Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað

Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Auglýsing

Lokakafl­inn í flétt­unni um fram­tíð Arion banka, eina stóra við­skipta­bank­ans á Íslandi sem er ekki að meiri­hluta í rík­i­s­eigu, fór fram á fyrri hluta ársins 2018.

Hann hófst þegar líf­eyr­is­sjóðum lands­ins var boðið að kaupa allt að fimm pró­sent hlut í bank­an­um. Sjóð­irnir höfðu til 12. febr­úar að svara til­boð­inu. Þeir sögðu pass hver á fætur öðr­um.

Í kjöl­farið var þeim skila­boðum komið til Banka­sýslu rík­is­ins að vilji væri hjá Kaup­skil­um, félagi í eigu Kaup­þings þar sem vog­un­ar­sjóðir eru stærstu hlut­haf­arn­ir, að virkja kaup­rétt á 13 pró­sent hlut rík­is­ins í Arion banka og greiða um 23 millj­arða króna fyrir 13 pró­sent hlut rík­is­ins.

5. febr­úar var sam­þykkt að Arion banki myndi kaupa 9,5 pró­­sent hlut í sjálfum sér af Kaup­skil­um, félagi í eigu Kaup­­þings, stærsta eig­anda bank­ans. Um er að kaup á eigin bréfum í sam­ræmi við ákvörðun hlut­hafa­fund­ar. Til við­bótar var greidd arð­greiðsla upp á 7,9 millj­arða króna.

Auglýsing
Mikil póli­tísk átök urðu um ofan­greindar vend­ing­ar. Hluti þing­manna vildi að stjórn­völd myndu grípa inn í ferlið með ein­hverjum hætti, annað hvort með því að nýta for­kaups­rétt sinn á hlutum í Arion banka eða með því að hafna nýt­ingu Kaup­þings á kaup­rétt­inum á hlut rík­is­ins. Ástæðan var meðal annars sú að umfjöllun fjölmiðla, m.a. Kjarnans, hafði sýnt fram á að það var mikið falið virði í Arion banka. Stjórn­völd töldu hvor­ugt ger­legt, enda engar for­sendur til staðar til nýt­ingar á for­kaups­rétt­inum og nýt­ing kaup­réttar í sam­ræmi við gerða samn­inga. Auk þess er það skoðun margra ráða­manna að æski­legt sé að ríkið selji að minnsta kosti hluta þeirra banka­eigna sem það á.

Fyrstur banka á markað eftir hrunið

Um miðjan maí 2018 var tilkynnt að Arion banki yrði fyrsti íslenski bankinn sem yrði skráður á markað frá bankahruni. Um tvískráningu yrði að ræða, á Íslandi og í Svíþjóð. Samhliða hófst vinna við útboð á hlut af því sem Kaupþing átti í bankanum.

Í tilkynningunni kom fram að markmið Arion banka yrði að vera með arðsemi eigin fjár sem væri yfir tíu prósent, en hún hafði verið einungis 3,6 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018. Þessu markmiði átti að ná með því að breyta fjármögnun bankans þannig að umtalsvert eigið fé yrði greitt út og að víkjandi lán yrðu sótt. Auk þess átti að minnka rekstrarkostnað, meðal annars með því að fækka starfsfólki, og að endingu var stefnt að hóflegum útlánavexti.

Arion banki var svo skráður á markað í júní. Lítið var um vendingar það sem eftir lifði þess árs. Eignarhaldið var áfram að mestu hjá Kaupþingi, sem átti enn um þriðjung af öllu hlutafé um síðustu áramót, og hjá vogunarsjóðunum sem stýra Kaupþingi, sem áttu tæplega fjórðung beint.

Segjast geta séð í gegnum sjóðina

Vert er að taka fram að ekkert liggur fyrir opinberlega um hverjir eru endanlegir eigendur þessarra sjóða. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um hvort t.d. einhverjir íslenskir fjárfestar eru á meðal þeirra sem hafa fjárfest í þeim.

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði þó í sjónvarpsþættinum 21 í síðasta mánuði að eftirlitið gæti séð hvort að þeir sem áttu eða stýrðu bönk­um  á Íslandi fyrir hrun séu á bakvið þá sjóði sem fara með virkan eign­ar­hlut í skráðum íslenskum banka. „Við förum ekki offari í því að dæma menn fyrirfram úr leik. Það þarf að fara yfir hvert og eitt mál.“

Miklar breytingar á örfáum vikum

Það sem af er þessu ári, 2019, hefur allt síðan verið á fleygiferð innan Arion banka. Uppgjör bankans vegna síðasta árs olli miklum vonbrigðum. Arðsemin var einungis 3,7 prósent og hagnaður ársins 7,8 milljarðar króna. Það var 6,6 milljörðum krónum minna en árið áður.

Stór ástæða þessa var sú að þrír stórir viðskiptavinir bankans lentu í verulegum vandræðum, eða fóru beinlínis á hausinn með tilheyrandi útlánatöpum og afskriftum á kröfum.

Auglýsing
Þar var um að ræða United Silicon, Primera Air og loks WOW air.

Það sem af er ári hefur verið skipt um stjórnarformann og bankastjórinn Höskuldur H. Ólafsson var látinn hætta, en ekki hefur verið ráðið í hans stað enn sem komið er. Þá hefur eigendahópurinn tekið miklum breytingum. Þar ber helst að nefna sölu Kaupþings ehf. á stórum hluta sinnar eignar í bankanum en slitabúið á nú einungis 20 prósent eftir að hafa selt 15 prósent hlut í vor.

Á meðal þeirra sem eru nú áhrifamiklir í eigendahópi Arion banka eru Stoðir, sem áður hétu FL Group, með 4,65 prósent hlut auk þess sem vogunarsjóðurinn Taconic Capital, einn stærsti eigandi Kaupþings, hefur bætt við sig beinum eignarhlut og á nú 16,03 prósent í Arion banka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar