Deilt um rafmagnskapla

Fjórir flokkar á danska þinginu, Folketinget, hafa komið í veg fyrir að ríkisstjórnin geti selt hluta orkudreifingarfyrirtækisins Radius. Formenn flokkanna segja sporin hræða og grunnþjónusta eigi að vera í eigu ríkisins.

Avedøre orkuverið í Kaupmannahöfn.
Avedøre orkuverið í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Eitt helsta átaka­mál í dönskum stjórn­málum um langt ára­bil var sú ákvörðun rík­is­stjórnar Jafn­að­ar­manna (2011 – 2015) undir for­sæti Helle Thorn­ing-Schmidt að selja hluta orku­fyr­ir­tæk­is­ins DONG til banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Gold­man Sachs. DONG, sem nú heitir Ørsted, var stofnað árið 1972 og er lang stærsti orku­fram­leið­andi Dan­merk­ur. Hug­myndin um söl­una var ekki ný. Árið 2004, í valda­tíð And­ers Fogh Rasmus­sen (Ven­stre), náð­ist sam­komu­lag milli stjórn­ar­innar og tveggja flokka utan stjórn­ar­innar um að skrá DONG á markað og und­ir­búa sölu á hluta fyr­ir­tæk­is­ins, en ríkið skyldi áfram vera meiri­hluta­eig­andi. Sá und­ir­bún­ingur var kom­inn á loka­stig þegar fjár­mála­hrunið varð, árið 2008, en var þá frestað.

Árið 2012 gekk rekstur DONG illa, og þá var rykið dustað af sölu­hug­mynd­unum frá 2004. Jafn­að­ar­menn voru þá í stjórn­ar­for­ystu en auk þeirra áttu Radikale Ven­stre (RV) og Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn (SF) aðild að stjórn­inni. Bjarne Cor­ydon, fjár­mála­ráð­herra Jafn­að­ar­manna, barð­ist hart fyrir því að selja hluta DONG en ákafar deilur voru um málið innan stjórn­ar­innar og á þing­inu.

Innan SF var hart deilt um söl­una, sem for­mað­ur­inn Ann­ette Vil­helm­sen studdi. Svo fór að flokk­ur­inn gekk úr stjórn­inni, for­mað­ur­inn sagði af sér og fyrr­ver­andi ráð­herrar sögðu sig úr flokkn­um, sem tap­aði miklu fylgi í kosn­ingnum árið 2015.

Auglýsing

Gold­man Sachs

30. jan­úar 2014 var und­ir­rit­aður samn­ingur um kaup Gold­man Sachs á nítján pró­senta hlut í DONG. Fyrir hlut­inn greiddi fjár­fest­inga­bank­inn 8 millj­arða danskra króna (144 millj­arða íslenska). Að mati margra sér­fræð­inga var verðið alltof lágt, Gold­man Sachs fengi hlut­inn á spott­prís, en Bjarne Cor­ydon fjár­mála­ráð­herra þvertók fyrir að svo væri. Margir héldu því fram að Gold­man Sachs ætl­aði sér ekki að eiga hlut­inn í DONG til fram­búð­ar, fyr­ir­tækið hugs­aði bara um eitt: Að græða mik­ið.

DONG energy Mynd: EPA

Gold­man Sachs seldi hlut sinn árið 2017, fékk þá fyrir hann 20 millj­arða danskra króna (360 millj­arða íslenska) og hafði sann­ar­lega hagn­ast vel á kaup­un­um. Þá skipti fyr­ir­tækið jafn­framt um nafn, fékk nafnið Ørsted, eftir hinum þekkta danska vís­inda­manni Hans Christ­ian Ørsted. Hin opin­bera skýr­ing var að fyr­ir­tækið væri ekki lengur með sams­konar starf­semi og í upp­hafi en DONG var skamm­stöfun á Dansk Olie og Nat­ur­Gas. Nokkrir danskir fjöl­miðlar gátu sér þess til að DONG nafnið kall­aði fram minn­ingar um „mesta klúður danskrar við­skipta­sögu“ eins og kom­ist var að orði og þess vegna hefði verið æski­legt að finna annað nafn.

Radius

Í árs­byrjun 2016 til­kynntu stjórn­endur DONG (einsog fyr­ir­tækið hét þá) að dreif­ing­ar­hluti fyr­ir­tæk­is­ins yrði skil­inn frá fram­leiðslu­hlut­anum og fengi nafnið Radi­us. Þessi breyt­ing tók gildi 1. apríl sama ár. Radius ann­ast flutn­ing og dreif­ingu raf­orku og gass á Kaup­manna­hafn­ar­svæð­inu, Norð­ur­-­Sjá­landi og hluta Mið-­Sjá­lands. Dreif­ing­ar­netið (kapl­arn­ir) eru sam­tals um 19 þús­und kíló­metra langir, raf­orku­kaup­endur um það bil 1 milljón og kaup­endur gass tæp­lega 100 þús­und. Auk þess ann­ast fyr­ir­tækið rekstur um það bil 160 þús­und götu­ljósa á Sjá­landi.

Radius til sölu

Í júní í fyrra, 2018 til­kynnti Ørsted að Radius væri til sölu. Nokkrir erlendir aðilar sýndu kaup­unum áhuga en margir Danir fengu gæsa­húð þegar þeir fréttu af þessum fyr­ir­ætl­unum (orða­lag Politi­ken) og varð hugsað til söl­unnar á DONG. Margir þing­menn lýstu strax mik­illi and­stöðu við að selja Radius og þótt Krist­ian Jen­sen fjár­mála­ráð­herra hafi lýst yfir að „vel yrði fylgst með rekstr­in­um“ sögðu þing­menn að slíkar yfir­lýs­ingar væru algjör­lega marklaus­ar. Erlendir kaup­endur myndu fyrst og fremst hafa áhuga á að hagn­ast sem mest „sporin frá DONG hræða“ sagði Pelle Drag­sted tals­maður Ein­ing­ar­list­ans í við­tali við Politi­ken. Nokkrir þing­menn lýstu yfir að þeir myndu berj­ast gegn söl­unni á Radius með kjafti og klóm.

Frede Hvelplund pró­fessor við Háskól­ann í Ála­borg , sér­fræð­ingur í orku­málum sagði í við­tali við dag­blaðið Berl­ingske að einka­væð­ing orku­fyr­ir­tækja hefði víða gef­ist illa og þess væru mörg dæmi að opin­berir aðilar væru að kaupa slík fyr­ir­tæki til baka (af­pri­vat­iser­e). Þeir sem kaupa orku­fyr­ir­tækin eru iðu­lega sjóðir sem hugsa fyrst og fremst um ágóð­ann en hirða minna um við­hald og upp­bygg­ingu. Þegar allt er komið í hönk neyð­ast opin­berir aðil­ar, sem bera ábyrgð á öllu sam­an, til að hlaupa undir bagga og punga út stór­fé. Stjórn Ørsted hefur setið fast við sinn keip og nýlega lýsti stjórn­ar­for­mað­ur­inn því yfir að ætl­unin væri að selja Radius á þessu ári. Salan er hins vegar háð sam­þykki þings­ins og rík­is­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen er minni­hluta­stjórn og getur þess vegna ekki farið sínu fram að vild.

Þing­menn vilja koma í veg fyrir söl­una

Pelle Drag­sted, þing­maður Ein­ing­ar­list­ans, hefur ákaft barist gegn því að Radius fyr­ir­tækið verði selt. Fyrir nokkrum dögum greindi hann frá því að Ein­ing­ar­list­inn, Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, Jafn­að­ar­menn og Sós­íal­íski þjóð­ar­flokk­ur­inn hafi tekið höndum saman og upp­álagt stjórn­inni að sjá til þess að nauð­syn­leg grunn­þjón­usta verði í meiri­hluta­eigu hins opin­bera eða sam­eign­ar­fé­lags not­enda. Þetta þýðir að Radius verður ekki selt.

Pelle Drag­sted sagði í við­tali við dag­blaðið Polit­ken að þetta væri mik­il­væg stefnu­breyt­ing. „Hér hefur það verið lenska um langt ára­bil að einka­væða alla skap­aða hluti, árang­ur­inn hefur í flestum til­fellum ekki verið til hags­bóta fyrir borg­ar­ana. Það er tími til kom­inn að snúa af þess­ari braut.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar