Hægist á góðærinu: Hagstofan spáir samdrætti í ár í fyrsta sinn frá 2010

Gangi ný þjóðhagsspá, sem birt var í dag, eftir mun verða samdráttur í landsframleiðslu á Íslandi í ár. Spáin gerir þó ráð fyrir að hagvöxtur verði aftur strax á næsta ári. Ástæðan fyrir þessu er aðallega tvíþætt: Gjaldþrot WOW air og loðnubrestur.

1. maí 2019
Auglýsing

Í nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var í morg­un, er því spáð að verg lands­fram­leiðsla drag­ist saman um 0,2 pró­sent í ár. Það er umtals­verð breyt­ing frá síð­ustu spá stofn­un­ar­inn­ar, sem birt­ist í febr­úar, og gerði ráð fyrir 1,7 pró­sent hag­vexti á árinu 2019.

Gangi spáin eftir er það stað­fest að Ísland er að lenda eftir mikið efna­hags­legt háflug und­an­far­innar ára.

Íslenskt hag­kerfi hefur gengið í gegnum eitt sitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið í sög­unni á und­an­förnum árum. Mik­ill og stöð­ugur hag­vöxtur hefur verið á hverju ári frá árinu 2011. Mestur varð hann árið 2016 þegar lands­fram­leiðsla jókst um 6,6 pró­sent á einu ári.

Auglýsing

Í fyrra var hag­vöxt­ur­inn 4,6 pró­sent og við­snún­ing­ur­inn á milli ára því 4,8 pró­sentu­stig. Síð­ast þegar hag­vöxtur dróst saman á Íslandi var á árunum 2009 (-6,8 pró­sent) og 2010 (-3,4 pró­sent).

Spáin gerir ráð fyrir því að Ísland nái sér aftur á strik strax á næsta ári og að hag­vöxtur þá verði 2,6 pró­sent.

WOW air og loðnu­brestur

Meg­in­á­stæða þess að hér verður sam­dráttur í ár er vegna þess að útflutn­ingur mun drag­ast saman um 2,5 pró­sent milli ára, sam­kvæmt spánni.

Í henni segir að útflutn­ings­horfur hafi enda versnað umtals­vert með gjald­þroti WOW air og stað­fest­ingu á því að eng­inn loðnu­kvóti verði fyrir fisk­veiði­ár­ið. Reikna má með að fram­boðs­skell­ur­inn í þjón­ustu­út­flutn­ingi verði tíma­bund­inn þar sem gert er ráð fyrir að enn sé eft­ir­spurn eftir Íslandi sem áfanga­stað ferða­manna. Reiknað er með hóf­legum bata útflutn­ings á næstu árum og er útlit fyrir 2,5 pró­sent vöxt á næsta ári.“

Vænta má þess, sam­kvæmt spánni, að einka­neysla drag­ist saman milli ára og að vöxtur hennar verði 2,4 pró­sent í ár.

Þá er búist við því að fjár­fest­ing drag­ist saman um 5,7 pró­sent á árinu, aðal­lega vegna sam­dráttar í fjár­fest­ingu á skipum og flug­vél­um, en að áfram verði mik­ill og kröft­ugur vöxtur í íbúð­ar­fjár­fest­ingu sem reiknað er með að auk­ist um 16,2 pró­sent milli ára.

Vert er þó að taka fram að hlut­fall fjár­fest­inga af lands­fram­leiðslu á árinu 2018 var 22,2 pró­sent á árinu 2018, og hafði ekki verið jafn hátt síðan á árinu 2008, eða fyrir banka­hrun.

Meiri verð­bólga og aukið atvinnu­leysi

Hag­stofan gerir ráð fyrir því að verð­bólga muni verða meiri næstu miss­er­inn en hún hefur verið und­an­farin ár. Verð­bólga hér­lendis mæld­ist enda undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá febr­úar 2014 og fram á haust­mán­uði 2018, og hefur hald­ist í kringum þrjú pró­sent síðan þá. Hún mælist nú 3,3 pró­sent.

Hag­stofan gerir ráð fyrir því að verð­bólgan verði á þeim slóðum á þessu ári og að árs­með­al­tal hennar verði 3,4 pró­sent, en 3,2 pró­sent á árinu 2020. Eftir þann tíma er búist við því að verð­bólgan nálgist verð­bólgu­mark­miðið aft­ur.

Sam­kvæmt spánni mun spenna á vinnu­mark­aði minnka og atvinnu­leysi aukast á þessu ári, aðal­lega vegna gjald­þrots WOW air og áhrifa þess á þjón­ustu­út­flutn­ing. „Áætlað er að hægja muni á inn­flutn­ingi erlends vinnu­afls næstu árin vegna minni efna­hags­um­svifa. Atvinnu­leysi var 3 pró­sent að með­al­tali á fyrsta árs­fjórð­ungi sam­kvæmt Vinnu­mark­aðs­rann­sókn Hag­stof­unn­ar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnu­lausir í lok mars. Búist er við því að atvinnu­leysi verði um 3,7 pró­sent að með­al­tali í ár og 3,8 pró­sent árið 2020.“

Kaup­máttur heldur áfram að aukast

Í þjóð­hags­spánni er fjallað um kjara­samn­inga laun­þega á almennum vinnu­mark­aði, sem voru sam­þykktir í apr­íl, og áhrif þeirra á spánna. Þar segir að nið­ur­stöður samn­ing­anna gefi til kynna að launa­þróun á spá­tíma­bil­inu í heild verði í meg­in­at­riðum í sam­ræmi við síð­ustu þjóð­hags­spá. „Laun verða hækkuð um fasta krónu­tölu til að jafna hlut laun­þega og á þeim for­sendum að hóf­samar launa­hækk­anir muni stuðla að auknum verð­stöð­ug­leika og lægra vaxta­stigi til að við­halda raun­hækkun launa.“

Það megi því búast við að kaup­máttur launa hækki um 2,1 pró­sent á þessu ári, um 2,2 pró­sent árið 2020 og 3,2 pró­sent árið 2021.

Samn­ingar fjöru­tíu og fimm félaga opin­berra starfs­manna losn­uðu í byrjun apr­íl. Í þjóð­hags­spánni er gert ráð fyrir að launa­hækk­anir þeirra verði í takt við þær línur sem lagðar eru í fjár­mála­á­ætlun hins opin­bera sem lögð var fyrir Alþingi í mars síð­ast­liðn­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar