illa fram­kvæmda. Það ber hæst lang­sam­lega stærsta eign Lands­virkj­un­ar, Kára­hnjúka­virkj­un, sem sér álveri Alcoa á Reyð­ar­firði fyrir raf­magni. Um 35 pró­sent allra tekna Lands­virkj­un­ar, árið 2017, kom frá Alcoa. Sam­an­lagt standa álverin þrjú, Norð­ur­ál, Rio Tinto Alcan og Alcoa undir 71 pró­sent af tekjum Lands­virkj­un­ar, en aðrar tekjur koma frá öðrum heild­sölu­kaup­end­um. Fyr­ir­tækin Elcem og Becromal standa sam­tals undir um 11 pró­sent af tekj­u­m. 

Mjólk­ur­kúin Lands­virkjun

Árið 2017 námu heild­ar­tekjur Lands­virkj­unar 483 millj­ónum Banda­ríkja­dala eða tæp­lega 58 millj­örðum króna miðað við núver­andi gengi. Heild­ar­eignir fyr­ir­tæk­is­ins námu í loks árs 4,5 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 540 millj­örðum króna. Skuldir voru á sama tíma um 2,4 millj­arðar Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 288 millj­örðum króna. Eig­in­fjár­hlut­fallið var 45 pró­sent í lok árs­ins og nam um tveimur millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 240 millj­örðum króna. 

Fyr­ir­sjá­an­legt er að það fari hækk­andi á næst­unni, en arður Lands­virkj­unar til rík­is­ins vegna árs­ins 2017 var 1,5 millj­arður króna og nam hagn­að­ur­inn 108 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 13 millj­örðum króna. 

Á aðal­fundi Lands­virkj­unar í apríl í fyrra kom fram í máli Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra, að Lands­virkjun ætti að geta greitt um 110 millj­arða króna til rík­is­ins á árunum 2020 til 2026, miðað við þáver­andi gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dal, og fyr­ir­sjá­an­legar for­sendur í rekstri. 

Þjóð­ar­sjóður getur stækkað hratt

Tíma­punkt­ur­inn fyrir stofnun Þjóð­ar­sjóðs er ekki til­viljun heldur rök­réttur sé horft efna­hags Lands­virkj­unar og hvernig arð­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins til rík­is­ins munu stig­magn­ast á næstu árum. Á til­tölu­lega skömmum tíma, ein­ungis 10 til 20 árum, geta heild­ar­eignir Þjóð­ar­sjóðs­ins farið í allt að tæp­lega 400 millj­arða króna, miðað við 3,5 pró­sent ávöxtun á ári. 

Fyrir 350 þús­und manna þjóð á eyju í Norð­ur­-Atlands­hafi þá má líkja þessu við nýtt upp­haf. Þetta eru veru­legar fjár­hæðir sem munu safn­ast í sjóð­inn og aug­ljóst er að kom­andi kyn­slóðir gætu notið góðs af hon­um.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er sá sem leggur fram frumvarp um Þjóðarsjóð.
Mynd: Bára Huld Beck

Upp í hug­ann koma strax hápóli­tískar spurn­ing­ar: Er þetta rétt notkun á fjár­magn­inu? Ætti frekar að nota það í opin­berar fram­kvæmd­ir? Munu stjórn­mála­menn geta teygt sig í sjóð­inn ef þeir vilja? 

Nýlegar yfir­lýs­ingar Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, sam­göngu­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sýna glögg­lega að það sé ekki ein­hugur meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um það hvernig eigi að ráð­stafa þeim fjár­munum sem koma munu frá Lands­virkjun á næstu árum. Sig­urður Ingi nefndi að hægt væri að nýta arð­greiðslur frá Lands­virkjun til að fjár­magna tug millj­arða vega­fram­kvæmd­ir, fremur að horfa til veggjalda. Þetta sam­ræm­ist ekki áformum um að safna arð­greiðslum Lands­virkj­unar í Þjóð­ar­sjóð. Sátt­máli rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra er ekki skýr í nákvæm­is­at­rið­um, hvað hlut­verk Þjóð­ar­sjóðs varð­ar. Í sátt­mál­anum seg­ir: „Þjóð­ar­sjóður verður stofn­aður utan um arð af auð­lindum lands­ins og byrjað á orku­auð­lind­inni. Hlut­verk sjóðs­ins verður að byggja upp við­nám til að mæta fjár­hags­legum áföll­um. Afmark­aður hluti ráð­stöf­un­ar­fjár sjóðs­ins verður not­aður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprota­fyr­ir­tækja. Með því verður fræjum sáð til efl­ingar nýrra vel laun­aðra starfa í fram­tíð­inni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma fyrir elstu kyn­slóð­ina.“

Þetta orða­lag ber með sér að hlut­verk hins óstofn­aða Þjóð­ar­sjóðs hafði ekki verið full­mótað þegar rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Fram­sókn­ar­flokks­ins og Vinstri grænna var mynd­uð. 

Frum­varp Bjarna Bene­dikts­sonar sýnir hins vegar að horft er fyrst og fremst til þess að sjóð­ur­inn verði nýttur til mót­væg­is­að­gerða í áföllum í efna­hags­málum þjóð­ar­inn­ar. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er meðal ann­ars vitnað til Skaft­ár­elda og Móðu­harð­inda (1783 til 1785), Eyja­goss­ins (1973) og vist­kerf­is­brests, eins og þegar síldin hvarf (1969), sem dæma um þar sem Þjóð­ar­sjóð­ur­inn gæti komið að góðum notum við end­ur­reisn. „Um gæti verið að ræða áföll sem rík­is­sjóður hefði að óbreyttu ekki nægi­legan fjár­hags­legan styrk til að mæta án þess að það leiddi til veru­legra sam­tíma­á­hrifa á vel­ferð þegn­anna vegna skertrar starf­semi hins opin­bera eða hefði í för með sér skulda­byrði sem yrði þung­bær um langa hríð. Þannig er í frum­varp­inu gengið út frá lang­tíma­sjón­ar­miðum um upp­bygg­ingu á mjög burð­ugum sjóði sem geti tek­ist á við afleið­ingar af stórum, ófyr­ir­séðum og fátíðum áföllum á opinber fjár­mál, fremur en að sjóð­ur­inn sjálfur fjár­magni bein­línis bætur vegna t.d. tjóns til­tek­inna atvinnu­greina eða hópa,“ segir í grein­ar­gerð með frum­varp­inu.

Mis­mun­andi rekstr­ar­fyr­ir­komu­lag

Í frum­varp­inu er lagt til að farin verði sú leið við rekstur sjóðs­ins, að honum verði útvi­stað til fyr­ir­tækis sem sér­hæfir sig í eigna­stýr­ingu. Í frum­varp­inu seg­ir: „Stjórn sjóðs­ins skal með samn­ingi fela aðila með við­hlít­andi sér­þekk­ingu á erlendum fjár­mála­mörk­uðum að ann­ast vörslu sjóðs­ins, ávöxtun og dag­legan rekst­ur, þar á meðal fjár­fest­ing­ar. Í samn­ingi skal mæla fyrir um greiðslur fyrir verk­efni sem við­kom­andi umsýslu­að­ila er falið að annast, heim­ildir hans og skyld­ur, svo sem á sviði eigna­stýr­ing­ar, innra eft­ir­lits og reglu­legrar upp­lýs­inga­gjafar til stjórnar um rekstur og fjár­fest­ing­ar.

Formaður skipaður til fimm ára

Stjórn sjóðsins skal skipuð innan tveggja mánaða frá gildistöku laganna um sjóðinn, að því er segir í frumvarpinu. Af þeim stjórnarmönnum sem tilnefndir eru af Alþingi skal einn skipaður til eins árs, annar til tveggja ára og þriðji til þriggja ára. Sá stjórnarmaður sem tilnefndur er af forsætisráðherra skal skipaður til þriggja ára og stjórnarformaður til fimm ára. Stjórn sjóðsins þarf því að vera skipuð fimm einstaklingum.

Í frumvarpi um sjóðinn segir að stjórnarmenn skuli búa yfir menntun, sérfræðiþekkingu og starfsreynslu til að geta gegnt stjórnarsetu tilhlýðilega og skal þar einkum horft til reynslu og þekkingar á fjármálamarkaði og hagfræði. Þrír stjórnarmenn skulu tilnefndir af Alþingi, einn af forsætisráðherra og skipar ráðherra formann stjórnar án tilnefningar. Formaður skal skipaður til fimm ára en aðrir til þriggja ára í senn. Ekki er heimilt að skipa sama mann til setu í stjórninni oftar en tvisvar í röð. Hverfi stjórnarmaður úr stjórn áður en skipunartíma hans lýkur skal nýr stjórnarmaður skipaður í hans stað til loka skipunartímabilsins.

Þegar fram í sækir, gæti þessi staða orðið ein mesta ábyrgðarstaðan í íslenskri stjórnsýslu, enda bendir margt til þess að arðgreiðslur af rekstri Landsvirkjun, vegna raforkusölu, geti orðið 10 til 20 milljarðar á ári, innan ekki svo langs tíma. Alveg frá upphafi verður sjóðurinn því nokkuð stór í sniðum, á íslenskan mælikvarða.

Aðrar leiðir eru einnig mögu­leg­ar. Þær eru meðal ann­ars, að það setja sjálf­stæða stjórn, sem heyrir undir Seðla­banka Íslands og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­ið, sem sinni sjóð­stýr­ingu og fjár­fest­ingu. Norð­menn hafa farið þessa leið með norska olíu­sjóð­inn, sem ávaxtar ávinn­ing­inn af nýt­ingu olíu­auð­linda í norskri lög­sögu. Sjóð­ur­inn er sjálf­stæður í stefnu sinni, en heyrir engu að síður undir Seðla­banka Nor­egs. Hann sinnir síðan til­kynn­ing­ar­skyldu til fjár­mála­ráð­herra Nor­egs. 

23 millj­ónir á hvern íbúa

Olíu­sjóður Norð­manna er nú orð­inn upp á meira en eitt þús­und millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 120 þús­und millj­örðum króna. Það er upp­hæð sem nemur 23 millj­ónum króna á hvern Norð­mann, sem eru 5,2 millj­ón­ir. Til sam­an­burðar nema heild­ar­eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða um 4.300 millj­örð­um, eða sem nemur um 12,2 millj­ónum á hvern íbúa. Sjóð­ur­inn á um þessar mundir 1,3 pró­sent af öllum skráðum hluta­bréfum í heim­in­um, en sjóð­ur­inn er að mestu geymdur í skráðum verð­bréf­um.

Til við­bótar eru Norð­menn síðan með sitt líf­eyr­is­kerfi, þannig að olíu­sjóð­ur­inn er hrein við­bót við þeirra hefð­bundna opin­bera kerfi. Mikil sjóð­söfnun þeirra hefur gert Noreg að einu rík­asta landi í heimi og samt er þar eng­inn olíg­ar­ki, eins og þekk­ist í nær öllum öðrum olíu­fram­leiðslu­ríkj­um. Fyr­ir­komu­lag Norð­manna hefur sannað sig vel, og sagði Yngve Slyngstad, sjóðs­stjóri norska olíu­sjóðs­ins, í við­tali við Bloomberg 2. febr­úar síð­ast­lið­inn, að sjóð­ur­inn hefur skipt miklu máli fyrir Noreg í fjár­málakrepp­unni 2007 til 2009. Þegar nær allir fjár­mála­mark­aðir heims­ins gengu í gegnum mik­inn hreins­un­ar­eld, með til­heyr­andi verð­falli og erf­ið­leik­um, þá sigldi Nor­egur fremur lygnan sjó miðað við flest önnur ríki, og eng­inn efað­ist um að norskir bankar, helstu fyr­ir­tæki Nor­egs eða norska rík­ið, gætu staðið við sínar skuld­bind­ing­ar. Einn helsti ávinn­ingur almenn­ings í Nor­egi af norska olíu­sjóðnum er traustið sem hann færir norska hag­kerf­inu, með til­heyr­andi jákvæðum áhrifum á lána­kjör og aðgang að láns­fé. 

Má aldrei skulda meira en einn tíunda af eignum

Sam­kvæmt frum­varp­inu verður fjár­fest­ing­ar­stefna sjóðs­ins nokkuð niður njörv­uð. Þó er ákveð­inn sveigj­an­leiki innan henn­ar, sem á að tryggja rétta áhættu­dreif­ingu. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir að sjóðnum verði heim­ilt að fjár­festa í skráðum mark­aðs­verð­bréf­um, svo sem hluta­bréf­um, víxlum og skulda­bréf­um, fjár­fest­ing­ar­sam­lögum sem fjár­festa í hlutafé og skuldum fyr­ir­tækja sem ekki eru skráð á verð­bréfa­mark­aði, og sjóð­um, fjár­fest­ing­ar­sam­lögum og afleiðum tengdum fyrr­greindum fjár­mála­af­urðum sem og inn­lánum í bönk­um. 

Sjóð­ur­inn mun ekki geta tekið lán, eins og gefur að skilja, nema þá til að mæta sveiflum í greiðslu­streymi sínu. Heild­ar­upp­hæð lán­tök­unnar má aldrei nema meiru en einum tíunda af heild­ar­eignum sjóðs­ins. Þá má ekki taka lán með útgáfu og sölu á skulda­bréfum og öðrum end­ur­greið­an­legum skulda­við­ur­kenn­ingum til almenn­ings. Sjóðnum er heim­ilt að lána mark­aðs­verð­bréf í eigu sinni til fag­fjár­festa honum til tekju­öfl­un­ar. Í Frum­varp­inu er lögð áhersla á að sjóð­ur­inn eigi að vera gagn­sær í sinni starf­semi. Á þriggja mán­aða fresti eru skýrslu skilað til fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um hvernig gangi að ávaxta eignir sjóðs­ins og hvernig áhættu­dreif­ingin er í eigna­safn­inu.

Freistni­vandi stjórn­mála­manna

Eins og áður sagði er ekki ein­hugur meðal stjórn­ar­flokk­anna um Þjóð­ar­sjóð­inn, eins og orð Sig­urðar Inga um hvernig megi nýta arð­greiðslur Lands­virkj­unar eru til marks um. Ágrein­ing­ur­inn er þó ekki bund­inn við að það eigi að stofna sjóð­inn, heldur hvernig eigi að skipu­leggja hann og hvenær á að byrja að safna í hann fjár­mun­um. 

Sé horft til reynslu Norð­manna - sem meðal ann­ars er til umfjöll­unar í grein­ar­gerð með frum­varp­inu um Þjóð­ar­sjóð­inn - þá er eitt það mik­il­væg­asta við rekstur sjóðs­ins, að koma í veg fyrir að stjórn­mála­menn geti nýtt sjóð­inn til gælu­verk­efna. Þetta er freistni­vand­inn, sem glíma þarf við. Í Nor­egi hafa oft komið upp mál, þar sem stjórn­mála­menn hafa horft til þess að nýta olíu­sjóð­inn til verk­efna, en sjálf­stæði hans og góð stofna­naum­gjörð kemur í veg fyrir að slíkt geti gerst. Innan heim­ilda er þó hægt, í ákveðnum til­vik­um, að nýta hluta af inn­streym­inu í sjóð­inn til ann­arra verk­efna, enda er olíu­sjóð­ur­inn risa­vax­inn og pen­ing­arnir þar miklir í sam­hengi við hefð­bundin verk­efn­i. 

Norð­menn hafa þó þegar ákveðið að nýta hlut af olíu­sjóðn­um, innan við 0,5 pró­sent af hon­um, í umfangs­mikla inn­viða­upp­bygg­ingu í land­inu, sem nú þegar er farin í gang. Áætl­unin gerir ráð fyrir upp­bygg­ingu yfir 10 ára tíma­bil og verður varið til hennar meira en 15 þús­und millj­örðum íslenskra króna, og nær hún til sam­göngu­mann­virkja og fjar­skipta­kerfa, ekki síst. 

Vistkerfisbreytingar ein stærsta kerfisáhættan

Eitt af því sem þjóðir heimsins glíma margar við þessi misserin, er að kortleggja breytingar sem geta orðið á samfélögum vegna vistkerfisbreytinga sem rekja má til hlýnunar jarðar og mengunar. Eftir að nær allar þjóðir heimsins hafa samþykkt Parísarsamkomulagið hefur vinna við þessa tegund kerfisáhættu orðið enn ítarlegri en áður og meira fjármagni varið til hennar.

Óhætt er að segja að Ísland standi frammi fyrir mikilvægum spurningum hvað þetta varðar. Sé litið til mikilvægustu auðlindar Íslands, íslensku lögsögunnar, þá geta breytingar, t.d. vegna súrnar og hlýnunar sjávar, leitt til mikilla breytinga á stofnstærðum, sem síðan getur leitt til mikilla efnahagsáhrifa. Þjóðarsjóður gæti virkað sem öryggisventill í aðstæðum, þar sem mikil neikvæð áhrif kæmu fram.

Óhætt er að segja að á Íslandi sé mikið undir, þegar horft er til lögsögunnar sérstaklega. Fyrir utan útflutningsverðmæti úr lögsögunni, sem árlega eru á bilinu 220 til 250 milljarðar króna, þá er einnig mikil kerfisáhættu fólgin í miklum áhrifum sjávarútvegsins í hagkerfinu öllu. Eins og rakið var í ítarlegri fréttaskýringu á þessum vettvangi, á er fjárhagslegur styrkur margra útgerðarfyrirtækja á Íslandi mikill þessi misserin, og má segja að aðrir geirar í hagkerfinu komist ekki með tærnar þar sem útgerðirnar hafa hælana hvað varðar arðsemi rekstrar. En þetta getur breyst hratt ef miklar breytingar verða í lögsögunni, og þá gæti reynst mikilvægt fyrir landið að vera með Þjóðarsjóð til taks til að takast á við áföll, ef þau kæmu fram. Vonandi kemur ekki til mikilla neikvæðra breytinga í lögsögunni, en sérfræðingar hafa þó varað við því að svo gæti farið. Aflaheimildir eru í dag metnar á um 1.200 milljarða króna og veðsettar fyrir mörg hundruð milljarða í fjármálakerfinu, og það eitt getur leitt til kerfisáhættu, ef breytingar í lögsögunni leiða til þess að stofnar minnka eða jafnvel hverfa. Áfallið þegar síldin hvarf 1969, sem minnst er á greinargerð með frumvarpinu um Þjóðarsjóð, var mikið og svipað áfall getur endurtekið sig, enda náttúrulegar breytingar oft óútreiknanlegar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar