Jarðskjálfti af stærðinni 4,2 á Richter kvarða var í norðanverðri Bárðarbungu, eldstöðinni í Vatnajökli, skömmu fyrir hálftíu í kvöld. Þetta er stærsti skjálfti á þessum stað á þessu ári, en töluverð skjálftavirkni hefur verið á þessum slóðum á undanförnum mánuðum.
Hinn 28. desember í fyrra varð enn stærri skjálfti, upp á 4,8, á svipuðum slóðum, sakvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, sem hefur eftirlitið með jarðskjálftum.
Smærri skjálfti varð nokkrum mínútum fyrr, eða kl. 21:17, hann var 2,7 að stærð. Síðan hefur verið rólegt á svæðinu.
Auglýsing