Óvissa í dönskum stjórnmálum

Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Auglýsing

Það gengur á með kosn­ingum í Dan­mörku. Þar fara kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins fram í dag, 26. maí, og þing­kosn­ingar 5. júní. Evr­ópu­þings­kosn­ing­arnar voru löngu ákveðnar en Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra dró það fram á síð­ustu stundu að boða til þing­kosn­ing­anna. Fyrir fjórum árum var kjör­dag­ur­inn 18. júní og lögum sam­kvæmt yrðu kosn­ing­arnar nú að fara fram eigi síðar 17. júní. Ástæða þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann dró svo lengi að ákveða, og til­kynna, kjör­dag er vafa­lítið sú að flokkur ráð­herr­ans, Ven­stre, hefur um langa hríð komið illa út úr skoð­ana­könn­un­um. Það er alþekkt í Dan­mörku, og víð­ar, að sá sem hefur vald til að ákveða kjör­dag vill helst gera það þegar byr­lega blæs. 

Auglýsing
Ýmsir hafa gagn­rýnt að svo skammt skuli líða milli þing­kosn­ing­anna og kos­ing­anna til Evr­ópu­þings­ins og jafn­vel nefnt að rétt­ast hefði verið að hafa bara einn kjör­dag, slá tvær flugur í einu höggi og draga með því úr kostn­aði. Sömu­leiðis var á það bent að þegar svo skammt liði milli áður­nefndra kosn­inga myndu kosn­ing­arnar til Evr­ópu­þings­ins algjör­lega hverfa í skugg­ann. Það hefur líka komið á dag­inn. Danir virð­ast hafa sára­lít­inn áhuga fyrir Evr­ópu­þings­kosn­ing­unum og umfjöllun fjöl­miðla um þær verið afar tak­mark­að­ar. Allt púðrið fer í þing­kosn­ing­arn­ar.

Litið til baka, og kosn­ing­arnar 2015

Rík­is­stjórn Jafn­að­ar­manna undir for­ystu Helle Thorn­ing-Schmidt tók við völdum eftir kosn­ing­arnar árið 2011. Auk jafn­að­ar­manna, Soci­alde­mokrati­et, áttu aðild að stjórn­inni Sos­i­alistisk Fol­ke­parti og Radikale Ven­stre. Á ýmsu gekk í stjórn­ar­sam­starf­inu, einkum vegna fyr­ir­ætl­ana um sölu 19% hlutar rík­is­ins í orku­fyr­ir­tæk­inu DONG. Bjarne Cor­ydon þáver­andi fjár­mála­ráð­herra (úr flokki for­sæt­is­ráð­herr­ans) lagði ofurá­herslu á söl­una og hafði sitt fram. Kaup­and­inn var banda­ríski fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs. Síðar kom í ljós að danska ríkið fékk allt of lítið fyrir hlut­inn og nú er iðu­lega talað um söl­una sem ein stærstu efna­hags­mi­s­tök í sögu Dan­merk­ur. Vegna söl­unnar sagði Sos­i­alistisk Fol­ke­parti skilið við stjórn­ina og Ann­ette Vil­helm­sen for­maður flokks­ins sagði af sér.

Þing­kosn­ingar árið 2015 fóru fram 17. Júní. Úrslitin ein­kennd­ust af miklum sveifl­um. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn undir stjórn Helle Thorn­ing bætti við sig 3 þing­mönnum frá kosn­ing­unum 2011 og hafði nú 47 full­trúa á þingi. Hinn stjórn­ar­flokk­ur­inn Radikale Ven­stre fékk 8 þing­menn, tap­aði 9, Sos­i­alistisk Fol­ke­parti, sem hafði sagt sig úr stjórn­inni, tap­aði líka 9 mönnum og fékk 7 menn kjörna. Þessi úrslit þýddu að rauða blokkin svo­nefnda (miðju- og vinstri flokk­ar) gátu ekki myndað meiri­hluta­stjórn en þing­menn á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, eru sam­tals 179.

Ven­stre flokkur Lars Løkke Rasmus­sen tap­aði 13 og hafði nú 34 þing­menn.

Litla minni­hluta­stjórnin

Þrátt fyrir þetta mikla tap tókst Lars Løkke Rasmus­sen að mynda stjórn, litla minni­hluta­stjórn, eins og fjöl­miðlar komust að orði. Síðar gengu Liberal Alli­ance og de Konservative til liðs við stjórn­ina. Sam­tals höfðu þessir flokk­ar, bláa blokkin svo­nefnda, (miðju og hægri flokk­ar) 53 þing­menn. Það sem mestu skipti fyrir Lars Løkke var stuðn­ingur Dansk Fol­ke­parti, sem vildi þó ekki eiga beina aðild að rík­is­stjórn­inn­i. 

Auglýsing
Flokkurinn bætti við sig 15 þing­mönnum og hafði eftir kosn­ingar 37 full­trúa á þingi, næst stærsti þing­flokk­ur­inn. En sá stuðn­ingur hefur ekki verið án fórna fyrir stjórn­ar­flokk­ana. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur iðu­lega verið kall­aður aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­inn, vit­andi að Lars Løkke myndi gera allt til að halda völd­un­um. Þess hafa reyndar sést merki í ýmsum ákvörð­unum stjórn­ar­innar þar sem ráð­herrar hafa bein­línis lýst yfir að til­teknar ákvarð­anir hafi verið teknar að kröfu „aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­ans“. Nægir þar að nefna nið­ur­skurð danska útvarps­ins en menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann lýsti yfir að ákvörðun um hann væri ófrá­víkj­an­leg krafa Danska þjóð­ar­flokks­ins

Inn­flytj­endur og hæl­is­leit­endur

Fyrir tveim vikum birti Danska útvarp­ið, DR, lista yfir þau mál sem oft­ast og mest hefur verið fjallað um í dönskum fjöl­miðlum á kjör­tíma­bil­inu sem er að ljúka. Í öllum stærstu fjöl­miðlum lands­ins hafa mál­efni flótta­fólks og hæl­is­leit­enda verið lang fyr­ir­ferð­ar­mest öll árin og eru það líka nú, í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna. Í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins, árið 2015 náði straumur hæl­is­leit­enda hámarki, rúm­lega 21 þús­und manns, straum­ur­inn stríð­astur á haust­mán­uð­um. Margir þeirra sem komu til Dan­merkur hugð­ust halda áfram til Sví­þjóð­ar, Dan­mörk væri bara áfanga­stað­ur. Í árs­byrjun 2016 tóku sænsk yfir­völd upp strangt landamæra­eft­ir­lit og nokkrum dögum síðar komu Danir á gæslu við landa­mærin að Þýska­landi. Gæslan var í upp­hafi sögð tíma­bundin en hefur síðan verið fram­lengd, oft­ast til þriggja mán­aða í senn. Kostn­að­ur­inn við gæsl­una hefur verið umtals­verður og vegna margra ára nið­ur­skurðar í lögreglunni hefur reynst nauð­syn­legt að fá her­inn til aðstoð­ar. Nú hefur hins­vegar hægt mjög á straumnum en umræðan heldur áfram og nú snýst hún ekki hvað síst um aðbúnað þeirra sem ekki fá land­vist­ar­leyfi í Dan­mörku en búa tíma­bundið í sér­stökum búðum (udrej­secentre) áður en fólkið fer úr landi. Slík dvöl getur varað árum sam­an.

Eins og fram kom hér að framan jókst fylgi Danska þjóð­ar­flokks­ins mikið í kosn­ing­unum 2015. Því olli ekki síst hörð og afger­andi stefna flokks­ins í mál­efnum flótta­fólks og inn­flytj­enda. Nú hefur fylgi Danska þjóð­ar­flokks­ins hins vegar hrunið og ef nið­ur­staða kosn­ing­anna verður í sam­ræmi við kann­anir geldur flokk­ur­inn afhroð. Fylgi jafn­að­ar­manna hefur aukist, stjórn­mála­skýrendur telja hluta þeirrar aukn­ingar vera á kostnað Danska þjóð­ar­flokks­ins. Jafn­að­ar­menn hafa nefni­lega boðað harð­ari og ákveðn­ari stefnu í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­fólks en flokk­ur­inn hefur áður fylgt. Mette Frederiksen, for­maður flokks jafn­að­ar­manna, hefur þó ekki, enn sem komið er, viljað útlista nákvæm­lega breytta stefnu flokks­ins í þessum mál­um. Nýlega hafa svo komið til sög­unnar tveir flokkar yst til hægri, og þeir taka, að mati stjórn­mála­skýrenda, fylgi frá DF og stjórn­ar­flokknum Ven­stre.

Áhyggjur sér­fræð­inga

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag (23. maí) birti dag­blaðið Berl­ingske langa grein sem 58 manna hópur sér­fræð­inga frá átta löndum skrif­aði. Í grein­inni benda sér­fræð­ing­arnir á rann­sókn­ir, sem Rauði Kross­inn og fleiri sam­tök hafa gert á börnum sem dvelja í tíma­bundnum búðum í Sjæls­mark á Norð­ur­-­Sjá­landi. Sér­fræð­ing­arnir segja nið­ur­stöð­urnar áhyggju­efni en 90 börn dvelj­ast í búð­unum ásamt öðru for­eldri sínu eða báð­um. Nær öll börnin þríf­ast illa, þau eru hrædd og óör­ugg og vita ekk­ert hvað bíður þeirra. Í búð­unum er ekk­ert sem heitir eðli­legt fjöl­skyldu­líf, segja sér­fræð­ing­arnir og slíkt hafi mjög skað­leg áhrif á sál­ar­líf barn­anna.

Auglýsing
Foreldrar í búð­unum hafa ekki leyfi til að elda mat handa sér og börnum sín­um, öllum ber að borða í sam­eig­in­legu mötu­neyti búð­anna. Þetta mál var tekið upp í umræðu­þætti í danska sjón­varp­inu, DR, fyrir viku síð­an. Inger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála (Ven­stre) hélt fast við þá ákvörðun að allir skuli borða í mötu­neyt­inu en í spjall­þætti kvöldið eftir sagði Lars Løkke Rasmus­sen að til greina kæmi að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi. Martin Hen­riksen, tals­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins í mál­efnum inn­flytj­enda sagði að ekki kæmi til greina að slaka á reglum varð­andi íbú­ana í Sjæls­mark. Mette Frederik­sen leið­togi jafn­að­ar­manna hefur verið beitt þrýst­ingi frá öðrum flokkum í rauðu blokk­inni svo­nefndu að grípa til ráð­staf­ana gagn­vart börn­unum sem dvelja í Sjæls­mark.

Tíu dagar til kosn­inga

Nú eru tíu dagar til þing­kosn­ing­anna í Dan­mörku. Spár benda til að Mette Frederik­sen verði næsti for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Hennar biði hins vegar erfitt hlut­skipti, flokkar sem til­heyra rauðu blokk­inni (miðju og vinstri) eru ekki sam­mála jafn­að­ar­mönnum í einu og öllu, til dæmis varð­andi mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­fólks.

Spár eru eitt og nið­ur­stöður ann­að. Lars Løkke er slyngur stjórn­mála­maður og rétt að ljúka þessum pistli á orðum eins dönsku dag­blað­anna fyrir nokkrum dögum „Løkke hefur áður sýnt að hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef­ana. Hvort honum tekst að veiða for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn upp úr hatt­inum kemur í ljós að kvöldi 5.jún­í“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar