Orkupakka- og þungunarrofsumræður hreyfa ekki fylgi flokka

Þrátt fyrir hörð átök á pólitíska sviðinu þá hreyfist fylgi blokka á Alþingi varla milli mánaða. Það hefur raunar haldist mjög stöðugt í lengri tíma og mesta hreyfingin frá síðustu kosningum hefur verið fylgisaukning frjálslyndra miðjuflokka.

Forystumenn flokka í Kryddsíld Stöðvar 2 um síðustu áramót.
Forystumenn flokka í Kryddsíld Stöðvar 2 um síðustu áramót.
Auglýsing

Í  maí­mán­uði var hart tek­ist á um tvö mál á hinu póli­tíska sviði. Fyrst um frum­varp um þung­un­ar­rof, þar sem það var heim­ilað fram á 22. viku með­­­göngu óháð því hvaða ástæður liggja að baki. Áður þurfti ákvörðun um þung­un­ar­rof svo seint á með­­­göngu að fara fyrir nefnd sem varð að gefa leyfi. Lög þess efnis voru sam­þykkt 16. maí með heilum stuðn­ingi fimm flokka, tveggja úr stjórn og þriggja úr stjórn­ar­and­stöðu.

Í kjöl­farið tók síðan við for­dæma­laust mál­þóf vegna þriðja orku­pakk­ans svo­kall­aða þar sem Mið­flokk­ur­inn lagð­ist einn í mál­þóf, sem sér reyndar enn ekki fyrir end­ann á. Þegar umræðu um orku­pakk­ann var frestað í síð­ustu viku, til að gera fram­göngu ann­arra mála mögu­lega, þá hafði umræðan staðið í 134 klukku­stundir og átta mín­út­ur. Ein­ungis vantar klukku­stund í að umræðan slái umræðu­met úr Ices­a­ve-­deil­unni og verður það met vænt­an­lega slegið síðar í dag þegar orku­pakk­inn fer aftur á dag­skrá.

Þrátt fyrir allan hit­ann sem var í umræðum um þessi mál, og skýrar víg­línur sem mynd­ast hafa vegna þeirra, þá hreyf­ist fylgi flokka varla milli mán­aða sam­kvæmt könnun Gallup. Fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna dalar innan skekkju­marka, fylgi frjáls­lyndu miðju­flokk­anna í stjórn­ar­and­stöðu eykst innan skekkju­marka og Mið­flokk­ur­inn tekur aðeins af hinum flokknum sem var heill á móti þung­un­ar­rofi og orku­pakk­an­um, Flokki fólks­ins.

Auglýsing

Stöð­ug­leik­inn í íslenskum stjórn­málum sem ríkt hefur und­an­farna mán­uði virð­ist lítið ætla að hagg­ast.

Stuðn­ingur aftur undir 50 pró­sent

Sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja mælist nú 44,3 pró­sent.  Það hefur ekki mælst lægra frá því í nóv­em­ber­lok, eða rétt áður en að Klaust­ur­málið svo­kall­aða komst á almanna­vit­orð. Sam­an­lagða fylgið er umtals­vert minna en í þing­kosn­ing­unum 2017, þegar 52,9 pró­sent kjós­enda kusu Sjálf­stæð­is­flokk, Vinstri græn eða Fram­sókn­ar­flokk. Breyt­ingin á milli mán­aða er þó sára­lít­il. Sam­eig­in­legt fylgi flokk­anna mæld­ist 44,9 pró­sent í apr­íl.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er sem fyrr stærsti flokkur rík­is­stjórn­ar­innar og lands­ins, en 23,4 pró­sent lands­manna segja að þeir myndu kjósa hann. Vinstri græn, flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, dalar um tæpt pró­sent á milli mán­aða og mælist nú með 12,4 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætir lít­il­lega við sig og myndi fá 8,5 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina skreið yfir 50 pró­sent í apr­íl­mán­uði, og var það í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra sem meiri­hluti lands­manna sagð­ist styðja hana. Í maí féll stuðn­ing­ur­inn að nýju rétt undir 50 pró­sent markið og mælist nú 49,6 pró­sent.

Bæta lít­il­lega við sig

Sam­fylk­ingin er sem fyrr stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn með 16,6 pró­sent atkvæða, sem er smá­vægi­leg bæt­ing frá könn­un­inni sem gerð var í apr­íl. Þar á eftir koma Píratar með 11,2 pró­sent fylgi og Við­reisn með 10,9 pró­sent fylgi. Báðir þessir flokkar standa nán­ast nákvæm­lega í stað milli kann­ana. Fylgi þess­arra þriggja flokka, sem eiga sam­leið í mörgum málum og for­ystu­menn þeirra hafa kallað eftir því að myndi kjarn­ann í næstu rík­is­stjórn, mælist sam­an­lagt 38,7 pró­sent.

Þetta sam­eig­in­lega fylgi hefur verið mjög stöðugt und­an­farna mán­uði og svo virð­ist sem hreyf­ing á fylgi flokk­anna þriggja eigi sér fyrst og síð­ast stað á milli þeirra, en leiti lítið á aðra flokka sem eru í boði. Allir flokk­arnir þrír mæl­ast með meira fylgi en þeir fengu í síð­ustu kosn­ingum og sam­eig­in­legt fylgi þeirra er tæpum ell­efu pró­sentu­stigum hærra nú en í októ­ber 2017.

Taka frá hvorum öðrum

Mið­flokkn­um, sem tek­ist hefur að end­ur­heimta þorra kjör­fylgis síns í kjöl­far Klaust­ur­máls­ins, mælist með tíu pró­sent fylgi. Það er um einu pró­senti meira en fyrir mán­uði síðan og í fyrsta sinn sem flokk­ur­inn nær tveggja stafa tölu í mæl­ingum Gallup frá því að Klaust­ur­málið var opin­ber­að. Til sam­an­burðar var fylgi Mið­flokks­ins 5,7 pró­sent í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Flokkur Fólks­ins, sem deilir mörgum áherslum með Mið­flokkn­um, tapar að sama skapi tæpu pró­senti milli kann­ana og mælist með 3,2 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi þess­arar stjórn­ar­and­stöðu­blokkar mælist því 13,2 pró­sent. Það er umtals­vert minna en fylgið sem þessir tveir flokkar fengu í síð­ustu þing­kosn­ing­um, þegar 17,8 pró­sent kjós­enda kaus annan hvorn þeirra, og báðir flokk­arnir mæl­ast enn fyrir neðan kjör­fylgi.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn næst minnsti flokk­ur­inn

Sós­í­alista­flokkur Íslands hefur verið að mæl­ast á svip­uðum slóðum og Flokkur fólks­ins í fylgi und­an­farna mán­uði. Frá því í des­em­ber hefur fylgi hans ætið mælst minnst á fjórða pró­sent og í des­em­ber og jan­úar mæld­ist flokk­ur­inn með yfir fimm pró­senta fylgi, sem myndi duga honum til að ná inn manni í kosn­ing­um.

Fylgi Sós­í­alista­flokks­ins mælist nú 3,7 pró­sent sem þýðir að fleiri myndu kjósa hann en t.d. Flokk fólks­ins, sem fékk fjóra þing­menn kjörna á þing 2017, þótt ein­ungis tveir þeirra séu eftir í flokknum nú eftir að Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son gengu til liðs við Mið­flokk­inn.

Þetta fylgi myndi þó ekki duga Sós­í­alista­flokknum til að koma manni inn á þing. Flokkur fólks­ins er auk þess, að minnsta kosti sem sem stend­ur, tölu­vert frá því að ná í nægj­an­lega mikið fylgi til að ná inn manni á ef kosið væri nú. Því myndu tæp­lega sjö pró­sent atkvæða falla niður dauð miðað við könnun Gallup í maí.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar