Þú ert nasistasvín

Rasmus Paludan, umdeildasti stjórnmálamaður Danmerkur, á yfir höfði sér málaferli vegna ummæla um fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni. Nasistasvín var orðið sem hann notaði.

Rasmus Paludan, stofnandi Stram Kurs
Rasmus Paludan, stofnandi Stram Kurs
Auglýsing

Rasmus Palu­dan er vafa­lítið umdeild­asti stjórn­mála­maður Dan­merk­ur. Og ekki að á­stæðu­lausu. Hann hefur marg­sinnis hlotið dóm, einkum fyrir ummæli sem hann hefur látið sér um munn fara. Danskir fjöl­miðlar kalla hann hægri öfga­mann, ras­ista, hat­urstrú­boða og nas­ista. Hann er 37 ára, lög­fræð­ingur að mennt og hefur um ára­bil haft afskipti af stjórn­mál­um.

Sem ungur maður tók Rasmus Palu­dan þátt í starfi nokk­urra stjórn­mála­flokka en fest­i hvergi ræt­ur. Árið 2017 stofn­aði hann stjórn­mála­flokk­inn Stram Kurs, Stranga ­Stefnu. Helsta bar­áttu­mál flokks­ins hefur frá byrjun verið bar­átta gegn múslímum í Dan­mörku. Öllum sem játa trú múslíma vill flokk­ur­inn gera útlæga úr D­an­mörku, og helst af öllu afmá múslíma af yfir­borði jarðar hvar sem er í heim­in­um. Flokk­ur­inn vill líka að öllu fólki sem ekki er af vest­rænum upp­runa verði bannað að koma til Danmerkur.

Auglýsing

Í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir þing­kosn­ing­arnar fyrr í þessum mán­uði (5.júní) fór Rasmus Palu­dan, sem er allt í öllu hjá Stram Kurs, mik­inn og var nær dag­lega um hann fjallað í dönskum fjöl­miðl­um. Sumir þeirra sögðu Rasmus Palu­dan eins­kon­ar blöndu af Mog­ens Glistrup og Don­ald Trump. Sam­komur, sem flokk­ur­inn stóð fyr­ir­, voru iðu­lega haldnar á götum og torg­um, ekki síst á svæðum þar sem fólk af er­lendu bergi brotið býr. Þar lét for­mað­ur­inn móðan mása, hædd­ist að Kór­an­in­um, ­sem hann kall­aði Stóru skækju­bók­ina (Den store luder­bog) og hvatti við­stadda til að míga á þetta helsta trú­ar­rit múslíma. Sjálfur hélt Rasmus Palu­dan iðu­lega á Kór­an­inum á fundum sín­um, hrækti á hann og kveikti svo í. Sömu­leið­is hædd­ist hann að fólki af afrískum upp­runa, burt­séð frá trú­ar­brögð­um, sagði það litlum gáfum gætt. Hvíti mað­ur­inn hefði haft vit á að fara frá Afr­íku en heimsk­in­gj­arn­ir, þeir þeldökku, setið eft­ir. Allt vakti þetta mikla athygli og rataði í fjöl­miðl­ana. Á þessum sam­kundum voru stuðn­ings­menn oft fámenn­ari en ­mót­mæl­end­urn­ir. Lög­reglan hafði því í nógu að snú­ast til að gæta örygg­is­ ­flokks­for­manns­ins, meira um það síðar í þessum pistli.

Kall­aði Mimi Jak­ob­sen nas­isa­svín

Mimi Jakobsen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Centrum – Demokraterne. Mynd: EPAÞeg­ar Stram Kurs flokk­ur­inn var stofn­aður árið 2017 lýsti Rasmus Palu­dan því yfir að ­stefnt yrði að fram­boði næst þegar kosið yrði til þings. Til að geta boðið fram þarf að skila 20 þús­und með­mæl­endum og það tókst flokkn­um. Dönskum fjöl­miðl­u­m ber að gæta jafn­ræð­is, geta til dæmis ekki snið­gengið full­trúa til­tek­inna ­flokka sem bjóða fram. Rasmus Palu­dan tók þátt í ótal umræðu­þáttum í útvarpi og ­sjón­varpi og spar­aði þar ekki stóru orð­in. 9. maí kom hann ásamt fleirum fram í þætt­inum Aftens­howet á aðal­rás danska sjón­varps­ins, DR1. Meðal gesta þar var Mimi Jak­ob­sen, fyrr­ver­andi ráð­herra og þing­maður Centrum – Demokra­ter­ne, Mið – demókrata. Hún sat á þingi á árunum 1977 – 2001, þar af rúm­lega tíu ár sem ráð­herra, en hefur nú hætt afskiptum af stjórn­mál­um. Í áður­nefndum þætti tók­u­st þau, hún og Rasmus Palu­dan, harka­lega á. Hann sagði að Mimi Jak­ob­sen minnti sig ­mest á Adolf Hitler, og bætti svo um betur og kall­aði hana nas­ista­svín. Ekki einu sinni heldur tvisvar.

Ætlar að höfða mál

Mim­i Jak­ob­sen lýsti því síðar yfir að hún sætti sig ekki við að vera köll­uð nas­ista­svín og hún myndi kæra þessi ummæli til lög­regl­unn­ar. Ummæli af þessu tagi er hins­vegar ekki hægt að kæra til lög­reglu og þess vegna hyggst Mimi Jak­ob­sen höfða einka­mál gegn Rasmus Palu­d­an. Sú máls­höfðun er nú í und­ir­bún­ingi. Eng­inn full­trúi Stram Kur­s ­náði kjöri í kosn­ing­unum 5. Júní sl, til þess hefði flokk­ur­inn þurft að fá 2% ­at­kvæða en fékk 1.8% (63.537 atkvæð­i). Danskar reglur um stuðn­ing við ­stjórn­mála­flokka gera ráð fyrir árlegum fjár­styrk sem reikn­aður er út miðað við ­fylgi flokks í nýliðnum kosn­ingum fram til næstu kosn­inga. Burt­séð frá því hvort við­kom­andi flokkur náði full­trúum á þing eða ekki. Stram kurs fær, ­sam­kvæmt þessum reglum árlegt fram­lag úr rík­is­sjóði, fram­lagið nemur 2.1 milljón danskra króna ( 40 millj­ónum íslenskum). Rasmus Palu­dan hefur í við­tölum lýst yfir að þótt flokknum hafi ekki tek­ist að ná full­trúum á þing í þess­ari atrennu haldi flokks­starfið áfram og það komi dagur eftir þenn­an, eins og hann orðar það.

Kostn­að­ar­söm örygg­is­gæsla

Lög­um ­sam­kvæmt er það hlut­verk dönsku lög­regl­unnar að gæta öryggis stjórn­mála­manna. Sú örygg­is­gæsla bygg­ist á sér­stöku mati og í til­viki Rasmus Palu­dan hef­ur þörfin fyrir slíka gæslu verið rík. Og kostar sitt. Það sem af er þessu ári hefur kostn­aður lög­reglu vegna þessa eina stjórn­mála­manns numið vel á ann­að hund­rað millj­óna danskra króna( vel á þriðja millj­arð íslenskra). Þetta er ­miklu meiri kostn­aður en vegna ann­arra stjórn­mála­manna, en það er mat lög­regl­unnar að sér­stök ástæða sé til að hafa umfangs­mikla gæslu þegar þessi ­um­deildi stjórn­mála­maður á í hlut. Margir hafa undr­ast að manni með jafn­ af­drátt­ar­lausar og umdeildar skoð­anir hafi tek­ist að safna nægum fjölda ­með­mæl­enda til að geta boðið fram. Það hefur vakið umræður um lög­in, bæð­i varð­andi fjölda með­mæl­enda og enn­fremur þrösk­uld­inn svo­nefnda.

Lögin

Eins og ­nefnt var fyrr í þessum pistli þarf flokkur sem hyggst bjóða fram í þing­kosn­ing­um í Dan­mörku að hafa að minnsta kosti 20 þús­und með­mæl­end­ur. Sú regla hefur leng­i verið óbreytt. Í umfjöllun dag­blaðs­ins Berl­ingske um þetta mál lýstu nokkrir ­gam­al­grónir stjórn­mála­menn ( sem ekki eru lengur í eld­lín­unni) þeirri skoð­un sinni að rétt­ast væri að hækka tölu með­mæl­enda upp í 40 þús­und. Með því yrð­i komið í veg fyrir að flokkar í fram­boði yrðu allt of margir sem hefði í för með­ ­sér að þús­undir atkvæða féllu dauð (stemmespild). Margir eru hins­veg­ar and­snúnir þess­ari hug­mynd, segja að þá yrði hug­sjóna­fólki gert erf­ið­ara um vik að reyna að hafa áhrif á stjórn lands­mál­anna. Skoð­anir eru líka skiptar um hvort rétt sé að hækka þrösk­uld­inn svo­nefnda. Í dag eru regl­urnar þannig að til­ að ,,sleppa inn“ þarf 2% greiddra atkvæða. Flokkur sem rétt skríður yfir­ ­þrösk­uld­inn fær fjóra þing­menn. Það er í sam­an­burði við margar aðrar þjóð­ir fremur lágur þrösk­uld­ur. And­stæð­ingar hærri þrösk­uldar segja að það að ­þrösk­uld­ur­inn skuli ekki vera hærri tryggi meiri fjöl­breytni á þingi. Í D­an­mörku er löng hefð fyrir margra flokka stjórn­um, og minni­hluta­stjórn­um, og þar hafa fámennir þing­flokkar oft skipt miklu máli.

Þessa dag­ana standa stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður yfir í Dan­mörku. Þótt stjórn­mála­menn hafi talað oft og lengi um breyt­ingar á kosn­inga­fyr­ir­komu­lag­inu er það ekki efst í huga þeirra núna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar