Við eldhúsborðið

Máltíð fjölskyldu við eldhúsborðið er iðulega eina samverustund fjölskyldunnar dag hvern. En í þessari samveru felst annað en bara það að nærast.

fjölskylda að borða
Auglýsing

Margir Íslendingar, sem komnir eru á og yfir miðjan aldur muna vel hádegismatinn við eldhúsborðið: soðna ýsu, kartöflur og tólg, ásamt ,,síðasta lagi fyrir fréttir“ í Ríkisútvarpinu. Og muna líka að ekki var mikið talað á meðan þulir útvarpsins fluttu helstu tíðindi dagsins. Þetta gilti jafnt um börn og fullorðna. Stríðið í Víetnam, Kúbudeilan, slys á sjó og landi, Vilhjálmur Einarsson og þrístökkssilfrið í Melbourne árið 1956 og Nóbelsverðlaun Halldórs Laxness ári fyrr. Fregnir af öllu þessu og ótalmörgu öðru ómuðu í eldhúsum landsins, bæði í hádeginu og á kvöldin.  

Börn og unglingar höfðu takmarkaðan skilning á mörgu því sem streymdi úr hátalara viðtækisins en fylgdust auðvitað með. Eftir að fréttunum lauk þurfti auðvitað líka að fylgjast með veðurfréttunum og svo dánar- og jarðarfaratilkynningum. Inn í allt þetta fléttaðist umræðan um gæði soðningarinnar og kartaflnanna og ótalmargt fleira.

Um kvöldmatarleytið endurtók sama sagan sig, kannski búið að skipta soðningunni út fyrir kjötmeti (oftast lambakjöt) og jafnvel sósu og heimagerðri rabarbarasultu. Salat var sjaldséð, Ora grænar baunir þóttu nægilega verðugur fulltrúi þess hluta matarpýramídans.

Auglýsing

Á þessum tíma voru líklega fáir að velta fyrir sér uppeldisgildi þessara samverustunda við eldhúsborðið. Það að fjölskyldan sæti saman yfir matnum var sjálfgefið.

Ein útvarpsrás, enginn farsími og ekkert sjónvarp

Á þeim tíma sem vitnað var til hér að ofan var sjónvarp ekki komið til sögunnar á Íslandi, landsmönnum stóð einungis ein útvarpsrás til boða og farsíminn hafði ekki verið fundinn upp. Síðan hefur margt breyst, í dag eru sjónvarps- og útvarpsrásirnar óteljandi og allir, ungir og gamlir, ganga með farsíma á sér. Hádegissoðningin heyrir víðast hvar sögunni til (enda fáir heima) og síðasta lag fyrir fréttir orðið síðasta lag fyrir auglýsingar. Tímarnir eru sem sé gjörbreyttir. Margir halda þó enn í sameiginlega kvöldmáltíð fjölskyldunnar, sem hjá mörgum er eina samverustundin. Kannanir sýna að hún á líka undir högg að sækja. Í könnun sem danskt dagblað gerði fyrir skömmu, og náði til hundrað  þriggja og fjögurra manna barnafjölskyldna, kom í ljós að meira en fimmtíu prósent þessara fjölskyldna borða saman sjaldnar en fjórum sinnum í viku og tíu prósent borða saman einu sinni í viku, eða aldrei. Mörgum þykir þetta fullkomlega eðlilegt og í takt við breytingarnar í samfélaginu. Margir sem tóku þátt í þessari könnun sögðust gjarna vilja að fjölskyldan borðaði oftar saman en það væri einfaldlega ekki hægt, margra hluta vegna.

Fjölskyldumáltíðir mikilvægar  

Tveir danskir háskólakennarar, Lotte Holm, prófessor við Hafnarháskóla, og Ole Henrik Hansen, lektor við Háskólann í Árósum   hafa um árabil rannsakað áhrif þess að fjölskyldan sitji saman við eldhúsborðið. Slík rannsókn er býsna flókin og kennararnir hafa notað ýmiskonar aðferðir sem ekki verða útlistaðar hér.

Niðurstaðan er í stuttu máli að sameiginlegar máltíðir fjölskyldunnar séu afar mikilvægar. Fyrir því eru margar ástæður.

Börn leggja að jafnaði mikið upp úr því að eiga fjölskyldu og þegar þau voru spurð hvenær væru bestu stundir fjölskyldunnar voru svörin  að það væri ,,þegar við tölum saman við eldhúsborðið og sitjum lengi.“ Börnin nefndu líka að fullorðna fólkið útskýri ,,svo margt sem vð skiljum ekki og ekki er talað um í skólanum.“ Með því að sitja til borðs með foreldrunum, og jafnvel gestum, læri börnin hegðun og það sem prófessorarnir kalla ,, þroska til að lifa í samfélaginu.“ Undir þessa skilgreiningu fellur það, að mati kennaranna tveggja, að taka þátt í samræðum, skiptast á skoðunum, vega og meta viðhorf annarra. Þjálfast í rökhugsun og að setja fram viðhorf sín og að taka tillit til annarra. ,,Hljómar kannski auðvelt“ sagði Lotte Holm ,,en þetta er ótrúlega mikilvægur þáttur í þroska hvers einstaklings. Þáttur sem hefur verið alltof lítill gaumur gefinn.“  

Að hafa hlutverk er mikilvægt

Í viðtali við danska útvarpið, DR, sagði Ole Henrik Hansen mikilvægt að börnin taki þátt í að leggja á borð og taka til eftir matinn ,,Það er mikilvægt að hafa hlutverk.“ Og bætir við ;Þegar börnin eru aðeins komin á legg geta þau hjálpað til við eldamennskuna. Barn, sem er kannski kresið og vill ekki borða tiltekinn mat, eða grænmeti, er miklu líklegra til að vilja borða mat sem það hefur sjálft  tekið þátt í að útbúa.“

Ole Henrik Hansen bætti við að þegar börn venjist því að máltíðin við eldhúsborðið hafi forgang fram yfir annað læri þau ákveðinn aga, og stundvísi, sem sé mikilvægt.

Því er hér við að bæta að í könnun danska Rockwool sjóðsins (sem styrkir margs konar verkefni) kom fram að börn sem borða að minnsta kosti eina máltíð daglega með foreldrum sínum eru síður líkleg til að þyngjast um of. Ástæðurnar eru þær að börnum sem borða ein, án þess að foreldrar eða aðrir fullorðnir séu viðstaddir, hætti til að borða meira en þegar setið er til borðs með fjölskyldunni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar