Tveir rússneskir hermenn sem björguðu heiminum

Sögur úr kalda stríðinu eru margar og dramatískar. Sagan af mönnunum tveimur, sem tók þátt í því að afstýra kjarnorkustyrjöld, er merkileg.

Flosi Þorgeirsson
cold_war_by_l2a.jpg
Auglýsing

Kalda stríðið var í raun ekki alltaf kalt. Robert McNa­mara, sem var varn­ar­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna 1961 – 1968, sagði reyndar eitt sinn að það hefði á köflum verið alveg sjóð­andi heitt. Sér­stak­lega var ástandið við­sjár­vert í Kúbu-­deil­unni í októ­ber 1962. Hér verður rakin saga tveggja manna sem komu við sögu í kalda stríð­inu og hvernig ákvarð­anir þeirra höfðu áhrif á gang ver­ald­ar­sög­unn­ar. Nöfn þess­ara manna eru lítt þekkt meðal almenn­ings en aðrir sem tóku virkan þátt í kjarn­orku­kapp­hlaupi stór­veld­anna hafa nefnt þá, og gjörðir þeirra, sem mik­il­vægan þátt í að afstýra kjarn­orku­styrj­öld. ­Arthur Schles­in­ger, einn af ráð­gjöfum John F. Kenn­edy, sagði eitt sinn að það væri ekki alls kostar rétt að Kúbu-­deilan hefði verið hættu­leg­asta stund kalda stríðs­ins, nær væri að segja að þetta hefði verið hættu­leg­asta stund í gjör­vallri mann­kyns­sög­unn­i. 

Banda­ríkin höfðu sett upp skot­palla fyrir kjarnaflaugar á Ítalíu og Tyrk­landi, nokkuð sem Sov­ét­ríkin gátu illa sætt sig við enda ógn­aði það öryggi þeirra veru­lega. Sov­ét­menn brugð­ust við þessu með því að að setja upp skot­palla í bak­garði Banda­ríkj­anna, á Kúbu. Það hleypti öllu í bál og brand í Was­hington. Kenn­edy ákvað að ráð­ast ekki inn í Kúbu, þrátt fyrir að í skrif­stofu hans væru öllum stundum froðu­fellandi her­for­ingjar sem heimt­uðu aðgerð­ir. Þess í stað var flot­inn lát­inn umkringja eyj­una til að varna sov­éskum skipum að kom­ast áleiðis með sinn hættu­lega farm. Í Moskvu þurfti Kruschev einnig að eiga við bál­reiða her­for­ingja í víga­hug og aðra sem vildu hóf­sam­ari leið­ir. Á end­anum ákváðu Banda­ríkin að fjar­lægja kjarnaflaugar sínar frá Tyrk­landi og Sov­ét­menn fjar­lægðu sínar frá Kúbu. En ráða­mönnum stór­veld­anna var ókunn­ugt um að á meðan á þessu stóð voru alvar­legir hlutir að eiga sér stað rétt hjá Banda­ríkj­un­um, djúpt undir yfir­borði sjáv­ar. 

Arkipinov.Vasili Ark­hipov var for­ingi í sov­éska kjarn­orkukaf­bátnum B-19 sem var stað­settur í Karí­ba­hafi. Banda­ríski flot­inn hafði fundið kaf­bát­inn og kastað djúp­sprengjum í þeirri von að hann myndi koma upp á yfir­borðið svo hægt væri að bera kennsl á hann. Þetta voru ekki djúp­sprengjur sem ollu skaða en þær ollu skelf­ingu meðal kaf­báts­manna. Það sem verra var, B-19 hafði ekki verið í sam­bandi við Moskvu dögum saman og báts­verjar höfðu ekki hug­mynd um þá þróun sem hafði átt sér stað í sam­skiptum stór­veld­anna und­an­far­ið. Sumir töldu að styrj­öld hefði að öllum lík­indum þegar brot­ist út. Til að auka á skelf­ingu og dóm­greind áhafn­ar­inn­ar, þá var loft­ræst­ingin biluð , loft var heitt og daun­illt og aðstæður um borð því væg­ast sagt óþægi­leg­ar. Kaf­bát­ur­inn var ekki með kjarnaflaugar um borð en hann var útbú­inn öðru skelfi­legu vopni: 10 kílótonna kjarna­tund­ur­skeyti. Yfir­menn kaf­báts­ins höfðu heim­ild til að skjóta því án þess að þurfa grænt ljós frá Morskvu. Kaf­báts­for­ing­inn Savit­sky vildi skjóta því og allir hinir for­ingj­arnir voru sam­mála hon­um, allir nema Vasili Ark­hipov. 

Auglýsing

Sam­kvæmt reglum urðu þrír æðstu for­ingjar að vera sam­mála um þetta en Ark­hipov stóð fastur á sínu. Áhættan og óvissan var of mik­il, taldi hann. Þeir yrðu að kom­ast að því hvað væri á seyði á yfir­borð­inu áður en þeir gerðu eitt­hvað sem mögu­lega gerði bara illt miklu verra. Nærri kom til handa­lög­mála í kaf­bátnum vegna þessa en Ark­hipov gaf sig ekki. Hann var frekar ófram­fær­inn rólynd­is­maður en þeir eig­in­leikar voru hans styrkur núna í þessum aðstæð­um. Það hjálp­aði einnig að Savit­sky bar ákveðna virð­ingu fyrir Ark­hipov, því Ark­hipov hafði áður verið í erf­iðum aðstæðum en hann var for­ingi um borð í kaf­bátnum K-19 sem hafði lent í miklum vand­ræðum árið áður. Það er saga út af fyrir sig og má benda les­endum á kvik­mynd­ina K-19: The Widowma­ker frá 2002 með þeim Harri­son Ford og Liam Neeson í aðal­hlut­verki og bregður þar einnig fyrir íslenska leik­ar­anum Ingvari Sig­urðs­syn­i. 

Á end­anum sigr­aði Ark­hipov þetta tauga­stríð, kaf­bát­ur­inn fór upp á yfir­borðið og komust báts­verjar þá að því að styrj­öld var ekki skollin á, þvert á móti. Flestir eru nú sam­mála um að það hefði haft hræði­legar afleið­ingar ef kaf­bát­ur­inn hefði skotið kjarna­skeyt­inu og verið þungt vatn á myllu froðu­fellandi her­for­ingj­anna í skrif­stofu Banda­ríkja­for­seta. Árið 2002 var haldin ráð­stefna um þetta atvik í Was­hington og í lok hennar sagði Thomas Blant­on, yfir­maður skjala­safns sem geymir skjöl tengd þjóðar­ör­yggi (National Security Archi­ves) þessi fleygu orð: „Hvað gerð­ist í raun? Það er ein­falt. Náungi sem hét Vasili Ark­hipov bjarg­aði heim­in­um.“

Stan­islav Petrov

Á níunda ára­tug síð­ustu aldar voru Sov­ét­ríkin í vanda stödd. Efna­hagur lands­ins hafði versnað og tök þeirra á lepp­ríkjum sínum í Evr­ópu minnkað veru­lega. Í Hvíta húsið í Was­hington var kom­inn fyrr­ver­andi Hollywood-­leik­ari, Ron­ald Reagan, og hann tók harða afstöðu gegn Sov­ét­ríkj­un­um. Í sept­em­ber 1983 skaut sov­ésk orr­ustu­þota niður kóreska far­þega­þotu sem hafði villst af leið, með þeim afleið­ingum að 269 far­þegar týndu líf­inu.  

Petrov.Banda­ríkin og fleiri ríki for­dæmdu Sov­ét­ríkin en í Moskvu brugð­ust menn ókvæða við og lýstu því yfir að kóreska vélin hefði verið í njósn­a­flugi. Sam­skipti stór­veld­anna höfðu sjaldan verið jafn slæm og mörgum fannst sem það mætti lítið út af bera til að allt færi í bál og brand. Kalda stríðið var sann­ar­lega kalt á þeim tíma. Margir ótt­uð­ust upp­lausn í Sov­ét­ríkj­un­um. Þar voru enn við völd menn sem héldu dauða­haldi í gamla komm­ún­ismann og virt­ust ekk­ert ætla að gefa eftir í kjarn­orku­kapp­hlaup­inu við Banda­rík­in. Ótt­inn við kjarn­orku­styrj­öld var veru­legur á þessum árum og höfðu ýmsir áhyggjur af því að það gæti jafn­vel orðið fyrir mis­tök, annað hvort mann­leg eða tækni­leg, eða hvort tveggja. Reyndar urðu mis­tök og heim­ur­inn var sek­úndu­broti frá því að steyp­ast í ófrið­ar­bál en eins og með Ark­hipov rúmum tveimur ára­tugum áður, þá var það rósemi og var­kárni eins manns sem kom í veg fyrir það.

Þann 26. sept­em­ber 1983, um þremur vikum eftir að kóreska flug­vélin var skotin nið­ur, var und­ir­ofur­st­inn Stan­islav Petrov á vakt sinni við loft­varn­ar­eft­ir­lit Sov­ét­ríkj­anna. Hann var stað­settur í neð­an­jarð­ar­byrgi rétt fyrir utan Moskvu. Allt virt­ist með kyrrum kjör­um. Hlut­verk Petr­ovs var að fylgj­ast með gervi­hnöttum sem áttu að til­kynna sam­stundis ef kjarn­orku­árás væri yfir­vof­andi. Ef slíkt ætti sér stað, átti Petrov sam­stundis að til­kynna það yfir­mönnum í Moskvu svo hægt væri að svara fljótt í sömu mynt. Skömmu eftir mið­nætti dró til tíð­inda. Skyndi­lega kvikn­uðu aðvör­un­ar­ljós sem til­kynntu að kjarn­orkuflaug hefði verið skotið frá Banda­ríkj­unum og hún stefndi á Sov­ét­rík­in. Petrov féll allur ket­ill í eld og til að bæta gráu ofan á svart þá til­kynnti tölvan aftur að fjórum öðrum flaugum hefði verið skotið á loft. Augna­blikið sem allir ótt­uð­ust var kom­ið, Banda­ríkin höfðu ráð­ist á Sov­ét­rík­in. 

Petrov varð að til­kynna það strax og Sov­ét­ríkin myndu snar­lega bregð­ast við með gagnárás. Hann lyfti upp sím­tól­inu en eitt­hvað fékk hann til að hika, hann hrein­lega trúði því ekki að þetta væri að ger­ast og það var einmitt þá sem rósemi og var­færni tók yfir­hönd­ina: Petrov varð sann­færður um að þetta hlyti að vera bil­un. Ef Banda­ríkin ætl­uðu sér að ráð­ast á Sov­ét­rík­in, þá myndu þau ekki láta fimm flaugar duga heldur yrði öllum vopnum hleypt af í einu. Auk þess var varn­ar­kerfið nýtt og hafði bilað áður, þó ekki á þennan máta. Petrov horfði á tölv­una sem sagði honum að kjarnaflaugar stefndu í átt að heima­landi hans. Síðan hringdi hann í aðal­stöðvar hers­ins og til­kynnti að bilun hefði átt sér stað í kerf­in­u. 

Er hann lagði tólið á þá varð honum hugsað til þess hvað væri í húfi. Ef hann hefði rangt fyrir sér þá myndu flaug­arnar skella á Sov­ét­ríkj­unum innan hálf­tíma. Mín­út­urnar liðu og rauða ljósið log­aði en ekk­ert gerð­ist. Petrov hafði haft rétt fyrir sér. Það voru engar flaugar á leið­inni. Hann hafði vissu­lega óhlýðn­ast skip­unum en var ekki refsað fyrir það, ekki var honum þó heldur hrósað fyrir yfir­vegun sína.

Lengi vel hafði eng­inn á Vest­ur­löndum hug­mynd um að þessa sept­em­bernótt hafði yfir­vegun eins manns bjargað heim­inum frá glöt­un. Það var ekki fyrr en eftir fall Sov­ét­ríkj­anna nærri ára­tug síðar sem það varð opin­bert. Bæði rúss­neskir og banda­rískir sér­fræð­ingar eru flestir sam­mála um að mjög lík­lega hefðu sov­ésk stjórn­völd brugð­ist harka­lega við ef Petrov hefði til­kynnt þetta atvik eins og honum bar skylda til. Sem betur fer þá ákvað Petrov frekar að treysta eigin inn­sæi en fylgja hand­bók­inni í blindni, ann­ars hefði ver­ald­ar­sagan mjög lík­lega tekið allt aðra stefn­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar