Mynd: María Guðrún Rúnarsdóttir AEJ2.jpg
Mynd: María Guðrún Rúnarsdóttir

Vill sjá útflutningsaukningu í hugviti og skapandi greinum

Nýskipaður sérstakur ráðgjafi mennta- og menningarmálaráðherra um eflingu skapandi greina á Íslandi segir að þær muni skipta máli fyrir eflingu samkeppnishæfni Íslands og að feli í sér lausnir fyrir hnattræn vandamál sem þjóðir heims standa andspænis.

Auður Edda Jök­uls­dóttir er nýskip­aður sér­stakur ráð­gjafi í stefnu­mótun og efl­ingu skap­andi greina á Íslandi. Hún ræddi við Kjarn­ann um fram­tíð­ar­sýn um útflutn­ingi íslensks hug­vits og skap­andi greina sem hún segir verða hennar ær og kýr á kom­andi tím­um. Hún vill styðja við bakið á fólki í skap­andi greinum og hug­viti.

Auður Edda mun vinna að þeim verk­efnum undir for­ystu Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra. Auður Edda leiðir verk­efnið í sam­starfi við atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, kynn­ing­ar­mið­stöðvar list­greina og utan­rík­is­þjón­ust­una og atvinnu­líf­ið, jafn­framt sem stefnu­mörk­unin verður unnin í sam­vinnu við Íslands­stofu.

Auður Edda hefur gegnt fjöl­mörgum störfum á vett­vangi utan­rík­is- og alþjóða­mála unda­farna tvo ára­tugi, þar á meðal í sendi­ráðum Íslands í Pek­ing og Berlín, og nú síð­ast sem for­stöðu­maður við­skipta­þjón­ustu og alþjóð­legs menn­ing­ar­sam­starfs í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Heild­ar­velta skap­andi greina 200 millj­arðar

Verk­efni Auðar Eddu verða fjöl­breytt og segir hún að stefnu­mótun og efl­ing skap­andi greina sé rétt að byrj­a. „­Mark­miðið er að leiða saman stjórn­sýslu og atvinnu­líf til góðra verka. Sú vinna verður unnin í nánu sam­starfi við Íslands­tofu, Kynn­ing­ar­mið­stöðvar list­greina, háskóla, sam­tök og stofn­an­ir. Áherslan er ekki síst á að vinna með hag­að­ilum og gras­rót­inni og beita sem mest skap­andi hugsun og nálg­unum í þess­ari vinnu," segir hún.

„Undir for­ystu mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra tökum við nú upp þráð­inn á nýjan leik frá kort­lagn­ingu á hag­rænu umfangi skap­andi greina fyrir um ára­tug síð­an. Þá kom í ljós að heild­ar­velta grein­anna, þess hluta sem und­an­þeg­inn er virð­is­auka­skatti, nam hátt í 200 millj­örðum og að hátt í 10 þús­und manns störf­uðu við þær,"sagði hún­. „Við þurfum að vanda okk­ur, vinna hratt og vel á breiðum grunni, og vera lausna- og árang­ur­smiðuð í starf­inu framund­an."

Þörf á að móta fram­tíð­ar­sýn skap­andi greina

„Mark­miðið er að koma hingað yfir til þess að halda áfram kort­lagn­ingu á skap­andi greinum og hjálpa að móta fram­tíð­ar­sýn um verk­efni þeirra,“ segir Auður Edda. „Við byrjum opið og erum ekki ákveðin fyr­ir­fram því þetta verður í sam­starfi við alla, á milli stjórn­sýslu, ráðu­neyta, það er mennta- og menn­inga­mála­ráðu­neyt­is­ins, utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið. Við viljum vera í sam­tali við Sam­tök atvinnu­lífs­ins og háskól­ana, allar kynn­ing­ar­mið­stöðvar lista og tölvu­leikja­geir­ann.“

„Við erum auðvitað fámenn þjóð og þurfum að mínu mati að nálgast verkefni út frá hagnýtum sjónarhóli og gæta þess að njörfa okkur ekki um of niður í kerfi og skilgreiningar, heldur tökum hagnýta sýn á þetta.“
Mynd: aðsend

Þetta verður svona bott­om-up vinna á góðri íslensku,“ bætir hún við. Hún segir verk­efnin nú að vera að taka bolt­ann þar sem skilið var við hann síð­ast og halda áfram að vinna með mál­efni skap­andi greina. „Það hefur heil­mikið gerst á 10 árum en það er ekki til ný töl­fræði yfir þetta. Hvað er þetta orðið stórt í dag? Líka sem skiptir mjög miklu máli er að nágranna­lönd okkar hafa stúd­erað þetta og gert mikið síð­ustu fimm til tíu ár. Það væri hægt að taka hug­myndir frá þeim.“

Ættum ekki að njörva okkur niður í kerfi og skil­grein­ingar

„Það má segja að þetta verði svo­lítið vítt. Nú er unnið að stefn­u á sviði menn­ing­ar,  hönn­unar og kvik­mynda. Þetta þarf allt að koma saman og styðja hvað við ann­að,“ segir Auður Edda.

„Við erum auð­vitað fámenn þjóð og þurfum að mínu mati að nálg­ast verk­efni út frá hag­nýtum sjón­ar­hóli og gæta þess að njörfa okkur ekki um of niður í kerfi og skil­grein­ing­ar, heldur tökum hag­nýta sýn á þetta. Hvernig getum við eflt þessar greinar svo hlutur þeirra í útflutn­ingi stækk­i?“ Auður Edda bætir við að hún vilji sjá útflutn­ings­aukn­ingu í hug­viti og greina vaxt­ar­tæki­færin og hvaða leiðir séu bestar til að hjálpa þeim að stækk­a. 

Vissulega er það okkur Íslendingum ekki mjög eiginlegt að hugsa langt fram í tímann, en til að standast alþjóðlega samkeppni er það nauðsynlegt

Auður Edda seg­ist munu vinna náið með Íslands­stofu sem hafi verið að vinna í sam­ráði við atvinnu­lífið að mótun lang­tíma­stefnu um mark­aðs­setn­ingu Íslands erlendis og hvernig sé hægt að styðja betur við útflutn­ing. „Ís­lands­stofa á grund­velli nýrra laga er langt komin með mótun lang­tíma­stefnu um mark­aðs­setn­ingu Íslands og efl­ingu útflutn­ings­að­stoð­ar. Til­laga að stefnu verður sam­þykkt af Útflutn­ings og mark­aðs­ráði þar sem eiga sæti 5 ráð­herrar og á fjórða tug öfl­ugra full­trúa úr atvinnu­lífi og frá hinu opin­bera, en utan­rík­is­ráð­herra leiðir starf­sem­ina.“

Lang­tíma stefnu­mótun nauð­syn­leg

Auður Edda telur að lang­tíma stefnu­mótun í útflutn­ingi á skap­andi greinum hafi vant­að. „Já, það er tíma­bært að móta lang­tíma­stefnu fyrir Ísland á því sviði. Vissu­lega er það okkur Íslend­ingum ekki mjög eig­in­legt að hugsa langt fram í tím­ann, en til að stand­ast alþjóð­lega sam­keppni er það nauð­syn­legt."

„Það var brotið blað í þessu með Íslands­stofu og lyk­il­hlut­verki hennar að móta lang­tíma­stefnu og stuðn­ingi við sókn á mark­að­i,“ segir hún­. „Já vissu­lega skiptir máli að skoða hlut­ina í alþjóð­legu sam­hengi. Því getur reynsla og þekk­ing af alþjóð­legu sam­starfi, alþjóð­legri tengsla­myndun og þjón­ustu við íslenskt atvinnu- og menn­ing­ar­líf okk­ar, meðal ann­ars á vett­vangi sendi­ráða úti á mörk­uð­um, skipt máli.  Þau lönd sem við viljum taka hug­myndir frá leggja mikla áherslu á skap­andi greinar til efl­ingar sam­keppn­is­hæfni á alþjóða­mörk­uð­um. Að mati stjórn­valda í þessum ríkjum mun þetta svið leika afar veiga­mikið hlut­verk [...] þegar kemur að því að þróa lausnir til að mynda þegar takast á við hnatt­rænar áskor­anir á borð við lofts­lags­mál eða mál­efni flótta­manna sem dæmi.“

Ísland ekki ein­angrað

Auður Edda seg­ist lengi hafa brunnið fyrir menn­ingu og list­um. „Ég gengdi stöðu menn­ing­ar­full­trúa í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu á tímum efna­hags­hruns á Íslandi. Þá kom í ljós hversu sterk menn­ing­ar­leg sjálfs­vit­und Íslend­inga er í reynd. Á þessum tíma hurfum við inn á við og margir fundu sköp­un­ar­kraft­inn hið innra. Við átt­uðum okkur á mik­il­vægi menn­ingar til að byggja upp skiln­ing á ver­öld­inni og okkur sjálfum og hlut­verki hennar fyrir jákvæða þróun sam­fé­lags­ins,  svo ekki sé talað um þátt hennar í að end­ur­vinna traust orð­spor alþjóð­lega. Ég ólst upp við lif­andi íslenska sveita­menn­ingu og hef brunnið fyrir menn­ingu og listum frá því ég kom inn í utan­rík­is­þjón­ust­una,“ segir Auður Edda.

Auður Edda segir „mjúkt vald"  Ís­lands innan alþjóða­kerf­is­ins smám saman verða sterkara. „Þar telst meðal ann­ars til árangur í list­um, jafn­rétt­is­málum og fót­bolta sem dæmi séu nefnd. Mjúka vald­ið, vald aðdrátt­araflsins, verður sífellt mik­il­væg­ara þegar kemur að því að stand­ast alþjóð­lega sam­keppni. Það eigum við að nýta þegar kemur að því að laða að erlenda fjár­fest­ingu og hæfi­leik­a­ríkt erlent starfs­fólk til Íslands.“

Auður Edda segir Ísland ekki vera ein­angrað heldur sé þetta „spurn­ing að horfa á heim­inn og hver þessi stóru vanda­mál eru sem við stöndum and­spæn­is,“ segir hún. „Við þurfum að þróa hug­vits- og þekk­ing­ar­hag­kerfi og vera sam­keppn­is­hæf í því. Það er mjög sterk teng­ing milli utn­an­rík­is­þjón­ust­unnar og alþjóða­mál­anna og þessa starfs.“ Hún segir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra nú munu setja kraft í málið og seg­ist þakk­lát að fá tæki­færi að leggj­ast á árar með henni og öðrum ráð­herrum í þeim efn­um.

Auður Edda segir að þrátt fyrir að áskor­an­irnar sem við Íslend­ingar stöndum and­spænis séu stórar þá feli þær í sér tæki­færi, meðal ann­ars til mik­il­vægra breyt­inga. „Við þurfum að treysta á hina skap­andi hugsun og nálgun þegar kemur að því að greina og finna sjálf­bærar og áhrifa­ríkar lausnir fyrir Ísland. Við Íslend­ingar erum rík að búa yfir alþjóð­legri mennt­un, þekk­ingu og reynslu á öllum sviðum auk þess að vera mjög skap­andi sem þjóð. Þessir eig­in­leikar munu nýt­ast okkur vel við upp­bygg­ingu  á Íslandi þar á meðal á sviði skap­andi greina í náinni fram­tíð."

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiViðtal