Starfslok stjórnenda Sýnar kostuðu 137 milljónir

Bókfærður söluhagnaður vegna sameiningar dótturfélags skilaði Sýn réttu megin við á fyrsta ársfjórðungi. Samdráttur var í tekjum hjá flestum tekjustoðum félagsins. Brottrekstur þorra framkvæmdarstjórnar félagsins var dýr.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Mik­ill kostn­aður vegna starfs­loka fram­kvæmda­stjóra, gjald­þrot WOW air, kjara­samn­ing­ar, óhag­stætt gengi og sölu­hagn­aður vegna sam­ein­ingar dótt­ur­fé­lags eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á upp­gjör fjar­skipta- og fjöl­miðla­fé­lags­ins Sýnar fyrir fyrstu þrjá mán­uði árs­ins.

Upp­gjörið var birt í Kaup­höll Íslands í dag.

Hagn­aður Sýnar nam 670 millj­ónum króna á fyrsta árs­fjórð­ungi, sem er hækkun um 619 millj­ónir króna milli ára. Lyk­ilá­stæða þess að Sýn skil­aði hagn­aði á árs­fjórð­ungnum er vegna þess að bók­færður sölu­hagn­aður vegna sam­runa P/F Hey, dótt­ur­fé­lags Sýnar hf. í Fær­eyjum og Nema, dótt­ur­fé­lag Tjald­urs, gekk í gegn á fjórð­ungnum og er 49,9 pró­sent hlutur Sýnar hf. í nýju sam­ein­uðu félagi færður sam­kvæmt hlut­deild­ar­að­ferð og því ekki hluti af sam­stæðu­reikn­ings­skilum Sýnar hf. frá byrjun þessa árs. Alls nemur bók­færður sölu­hagn­aður vegna þessa 817 millj­ónum króna. Án hans hefði verið tap á rekstri Sýnar á árs­fjórð­ungn­um.

Auglýsing
Tekjur Sýnar á tíma­bil­inu voru 4.975 millj­ónir króna sem er lækkun um eitt pró­sent frá sama tíma­bili í fyrra, þegar tekjur voru 5.030 millj­ónir króna. Ef verð­bólga er tekin inn í dæmið þá var sam­drátt­ur­inn í raun­tekjum meiri en áður­nefnt eitt pró­sent. Kostn­að­ar­verð jókst að sama skapi og dróst fram­legð saman um 118 millj­ónir króna milli ára.

Tekjur Sýnar sam­an­standa úr nokkrum stoð­um. Sú eina þeirra sem skil­aði meiri tekjum í ár en á sama árs­fjórð­ungi 2018 var sala á inter­net­þjón­ustu. Tekjur vegna fjöl­miðl­un­ar, far­síma, fast­línu og vöru­sölu dróg­ust allar sam­an.

Í fjár­festa­kynn­ingu Sýnar vegna upp­gjörs­ins kemur fram að óhag­stæð þróun gengis hafi haft nei­kvæð áhrif á upp­gjörið miðað við sama tíma­bil í fyrra. Þá hafi gjald­þrot WOW air og kjara­samn­ingar haft nei­kvæð áhrif á aug­lýs­inga­tekjur á árs­fjórð­ungn­um.

Kost­aði 137 millj­ónir að skipta um stjórn­endur

Miklar svipt­ingar hafa verið hjá Sýn und­an­farin mis­s­eri, en kaupin á fjöl­mið­l­unum hafa ekki skilað þeim árangri sem áætl­­­anir gerðu ráð fyr­­ir. Hagn­aður félags­­ins í fyrra var til að mynda 473 millj­­ónir króna, sem var langt undir vænt­ing­­um. Ekk­ert félag í Kaup­höll­inni lækk­­aði meira í virði en Sýn á síð­­asta ári, en virði bréfa þess fór niður um 38,3 pró­­sent.

Þá misstu fjöl­miðlar Sýn rétt­inn af einni af sínum vin­­sæl­­ustu vörum, Enska bolt­an­um, í lok árs í fyrra og fær­­ast sýn­ingar á honum yfir til Sím­ans frá og með næsta haust­i.

Þrír stjórn­­endur Sýnar hafa verið látnir fara á þessu ári. Í lok febr­­ú­­ar, rúmum tveimur mín­útum eftir að upp­­­gjör félags­­ins vegna árs­ins 2018 var birt, barst til­­kynn­ing um að Stefán Sig­­urðs­­son, for­­stjóri félags­­ins, hefði náð sam­komu­lagi um að hætta störf­­um.

Í byrjun árs voru tveir aðrir rekn­ir, þar á meðal Björn Víglunds­­son, sem var yfir miðlum félags­­ins. Hans hlut­verk hafði sér­­stak­­lega verið að leiða sam­þætt­ingu fjöl­miðla­hluta Sýnar við aðrar ein­ingar Fjar­­skipta og vinna að vöru­­þró­un.

Í árs­upp­gjör­inu kemur fram að áhrif starfs­loka stjórn­enda hjá Sýn á fyrsta árs­fjórð­ungi hafi numið 137 millj­ónum króna.

Auglýsing
Í lok apríl var greint frá því að Heiðar Guð­jóns­­son, hag­fræð­ingur og fjár­­­fest­ir, hefði verið ráð­inn for­­stjóri Sýn­­ar. Hann hætti á sama tíma sem stjórn­­­ar­­for­­maður félags­­ins, en Heiðar er einn stærsti hlut­hafi Sýnar með 6,4 pró­­sent eign­­ar­hlut. Heiðar hafði gegnt starfi for­­stjóra tíma­bundið í nokkrar vikur áður en að hann var ráð­inn í starf­ið.

Nokkrum dögum síðar var greint frá því að Þór­hallur Gunn­­ar­s­­son, fyrr­ver­andi rit­­stjóri Kast­­ljóss, hefði verið ráð­inn sem fram­­kvæmda­­stjóra Miðla hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann tekur við starf­inu 22. maí næst­kom­andi en undir sviðið heyra meðal ann­­ars fjöl­mið­l­­arnir Stöð 2, Stöð 2 sport og útvarps­­­stöðv­­­arnar Bylgj­an, FM957 og Xið977 auk Vís­­is.

Á sama tíma var Signý Magn­ús­dóttir ráðin fjár­­­mála­­stjóri Sýnar frá og með 1. júní næst­kom­andi.

Ítar­leg kynn­ing á stefnu­mótun í næsta upp­gjöri

Í fjár­festa­kynn­ingu félags­ins kemur fram að nýtt ferli sé hafið í stefnu­mótum hjá Sýn og að því verði lokið snemma sum­ars. Von er á ítar­legri kynn­ingu á þeirri stefnu­mótun í milli­upp­gjöri félags­ins.

Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóri Sýn­ar, segir að þeir sem nú komi inn í fram­kvæmda­stjórn Sýnar hafi unnið áður sem ráð­gjafar fyrir félagið og þekki það vel sem gerir það að verkum að þeir þurfi ekki tíma til aðlög­un­ar. „Ég tel félagið ein­stak­lega heppið með sam­setn­ingu hinnar nýju fram­kvæmda­stjórnar og hlakka til að taka slag­inn á mark­aði með þessum úrvals­hópi. Félagið mun klára stefnu­mótun og skerpa á rekstr­inum strax í júní. Við ætlum að veita við­skipta­vinum okkur úrvals þjón­ustu og vera í far­ar­broddi með nýj­ung­ar. Vegna árs­tíða­sveiflu í rekstri verða næstu fjórð­ungar árs­ins betri. Við erum enn viss­ari um að horfur árs­ins náist og horfum björtum augum fram á við."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar