Hægist á góðærinu: Hagstofan spáir samdrætti í ár í fyrsta sinn frá 2010

Gangi ný þjóðhagsspá, sem birt var í dag, eftir mun verða samdráttur í landsframleiðslu á Íslandi í ár. Spáin gerir þó ráð fyrir að hagvöxtur verði aftur strax á næsta ári. Ástæðan fyrir þessu er aðallega tvíþætt: Gjaldþrot WOW air og loðnubrestur.

1. maí 2019
Auglýsing

Í nýrri þjóð­hags­spá Hag­stofu Íslands, sem birt var í morg­un, er því spáð að verg lands­fram­leiðsla drag­ist saman um 0,2 pró­sent í ár. Það er umtals­verð breyt­ing frá síð­ustu spá stofn­un­ar­inn­ar, sem birt­ist í febr­úar, og gerði ráð fyrir 1,7 pró­sent hag­vexti á árinu 2019.

Gangi spáin eftir er það stað­fest að Ísland er að lenda eftir mikið efna­hags­legt háflug und­an­far­innar ára.

Íslenskt hag­kerfi hefur gengið í gegnum eitt sitt lengsta hag­vaxt­ar­skeið í sög­unni á und­an­förnum árum. Mik­ill og stöð­ugur hag­vöxtur hefur verið á hverju ári frá árinu 2011. Mestur varð hann árið 2016 þegar lands­fram­leiðsla jókst um 6,6 pró­sent á einu ári.

Auglýsing

Í fyrra var hag­vöxt­ur­inn 4,6 pró­sent og við­snún­ing­ur­inn á milli ára því 4,8 pró­sentu­stig. Síð­ast þegar hag­vöxtur dróst saman á Íslandi var á árunum 2009 (-6,8 pró­sent) og 2010 (-3,4 pró­sent).

Spáin gerir ráð fyrir því að Ísland nái sér aftur á strik strax á næsta ári og að hag­vöxtur þá verði 2,6 pró­sent.

WOW air og loðnu­brestur

Meg­in­á­stæða þess að hér verður sam­dráttur í ár er vegna þess að útflutn­ingur mun drag­ast saman um 2,5 pró­sent milli ára, sam­kvæmt spánni.

Í henni segir að útflutn­ings­horfur hafi enda versnað umtals­vert með gjald­þroti WOW air og stað­fest­ingu á því að eng­inn loðnu­kvóti verði fyrir fisk­veiði­ár­ið. Reikna má með að fram­boðs­skell­ur­inn í þjón­ustu­út­flutn­ingi verði tíma­bund­inn þar sem gert er ráð fyrir að enn sé eft­ir­spurn eftir Íslandi sem áfanga­stað ferða­manna. Reiknað er með hóf­legum bata útflutn­ings á næstu árum og er útlit fyrir 2,5 pró­sent vöxt á næsta ári.“

Vænta má þess, sam­kvæmt spánni, að einka­neysla drag­ist saman milli ára og að vöxtur hennar verði 2,4 pró­sent í ár.

Þá er búist við því að fjár­fest­ing drag­ist saman um 5,7 pró­sent á árinu, aðal­lega vegna sam­dráttar í fjár­fest­ingu á skipum og flug­vél­um, en að áfram verði mik­ill og kröft­ugur vöxtur í íbúð­ar­fjár­fest­ingu sem reiknað er með að auk­ist um 16,2 pró­sent milli ára.

Vert er þó að taka fram að hlut­fall fjár­fest­inga af lands­fram­leiðslu á árinu 2018 var 22,2 pró­sent á árinu 2018, og hafði ekki verið jafn hátt síðan á árinu 2008, eða fyrir banka­hrun.

Meiri verð­bólga og aukið atvinnu­leysi

Hag­stofan gerir ráð fyrir því að verð­bólga muni verða meiri næstu miss­er­inn en hún hefur verið und­an­farin ár. Verð­bólga hér­lendis mæld­ist enda undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands frá febr­úar 2014 og fram á haust­mán­uði 2018, og hefur hald­ist í kringum þrjú pró­sent síðan þá. Hún mælist nú 3,3 pró­sent.

Hag­stofan gerir ráð fyrir því að verð­bólgan verði á þeim slóðum á þessu ári og að árs­með­al­tal hennar verði 3,4 pró­sent, en 3,2 pró­sent á árinu 2020. Eftir þann tíma er búist við því að verð­bólgan nálgist verð­bólgu­mark­miðið aft­ur.

Sam­kvæmt spánni mun spenna á vinnu­mark­aði minnka og atvinnu­leysi aukast á þessu ári, aðal­lega vegna gjald­þrots WOW air og áhrifa þess á þjón­ustu­út­flutn­ing. „Áætlað er að hægja muni á inn­flutn­ingi erlends vinnu­afls næstu árin vegna minni efna­hags­um­svifa. Atvinnu­leysi var 3 pró­sent að með­al­tali á fyrsta árs­fjórð­ungi sam­kvæmt Vinnu­mark­aðs­rann­sókn Hag­stof­unn­ar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnu­lausir í lok mars. Búist er við því að atvinnu­leysi verði um 3,7 pró­sent að með­al­tali í ár og 3,8 pró­sent árið 2020.“

Kaup­máttur heldur áfram að aukast

Í þjóð­hags­spánni er fjallað um kjara­samn­inga laun­þega á almennum vinnu­mark­aði, sem voru sam­þykktir í apr­íl, og áhrif þeirra á spánna. Þar segir að nið­ur­stöður samn­ing­anna gefi til kynna að launa­þróun á spá­tíma­bil­inu í heild verði í meg­in­at­riðum í sam­ræmi við síð­ustu þjóð­hags­spá. „Laun verða hækkuð um fasta krónu­tölu til að jafna hlut laun­þega og á þeim for­sendum að hóf­samar launa­hækk­anir muni stuðla að auknum verð­stöð­ug­leika og lægra vaxta­stigi til að við­halda raun­hækkun launa.“

Það megi því búast við að kaup­máttur launa hækki um 2,1 pró­sent á þessu ári, um 2,2 pró­sent árið 2020 og 3,2 pró­sent árið 2021.

Samn­ingar fjöru­tíu og fimm félaga opin­berra starfs­manna losn­uðu í byrjun apr­íl. Í þjóð­hags­spánni er gert ráð fyrir að launa­hækk­anir þeirra verði í takt við þær línur sem lagðar eru í fjár­mála­á­ætlun hins opin­bera sem lögð var fyrir Alþingi í mars síð­ast­liðn­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar