Borgaði sjálfri sér milljarða

Hvernig getur venjulegur ríkisstarfsmaður árum saman stungið undan háum fjárhæðum úr opinberum sjóði án þess að upp komist? Þessari spurningu hafa margir Danir velt fyrir sér, en ekki fengið svar við.

brittanielsen.jpg
Auglýsing

Haustið 2017 sat Søren H. Mad­sen bók­hald­ari hjá borg­ar­stjórn Hró­arskeldu við tölv­una og fór yfir reikn­ings­færsl­ur. Þar var flest með venju­bundnum hætti. Bók­haldar­ann rám­aði þó í að upp­hæð sem borgin hafði fengið greidda frá félags­mála­ráðu­neyt­inu væri lægri, en hann hafði skömmu áður fengið til­kynn­ingu um að yrði milli­færð. 

Hann fann til­kynn­ing­una og mikið rétt, upp­hæðin sem greidd hafði verið inn á reikn­ing­inn stemmdi ekki við til­kynn­ing­una. Það mun­aði kr. 69.047.- dönskum ( ca. 1.3 millj­ónir íslenskar). Hann hringdi strax til félags­mála­ráðu­neyt­is­ins, en þar fékk hann þau svör að upp­hæðin sem yfir­færð var stemmdi við áður­nefnda til­kynn­ingu. Þetta þótti Søren bók­hald­ara ein­kenni­legt. Skömmu síðar sendi hann ráðu­neyt­inu yfir­lit vegna þeirra greiðslna sem Hró­arskeldu­borg hefði fengið frá ráðu­neyt­inu og bað um stað­fest­ingu á að þetta stemmdi við bók­hald ráðu­neyt­is­ins. Eftir nokkra daga fékk hann svar þar sem fram kom að upp­hæðin sem hann hefði til­greint pass­aði ekki við það sem ráðu­neytið hefði greitt Hró­arskeldu­borg. 

Bók­hald­ar­inn óskaði skýr­inga 

Søren bók­hald­ari sætti sig ekki við þetta svar og eftir að hafa óskað nán­ari upp­lýs­inga fékk hann að vita að krón­urnar 69.047 hefðu verið lagðar inn á annan reikn­ing. Britta Niel­sen, sem venju­lega sá um þessar greiðsl­ur, var í fríi en sá sem leysti hana af spurði hvort ,,þessi hinn reikn­ingur væri ekki í eigu Hró­arskeldu­borg­ar“. Það kann­að­ist Søren bók­hald­ari ekki við. Og ákvað að láta ekki við svo búið sitja. Hann ræddi við yfir­mann sinn, sem hafði sam­band við ráðu­neyt­is­stjóra félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Sá óskaði aðstoðar rann­sókn­ar­deildar lög­regl­unn­ar, og lagði sér­staka áherslu á að starfs­fólk ráðu­neyt­is­ins fengi ekki vit­neskju um rann­sókn­ina. Til að gera langa sögu stutta kom í ljós að reikn­ing­ur­inn sem krón­urnar 69.047.- höfðu verið lagðar inn á reikn­ing í eigu starfs­manns ráðu­neyt­iss­ins, áður­nefndrar Brittu Niel­sen. 

Auglýsing

Byrj­aði fyrir 25 árum

Rann­sókn­ar­lög­reglu­menn­irnir trúðu vart eigin augum þegar þeir fóru að skoða bók­haldið hjá ráðu­neyt­inu. Þeir sáu nefni­lega fljót­lega að marg­nefndar 69.047.- krónur voru bara dropi í haf­ið. Britta Niel­sen hafði yfir­fært, á eigin banka­reikn­inga, sam­tals um það bil 120 millj­ónir danskra króna (rúma 2.2 millj­arða íslenska) á 25 ára tíma­bili, frá 1993 – 2018. Upp­hæð­irnar sem Britta Niel­sen færði inn á eigin banka­reikn­inga (fleiri en einn) voru mis­mun­andi eftir árum. Hæsta upp­hæð á einu ári var um það bil 17 millj­ónir árið 2010. Alls voru yfir­færsl­urnar 298 tals­ins.

Britta Niel­sen og starfið

Britta Niel­sen er 65 ára, fædd 28. maí 1954. Hún hóf störf hjá félags­mála­ráðu­neyt­inu  27. jan­úar 1977 og hafði starfað óslitið hjá und­ir­stofn­unum ráðu­neyt­is­ins til árs­ins 2018. Þess má geta að 27. jan­úar 2017, þegar hún hafði starfað hjá ráðu­neyt­inu í 40 ár, fékk hún starfs­ald­ur­svið­ur­kenn­ingu drottn­ingar (for­tj­en­st­meda­lje), fyrir að sinna störfum sínum sam­visku­sam­lega og af trú­mennsku. Britta Niel­sen vann alla tíð hjá sér­stökum sjóði innan ráðu­neyt­is­ins en sá sjóður deilir út pen­ingum til sveit­ar­fé­laga, sam­kvæmt reglum um fjár­hags­að­stoð til þeirra sem á þurfa að halda. Britta Niel­sen bjó yfir mik­illi tölvu­þekk­ingu og var sökum þekk­ingar sinnar og reynslu mik­il­vægur starfs­maður hjá sjóðn­um, en þar eru örfáir starfs­menn. Það var þessi þekk­ing, ásamt slæ­legu innra eft­ir­liti ráðu­neyt­is­ins, sem gerði henni kleift að draga sér þessa miklu fjár­muni, 120 millj­ón­ir.  

Rúm­lega tví­tug gift­ist Britta Niel­sen Khurs­heed Hayat, starfs­manni Carls­berg verk­smiðj­anna, hann var ell­efu árum eldri en Britta. Þau eign­uð­ust tvær dætur og einn son og bjuggu í Hvidovre við Kaup­manna­höfn. Khurs­heed lést árið 2005.

Flúði til Suð­ur­-Afr­íku

25. sept­em­ber 2018 kærði félags­mála­ráðu­neytið Brittu Niel­sen til lög­regl­unn­ar. Hand­töku­skipun á hendur Brittu Niel­sen var gefin út tveimur dögum síðar en var haldið leyndri fyrir fjöl­miðl­um. 29. sept­em­ber bank­aði lög­reglan uppá hjá Britte Niel­sen i Hvidovre en eng­inn kom til dyra. Þegar lög­reglan hafði sam­band við dætur hennar sögðu þær að hún hefði farið í frí, en sögðu ekki hvert. Hvort Britte Niel­sen vissi að lög­reglan væri á hælum hennar er ekki vitað en lög­reglan telur að dæurnar hafi strax látið móður þeirra vita að lög­reglan leit­aði henn­ar. Lög­reglan taldi sig vita að hún hefði farið til Suð­ur­-Afr­íku og síðar kom í ljós að hún hafði flogið til Jóhann­es­ar­borgar 23. sept­em­ber og strax áfram til Dur­ban, en þar bjó sonur henn­ar. 9. októ­ber greindi danski inn­an­rík­is­ráð­herr­ann frá mál­inu á frétta­manna­fundi í Kaup­manna­höfn og fyrr sama dag hafði dóm­ari í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafnar heim­ilað rannsókn og hald­lagn­ingu allra eigna Brittu og barna henn­ar, í Dan­mörku og öðrum lönd­um.

Hand­takan

Að morgni 5. nóv­em­ber 2018 hand­tók suð­ur­-a­fríska lög­reglan Brittu Niel­sen. Hún hafði þá verið á flótta í sex vikur og meðal ann­ars fengið að búa hjá kunn­ingja­fólki í smá­bænum Sout­hbroom fyrir sunnan Durban. Son­ur­inn Jimmy var sömu­leiðis hand­tek­inn.  Mán­uði fyrr, 4. októ­ber höfðu mæðginin keypt hús í þessum sama bæ, sama dag og Britta Niel­sen var lýst gjald­þrota heima í Dan­mörku. 

8. nóv­em­ber komu mæðginin fyrir dóm­ara í Suð­ur­-Afr­íku. Þar féllust þau á að verða flutt til Dan­merkur og jafn­framt að þau yrðu hand­tekin við kom­una þang­að. Þegar til Dan­merkur var komið voru þau bæði úrskurðuð í ótíma­bundið gæslu­varð­hald. Sá úrskurður er enn í gild­i. 

Auk þeirra Brittu og Jimmy eru dæt­urnar tvær grun­aðar um að hylma yfir afbrot móð­ur­innar og sama gildir um eig­in­mann ann­arar dótt­ur­inn­ar. Þau neita öll sök. Dæt­urnar komu fram í sjón­varpi í Dan­mörku nokkru eftir hand­töku móður þeirra, þær sögð­ust hafa haldið að þeir miklu fjár­munir sem móðir þeirra hafði úr að spila væri arf­ur, sparn­að­ur, eða líf­trygg­ing sem móð­irin hefði fengið greidda eftir and­lát eig­in­manns­ins.   

Í sam­vinnu dönsku og suð­ur­-a­frísku lög­regl­unnar hefur tek­ist að leggja hald á tals­vert af eignum Brittu Niel­sen og barna hennar í Suð­ur- Afr­íku, lög­regla hefur ekki viljað upp­lýsa nákvæm­lega um þau mál.Krafa um tólf ára fang­elsi 

Síð­ast­lið­inn föstu­dag, 31. maí var Brittu Niel­sen birt ákæra. Sak­sókn­ari fór fram á 12 ára fang­elsi enda þótt refsiramm­inn geri ráð fyrir 8 ára hámarks­refs­ingu. Sak­sókn­ari sagði afbrotin sér­lega alvar­leg og þess vegna væri í ákærunni farið út fyrir refsirammann, en það er heim­ilt ef um svo alvar­leg afbrot er að ræða 

Í lokin er rétt að geta þess að árið 2013 hafði efna­hags­brota­deild  lög­regl­unnar (Bagmand­spoliti­et) sam­band við danska skatt­inn vegna fimm millj­óna króna inn­borg­unar á reikn­ing Brittu Niel­sen. Skatt­ur­inn aðhafð­ist ekk­ert í því máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar