Lars Løkke barst bréf

Danski forsætisráðherrann fær mörg bréf. Meðal þeirra sem hann fékk í síðustu viku var harðort bréf frá Sameinuðu þjóðunum. Í því er danska stjórnin sökuð um brot á mannréttindum.

myndininin.jpg
Auglýsing

Bréfið barst Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dan­merkur sl. mánu­dag, 25. mars. Það var und­ir­ritað af Leil­ani Far­ha, hún er sér­legur skýrslu­gjafi Mann­réttinda­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna, varð­andi rétt­inn til íbúð­ar­hús­næðis (special rappor­teur on the right to hous­ing). Leil­ani Farha og starfs­fólk hennar hefur í mörg horn að líta og þótt iðu­lega sé þess getið á hátíða­stundum að ástandið í heim­inum fari skán­andi getur Leil­ani Farha ekki að öllu leyti tekið undir það. Í blaða­við­tali fyrir skömmu sagði hún að ekki fari fram­hjá þeim sem fylgj­ast með fréttum að mikið skorti á að allir íbúar heims­ins hafi þak yfir höf­uðið og því miður sé það fjar­lægur draumur að svo verði. En bréf hennar til dönsku rík­is­stjórn­ar­innar fjallar ekki um fólk sem hrakið hefur verið frá heim­ilum sínum vegna stríðs­á­taka.

Dönsk lög heim­ila brot á mann­rétt­indum

Í áður­nefndu bréfi gagn­rýnir Leil­ani Farha dönsku rík­is­stjórn­ina fyrir að hafa sett lög ,,sem gera það mögu­legt að nota ótak­markað erlent fjár­magn til kaupa á dönsku íbúð­ar- og atvinnu­hús­næði, í þeim til­gangi einum að auka ríki­dæmi kaup­and­ans.“Í bréf­inu segir að ,,þetta stríði gegn alþjóð­legu sam­komu­lagi, nánar til­tekið Mann­rétt­inda­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem Danir hafa und­ir­rit­að.“ Í Mann­rétt­inda­sátt­mál­anum er kveðið á um rétt­inn til þess að hafa þak yfir höf­uð­ið, en lögin sem gilda í Dan­mörku hafa í raun ógilt þessar alþjóð­legu skuld­bind­ing­ar. ,,Og afleið­ing­arnar blasa við“ segir í bréf­inu, ,,árið 2017 keyptu erlend fjár­fest­inga­fyr­ir­tæki 71% alls hús­næðis sem skipti um eig­endur í Kaup­manna­höfn.“ 

Black­stone

Banda­ríska fyr­ir­tækið Black­stone er lang umsvifa­mest þess­ara erlendu fyr­ir­tækja og hefur á síð­ast­liðnum tveimur árum keypt um það bil 140 hús­eignir í Kaup­manna­höfn, sam­tals um tvö þús­und  íbúð­ir. Þessar hús­eignir hefur Black­stone keypt í gegnum danskan sam­starfs­að­ila, North 360.

Auglýsing

Black­sto­ne, sem var stofnað árið 1985 í Banda­ríkj­un­um, er í hópi stærstu fjár­fest­inga­fyr­ir­tækja heims. Það er umdeilt, eins og títt er um slík fyr­ir­tæki og umtalað fyrir harð­drægni í við­skipt­um. Á allra síð­ustu árum hefur fyr­ir­tækið í auknum mæli horft til fjár­fest­inga í Evr­ópu, ekki síst á Norð­ur­lönd­um. Nefna má að árið 2017 bauð Black­stone 11 millj­arða króna í 30% eign­ar­hlut í Bláa Lón­inu. Ekki varð af þeim við­skiptum því full­trúar líf­eyr­is­sjóða í eig­enda­hópi Bláa Lóns­ins beittu neit­un­ar­valdi. Black­stone hefur reyndar víðar komið við sögu á Íslandi en það verður ekki rakið hér.

Af hverju Kaup­manna­höfn? 

Ástæður þess að Black­stone hefur látið jafn mikið til sín taka í Kaup­manna­höfn og raun ber vitni eru tvær. Önnur ástæðan er áður­nefnd lög. Hin er sú stað­reynd að í Kaup­manna­höfn er mikið um gam­alt íbúð­ar­hús­næði þar sem leigan er lág. Í slíkum íbúðum býr í mörgum til­vikum fólk sem ekki hefur mikið handa á milli en er sátt við sitt. Sátt við öryggið sem fylgir því að eiga sama­stað og þurfa ekki að ótt­ast að missa hús­næð­ið. Minna máli skiptir þótt bað­her­bergið sé ekki sam­kvæmt nýj­ustu tísku og eld­húsinn­rétt­ingin komin til ára sinna. All­stór hluti íbúða­hús­næðis í Kaup­manna­höfn er í eigu  sjálfs­eign­ar­stofn­ana, sem ráða yfir tak­mörk­uðu fjár­magni til end­ur­bóta og við­halds, sem skýrist meðal ann­ars af lágri leigu.

Það er hús­næði eins og það sem hér hefur verið lýst sem Black­stone beinir sjónum sínum að. Fyr­ir­tækið kallar slíkt hús­næði ,,van­met­ið“ og gerir til­boð, sem eig­endum þykir freist­andi. Ef samn­ingar takast er ráð­ist í end­ur­bætur (iðu­lega sýnd­ar­end­ur­bætur að mati Leil­ani Far­ha), leigj­and­anum býðst að vera áfram í íbúð­inni en leigan hefur hækk­að, í mörgum til­vikum tvö­fald­ast eða jafn­vel meira. Þetta ræður fólkið sem áður bjó í íbúð­inni ekki við og hrökkl­ast burt. Í sumum til­vikum borgar Black­stone þeim sem áður bjuggu í hús­inu fyrir að flytja. ,,Allt til að geta svo hækkað leig­una. Þetta er fyr­ir­lit­legt“ segir í bréf­inu til dönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Frum­kvæði Sam­ein­uðu þjóð­anna

Það að fjár­festar og bygg­inga­spek­úlantar beini sjónum sínum að til­teknum hverf­um, oft­ast gam­al­grónum í borgum og bæjum í því skyni að ,,end­ur­nýja“ í hagn­að­ar­skyni er ekki ný bóla. Sam­ein­uðu þjóð­irnar höfðu fyrir nokkru frum­kvæði að óform­legum sam­tök­um, sem hafa að mark­miði að við­ur­kennt sé að íbúð­ar­hús­næði sé félags­legur réttur en ekki versl­un­ar­vara pen­inga­manna.  Borg­ar­stjór­inn í Malmö stað­festi fyrir tveim vikum þátt­töku borg­ar­innar í þess­ari hreyf­ingu en meðal þeirra borga sem stað­fest hafa  þátt­töku eru Amster­dam, Montr­eal, Barcelona og Berlín. Aðspurður sagði borg­ar­stjór­inn í Malmö ástæð­una fyrir þátt­töku borg­ar­innar væri sú sama og víða ann­ars­stað­ar: til­koma fjár­festa leiðir til hærra leigu- og kaup­verðs, borg­ar­myndin breyt­ist, verður eins­leitn­ari þar sem fjöl­skyldu­fólk og þeir efna­minni, ásamt smá­fyr­ir­tækj­um, hrekj­ast á brott. 

PUSH

Í síð­ustu viku var kvik­myndin PUSH frum­sýndi í Kaup­manna­höfn. Fram­leið­andi og leik­stjóri mynd­ar­innar er Sví­inn Frederik Gertt­en. PUSH fjallar um hvernig hús­næð­is­verð rýkur upp í stór­borg­um, fjöl­skyldu­fólk er neytt til að flytja og and­lits­lausir eig­endur (orða­lag úr kvik­mynd­inni) taka yfir hús­eign­irn­ar. Myndin vakti mikið umtal meðal Dana, fjöl­miðlar fjöll­uðu um mynd­ina, sem hefur beina skírskotun til þess sem er að ger­ast í Kaup­mann­höfn. Nýlegt dæmi um kaup and­lits­lausu eig­end­anna þar í borg er þekkt bygg­ing við mið­borg­ina.

Leilani Farha.

Holc­ken­hus

Í júní í fyrra greindu margir danskir fjöl­miðlar frá því að Black­stone hefði fest kaup á stórri bygg­ingu skammt frá mið­borg­inni. Hús þetta nefn­ist Holc­ken­hus og stendur við H.C And­er­sens Bou­levard, Vester Vold­ga­de, Storm­gade og Dantes Plads, en þar var íslenska sendi­ráðið  lengi til húsa.

Holc­ken­hus var byggt á árunum 1891 -93. Á jarð­hæð­inni eru fyr­ir­tæki, á fjórum hæðum þar fyrir ofan eru íbúðir en á efstu hæð­inni 11 vinnu­stofur þar sem 13 lista­menn starfa. Þar hafa margir af þekkt­ustu mynd­list­ar­mönnum Dana haft vinnu­að­stöðu og hinn virti mynd­list­ar­skóli Krist­ian Zahrt­mann (1843 – 1917) var í hús­inu um ára­bil. Vinnu­stof­urnar eru óbreyttar frá upp­hafi og sama gildir um margar íbúð­ir, burt­séð frá hita, vatns - og raf­magns­lögn­um. 

Þegar frétt­ist af kaupum Black­stone á Holc­ken­hus fóru lista­menn­irn­ir, sem hafa aðstöðu í gömlu vinnu­stof­unum að spyrj­ast fyr­ir. ,,Þegar við fréttum hver kaup­and­inn væri fórum við að skjálfa á bein­un­um“ (beg­yndte vi at ryste i bukser­ne) sagði  Maria Wandel tals­maður lista­mann­anna. Svörin sem feng­ust voru að North 360 hafði sótt um leyfi til að breyta vinnu­stof­unum í íbúð­ir. Þegar íbú­arnir og lista­menn­irnir sneru sér til borg­ar­innar voru svörin þau að þar eð húsið væri ekki friðað (nema að utan) væri erfitt að bregð­ast við. Eftir mikla og harða gagn­rýni lýsti tals­maður North 360 því yfir að fyr­ir­tækið vildi finna lausn í sam­starfi við lista­menn­ina. Maria Wendel sagð­ist í við­tali, í dag­blað­inu Politi­ken fyrir nokkrum dög­um,ekki gefa mikið fyrir slíka yfir­lýs­ingu. ,,Þetta er eins­konar haltu kjafti brjóst­sykur (hold kæft-­bolsje) til að þagga niður í okk­ur“. 

Íbú­arnir í Holc­ken­hus eru sömu­leiðis áhyggju­full­ir. Meðal þeirra sem í hús­inu búa er hinn þekkti leik­ari Jesper Lang­berg. Þegar hann var spurður álits á hinum nýju eig­endum sagði hann ekk­ert en gaf putt­ann (löngu­töng).

Á þess­ari stundu er óljóst hvert fram­haldið verð­ur, bæði varð­andi íbúð­irnar og vinnu­stof­urnar í Holc­ken­hus.

Sam­ein­uðu þjóð­irnar orðnar póli­tískar

Leil­ani Farha hefur ekki fengið svar frá dönsku rík­is­stjórn­inni, en sagði í við­tali við danska fjöl­miðla að hún myndi innan tíðar ýta á eftir við­brögð­um. Danski for­sæt­is­ráð­herr­ann hefur ekki tjáð sig um bréf­ið, né inni­hald þess. Ole Birk Olesen ráð­herra hús­næð­is­mála sagð­ist í blaða­við­tali vera undr­andi á því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar telji það mann­rétt­inda­brot að erlend fyr­ir­tæki, í þessu til­viki, Black­stone fái að kaupa hús­eignir í stórum stíl í þeim til­gangi að þrýsta upp leigu­verði. Ráð­herr­ann sagði það athygl­is­vert að Sam­ein­uðu þjóð­irnar skuli með þessum hætti blanda sér í mál­in, og horfa á það með póli­tískum gler­aug­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar