Mynd: Skjáskot

Varnarlaus gagnvart peningaþvætti árum saman

Ísland er í kappi við tímann að sýna alþjóðlegum samtökum að landið sinni almennilegu eftirliti gagnvart peningaþvætti, eftir að hafa fengið falleinkunn í úttekt í fyrra. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Fjármálaeftirlitið gerði úttektir á íslenskum bönkum árið 2007 þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd eftirlits með þvætti. Þeim var ekki fylgt eftir „vegna starfsmannaskorts og sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.“

Vöxtur íslensku bank­anna fyrir hrun var gríð­ar­leg­ur. Saman tutt­ugu­föld­uð­ust Kaup­þing, Lands­banki Íslands og Glitnir að stærð á um sjö árum, frá byrjun árs 2002 og fram að enda­lok­unum haustið 2008. 

Vöxt­ur­inn var meðal ann­ars drif­inn áfram af áhættu­samri og hraðri sókn inn á nýja mark­aði sem bank­arnir þekktu lítið sem ekk­ert. Þangað sóttu þeir sér nýja við­skipta­vini og tóku þátt í útrás ann­arra inn á óþekktar lend­ur. 

Allt þetta leiddi til þess að miklir fjár­munir runnu um æðar banka­kerf­is­ins, og end­uðu oft í skatta­skjólum sem kröfð­ust lít­illar upp­lýs­inga­gjafar en lögðu þeim mun meiri áherslu á leynd yfir því hverjir við­skipta­vinir þeirra vor­u. 

Við þessa eðl­is­breyt­ingu á íslensku banka­kerfi, sem tengd­ist á þessum árum af alvöru hinu alþjóð­lega fjár­mála­kerfi, juk­ust líkur á athæfi á borð við pen­inga­þvætti. Í því felst að koma ólög­mætum fjár­munum í umferð með því að nýta lög­legar leiðir til þess. 

Ýmsir þurfa að stunda slíka hátt­semi, t.d. skipu­lagðir glæpa­hópar sem meðal ann­ars selja fíkni­efni eða stunda man­sal á svörtum mark­aði. Þeir þurfa að þvætta rekstr­ar­hagnað sinn til þess að hægt sé að nota hann í raun­heim­um.

Skattsvik­ar­ar, þeir sem hafa framið auðg­un­ar­brot og fólk sem hefur komið fjár­munum undan rétt­mætum kröfu­höfum sínum er í sömu stöðu. Það þarf að gera pen­ing­anna sína sem eru illa fengn­ir, eða í raun eign ann­arra, „hreina“ þannig að þeir geti notað þá aft­ur.

Áhyggjum komið á fram­færi 2006

Þessi staða gerði það að verkum að mun rík­ari kröfur þurfti að gera til allra, bæði fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna sjálfra og eft­ir­lits­að­ila, um að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti ætti sér stað, enda kolólög­legt og sam­fé­lags­leg­skað­and­i. 

Alþjóð­legu sam­tökin Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) hafa lengi haft það hlut­verk að móta aðgerðir til að hindra að fjár­mála­kerfið sé mis­notað í þeim til­gangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð. Þau hófu eft­ir­lit með Íslandi á árunum fyrir hrun og skil­uðu fyrstu skýrslu sinni um ástandið hér í októ­ber 2006. Í nið­ur­stöð­unum var því lýst yfir að sam­tökin hefðu áhyggjur af virkni eft­ir­lits með pen­inga­þvætti á Ísland­i. 

Bæði Fjár­mála­eft­ir­litið og emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra fengu athuga­semdir fyrir að hafa ekki veitt nægi­legum kröftum í mála­flokk­inn. 

Brugð­ist var við með því að setja á fót pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu rík­is­lög­reglu­stjóra. Á henni starf­aði lengst af einn maður sem sinnti nær engri frum­kvæð­is­skyldu heldur treysti á til­kynn­ingar frá bönkum og öðrum aðilum um að við­skipta­vinir þeirra væru mögu­lega að stunda þvætti. Auk þess ætl­aði Fjár­mála­eft­ir­litið að fram­kvæmda reglu­legri og ítar­legri úttektir á fjár­mála­fyr­ir­tækjum vegna þessa. Þær úttektir beindust fyrst og síð­ast að stóru bönk­unum þrem­ur: Kaup­þingi, Lands­banka Íslands og Glitni.

Alvar­legar athuga­semdir við eft­ir­lit Glitnis

Þann 12. des­em­ber 2006 sendi Fjár­mála­eft­ir­litið bréf til Glitnis þar sem bank­anum var til­kynnt um að það ætl­aði að fram­kvæma athugun á því hvernig Glitnir stæði að aðgerðum gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Í júlí 2007 lágu fyrir drög að skýrslu um nið­ur­stöðu þeirrar úttekt­ar. Fjár­mála­eft­ir­litið var til­búið að afhenda Kjarn­anum hluta hennar en synj­aði aðgengi að þorra skýrsl­unn­ar. Kjarn­inn hefur hins vegar skýrsl­una í heild sinni undir hönd­um. 

Glitnir var einn þeirra þriggja stóru banka sem féll haustið 2008. Varnir hans gegn peningaþvætti voru fjarri því að vera í lagi samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins.
Mynd: EPA

Sama gilti um útibú Glitnis í London. Fjár­mála­eft­ir­litið hóf athugun á því í apríl 2007. Þeirri athugun lauk ekki með form­legri nið­ur­stöðu. Drög að nið­ur­stöðu liggja ekki einu sinni fyr­ir. 

Í útgáf­unni af skýrslu­drög­unum sem Fjár­mála­eft­ir­litið afhenti Kjarn­anum var búið að fjar­læga 20 blað­síð­ur. Þar á meðan nið­ur­stöðukafl­ann þar sem varnir Glitnis gegn pen­inga­þvætti fá fall­ein­kunn eft­ir­lits­ins.

Lít­ill hluti úr skýrslu um Lands­bank­ann afhentur

Sömu sögu er að segja um skýrslu­drög vegna skoð­unar á Lands­banka Íslands. Fjár­mála­eft­ir­litið hóf athugun á honum í mars 2007 og í sept­em­ber sama ár lágu fyrir drög að nið­ur­stöðu sem send voru til bank­ans. 

Kjarn­inn óskaði eftir því að fá umrædd drög afhent en fékk þau ein­ungis að litlum hluta. Búið er að strika yfir stóran hluta þeirra blað­síðna sem afhentar voru auk þess sem sem blað­síður 7-34 höfðu verið fjar­lægð­ar, þar á meðal nið­ur­stöðu­hluti þeirra. 

Í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að ekki hafi náðst að ljúka skoðun á Lands­banka Íslands „vegna starfs­manna­skorts og sér­stakra aðstæðna á fjár­mála­mark­aði.

Fjár­mála­eft­ir­litið hóf einnig athugun á úti­búi Lands­banka Íslands í London í apríl 2007, en lauk henni hvorki með drögum né form­legri nið­ur­stöð­u. 

Við­un­andi en samt gerðar athuga­semdir

Eini bank­inn sem Fjár­mála­eft­ir­litið lauk athugun á með form­legri nið­ur­stöðu var Kaup­þing. Eft­ir­litið hóf athugun á innra eft­ir­liti og starfs­að­gerðum bank­ans í mars 2007 sem „mið­uðu að því að koma í veg fyrir pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka“. Athug­un­inni lauk með form­legri nið­ur­stöður og sendi Fjár­mála­eft­ir­litið bank­anum loka­skýrslu í júní 2008.

Kjarn­inn fékk þá skýrslu afhenta að hluta en synj­aði miðl­inum um aðgang að öðrum hlutum henn­ar, meðal ann­ars við­auka sem inni­heldur nöfn til­tek­inna við­skipta­manna bank­ans sem skoð­aðir voru. Í skýrsl­unni er búið að sverta þá hluta hennar sem Fjár­mála­eft­ir­litið taldi sér óheim­ilt að afhenda. 

Nið­ur­staða Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í skýrsl­unni var sú að Kaup­þing hefði stigi mik­il­væg skref í átt að því að efla varnir gegn pen­inga­þvætti eða fjár­mögnun hryðju­verka með „ít­ar­legum reglum og verk­ferlum, fram­kvæmd áreið­an­leikakann­ana og átaki í fræðslu­málum fyrir starfs­menn“. Þar segir enn fremur að Fjár­mála­eft­ir­litið telji ljóst hafi verið „að skiln­ingur á mik­il­vægi þess­ara aðgerða og stuðn­ingur við þær nær til æðstu stjórn­enda bank­ans og banka­ráðs sem er mjög mik­il­vægt.“

Kaup­þing fékk ein­kunn­ina „Við­un­andi“ í öllum flokkum vegna aðgerða bank­ans. Í nið­ur­stöðukafl­anum segir hins vegar að í skýrsl­unni séu „gerðar athuga­semdir við til­tekin atriði í fram­kvæmd bank­ans á áreið­an­leika­könn­unum vegna nýrra við­skipta­vina[...]Einnig eru í skýrsl­unni gerðar athuga­semdir við stöðu ábyrgð­ar­manns.“ Í þeim hluta skýrsl­unnar sem er ekki svertur er hægt að sjá að nið­ur­staða úrtaks sem fram­kvæmt var vegna áreið­an­leikakann­anna hafi komið í ljós að áreið­an­leika­könnun Kaup­þings hafi reynst vera ófull­nægj­andi í átta pró­sent til­vika. 

Peningaþvætti víða á Norðurlöndunum

Kjarninn fór í byrjun árs 2019 fram á að fá aðgang að þeim úttektum sem Fjármálaeftirlitið gerði á bönkunum þremur varðandi varnir gegn peningaþvætti frá árinu 2006 og fram að hruni. Auk þess var óskað eftir því að fá allar aðrar skýrslur, drög eða úttektir sem gerðar voru um saman efni.

Ástæðan var tvíþætt. Í fyrsta lagi hafa þær upplýsingar sem fram hafa komið um starfsemi Kaupþings, Landsbanka Íslands og Glitnis á síðustu árum; í rannsóknarskýrslum, dómsmálum og fjölmiðlaumfjöllun, sýnt að þótt íslensku bankarnir þrír hefðu allir á sér yfirbragð faglegra fyrirtækja var umsjón og eftirlit með útlánum lélegt og ófaglegt. Í raun má segja að hvatinn til að vaxa hafi verið miklu sterkari en hvatinn til að byggja upp stöndug fyrirtæki. Því var til staðar freistnivandi um að hefja viðskipti við viðskiptavini sem ekki störfuðu að öllu leyti löglega.

Í öðru lagi hafa nokkrir stórir bankar í nágrenni Íslands verið bendlaðir við stórfellt peningaþvætti. Í fyrra var það Danske Bank og þvætti í gegnum eistneskt útibú bankans á árunum 2007 til 2015. Hinn sænski Swedbank átti einnig aðild að því máli. Svo var framkvæmd húsleit í höfuðstöðvum Deutsche Bank í nóvember í fyrra vegna grunsemda um peningaþvætti, en sá banki var í miklu samkurli við íslenska banka fyrir hrun og hefur auk þess leikið stórt hlutverk á meðal kröfuhafa föllnu bankanna síðastliðinn áratug. Nýjasta hneykslið snýr svo að Nordea bankanum í Danmörku, sem á að hafa notað auðmannaútibú sitt í Vesterport til að þvætta peninga.

Fyrsta efnislegt svar Fjármálaeftirlitsins barst 24. janúar. Í því er farið yfir þær athuganir sem eftirlitið framkvæmdi á hverjum banka fyrir sig á árunum fyrir hrun hvort þær hafi í raun verið kláraðar svo hægt væri að ganga úr skugga um að áhyggjur FATF væru raunverulegar. Og ef svo væri, hvað þyrfti þá að gera til að bæta úr því. Þá var skýrsla Fjármálaeftirlitsins um Kaupþing afhent að hluta en drög að skýrslu um Glitni og Landsbanka Íslands ekki að svo stöddu.

Kjarninn fór fram á að fá fleiri gögn afhent og barst annað svar 19. febrúar 2019. Með því fylgdi hluti af drögum að skýrslum um frammistöðu Glitnis og Landsbanka Íslands við að verjast peningaþvætti.

Miklum fjár­hæðum komið undan á aflandseyjur

Þeir þrír bankar sem fjallað er um hér að framan hrundu síðan auð­vitað allir snemma í októ­ber 2008. Og sett voru upp fjár­magns­höft nokkrum vikum síðar sem voru ekki að fullu afnumin fyrr en í síð­ustu viku, rúmum ára­tug eftir að þeim var komið á. 

En við hrunið lá þó fyrir að mörg hund­ruð millj­arða króna hið minnsta hafði verið komið fyrir í aflands­fé­lög­um. Fyrir liggur að hluti þess fjár er annað hvort fé sem leynt hefur verið frá rétt­mætum kröfu­höfum eða ávinn­ingur af skattsvik­um. Skatta­laga­brot fyrn­ast á sex árum og því eru flestir þeirra sem komust hjá því að greiða háar fjár­hæðir til sam­neysl­unnar hér­lendis með því að fela pen­ing­anna sína í skattaparadísum fyrir haustið 2008 sloppnir frá ákæru vegna slíkra. Sama gildir hins vegar ekki um pen­inga­þvætti, en til dæmis öll til­færsla á pen­ingum sem eru ávinn­ingur af skatta­laga­brotum fellur undir þá skil­grein­ingu.

Dæmi um þetta er mál Júl­í­usar Víf­ils Ingv­ars­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var opin­ber­aður í Panama­skjöl­un­um. Hann við­ur­kenndi við rann­sókn máls­ins að hafa framið skatta­laga­brot með því að gefa ekki upp til skatts tekjur sem hann geymdi á aflands­reikn­ingi, en áttu að skatt­leggj­ast á Íslandi. Það brot var hins vegar fyrnt þegar játn­ingin kom fram. Júl­íus Víf­ill var þess í stað ákærður fyrir pen­inga­þvætti. Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi hann í tíu mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir brotið 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Lands­rétt­ar. Nið­ur­staðan þar getur verið for­dæm­is­gef­andi gagn­vart mörgum ann­arra sem yfir­völd telja að hafi gerst sekir um nú fyrnd skatta­laga­brot, og voru opin­beraðir í Panama­skjöl­un­um.

Aðrir sem átt hafa bólgna reikn­inga á aflandseyjum hafa getað nýtt sér þær leiðir sem Seðla­banki Íslands hefur boðið upp á á hafta­ár­unum til að koma pen­ingum aftur til Íslands og láta þá öðl­ast ótví­rætt lög­mæti. Fræg­ust þeirra leiða er fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans. Það á bæði við um inn­lenda og erlenda aðila og við­mæl­endur Kjarn­ans sem störf­uðu við að aðstoða slíka við að nýta sér þessa leið segja að lítið hafi verið um að áreið­an­leiki við­skipta­vin­an­anna og upp­runi fjár­mun­anna sem til stóð að ferja inn í landið hafi verið kann­að­ur. 

Þau orð ríma ágæt­lega við það sem Ólafur Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ari sagði í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut 3. októ­ber síð­ast­lið­inn þegar hann var spurður hvort aðgerðir Íslend­inga til að koma í veg fyrir að pen­inga­þvætti hefðu verið við­un­andi á und­an­förnum árum. „Þessu eru auðsvar­að,“ sagði Ólaf­ur, „nei það er það ekki.“

Ísland fær fall­ein­kunn

Þrátt fyrir að legið hafi fyrir frá árinu 2007 hið minnsta, sam­kvæmt úttektum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem hér hefur verið fjallað um, að eft­ir­lit með pen­inga­þvætti hafi verið veru­lega ábóta­vant þá var lítið að gert hér­lendis árum sam­an.

Raunar rönk­uðu yfir­völd ekki við sér af alvöru fyrr en í apríl 2018 þegar FATF skil­aði af sér úttekt á Íslandi þar sem nið­ur­staðan var sú að varnir lands­ins gegn pen­inga­þvætti fengu fall­ein­kunn. Sér­stak­lega var þar fjallað um fjár­magns­höftin sem voru við lýði á Íslandi frá nóv­em­ber 2008 og fram í mars 2017. Í skýrslu FATF sagði: „Þessum höftum var lyft í mars 2017 og yfir­völd hafa ekki tekið til­lit til þeirra áhrifa sem það geti haft á áhættu vegna pen­inga­þvætt­is­/fjár­mögnun hryðju­verka­sam­taka í land­in­u.“

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­leg­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinnu­þýð ríki myndi það, að mati inn­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­mála­starf­semi, stofnun úti­búa, dótt­ur­fé­laga og umboðs­skrif­stofa og jafn­vel útgáfu aðvar­ana um að við­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Skýrsla FATF ýtti veru­lega við málum hér­lend­is. Það þurfti að bregð­ast við þessum athuga­semdum hratt, auk þess sem fyrir lá að fjórða pen­inga­þvætt­is­til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins yrði tekin upp í samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) í des­em­ber 2018.

Starfs­hópur á vegum dóms­mála­ráð­herra var því settur í að semja frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra lagði fram frum­varp um ný heild­ar­lög 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Málið var afgreitt frá efna­hags- og við­skipta­nefnd 12. des­em­ber og síð­ari tvær umræður kláraðar dag­inn án ann­arra ræðu­halda en Brynjars Níels­son­ar, sem mælti fyrir nefnd­ar­á­liti um málið sem full­trúar alla flokka skrif­uðu und­ir.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­manna þann sama dag. Þau tóku gildi þann 1. jan­úar 2019.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu sagði að nauð­syn­legt yrði að fara í heild­ar­end­ur­skoðun á gild­andi lögum þar sem gera þarf veru­legar úrbætur á lög­unum til að upp­fylla þær lág­marks­kröfur sem gerðar eru á alþjóða­vett­vangi.

Nú er unnið að því víða í stjórn­sýsl­unni að sýna FATF fram á að hér­lendis séu varnir gegn pen­inga­þvætti nægj­an­leg­ar. Fjölgað hefur mjög á því sem áður hét pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­aðs­sak­sókn­ara en heitir nú skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu, fjár­munir hafa verið settir í að kaupa upp­lýs­inga­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­semi innan bank­anna sjálfra hefur verið eflt. „Það er í raun og veru allt kerfið undir þegar við erum að tala um þessa úttekt,“ sagði Ólafur Þór í áður­nefndum sjón­varps­þætt­i. 

Í sum­ar, nánar til­tekið í júní, mun koma í ljós hvort að við­brögð Íslands hafi verið nægj­an­leg til að sleppa við afleið­ingar af hendi FATF. Fyrir liggur þó, hvernig sem fer, að ekki var brugð­ist við því að hér væru lélegar varnir gegn pen­inga­þvætti í meira en ára­tug eftir að stað­fest­ing á því kom fram í úttektum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar