Bára Huld Beck

Óhófleg fatakaup Íslendinga draga dilk á eftir sér

Fatasóun Íslendinga hefur aukist verulega á síðustu árum. Árið 2016 henti hver íbúi að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið, það er nærri því tvöfalt meira magn en fjórum árum áður. Meirihluti þess úrgangs fer í urðun en auk þess voru yfir 3000 tonn send frá Íslandi til annarra landa í endurvinnslu árið 2018. Umhverfisráðuneytið stefnir á að draga úr fatasóun á hvern íbúa um fimm kíló en umhverfisspor hverrar flíkur er gífurlegt, allt frá framleiðslu til förgunar.

Vit­und­ar­vakn­ing hefur orðið um umhverf­is­mál hér á landi á und­an­förnum árum. Í nýlegri umhverfiskönnun Gallups sögð­ust tveir af hverjum þremur Íslend­ingum hafa breytt hegðun sinni til þess lág­marka á­hrif á umhverfi og ­lofts­lags­breyt­ing­ar. Í neyslu­sam­fé­lagi nútím­ans er hægt að breyta mörgu í þeirri von að draga úr umhverf­is­fótspor­inu. Fólk hefur meðal ann­ars verið hvatt til að breyta ferða­venjum sín­um, flokka meira, breyta matar­æði og kaupa minna.

Stjórn­völd hafa einnig ­aukið aðgerðir í umhverf­is­málum en núver­andi rík­is­stjórnin hefur meðal ann­ars kynnt aðgerða­á­ætlun í loft­lags­málum til næstu 12 ára. ­Rík­is­stjórn­in hefur einnig ­sett sér stefnu þegar kemur að draga úr myndun úrgangs á Íslandi og þar með draga úr los­un gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Í úrgangs­stefnu umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins fyrir næstu sex ár verða ákveðnir úrgangs­flokkar í brennid­epli en þar á meðal er textílsó­un. Á síð­ustu árum hefur orðið mikil aukn­ing í fata­sóun hér landi en árið 2016 hentu Íslend­ingar rúmum 5700 tonnum af textíl og skóm. 

Hver Íslend­ingur hendir 15 kílóum af föt­um 

Árið 2016 henti hver Íslend­ingur að með­al­tali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið, sam­kvæmt sam­an­tekt umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins. Það er nærri því tvö­falt meira magn en hver Íslend­ingur henti árið 2012 en þá henti hver íbúi að með­al­tali rúmum 8 kílóum á ári. Það er því gríð­ar­leg aukn­ing á fjórum árum. Inni­falið í þessum fimmtán kílóum er bæði magnið sem fer til end­ur­nýt­ingar og magnið sem ratar í bland­aðan úrgang og endar í flestum til­fellum í urð­un. Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun fer 60 pró­sent af vefn­að­ar­vöru á Íslandi í ruslið og endar annað hvort í urðun eða brennslu. Aðeins 40 pró­sent fer í end­ur­notkun og end­ur­nýt­ingu. Mynd: Umhverfisráðuneytið

3000 tonn send úr landi á hverju ári

Rauði kross­inn sér um að flokka og end­ur­vinna vefn­að­ar­vöru hér á landi en fata­söfnun er eitt mik­il­væg­asta fjár­öfl­un­ar­verk­efni sam­tak­anna. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru yfir 90 Rauða kross gámar sem taka við fötum og öðrum textíl. Fatn­aður er síðan flokk­aður og gef­inn þurf­andi hér á landi sem og erlendis en sam­tökin úthluta fatn­aði til 1.500 ein­stak­linga á Íslandi á ári hverju, þar á meðal til Frú Ragn­heið­ar, til hæl­is­leit­anda og ann­arra ein­stak­linga sem á þurfa að halda. 

Auk þess selur Rauða kross­inn fatnað í versl­unum sínum víðs vegar um landið á lágu verði. Langstærsti hlut­inn af textílnum sem safn­að­ist í fata­söfnun Rauða Kross­ins er þó sendur í flokk­un­ar­stöðvar erlend­is. Þaðan er textílnum síðan dreift til end­ur­sölu­að­ila eða settur í end­ur­nýt­ingu en ágóð­inn rennur í hjálp­ar­sjóð Rauða kross­ins.

Á síð­asta ári sendi Rauði kross­inn 3000 tonn af textíl erlend­is, sam­kvæmt flokk­un­ar­stöð Rauða Kross­ins. Það er um 230, fjör­tíu feta, gámar á hverju ári, eða að með­al­tali fjór­ir og hálfur gámur í hverri viku.

Verslanir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu eru fimm. Tvær á Laugaveginum, ein á Skólavörðustíg, ein í Mjóddinni og ein í Hafnarfirði. Einnig eru búðir á Akureyri, Húsavík, Borgarnesi, Eskifirði, Egilsstöðum, Stöðvarfirði og Hornafirði.

Spreng­ing í net­verslun Íslend­inga

Fram­boð á ódýrum fatn­aði hefur auk­ist til muna hér á landi en und­an­farin ár hafa fleiri versl­un­ar­keðjur opnað á Íslandi sem þekktar eru fyrir fram­­leiðslu sem á ensku er kölluð „fast fas­hion“ og þýða mætti sem „einnota tísku“. Má þar nefna fata­keðj­urnar Lindex og H&M en slíkar versl­anir selja fatnað á lægra verði og gríð­ar­leg velta er á fata­úr­vali í búð­unum í hverjum mán­uði.

Á svip­uðum tíma hefur orðið gíf­ur­leg aukn­ing í net­verslun Íslend­inga og þá sér­stak­lega kaup á vörum frá útlöndum í gegnum alþjóð­legar vef­versl­an­ir. Í við­tali við tíma­ritið Umræðan sagð­i ­Vé­steinn Við­ars­son, fyrrum vöru­stjóri pakka­send­inga hjá Íslands­pósti, að vatna­skil hafi orðið árið 2013 þegar Íslend­ing­ar upp­­­götv­uðu kín­versku net­versl­un­ina Ali­Ex­press og í fram­hald­inu aðrar sam­­bæri­­leg­ar vef­versl­an­­ir. Frá árinu 2013 til árs­ins 2017 sjöföld­uð­ust ­send­ingar til lands­ins frá útlöndum en árið 2017 keyptu Íslend­ingar vörur frá erlendum net­versl­unum fyrir 4,3 millj­arða króna, sam­kvæmt toll­skrán­ingu frá Emb­ætti toll­stjóra og toll­af­greiðslu Íslands­pósts. Sam­an­borið við kaup frá inn­lendum net­versl­unum fyrir 8,8 millj­arða á sama tíma.

Í skýrslu Rann­sókn­ar­set­urs versl­unar um íslenska net­verslun kemur fram að sá vöru­flokkur sem Íslend­ingar keyptu mest af frá erlendum net­versl­unum 2017 voru föt og skór. Á milli ára juk­ust fata­kaup frá erlendum fata­versl­unum um 31,4 pró­sent, ef bornir eru saman síð­ustu árs­fjórð­ungar 2016 og 2017. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að Íslend­ingar kaupa mest af fötum frá Bret­landi en á síð­ustu árum hefur breska vef­versl­unin ASOS notið gríð­ar­lega vin­sælda um allan heim.
Rúmlega fjórir svona gámar fullir af notuðum fötum sendir úr landi í hverri viku
Bára Huld Beck

Umhverf­is­mengun fata­iðn­að­ar­ins

Óhóf­leg fata­kaup og þá sér­stak­lega kaup á end­ing­ar­litlum fatn­aði dregur dilk á eftir sér. Nán­ast hver ein­asta flík sem keypt er á Íslandi, hvort sem hún endar í end­ur­vinnslu eða urð­un, fylgir gríð­ar­legt umhverf­is­spor. Því fylgir tals­verð losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda að ferja fatnað til lands­ins en kolefn­is­fót­spor flík­ar­innar hefst miklu fyrr.

Umhverf­is­vanda­mál tengd fata­iðn­að­inum eru margs­kon­ar því  flíkur eru búnar til úr ólíkum efn­um, bæði nátt­úru­legum efnum og til­búnum efnum sem fram­leidd eru úr hrá­olíu eins og akrýl, nælon og pólý­est­er. Bóm­ull er nátt­úr­legt efni sem er notað í næstum helm­ing allra flíka sem fram­leiddar eru í heim­inum en rækt­un ­bómull­ar er ­jafn­fram­t ein sú ósjálf­­bær­asta í heim­in­um í dag. Fram­leiðsla á aðeins einum bómullar stutt­erma­bol þarfn­ast tæp­lega 2700 lítra af vatni en það er sama magn og meðal mann­eskja drekkur á 900 dög­um.

Bómull­ar­plantan er ekki aðeins frek á vatn heldur er efna­notkun í kringum ræktun hennar mikil en áburð­ar­notkun í bómull­ar­ræktun ein sú mesta sem ger­ist í land­bún­aði og um 12 pró­sent allrar notk­unar á skor­dýra­eitri í land­bún­aði er vegna bómull­ar­rækt­ar. Auk þess þarf ýmis eit­ur­efni og vatn til að lita flík­ina en afgang­inum af litnum er skolað í burtu og vatna­svæði taka við óhreins­uðu skólpi frá verk­smiðjum með til­heyr­andi áhrifum á líf­ríki og íbúa svæð­anna í kring.

Konur að vinna í fataverksmiðju í borginni Dezhou í Kína
EPA

Einnota tíska hefur rutt sér rúms í heim­inum á síð­ustu ára­tugu í kjöl­far alþjóð­legra versl­un­ar­keðja sem bjóða upp á skugga­lega ódýrar flíkur og stöðugt fram­boð. Þeirri tísku fylgir krafa um mjög ódýra og hraða fram­leiðslu og því neyð­ast verk­smiðjur til draga úr öllum auka kostn­aði sem getur haft þær afleið­ingar að ekki er hugað að um­hverf­is­á­hrif­um. Fram­leiðsla ódýrra fata er ekki aðeins meng­andi heldur veldur þetta gríð­ar­lega fram­boð því að fólk kaupir mun meira af end­ing­ar­litl­u­m fatn­aði og hendir þeim í kjöl­farið hrað­ar.

Á Íslandi er talið að um 60 pró­sent af textíl endi í urðun en þegar föt úr nátt­úru­legum trefjum eins og bóm­ull og silki enda í land­fyll­ingu þá mynd­ast metan­gas sem veldur auknum gróð­ur­húsa­á­hrif­um. Þar sem þessi föt eru einnig oft stút­full af eitr­uðum lit­ar­efnum þá henta þau ekki í moltu­gerð og geta mengað grunn­vatn ef land­fyll­ingin er ekki ein­angruð almenni­lega. Við brennslu geta þessi eit­ur­efni líka losnað út í and­rúms­loft­ið. Auk þess eru föt sem búin eru til úr hrá­olíu eins og pólý­ester og nælon í raun plast og því alls óvíst hvort þau brotni yfir­höf­uð ­nið­ur. Hin 40 pró­sentin sem enda í end­ur­vinnslu og eru flokkuð hjá Rauða kross­in­um eru jafn­framt að langstærstum hluti send aftur út úr landi  til end­ur­flokk­unar og sölu.

Fyr­ir utan þá margs kon­ar meng­un sem fram­­leiðsla á fötum veld­ur, þá á fram­leiðslan sér einnig fleiri skugga­hlið­ar. Í nýlegri heim­ild­ar­mynd ­New York Ti­mes, In­visi­ble hands, er greint frá því hvernig fata­fram­leiðsla hefur meðal ann­ars  ýtt und­ir man­­sal og barna­þrælk­un. Auk þess hefur verið fjallað um á hræði­legar vinnu­að­stæður fólks í verk­smiðjum víða um heim í fjöl­miðlum og fjöl­mörg dæmi þess að verk­smiðjur stórra alþjóð­legra versl­un­ar­keðja hafa hrunið og fjöldi fólks dáið.

Mark­miðið að draga úr fata­sóun á hvern íbúa

Íslensk stjórn­völd hafa sett sér stefnu um myndun úrgangs um landið allt til tólf ára í senn. Mark­mið stefn­unnar er að draga úr úrgangi og draga þar með úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Auk þess er mark­miðið að bæta nýt­ingu auð­linda, meðal ann­ars með því að leggja áherslu á græna nýsköp­un. Núver­andi úrgagns­stefna stjórn­valda, Saman gegn sóun, er stefna stjórn­valda fyr­ir­ ­tíma­bil­ið 2016 til 2027. Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni eru ákveðnir úrgangs­flokkar í brennid­epli á hverju ári og ráð­gert er að verk­efni sem heyri undir þessa flokka verði til úti í sam­fé­lag­inu og á meðan hver flokkur er í for­gangi þá sé mögu­legt að sækja um verk­efna­styrki til ráðu­neyt­is­ins.

Í stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni segir að úrgangs­for­varnir stjórn­valda snúa í rík­ara mæli að sjálf­bærri neyslu. Að allir geti sem neyt­endur lagt sitt til úrgangs­for­varna með því að staldra við og hugsa hvort ekki sé hægt að nýta hluti leng­ur, gera við þá eða gefa þá, svo þeir hljóti lengra líf. Á sama hátt geti fram­leið­endur og dreif­ing­ar­að­ila lagt sitt af mörkum við að mark­aðs­setja vörur sem hafa ásætt­an­legan end­ing­ar­tíma og mögu­legt er að gera við. 

Textíl úrgangur verður í brennid­epli á næsta ári, sam­kvæmt stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni. Í yfir­lýs­ing­unni kemur fram að á síð­ustu árum hafi orðið vit­und­ar­vakn­ing í fata­iðn­aði um efna­inni­hald í fatn­aði og aðra umhverf­is­lega ábyrgð iðn­að­ar­ins. Þá sjá­i um­hverf­is­ráð­herra sér tæki­færi í því að styðja við enn frek­ari fram­farir og auka áhuga almenn­ings á mál­efn­inu. Í við­auka stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar­innar kemur fram að mark­miðið stjórn­valda sé að draga úr magni textíls og skófatn­aðar á hvern íbúa í tíu kíló á hvern íbúa. En líkt og greint var frá hér að ofan þá henti hver íbúi 15 kílóum af textíl og skóm árið 2016.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Ráðu­neytið þegar lagst í ráð­staf­anir

Í svari umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvernig ráðu­neytið hyggst draga úr magni textíls og skófatn­aðar um fimm kíló á hvern íbúa, segir að ráðu­neytið hafi nú þegar lagst í nokkar ráð­staf­anir til að draga úr magni textílúr­gangs. Þar á meðal séu fata­safn­anir um land allt, auk þess hafi mál­fundur verið hald­inn um sjálf­bærni í tísku­iðn­aði og íslensk stjórn­völd hafi tekið þátt í nor­rænu verk­efni um textíl úrgangi. Í svar­inu segir að frek­ari ráð­staf­anir til draga úr fata­sóun hvers íbúa liggi ekki fyrir á þess­ari stundi en gera megi ráð fyrir að frekar ráð­staf­anir feli meðal ann­ars í sér aukna fræðslu og annan stuðn­ing við frek­ari end­ur­notkun fatn­aðar en sam­kvæmt ráðu­neyt­inu mun það skýrist betur á næsta ári hvernig verður tek­ist á við þessa teg­und úrgangs. 

Í byrjun árs fékk Kven­fé­laga­sam­bands Íslands 1.325.000 króna styrk frá Umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu fyrir verk­efnið sitt, Vit­und­ar­vakn­ing gegn sóun. Á heima­síðu Kven­fé­lags­sam­bands­ins segir að með styrk ráðu­neyt­is­ins muni sam­bandið halda áfram að hvetja kven­fé­lags­konur og almenn­ing að taka þátt í að minnka fata­só­un. Áfram verði vakin athygli á umhverf­is­á­hrifum fata­só­unar með fyr­ir­lestrum, við­burðum og greinum í Hús­freyj­unni og á vef Leið­bein­inga­stöðvar heim­il­anna. Auk þess verði næsti Umhverf­is­dagur hald­inn á Hall­veig­ar­stöðum þann 23. mars næst­kom­andi en þar verður fræðsla, fata­skipti­mark­að­ur, boðið upp á fata­við­gerðir og fleira tengt sóun.  

Fataflokkunarstöð Rauða krossins
Bára Huld Beck

Ef draga á úr sóun, þarf að draga úr kaupum

Það er fagn­að­ar­efni að fata­sóun sé komin á dag­skrá stjórn­valda en því getur fylgt vit­und­ar­vakn­ing um fata­sóun hjá almenn­ing og fyr­ir­tækj­um. Á hinn bóg­inn er ljóst að stór­tæk­ari breyt­inga er þörf af hendi stjórn­valda ef draga á veru­lega úr sóun Íslend­inga. Í febr­úar á þessu ári greindi BBC frá því að breskir þing­menn hafi lagt til að þeir sem fram­leiða og selja föt verði látnir greiða 1 penní eða um 1,5 krónur fyrir hverja flík sem seld er svo fjár­magna megi end­ur­vinnslu og förgun þar í landi. Auk þess hefur verið lagt til þar í landi að við­gerðir á fötum verði nið­ur­greiddar og sjálf­bær fram­leiðsla styrkt. 

Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu umhverf­is­ráð­herra er lagt til að skoð­aður verði grund­völlur fyrir sam­starfs­verk­efni með kaup­mönnum um að auka mark­aðs­hlut­deild fatn­aðar sem ber merk­ingar um vist­væna fram­leiðslu eða lágt inni­hald skað­legra efna, merk­ingar líkt og Svan­ur­inn, GOTS19 og Til­tro til tekstill­er20. 

Ábyrgð stjórn­valda er mikil þegar kemur að umhverf­is­málum en einnig geta ein­stak­lingar lagt sitt að mörkum til að draga úr sinni eigin fata­sóun og þar með umhverf­is­fótspori sínu. Á vef Umhverf­is­stofn­unar segir að hver Íslend­ingur kaupi sautján kíló af nýjum fötum á ári hverju, það er þrisvar sinnum meira en meðal jarð­ar­búi. Því er ljóst að Íslend­ingar þurfa að draga úr fata­kaupum ef draga á úr fata­só­un. 

Í leið­bein­ingum frá Umhverf­is­stofnun er fólk hvatt til að kaupa flíkur úr betri gæðum í stað þess að kaupa ódýr og end­ing­ar­lítil föt. Auk þess sé nú orðið mun auð­veldra að kaupa notuð föt hér á landi en á síð­ustu árum hafa fata­mark­aðir sprottið upp um land allt. Að lokum leggur Umhverf­is­stofnun einnig mikla áherslu á að fólk fari með allan textíl, líka það sem er ónýtt, blettótt eða með götum í end­ur­vinnslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar