Game of Thrones? Nei, Róm: Verstu Rómarkeisarar sögunnar

Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og listamaður, heldur áfram að rýna í söguna og spor hennar. Hér er I. hluti í umfjöllun um Rómarkeisara.

Flosi Þorgeirsson
gladiator.jpg
Auglýsing

Afar margt af því sem við sjáum nú til dags í sjón­varps­þátt­um, kvik­mynd­um, leik­húsum og víðar er fengið úr sarpi sög­unn­ar. Þegar þetta er skrifað er þátta­röðin Game of Thro­nes að hefja sína hinstu göngu. Eft­ir­vænt­ing hefur verið mikil um ger­valla heims­byggð­ina enda einir vin­sæl­ustu þættir allra tíma. Mörgum er eflaust í fersku minni hvernig þeim varð við að horfa á níunda þátt í þriðju syrpu þátt­anna sem heitir á ensku Rains of Casta­mere. Und­ir­rit­aður hefur áður gerst sekur um að spilla efni þátt­anna fyrir öðrum og vill helst ekki þurfa að ganga í gegnum það erf­iða ferli á ný. 

Því verður ekki fjallað nánar um Game of Thro­nes en ætl­unin er að benda á að efn­is­þráður t.d. Rains of Casta­mere sækir inn­blástur úr sög­unni. Caracalla, eitt versta ómenni sem gegnt hefur emb­ætti Róm­ar­keis­ara, fékk nefni­lega slíka hug­mynd nærri 2000 árum á undan hand­rits­höf­undum Game of Thro­nes. Jof­frey kon­ungur var sér­lega ógeð­felldur og sið­blindur sad­isti en bliknar frammi fyrir ýmsum Róm­ar­keis­urum sem, ólíkt Jof­frey, voru ekki skáld­skap­ar­per­són­ur. 

Við skulum nú kíkja á nokkra af þeim verstu sem hafa verið keis­arar Rómar en margir þeirra fengu eina þá grimmi­leg­ustu refs­ingu sem róm­verska þingið gat úthlut­að: Damnatio Memorae en það gekk út á að afnema algjör­lega allt sem minnti á við­kom­andi, rit­aðan texta, myndir eða stytt­ur. Hug­myndin var sú að eftir ákveð­inn tíma væru þessir menn öllum gleymdir en það fannst Róm­verjum frekar ill örlög. Gjörðir sumra voru þó svo yfir­gengi­legar að Damnatio Memorae dugði ekki einu sinni til. Enn ræðum við ill­virki þess­ara manna í dag. Við skulum skoða nokkra af þeim verstu sem gegndu því hlut­verki að vera æðstu menn stærsta heims­veldis sög­unn­ar.

Auglýsing

Comm­odus (161 – 192 e.kr.)

Þennan þekkja eflaust ýmsir úr stór­mynd­inni Gladi­ator þar sem hinn afar sér­staki en hæfi­leik­a­ríki Joaquin Phoenix gerði honum góð skil. Kvik­myndin á þó lítið skylt við raun­veru­leik­ann. Til dæmis þá myrti Comm­odus ekki föður sinn, Markús Árel­íus, heldur hafði Markús ákveðið að Comm­odus yrði keis­ari eftir sinn dag. Markús er af mörgum tal­inn einn besti og fróð­asti keis­ari sög­unnar en þetta var þó afleit ákvörð­un. 

Það varð nefni­lega fljótt ljóst að Comm­odus hafði ekki erft and­legt atgervi föður síns. Honum leidd­ist að standa í land­vinn­ingum og vildi halda til í gleð­inni í Róm. Því gerði hann frið­ar­samn­ing við ger­mönsku ætt­bálkanna sem faðir hans hafði eytt mörgum árum í að kné­setja. Comm­odus ávann sér óvild hers­ins með þess­ari ákvörð­un. Einnig kom fljót­lega í ljós að Comm­odus hafði mun meiri áhuga á því að vera skylm­inga­þræll en keis­ari en ráða­mönnum í Róm blöskr­aði það, enda voru skylm­inga­þrælar ekki hátt skrif­aðir í þessu stétt­skipta sam­fé­lagi.

Comm­odus umbreytt­ist svo fljót­lega úr því að vera venju­leg­ur, ríkur og dekraður keis­ara­sonur í væni­sjúkan ein­ræð­is­herra sem mis­kunn­ar­laust lét taka fjölda fólks af lífi fyrir litlar sak­ir. Hann fór að trúa því að hann væri róm­verski guð­inn Herkúles end­ur­fæddur og breytti klæðn­aði sínum eftir því. Einnig lét hann reisa fjölda­margar styttur af sér í líki guðs­ins. 

Það þarf vart að taka fram að yfir­leitt voru þessar styttur úr eðal­málmum og því rán­dýrar en Commó­dusi var slétt sama þótt minnk­aði í fjár­hirslum rík­is­ins. Hann breytti nafni borg­ar­innar í Colonia Comm­odi­ana sem mætti útleggja sem „Comm­odus­ar-­borg“. Hann hélt stans­lausa kapp­leiki í Coll­os­eum þar sem hann sjálfur var aðal­-­núm­erið og drap þar ógrynni af alls konar dýr­um. Þar á meðal voru hættu­leg dýr eins og ljón, tígris­dýr og fílar en áhorf­endur ráku upp stór augu þegar inn streymdu einnig strútar og gíraffar en Comm­odus slátr­aði þeim öllum með glöðu geði. Einn fun­heitan sum­ar­dag reyndi hann afar mikið á þol­gæði áhorf­enda er hann gerði sér lítið fyrir og drap eitt hund­rað skóg­ar­birni í röð. 

Hann drap einnig fólk í hringnum en það voru vana­lega her­menn sem voru veikir eða særðir og fengu léleg vopn sem nýtt­ust þeim jafnt og ekk­ert. Ölm­usu­menn og fatl­aðir voru einnig sendir í dauða sinn gegn keis­ar­anum sem virt­ist hald­inn óslökkvandi blóð­þorsta. 

Allt þetta kost­aði ríkið svim­andi fjár­hæðir og til að bæta gráu ofan á svart þá gerði Comm­odus þetta ekki ókeyp­is. Nei, ríkið neydd­ist til að borga honum stórfé fyrir að koma fram! Comm­odus hefur verið lýst sem keis­ara sem tók við borg úr gulli en skildi við hana sem hrör­legt þorp byggt úr ryðg­uðu járni. Að lokum var öllum nóg boðið og upp­á­halds skylm­inga­þræll Commó­dusar var feng­inn til að ráða hann af dög­um.

Caracalla (188 – 217 e.kr.)

Eitt mesta var­menni sem hefur gegnt þessu emb­ætti. Valda­græðgi hans var taum­laus og allar hans gjörðir benda til þess að hann hafi verið full­kom­lega sið­blind­ur. Í fyrstu átti hann að deila emb­ætt­inu með bróður sínum Geta. Hvor­ugur bróð­ir­inn var hrif­inn af því og versn­aði sam­band þeirra svo ofsa­lega að keis­ara­höll­inni var bók­staf­lega skipt í tvennt og öllum starfs­mönnum Caracalla bannað að fara í hinn hlut­ann og öfugt. 

Móðir þeirra kom á sátta­fundi á milli þeirra þar en á fund­inum gaf Caracalla skyndi­lega merki, inn streymdu aðstoð­ar­menn hans og Geta var myrt­ur, dó í faðmi örvinglaðrar móður sinn­ar. Að myrða bróður sinn fyrir framan móður sína, það ger­ist nú varla miklu verra? Allt það fólk sem

hafði umgeng­ist bróður hans var sam­stundis tekið af lífi og skipti þá engu hvort um var að ræða nán­ustu ráð­gjafa eða þjón­ustu­fólk. 

Nú var Caracalla ein­ráður og gat snúið sér að því sem honum fannst skemmti­leg­ast: Að heyja stríð. Hann byrj­aði á því að hækka laun her­manna enda þurfti hann á aðstoð þeirra að halda en einnig gull­tryggði hann þannig að her­inn myndi ekki svíkja hann. Það kom fljót­lega í ljós að Caracalla var hel­tek­inn af sögum af gríska konungnum og her­for­ingj­anum Alex­ander mikla og reyndi hann að líkj­ast honum sem mest. 

Hann skip­aði t.d. róm­verska hernum að nota aðferðir sem gríski her­inn hafði notað en þær aðferðir voru þá taldar úreltar af róm­verskum for­ingj­um. Í Grikk­landi, sem þá var undir yfir­ráðum Róm­verja, frétti fólk af þessu grikkja­blæti hans og Caracalla barst til eyrna að leik­rit hafði verið sett á svið í Alex­andríu þar sem gert var grín að hon­um. Hann ákvað því að heim­sækja borg­ina. Fyr­ir­menni borg­ar­innar und­ir­bjuggu sig til að taka vel á móti hon­um, eins og siður var er sjálfur keis­ar­inn kom að heim­sækja þegna sína en Caracalla var ekki mættur í kurt­eis­is­heim­sókn. 

Allt þetta fólk var myrt á staðnum og síðan sendi hann her­menn sína inn í Alex­andríu þar sem þeir fengu að leika lausum hala í marga daga við að myrða, nauðga og fara ráns­hendi um borg­ina. Caracalla eyddi nú nokkrum árum í að berj­ast við Parþ­íu­menn sem lengi höfðu staðið uppi í hári Róm­verja. Það stríð gekk illa svo Caracalla brá á það ráð að semja um frið og bjóð­ast til að kvæn­ast dóttur Arta­banus­ar, kon­ungs Parþ­íu. Caracalla hafði reyndar gengið að eiga konu í Róm en hann kunni illa við hana, hún var send í útlegð og seinna myrt. Arta­banus var fullur grun­semda í fyrstu en Caracalla náði loks að sann­færa hann með gull­hömrum og dýrum gjöf­um. Brúð­kaupið var stór­kost­legt í fyrstu, engu til sparað og má ímynda sér að kon­ungs­dóttirin hafi verið heill­uð. Hún var orðin keis­ara­ynja Róm­ar, þess mikla heims­veld­is. Hún var því miður ekki lengi í þeirri Para­dís. 

Svo lítið bar á gaf Caracalla merki og innan skamms streymdu inn í sal­inn þung­vopn­aðir róm­verskir her­menn. Allir voru strá­felld­ir, einnig keis­ara­ynjan unga. Í kjöl­farið fóru Caracalla og menn hans ráns­hendi um landið og myrtu þús­undir manna. Sagnir herma þó að Arta­banus kon­ungur hafi náð að flýja úr veisl­unni og seinna tókst honum að safna her sem sigr­aði Róm­verja. Þá var Caracalla reyndar all­ur. Eitt skiptið er föru­neyti hans stöðv­aði för sína fór hann út í veg­kant til að kasta þvagi. Þá kom að honum róm­verskur her­maður sem dró upp hníf og myrti hann. Að sögn var hann reiður því hann hafði ekki fengið stöðu­hækkun sem keis­ar­inn hafði lofað hon­um. Eft­ir­maður Caracalla samdi svo frið við Arta­banus og greiddi honum mikið fé í stríðs­skaða­bæt­ur. 

Í næstu viku tökum við svo fyrir 3 aðra keis­ara. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar