Sótt að ríkisstjórn og umhverfismálin fengu meira vægi en oft áður

Fjörugar eldhúsdagsumræður á Alþingi sýndu skarpar línur í íslenskum stjórnmálum. Frjálslyndi og íhaldssemi virðast tveir pólar þessi misserin, frekar en hægri og vinstri.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Í ræðum þing­manna í eld­hús­dags­um­ræðum í gær var rætt um hin ýmsu mál og beindust spjót stjórn­ar­and­stöðu ekki síst að íhalds­samri afstöðu rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, hvort sem það á rétt á sér eða ekki. Umhverf­is­málin fengu líka mikla athygli, meiri en oft áður í eld­hús­dags­um­ræð­um.

Umræð­urnar skipt­ust í þrjár umferðir og hafði hver þing­flokkur 8 mín­útur í fyrstu umferð, 5 mín­útur í annarri og 5 mín­útur síð­ustu umferð. Sam­tals voru ræð­urnar 24.

Sagði Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, að rík­is­stjórnin væri mynduð um í kyrr­stöðu og aft­ur­halds- og íhalds­sama sýn á stjórn­mál­in. Lagði hann sér­stak­lega áherslu á þessi mál, þegar umfjöllun um efna­hags­málin var ann­ars veg­ar, og pen­inga­mála­stefnan þar á með­al. Hanna Katrín Frið­riks­son sagði óljós skila­boð ber­ast frá rík­is­stjórn­inni, þar sem oft væri aug­ljós mál­efna­legur ágrein­ingur milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Kyrr­staða væri því oft nið­ur­stað­an.

Auglýsing

Oddný Harð­ar­dótt­ir, Sam­fylk­ingu, gagn­rýndi Katrínu Jak­obs­dóttur harð­lega, fyrir að gefa Sjálf­stæð­is­flokknum sviðið í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu, en Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Mið­flokki, sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn hins vegar beygja sig fyrir stefnu Vinstri grænna í heil­brigð­is­mál­um, og það væri að bitna á sjúk­ling­um.

Sést spill­ingin bet­ur?

Pírat­inn Hall­dóra Mog­en­sen velti fyrir sér hvernig á því stæði, að traust á Alþingi hefði dvín­að. Hvort það gæti ver­ið, að vegna betra aðgengis að upp­lýs­ingum væri auð­veld­ara að greina spill­ingu og valda­þræð­ina en áður. 

Inga Sæland, Flokki fólks­ins, lagði áherslu á það í ræðum sínum tveim­ur, að rík­is­stjórnin gleymdi ekki þeim sem minna mega sín. 

Har­aldur Bene­dikts­son, Sjálf­stæð­is­flokki, ræddi um mik­il­vægi þess að rík­is­stjórnin starf­aði eftir jafn­væg­is­list­inni og næði að bregð­ast við sam­drætti í efna­hags­málum með ábyrgum hætti. Allar for­sendur væru til þess.

Gjör­breytt staða

Það var einnig leið­ar­stef Will­ums Þórs Þórs­son­ar, Fram­sókn­ar­flokki, og Bjarkeyjar Olsen Gunn­ars­dótt­ur, Vinstri græn­um. Enda stendur rík­is­stjórnin nú frammi fyrir gjör­breyttum efna­hags­veru­leika, eftir fall WOW air og sam­drátt í ferða­þjón­ustu og útflutn­ing­i. 

Hag­vöxtur var 4,6 pró­sent í fyrra, en nýleg spá Seðla­banka Íslands gerir ráð fyrir 0,4 pró­sent sam­drætti í lands­fram­leiðslu á þessu ári. 

Hér að neðan má sjá hluta úr ræðum þing­manna stjórn­mála­flokk­ana úr eld­hús­dags­um­ræð­un­um, þar sem tók­ust á ólík sjón­ar­mið í hinum ýmsu mál­um, en full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar sóttu nokkuð hart að rík­is­stjórn­inn­i. 

- „Að lokum vil ég benda á að upp­bygg­ing heil­brigð­is­þjón­ustu á að vera um allt land. Við sjáumAnna Kolbrún Árnadóttir. nú þegar að ekki gengur lengur að stefna öllum sem þurfa á slíkri þjón­ustu að halda á einn spít­ala við Hring­braut. Hugsa þarf upp á nýtt hvernig standa á sann­ar­lega við það fyr­ir­heit að allir eigi kost á heil­brigð­is­þjón­ustu í heima­byggð og það er furðu­legt að sjá sér­stak­lega Sjálf­stæð­is­flokk­inn beygja sig fyrir stefnu Vinstri grænna í jafn mik­il­vægum mála­flokki og vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­málin eru.“ - Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Mið­flokki.

Willum Þór Þórsson.- „Við segjum gjarnan að ein af meg­in­for­sendum fram­tíð­ar­hag­vaxtar og sam­keppn­is­hæfni atvinnu­lífs­ins sé fjár­fest­ing í mennt­un, nýsköpun og rann­sókn­um. Fram­lög til nýsköp­unar og rann­sókna eru stór­auk­in, um 31% að raun­gildi næstu fimm árin, og þá má segja að ráð­herra hafi komið mennta- og menn­ing­ar­málum vel á dag­skrá með auknum fram­lögum og í formi fjöl­margra aðgerða. Ég nefni hér stuðn­ing við bóka­út­gáfu og stefnu­mótun til efl­ingar íslenskri tung­u.“ - Willum Þór Þórs­son, Fram­sókn­ar­flokki.

- „Síð­asta haust sam­ein­uð­ust Íslend­ingar um að krefj­ast afsagnar þing­manna sem höfðu uppiHalldóra Mogensen. dólgs­læti og mont­uðu sig af spill­ing­ar­á­form­um. En mörgum mán­uðum síðar hefur ekk­ert ger­st, ekki annað en það að sú kona sem upp­lýsti um sam­talið hefur verið úrskurðuð brot­leg við per­sónu­vernd­ar­lög eftir harða aðför þess­ara þing­manna að trú­verð­ug­leika hennar og per­sónu. Að sama skapi hefur þing­konan sem upp­lýsti um mik­il­vægi þess að hefja rann­sókn í akst­urs­greiðslu­mál­inu verið úrskurðuð brot­leg gagn­vart siða­reglum fyrir það eitt að benda á að for­sendur séu fyrir því að rann­saka mál­ið.“ - Hall­dóra Mog­en­sen, Píröt­um.

Guðmundur Andri Thorsson.- „End­ur­heimt vot­lendis er alveg frá­bær og skóg­rækt er alveg ágæt þar sem hún á við, en við þurfum samt að vera miklu mark­viss­ari í því að draga úr los­un. Við verðum að miða alla mann­lega starf­semi við raun­veru­legan kostnað sem af henni hlýst fyrir lífið á jörð­inni. Við þurfum að gera sátt­mála þvert yfir höf og lönd. Þá dugir ekki heims­mynd mús­ar­hol­unn­ar, þrætugirnin og allt-­fyr­ir­-ekk­ert-hugs­un­in. Hún dugir ekki leng­ur, heldur þurfa sam­fé­lögin að taka öll höndum sam­an.“ - Guð­mundur Andri Thors­son, Sam­fylk­ing­unni.

- „Al­þjóða­væð­ingin virð­ist ógn­væn­leg fyrir suma og við vitum ekki alltaf hvað er handan við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.horn­ið. Fram­tíðin bankar á dyrn­ar, burt séð frá því hversu margir vilja berj­ast gegn henni, og Ísland mun halda áfram að breytast, verða frjáls­ara, betra og hag­sælla en það var í gær. Við stoppum ekki fram­þróun en við höfum alla burði til að taka þátt í henni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun sem fyrr vera þar í for­yst­u.“ - Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, Sjálf­stæð­is­flokki.

Andrés Ingi Jónsson.- „Þá þurfum við að standa undir þeirri ábyrgð sem okkur er falin sem kjörnum full­trú­um. Við þurfum að grípa til aðgerða. Það hrekkur nefni­lega skammt að almenn­ingur minnki kjöt­át, flokki rusl eða fyllist flug­visku­biti ef við sem með valdataumana höldum leggjum ekki okkar af mörk­um. Krafan hlýtur að vera að við tökum saman höndum þvert á flokka af því að flokkar skipta ekki máli í bar­átt­unni fyrir fram­tíð­ina.“ - Andrés Ingi Jóns­son, Vinstri græn­um.

- „Milli­stéttin hefur hér sem og á öðrum Vest­ur­löndum átt undir högg að sækja og hár kostn­aðurÞorsteinn Víglundsson. við íslensku krón­una veldur miklum eigna­ó­jöfn­uði. Krónan hyglir nefni­lega þeim, bæði fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um, sem geta fært eignir sínar úr landi þegar hent­ar. Hver situr svo uppi með kostn­að­inn af krón­unni? Jú, íslenskur almenn­ing­ur, en auð­vitað berj­ast þeir hvað harð­ast gegn breyt­ingum í gjald­miðla­málum okkar sem geta hagn­ast hvað mest á núver­andi stöðu. Um þá stöðu hefur núver­andi rík­is­stjórn tekið sér varð­stöð­u.“ - Þor­steinn Víglunds­son, Við­reisn.

Inga Sæland.- „Skyldi það vera svo að þjóð­ar­skút­­an fari á hlið­ina ef við hætt­um að skatt­­leggja fá­tækt?“ - Inga Sæland, Flokki Fólks­ins





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar