Ísland í sjöunda sæti í Evrópu yfir útgjöld til rannsókna og þróunar

Alls fóru 55 milljarðar króna í rannsóknar- og þróunarstarf á Íslandi árið 2017. Upphæðin sem ratar í slíkt starf hefur aukist um 65 prósent frá 2013. Lög um endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna rannsókna og þróunar virðast því vera að skila árangri.

hugvit
Auglýsing


Ísland er með sjöundu hæstu útgjöld til rannsókna og þróunarstarfs í Evrópu þegar horft er á þau útgjöld út frá vergri landsframleiðslu. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands sem birtar voru í morgun og byggja meðal annars á bráðabirgðatölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.

Ísland eyddi að meðaltali 2,1 prósent af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun á árinu 2017 sem er rétt yfir meðaltali 28 landa Evrópusambandsins, Íslands og Noregs, sem er 2,07 prósent. Svíþjóð eyðir mestu, eða 3,4 prósent af landsframleiðslu, og þar á eftir koma Austurríki (3,16 prósent),, Danmörk (3,05 prósent), Þýskaland (3,02 prósent), Finnland (2,76 prósent) og Belgía (2,58 prósent).

Auglýsing
Ísland situr svo, líkt og áður sagði, í sjöunda sæti rétt á undan Noregi þar sem 2,9 prósent af landsframleiðslu runnu til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017.

Vert er að taka fram að Ísland er fámennasta ríkið á listanum og því um mun hærri heildarfjárhæðir að ræða hjá flestum ríkjunum sem raðast í kringum Ísland á honum. Þau þrjú ríki Evrópusambandsins sem eru með færri en eina milljón landsmenn: Eistland (1,29 prósent) Lúxemborg (1,26 prósent) og Malta (0,54 prósent), eru þó öll að eyða umtalsvert lægra hlutfalli af landsframleiðslu í landsframleiðslu í rannsóknir og þróun en Ísland.

Útgjöld vaxið um tæpa 22 milljarða

Útgjöld vegna rannsókna og þróunar hafa vaxið hrátt hérlendis á fáum árum. 2013 voru þau 33,3 milljarðar króna en hafa síðan vaxið upp í að vera 55,1 milljarður króna á árinu 2017. Það þýðir að þau hafa aukist um 65 prósent í krónum talið.

Sem hlutfall af landsframleiðslu náðu útgjöldin hámarki árið 2015, þegar þau voru 2,2 prósent. Þótt að útgjöldin hafi í krónum talið aukist um 4,6 milljarða króna síðan þá voru þau lægra hlutfall af landsframleiðslu árið 2017. Ástæðan er auðvitað sú að landsframleiðsla jókst umfram það sem útgjöld vegna rannsókna og þróunar hækkuðu.

Langmesta aukningin í útgjöldum til rannsókna og þróunar á síðustu árum hefur átt sér stað hjá fyrirtækjum landsins. Árið 2013 eyddu þau 18,6 milljörðum króna í slíkt en 35,4 milljörðum króna í fyrra. Það er aukning um 90 prósent í krónum talið á tímabilinu. Eyðsla fyrirtækja í rannsóknir og þróun hefur líka hækkað umtalsvert sem hlutfall af landsframleiðslu, úr 0,99 prósent árið 2013 í 1,35 prósent árið 2017. Hæst stóð það hlutfall árið 2015 þegar það var 1,45 prósent.

Háskólastofnanir eyða 0,65 til 0,66 prósent af landsframleiðslu á ári í rannsóknir og þróun. Ef landsframleiðsla hækkar þá fjölgar krónunum sem fara í slíkt. Því hefur krónutölufjöldinn sem háskólastofnanir veita til rannsókna og þróunar farið úr 12,5 milljörðum króna árið 2013 í 17,3 milljarða króna árið 2017.

Aðrar opinberar stofnanir utan háskólanna hafa staðið í stað í sinni eyðslu til málaflokksins og raunar var samdráttur á krónum sem runnu til hans milli áranna 2016 (2,5 milljarðar króna) og 2017 (2,3 milljarðar króna).

Ætluðu að afnema þakið en hækkuðu það í staðinn

Mikil áhersla hefur verið lögð á það að auka framlög til rannsókna og þróunar hérlendis á undanförnum árum, meðal annars með því að láta ríkið endurgreiða hluta þess kostnaðar sem fer í slíkt.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem mynduð var í lok árs 2017, var fjallað sér­stak­lega um nýsköpun og rann­sóknir og mála­flokk­ur­inn til­greindur þar sem ein af meg­in­á­herslum henn­ar. Orðið nýsköpun kemur raunar fyrir 18 sinnum í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Þá var kveðið á um að rík­­is­­stjórnin ætli, til að bæta alþjóð­­lega sam­keppn­is­hæfni lands­ins, að end­­ur­­meta fyr­ir­komu­lag á end­­ur­greiðslu kostn­aðar vegna rann­­sókna og þró­unar í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum end­­ur­greiðsl­­um.

Í desember 2018 var samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsmálaráðherra sem fól í sér að hámark á þeim kostn­aði sem fellur til vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­að­ar, og leyfi­legt verður að draga frá skatti, hækkaði úr 300 millj­ónum króna í 600 millj­ónir króna. Ef um sam­starfs­verk­efni er að ræða eða verk­efni sem útheimta aðkeypta rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinnu hækkaði hámarkið úr 450 millj­ónum króna í 900 millj­ónir króna. Þakið var því ekki afnumið, en hækkað umtalsvert.

Auglýsing
Hámarkið er þó til mynda 25 prósent hærra hérlendis en í Noregi sem er með svipað kerfi og Ísland.

End­­ur­greiðsla á rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­aði er ætlað að efla nýsköpun í land­inu. Sam­­kvæmt lögum er ein­­göngu heim­ilt að telja fram beinan kostnað við verk­efni og ann­­arra aðfanga sem notuð hafa verið við vinnslu þess þegar sótt er um end­­ur­greiðslu. Með öðrum orðum þá verða fyr­ir­tæki að aðskilja allan annan rekstur sinn frá því verk­efni sem um ræðir þegar lagðar eru fram kostn­að­­ar­­tölur við vinnslu þess.

Til þess að fá end­­ur­greiðslu á kostn­aði vegna rann­­sóknar og þró­un­­ar­verk­efna þarf að gera sér­­stak­­lega grein fyrir verk­efn­inu í raf­­rænni skrán­ingu umsóknar á heima­­síðu Rannís. Með þarf að fylgja stutt við­­skipta­á­ætlun og ef um sam­­starfs­verk­efni er að ræða þá þarf sam­­starfs­­samn­ingur líka að ber­­ast til Rannís. Þá á að fylgja með lýs­ing á verk­efn­inu ásamt verk- og kostn­að­­ar­á­ætl­­un.

Um 2,9 millj­arðar á árinu 2017

Heild­­ar­af­­sláttur vegna rann­­sókna- og þró­un­­ar­­kostn­aðar var sam­tals um 2,94 millj­­arðar króna á árinu 2017, sem er aðeins meira en árið 2016, þegar hann nam 2,8 millj­örðum króna. Afslátt­­ur­inn virkar þannig að hann gengur upp í álagðan tekju­skatt ef fyr­ir­tækið sem á rétt á honum er rekið í hagn­aði og greiðir slík­­­ar. Alls jókst skulda­­jöfnun á móti tekju­skatti úr 438 millj­­ónum króna í 624 millj­­ónir króna. Þorri afslátt­­ar­ins er þó enn í formi beinnar end­­ur­greiðslu. Rúm­­lega 2,3 millj­­arður króna fór til fyr­ir­tækja sem þáðu slíka vegna rann­­sókna og þró­un­­ar.

Athygli vekur að þeim fyr­ir­tækjum sem fengu afslátt­inn í fyrra fjölg­aði ein­ungis um eitt milli ára. Þau voru 143 árið 2016 en 144 ári síð­ar.

End­­ur­greiðsl­­urnar hafa vaxið mikið á und­an­­förnum árum. Milli áranna 2016 og 2017 juk­ust þær til að mynda um 800 millj­­ónir króna. Ástæðan fyrir þeirri miklu aukn­ingu var sú að hámarks­­­upp­­hæð sem nýta mátti í rann­­sóknir og þróun og draga má frá skatti var hækkuð úr 100 millj­­ónum króna í 300 millj­­ónir króna með laga­breyt­ingu sem sam­­þykkt var í byrjun júní 2016. Ef um er að ræða sam­­starfs­verk­efni eða sem útheimta aðkeypta rann­­sókn­­ar- eða þró­un­­ar­vinnu hækkar hámarkið í 450 millj­­ónir króna. End­­ur­greiðslan gat þó að hámarki numið 20 pró­­sent af sam­­þykktum kostn­aði.

Upphæðin sem hægt er að fá í endurgreiðslu var síðan tvöfölduð í desember í fyrra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar