Allskyns mögulegir fjárfestar voru boðaðir á endurreisnarfund WOW air fyrir viku

Á meðal þeirra sem sátu fund Arctica Finance um mögulega endurreisn WOW air á mánudag fyrir viku voru Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Iceland Express, og Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir. Pt Capital á ekki í viðræðum um að endurreisa WOW air.

Unnið er að því að reyna að koma WOW air aftur í loftið. Til þess er fundað stíft með allskyns fjárfestum.
Unnið er að því að reyna að koma WOW air aftur í loftið. Til þess er fundað stíft með allskyns fjárfestum.
Auglýsing

Kea­hótel hafa ekki hug á því að koma að fjár­fest­ingu í end­ur­reistu WOW air. Full­trúi félags­ins, sem í 75 pró­sent eigu dótt­ur­fé­laga banda­ríska eigna­stýrt­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Pt Capital, var á meðal hóps manna sem fund­uðu með Skúla Mog­en­sen og Arct­ica Fin­ance, ráð­gjafa Skúla, fyrir viku síðan á skrif­stofu Arct­ica Fin­ance en sá fundur var hald­inn að und­ir­lagi þeirra síð­ast­nefndu. Um var að ræða upp­lýs­inga­fund.

Hugh Short, for­stjóri Pt Capi­tal setti hins vegar færslu á Lin­ked­In-­síðu sína í gær þar sem hann sagði að fyr­ir­tækið væri ekki í við­ræðum um að end­ur­reisa WOW air. Fréttir íslenskra miðla af því um helg­ina væru rang­ar. Þar vísar hann til fréttar sem sögð var á RÚV í gær, og tekin upp af nokkrum öðrum íslenskum miðl­um, um fund­ar­höld milli Skúla og full­trúa Kea­hót­ela. Hana er hægt að lesa hér.

Pt Capi­tal á hlut í tveimur fyr­ir­tækjum á Íslandi. Ann­ars vegar á það hlut í fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Nova og hins vegar 75 pró­sent hlut í Kea­hót­elum sem keyptur var í gegnum dótt­ur­fé­lög á 5,5 millj­arða króna sum­arið 2017. Þetta eigna­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki með höf­uð­stöðvar í Alaska á því ýmis­legt undir því að vel gangi hér­lend­is.

Auglýsing
Á meðal ann­arra sem sátu ofan­greindan fund, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, var Pálmi Har­alds­son, fyrr­ver­andi eig­andi Iceland Express Jón Ásgeir Jóhann­es­son, fjár­festir­inn Guðni Eiríks­son, Bogi Guð­munds­son, stjórn­ar­for­maður Bustra­vel Iceland og ýmsir aðrir tengdir íslenskri ferða­þjón­ustu. Alls voru vel á annan tug aðila á fund­inum þegar teymið sem var á vegum Skúla og Arct­ica Fin­ance var með talið.

Til­gangur fund­ar­ins var að reyna að koma saman hópi sem gæti komið að því að fjár­festa í end­ur­reisn WOW air. Þeim sem á hann var boðið gerðu slíkt án nokk­urra skuld­bind­inga um þátt­töku í þeirri end­ur­reisn.

Vilja end­ur­reisa WOW air

Á meðan að WOW air lifði var mikið reynt að fá flesta þá erlendu fjár­festa sem eiga eitt­hvað undir á Íslandi til að koma að björgun flug­fé­lags­ins, sér­stak­lega eftir að Icelandair sleit við­ræðum um kaup á WOW air sunnu­dag­inn 24. mars síð­ast­lið­inn. Þær umleit­anir voru meðal ann­ars á vegum Arion banka, eins stærsta kröfu­hafa WOW air.

Það skil­aði ekki árangri og á end­anum fór WOW air í þrot fimmtu­dag­inn 28. mars 2019. Fljót­lega eftir að gjald­þrotið var stað­fest spurð­ist út að Skúli Mog­en­sen, stofn­andi, eig­andi og for­stjóri WOW air, væri að vinna að end­ur­reisn flug­fé­lags­ins.

Í við­skipta­á­ætlun sem er dag­sett 3. apr­íl, og hefur verið dreift víða innan íslensks við­skipta­lífs í von um að ein­hverjir með fjár­muni á milli hand­anna hafi áhuga á að taka þátt í verk­efn­inu, sem stýrt ef af Skúla og nokkrum fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­endum WOW air, er rakið hvað myndi fel­ast í slíkri end­ur­reisn og það sem aflaga fór síð­ast með þeim afleið­ingum að WOW air fór í þrot.

Auglýsing
Hið end­ur­reista félag á að kaupa ýmis verð­mæti úr þrota­búi WOW air, meðal ann­ars vöru­merkið og bók­un­ar­kerf­ið. Svo er stefnt að því að taka þátt í leigu­verk­efnum í tólf vikur fyrir stórt evr­ópskt flug­fé­lag en frá júnílokum 2019 á hið end­ur­reista félag að fljúga til 13 áfanga­staða í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum (London, Par­ís, Amster­dam, Berlín, Kaup­manna­höfn, Dublin, Tenerife, Alican­te, Frank­furt, Barcelona, New York, Baltimore og Boston).

Upp­runa­lega á að gera þetta með því að nota fimm Air­bus-­vélar en strax á næsta ári á þeim að fjölga í sjö og svo í tíu vorið 2021. Sam­kvæmt áætlun á hið nýja WOW air að geta flutt tæp­lega 600 þús­und far­þega á síð­ari helm­ing þessa árs, um 1,5 millj­ónir á næsta ári og rúm­lega tvær millj­ónir árið 2021. Til sam­an­burðar flutti WOW air 3,5 millj­ónir far­þegar í fyrra.

Vantar tæpa fimm millj­arða

Til þess að láta þessa hug­mynd ganga upp þá hafa Skúli og teymið hans, ásamt full­trúum frá Arct­ica Fin­ance, verið að funda með fjöl­mörgum fjár­festum síð­ustu vik­urn­ar. Þeim vantar nefni­lega 40 millj­ónir dali, um 4,8 millj­arða króna, til að láta dæmið ganga upp. Ef ein­hver er til­bú­inn að leggja þeim til það fé eru Skúli og lyk­il­stjórn­end­urnir til­búnir að láta við­kom­andi eftir 49 pró­sent í end­ur­reistu flug­fé­lagi á móti 51 pró­sent hlut Skúla og hóps­ins í kringum hann. Sá hópur skuld­bindur sig líka til að taka á sig 30 pró­sent launa­lækkun frá því sem áður var. Vænt­an­legir fjár­festar fá einnig svo­kall­aðan „fyrstur inn, fyrstur út“ fyr­ir­vara, sem þýðir að þeir fá fjár­fest­ingu sína end­ur­greidda að fullu áður en að hluta­fénu verður skipt upp milli þeirra og WOW-hóps­ins.

Stór hluti kynn­ing­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, snýst um að tíunda þau mis­tök sem WOW air gerði síð­ustu árin í rekstri sínum og skil­uðu því að rekstr­ar­tap félags­ins var 176 millj­ónir dala í fyrra, eða um 21,1 millj­arður króna á gengi dags­ins í dag.

Auk þess kemur fram í henni að ef áætl­unin gangi eftir þá verði hægt að tryggja fjár­festum útgöngu­leið innan þriggja ára, mögu­lega í gegnum hluta­fjár­út­boð.

Við­mæl­endur Kjarn­ans úr fjár­mála­geir­anum segja að end­ur­reisnin þurfi helst að klár­ast fyrir páska ef hún á að eiga ein­hverja von. Mun minni líkur séu á því en meiri að svo verði og að þær líkur versni með hverjum deg­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar