Ísland í sjöunda sæti í Evrópu yfir útgjöld til rannsókna og þróunar

Alls fóru 55 milljarðar króna í rannsóknar- og þróunarstarf á Íslandi árið 2017. Upphæðin sem ratar í slíkt starf hefur aukist um 65 prósent frá 2013. Lög um endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna rannsókna og þróunar virðast því vera að skila árangri.

hugvit
Auglýsing



Ísland er með sjö­undu hæstu útgjöld til rann­sókna og þró­un­ar­starfs í Evr­ópu þegar horft er á þau útgjöld út frá vergri lands­fram­leiðslu. Þetta kemur fram í tölum frá Hag­stofu Íslands sem birtar voru í morgun og byggja meðal ann­ars á bráða­birgða­tölum frá Eurostat, Hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ísland eyddi að með­al­tali 2,1 pró­sent af lands­fram­leiðslu í rann­sóknir og þróun á árinu 2017 sem er rétt yfir með­al­tali 28 landa Evr­ópu­sam­bands­ins, Íslands og Nor­egs, sem er 2,07 pró­sent. Sví­þjóð eyðir mestu, eða 3,4 pró­sent af lands­fram­leiðslu, og þar á eftir koma Aust­ur­ríki (3,16 pró­sent),, Dan­mörk (3,05 pró­sent), Þýska­land (3,02 pró­sent), Finn­land (2,76 pró­sent) og Belgía (2,58 pró­sent).

Auglýsing
Ísland situr svo, líkt og áður sagði, í sjö­unda sæti rétt á undan Nor­egi þar sem 2,9 pró­sent af lands­fram­leiðslu runnu til rann­sókna og þró­un­ar­starfs á árinu 2017.

Vert er að taka fram að Ísland er fámenn­asta ríkið á list­anum og því um mun hærri heild­ar­fjár­hæðir að ræða hjá flestum ríkj­unum sem rað­ast í kringum Ísland á hon­um. Þau þrjú ríki Evr­ópu­sam­bands­ins sem eru með færri en eina milljón lands­menn: Eist­land (1,29 pró­sent) Lúx­em­borg (1,26 pró­sent) og Malta (0,54 pró­sent), eru þó öll að eyða umtals­vert lægra hlut­falli af lands­fram­leiðslu í lands­fram­leiðslu í rann­sóknir og þróun en Ísland.

Útgjöld vaxið um tæpa 22 millj­arða

Útgjöld vegna rann­sókna og þró­unar hafa vaxið hrátt hér­lendis á fáum árum. 2013 voru þau 33,3 millj­arðar króna en hafa síðan vaxið upp í að vera 55,1 millj­arður króna á árinu 2017. Það þýðir að þau hafa auk­ist um 65 pró­sent í krónum talið.

Sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu náðu útgjöldin hámarki árið 2015, þegar þau voru 2,2 pró­sent. Þótt að útgjöldin hafi í krónum talið auk­ist um 4,6 millj­arða króna síðan þá voru þau lægra hlut­fall af lands­fram­leiðslu árið 2017. Ástæðan er auð­vitað sú að lands­fram­leiðsla jókst umfram það sem útgjöld vegna rann­sókna og þró­unar hækk­uðu.

Lang­mesta aukn­ingin í útgjöldum til rann­sókna og þró­unar á síð­ustu árum hefur átt sér stað hjá fyr­ir­tækjum lands­ins. Árið 2013 eyddu þau 18,6 millj­örðum króna í slíkt en 35,4 millj­örðum króna í fyrra. Það er aukn­ing um 90 pró­sent í krónum talið á tíma­bil­inu. Eyðsla fyr­ir­tækja í rann­sóknir og þróun hefur líka hækkað umtals­vert sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu, úr 0,99 pró­sent árið 2013 í 1,35 pró­sent árið 2017. Hæst stóð það hlut­fall árið 2015 þegar það var 1,45 pró­sent.

Háskóla­stofn­anir eyða 0,65 til 0,66 pró­sent af lands­fram­leiðslu á ári í rann­sóknir og þró­un. Ef lands­fram­leiðsla hækkar þá fjölgar krón­unum sem fara í slíkt. Því hefur krónu­tölu­fjöld­inn sem háskóla­stofn­anir veita til rann­sókna og þró­unar farið úr 12,5 millj­örðum króna árið 2013 í 17,3 millj­arða króna árið 2017.

Aðrar opin­berar stofn­anir utan háskól­anna hafa staðið í stað í sinni eyðslu til mála­flokks­ins og raunar var sam­dráttur á krónum sem runnu til hans milli áranna 2016 (2,5 millj­arðar króna) og 2017 (2,3 millj­arðar króna).

Ætl­uðu að afnema þakið en hækk­uðu það í stað­inn

Mikil áhersla hefur verið lögð á það að auka fram­lög til rann­sókna og þró­unar hér­lendis á und­an­förnum árum, meðal ann­ars með því að láta ríkið end­ur­greiða hluta þess kostn­aðar sem fer í slíkt.

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, sem mynduð var í lok árs 2017, var fjallað sér­­stak­­lega um nýsköpun og rann­­sóknir og mála­­flokk­­ur­inn til­­­greindur þar sem ein af meg­in­á­herslum henn­­ar. Orðið nýsköpun kemur raunar fyrir 18 sinnum í stjórn­­­ar­sátt­­mál­an­­um. Þá var kveðið á um að rík­­­is­­­stjórnin ætli, til að bæta alþjóð­­­lega sam­keppn­is­hæfni lands­ins, að end­­­ur­­­meta fyr­ir­komu­lag á end­­­ur­greiðslu kostn­aðar vegna rann­­­sókna og þró­unar í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum end­­­ur­greiðsl­­­um.

Í des­em­ber 2018 var sam­þykkt frum­varp fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra sem fól í sér að hámark á þeim kostn­aði sem fellur til vegna rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­að­­ar, og leyf­i­­legt verður að draga frá skatti, hækk­aði úr 300 millj­­ónum króna í 600 millj­­ónir króna. Ef um sam­­starfs­verk­efni er að ræða eða verk­efni sem útheimta aðkeypta rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­vinnu hækk­aði hámarkið úr 450 millj­­ónum króna í 900 millj­­ónir króna. Þakið var því ekki afnu­mið, en hækkað umtals­vert.

Auglýsing
Hámarkið er þó til mynda 25 pró­sent hærra hér­lendis en í Nor­egi sem er með svipað kerfi og Ísland.

End­­­ur­greiðsla á rann­­­sókn­­­ar- og þró­un­­­ar­­­kostn­aði er ætlað að efla nýsköpun í land­inu. Sam­­­kvæmt lögum er ein­­­göngu heim­ilt að telja fram beinan kostnað við verk­efni og ann­­­arra aðfanga sem notuð hafa verið við vinnslu þess þegar sótt er um end­­­ur­greiðslu. Með öðrum orðum þá verða fyr­ir­tæki að aðskilja allan annan rekstur sinn frá því verk­efni sem um ræðir þegar lagðar eru fram kostn­að­­­ar­­­tölur við vinnslu þess.

Til þess að fá end­­­ur­greiðslu á kostn­aði vegna rann­­­sóknar og þró­un­­­ar­verk­efna þarf að gera sér­­­stak­­­lega grein fyrir verk­efn­inu í raf­­­rænni skrán­ingu umsóknar á heima­­­síðu Rannís. Með þarf að fylgja stutt við­­­skipta­á­ætlun og ef um sam­­­starfs­verk­efni er að ræða þá þarf sam­­­starfs­­­samn­ingur líka að ber­­­ast til Rannís. Þá á að fylgja með lýs­ing á verk­efn­inu ásamt verk- og kostn­að­­­ar­á­ætl­­­un.

Um 2,9 millj­­arðar á árinu 2017

Heild­­­ar­af­­­sláttur vegna rann­­­sókna- og þró­un­­­ar­­­kostn­aðar var sam­tals um 2,94 millj­­­arðar króna á árinu 2017, sem er aðeins meira en árið 2016, þegar hann nam 2,8 millj­­örðum króna. Afslátt­­­ur­inn virkar þannig að hann gengur upp í álagðan tekju­skatt ef fyr­ir­tækið sem á rétt á honum er rekið í hagn­aði og greiðir slík­­­­­ar. Alls jókst skulda­­­jöfnun á móti tekju­skatti úr 438 millj­­­ónum króna í 624 millj­­­ónir króna. Þorri afslátt­­­ar­ins er þó enn í formi beinnar end­­­ur­greiðslu. Rúm­­­lega 2,3 millj­­­arður króna fór til fyr­ir­tækja sem þáðu slíka vegna rann­­­sókna og þró­un­­­ar.

Athygli vekur að þeim fyr­ir­tækjum sem fengu afslátt­inn í fyrra fjölg­aði ein­ungis um eitt milli ára. Þau voru 143 árið 2016 en 144 ári síð­­­ar.

End­­­ur­greiðsl­­­urnar hafa vaxið mikið á und­an­­­förnum árum. Milli áranna 2016 og 2017 juk­ust þær til að mynda um 800 millj­­­ónir króna. Ástæðan fyrir þeirri miklu aukn­ingu var sú að hámarks­­­­­upp­­­hæð sem nýta mátti í rann­­­sóknir og þróun og draga má frá skatti var hækkuð úr 100 millj­­­ónum króna í 300 millj­­­ónir króna með laga­breyt­ingu sem sam­­­þykkt var í byrjun júní 2016. Ef um er að ræða sam­­­starfs­verk­efni eða sem útheimta aðkeypta rann­­­sókn­­­ar- eða þró­un­­­ar­vinnu hækkar hámarkið í 450 millj­­­ónir króna. End­­­ur­greiðslan gat þó að hámarki numið 20 pró­­­sent af sam­­­þykktum kostn­aði.

Upp­hæðin sem hægt er að fá í end­ur­greiðslu var síðan tvö­földuð í des­em­ber í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar