Óvissa í dönskum stjórnmálum

Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Auglýsing

Það gengur á með kosn­ingum í Dan­mörku. Þar fara kosn­ingar til Evr­ópu­þings­ins fram í dag, 26. maí, og þing­kosn­ingar 5. júní. Evr­ópu­þings­kosn­ing­arnar voru löngu ákveðnar en Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra dró það fram á síð­ustu stundu að boða til þing­kosn­ing­anna. Fyrir fjórum árum var kjör­dag­ur­inn 18. júní og lögum sam­kvæmt yrðu kosn­ing­arnar nú að fara fram eigi síðar 17. júní. Ástæða þess að for­sæt­is­ráð­herr­ann dró svo lengi að ákveða, og til­kynna, kjör­dag er vafa­lítið sú að flokkur ráð­herr­ans, Ven­stre, hefur um langa hríð komið illa út úr skoð­ana­könn­un­um. Það er alþekkt í Dan­mörku, og víð­ar, að sá sem hefur vald til að ákveða kjör­dag vill helst gera það þegar byr­lega blæs. 

Auglýsing
Ýmsir hafa gagn­rýnt að svo skammt skuli líða milli þing­kosn­ing­anna og kos­ing­anna til Evr­ópu­þings­ins og jafn­vel nefnt að rétt­ast hefði verið að hafa bara einn kjör­dag, slá tvær flugur í einu höggi og draga með því úr kostn­aði. Sömu­leiðis var á það bent að þegar svo skammt liði milli áður­nefndra kosn­inga myndu kosn­ing­arnar til Evr­ópu­þings­ins algjör­lega hverfa í skugg­ann. Það hefur líka komið á dag­inn. Danir virð­ast hafa sára­lít­inn áhuga fyrir Evr­ópu­þings­kosn­ing­unum og umfjöllun fjöl­miðla um þær verið afar tak­mark­að­ar. Allt púðrið fer í þing­kosn­ing­arn­ar.

Litið til baka, og kosn­ing­arnar 2015

Rík­is­stjórn Jafn­að­ar­manna undir for­ystu Helle Thorn­ing-Schmidt tók við völdum eftir kosn­ing­arnar árið 2011. Auk jafn­að­ar­manna, Soci­alde­mokrati­et, áttu aðild að stjórn­inni Sos­i­alistisk Fol­ke­parti og Radikale Ven­stre. Á ýmsu gekk í stjórn­ar­sam­starf­inu, einkum vegna fyr­ir­ætl­ana um sölu 19% hlutar rík­is­ins í orku­fyr­ir­tæk­inu DONG. Bjarne Cor­ydon þáver­andi fjár­mála­ráð­herra (úr flokki for­sæt­is­ráð­herr­ans) lagði ofurá­herslu á söl­una og hafði sitt fram. Kaup­and­inn var banda­ríski fjár­fest­inga­bank­inn Gold­man Sachs. Síðar kom í ljós að danska ríkið fékk allt of lítið fyrir hlut­inn og nú er iðu­lega talað um söl­una sem ein stærstu efna­hags­mi­s­tök í sögu Dan­merk­ur. Vegna söl­unnar sagði Sos­i­alistisk Fol­ke­parti skilið við stjórn­ina og Ann­ette Vil­helm­sen for­maður flokks­ins sagði af sér.

Þing­kosn­ingar árið 2015 fóru fram 17. Júní. Úrslitin ein­kennd­ust af miklum sveifl­um. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn undir stjórn Helle Thorn­ing bætti við sig 3 þing­mönnum frá kosn­ing­unum 2011 og hafði nú 47 full­trúa á þingi. Hinn stjórn­ar­flokk­ur­inn Radikale Ven­stre fékk 8 þing­menn, tap­aði 9, Sos­i­alistisk Fol­ke­parti, sem hafði sagt sig úr stjórn­inni, tap­aði líka 9 mönnum og fékk 7 menn kjörna. Þessi úrslit þýddu að rauða blokkin svo­nefnda (miðju- og vinstri flokk­ar) gátu ekki myndað meiri­hluta­stjórn en þing­menn á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, eru sam­tals 179.

Ven­stre flokkur Lars Løkke Rasmus­sen tap­aði 13 og hafði nú 34 þing­menn.

Litla minni­hluta­stjórnin

Þrátt fyrir þetta mikla tap tókst Lars Løkke Rasmus­sen að mynda stjórn, litla minni­hluta­stjórn, eins og fjöl­miðlar komust að orði. Síðar gengu Liberal Alli­ance og de Konservative til liðs við stjórn­ina. Sam­tals höfðu þessir flokk­ar, bláa blokkin svo­nefnda, (miðju og hægri flokk­ar) 53 þing­menn. Það sem mestu skipti fyrir Lars Løkke var stuðn­ingur Dansk Fol­ke­parti, sem vildi þó ekki eiga beina aðild að rík­is­stjórn­inn­i. 

Auglýsing
Flokkurinn bætti við sig 15 þing­mönnum og hafði eftir kosn­ingar 37 full­trúa á þingi, næst stærsti þing­flokk­ur­inn. En sá stuðn­ingur hefur ekki verið án fórna fyrir stjórn­ar­flokk­ana. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hefur iðu­lega verið kall­aður aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­inn, vit­andi að Lars Løkke myndi gera allt til að halda völd­un­um. Þess hafa reyndar sést merki í ýmsum ákvörð­unum stjórn­ar­innar þar sem ráð­herrar hafa bein­línis lýst yfir að til­teknar ákvarð­anir hafi verið teknar að kröfu „aft­ur­sæt­is­bíl­stjór­ans“. Nægir þar að nefna nið­ur­skurð danska útvarps­ins en menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann lýsti yfir að ákvörðun um hann væri ófrá­víkj­an­leg krafa Danska þjóð­ar­flokks­ins

Inn­flytj­endur og hæl­is­leit­endur

Fyrir tveim vikum birti Danska útvarp­ið, DR, lista yfir þau mál sem oft­ast og mest hefur verið fjallað um í dönskum fjöl­miðlum á kjör­tíma­bil­inu sem er að ljúka. Í öllum stærstu fjöl­miðlum lands­ins hafa mál­efni flótta­fólks og hæl­is­leit­enda verið lang fyr­ir­ferð­ar­mest öll árin og eru það líka nú, í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna. Í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins, árið 2015 náði straumur hæl­is­leit­enda hámarki, rúm­lega 21 þús­und manns, straum­ur­inn stríð­astur á haust­mán­uð­um. Margir þeirra sem komu til Dan­merkur hugð­ust halda áfram til Sví­þjóð­ar, Dan­mörk væri bara áfanga­stað­ur. Í árs­byrjun 2016 tóku sænsk yfir­völd upp strangt landamæra­eft­ir­lit og nokkrum dögum síðar komu Danir á gæslu við landa­mærin að Þýska­landi. Gæslan var í upp­hafi sögð tíma­bundin en hefur síðan verið fram­lengd, oft­ast til þriggja mán­aða í senn. Kostn­að­ur­inn við gæsl­una hefur verið umtals­verður og vegna margra ára nið­ur­skurðar í lögreglunni hefur reynst nauð­syn­legt að fá her­inn til aðstoð­ar. Nú hefur hins­vegar hægt mjög á straumnum en umræðan heldur áfram og nú snýst hún ekki hvað síst um aðbúnað þeirra sem ekki fá land­vist­ar­leyfi í Dan­mörku en búa tíma­bundið í sér­stökum búðum (udrej­secentre) áður en fólkið fer úr landi. Slík dvöl getur varað árum sam­an.

Eins og fram kom hér að framan jókst fylgi Danska þjóð­ar­flokks­ins mikið í kosn­ing­unum 2015. Því olli ekki síst hörð og afger­andi stefna flokks­ins í mál­efnum flótta­fólks og inn­flytj­enda. Nú hefur fylgi Danska þjóð­ar­flokks­ins hins vegar hrunið og ef nið­ur­staða kosn­ing­anna verður í sam­ræmi við kann­anir geldur flokk­ur­inn afhroð. Fylgi jafn­að­ar­manna hefur aukist, stjórn­mála­skýrendur telja hluta þeirrar aukn­ingar vera á kostnað Danska þjóð­ar­flokks­ins. Jafn­að­ar­menn hafa nefni­lega boðað harð­ari og ákveðn­ari stefnu í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­fólks en flokk­ur­inn hefur áður fylgt. Mette Frederiksen, for­maður flokks jafn­að­ar­manna, hefur þó ekki, enn sem komið er, viljað útlista nákvæm­lega breytta stefnu flokks­ins í þessum mál­um. Nýlega hafa svo komið til sög­unnar tveir flokkar yst til hægri, og þeir taka, að mati stjórn­mála­skýrenda, fylgi frá DF og stjórn­ar­flokknum Ven­stre.

Áhyggjur sér­fræð­inga

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag (23. maí) birti dag­blaðið Berl­ingske langa grein sem 58 manna hópur sér­fræð­inga frá átta löndum skrif­aði. Í grein­inni benda sér­fræð­ing­arnir á rann­sókn­ir, sem Rauði Kross­inn og fleiri sam­tök hafa gert á börnum sem dvelja í tíma­bundnum búðum í Sjæls­mark á Norð­ur­-­Sjá­landi. Sér­fræð­ing­arnir segja nið­ur­stöð­urnar áhyggju­efni en 90 börn dvelj­ast í búð­unum ásamt öðru for­eldri sínu eða báð­um. Nær öll börnin þríf­ast illa, þau eru hrædd og óör­ugg og vita ekk­ert hvað bíður þeirra. Í búð­unum er ekk­ert sem heitir eðli­legt fjöl­skyldu­líf, segja sér­fræð­ing­arnir og slíkt hafi mjög skað­leg áhrif á sál­ar­líf barn­anna.

Auglýsing
Foreldrar í búð­unum hafa ekki leyfi til að elda mat handa sér og börnum sín­um, öllum ber að borða í sam­eig­in­legu mötu­neyti búð­anna. Þetta mál var tekið upp í umræðu­þætti í danska sjón­varp­inu, DR, fyrir viku síð­an. Inger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála (Ven­stre) hélt fast við þá ákvörðun að allir skuli borða í mötu­neyt­inu en í spjall­þætti kvöldið eftir sagði Lars Løkke Rasmus­sen að til greina kæmi að breyta þessu fyr­ir­komu­lagi. Martin Hen­riksen, tals­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins í mál­efnum inn­flytj­enda sagði að ekki kæmi til greina að slaka á reglum varð­andi íbú­ana í Sjæls­mark. Mette Frederik­sen leið­togi jafn­að­ar­manna hefur verið beitt þrýst­ingi frá öðrum flokkum í rauðu blokk­inni svo­nefndu að grípa til ráð­staf­ana gagn­vart börn­unum sem dvelja í Sjæls­mark.

Tíu dagar til kosn­inga

Nú eru tíu dagar til þing­kosn­ing­anna í Dan­mörku. Spár benda til að Mette Frederik­sen verði næsti for­sæt­is­ráð­herra Dan­merk­ur. Hennar biði hins vegar erfitt hlut­skipti, flokkar sem til­heyra rauðu blokk­inni (miðju og vinstri) eru ekki sam­mála jafn­að­ar­mönnum í einu og öllu, til dæmis varð­andi mál­efni hæl­is­leit­enda og flótta­fólks.

Spár eru eitt og nið­ur­stöður ann­að. Lars Løkke er slyngur stjórn­mála­maður og rétt að ljúka þessum pistli á orðum eins dönsku dag­blað­anna fyrir nokkrum dögum „Løkke hefur áður sýnt að hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef­ana. Hvort honum tekst að veiða for­sæt­is­ráð­herra­stól­inn upp úr hatt­inum kemur í ljós að kvöldi 5.jún­í“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar