Bókasafn framtíðarinnar

Árið 2114 munu þúsund tré verða hoggin niður í borgarskóginum í Osló og úr þeim prentuð hundrað handrit eftir helstu samtímaskáld heimsins. Fyrir þann tíma hefur enginn fengið að bera þessi handrit augum en verkin verða geymd ólesin í sérstöku herbergi í nýju borgarbókasafni Oslóborgar.

Á efstu hæð í nýju bóka­safni Osló­borg­ar, Deichman Bjør­vika, má finna lítið her­bergi smíðað úr fal­legum við úr skógi við borg­ar­mörk Osló. Her­bergið verður eftir hund­rað ár fyllt af hund­rað nýjum hand­ritum eftir hund­rað höf­unda hvaðanæva að úr heim­in­um. 

Þar á meðal hafa nú þegar heims­frægir höf­undar á borð við banda­ríska rit­höf­und­inn Marg­aret Atwood og breska höf­und­inn David Mitchell skilað inn hand­ritum fyrir her­berg­ið. Auk þeirra hefur íslenski rit­höf­und­ur­inn Sjón skilað inn hand­riti. Eng­inn fær þó að bera þessi hand­rit augum fyrr en árið 2114.

Her­bergi þagn­ar­innar

Katie Pater­son, skosk mynd­lista­kona, átti hug­mynd­ina af Bóka­safni fram­tíð­ar­innar en verkið snýst um að árlega í eina öld leggur val­inn rit­höf­undur inn hand­rit til safns­ins við hátíð­lega athöfn í borg­ar­skóg­inum í Os­ló. 

Árið 2014 voru þús­und tré gróð­ur­sett í borg­ar­skóg­in­um. Hund­rað árum síð­ar, árið 2114, munu þau tré verða hoggin niður og hand­ritin hund­rað prentuð úr trján­um. Á þeim tíma hefur engin lesið hand­ritin nema skap­ar­arnir sjálf­ir.

Þangað til verða hand­ritin geymd í sér­smíð­uðum stað í nýja borg­ar­bóka­safn­inu í Os­ló, Deichman Bjør­vika, ­sem opnar á næsta ári. Stað­ur­inn heitir þögla her­bergið eða T­he Si­lent room og var hannað af Kati­e í sam­ein­ingu með­ ­arki­tekt­u­m ­bóka­safns­ins. 

Katie Paterson í Herbergi þagnarinnar sem opnað verður fyir almenning á næsta ári.Kjarn­inn fékk að slást í för með­ Kati­e og föru­neyti hennar þegar her­berg­ið, nær klárað, var fyrst skoðað í Os­ló í maí síð­ast­liðn­um. Her­bergið er líkt og lít­ill, fal­leg­ur, ávalur tré­kofi inn í miðju stóru björtu bóka­safn­inu. Í her­berg­inu má finna hund­rað hólf sem eru sér­merkt höf­undi hvers hand­rits og árinu sem því var skilað inn­.  

„Við byggðum Her­bergi þagn­ar­innar með trjánum sem við felldum í borg­ar­skóg­inum í Os­ló. Lykt­ina af þeim má enn finna í her­berg­inu en and­rúms­loftið var kjarn­inn í hönnun her­berg­is­ins. Við vildum skapa stað fyrir kyrrð og frið­sæld. Stað þar sem gest­ir ­bóka­safns­ins ­geta leyft ímynd­un­ar­afl­inu að teyma hug­ann burt frá bóka­safn­inu til­ ­skóg­ar­ins, til trjánna, til hand­rit­anna og hug­leitt mörk tím­ans og leynd­ar­dómanna sem búa þar að baki,“ seg­ir Kati­e í sam­tali við Kjarn­ann. 

Hand­rit eftir Sjón kemur út árið 2114

Kati­e ­segir að hug­myndin að verk­in­u sé í hnot­skurn að bækur séu tré og það tekur tíma að rækta bækur líkt og það tekur tíma að rækta tré. „Hug­myndin sner­ist um tíma, mennskan tíma, tíma handan okkar heima, tíma skóg­ar­ins og tím­ann á eftir okk­ur,“ segir Kati­e. 

Fimm hand­ritum hefur verið skilað inn, þar á meðal hand­ritið The Scribble Moon eftir hina víð­frægu Marg­ar­et Atwood. Auk hennar hefur hinn breski Dav­id Mitchell skilað inn hand­riti og hin tyrk­neska Elif Shafa­k frá Tyrk­landi. Þá skil­aði íslenski rit­höf­und­ur­inn Sjón inn hand­riti árið 2016 en tit­il­inn á hand­rit­inu hans er:  Þegar enni mitt strýkst við kjólfald engla eða Nokkuð um fall­turn­inn, rús­sí­ban­ann, snún­ings­boll­ana og önnur til­beiðslu­tæki frá tímum síð­-iðn­væð­ing­ar­innar

Sjón sagði í sam­tali við Vísir eftir að hann skil­aði hand­rit­inu inn að hann voni að það eigi eftir að vekja áhuga á Íslenskri bóka­hefð. „Ég vona að það rati til les­enda sem eru áhuga­samir um það hvers konar bók­menntir voru ofnar saman á Íslandi fyrir tæpum hund­rað árum. Alla rit­höf­unda dreymir um að textar þeirra standi tím­ans tönn og auð­vitað er það svo að í dag lesum við enn margt sem skrifað var í upp­hafi síð­ustu aldar og löngu fyrr. Ég reyndi samt að bægja þess­ari hugsun frá mér og skrifa eins og ég geri yfir­leitt, það er, án þess að hugsa um við­tökur ann­arra en þess skugga­sjálfs míns sem er við­mæl­andi minn á meðan sköp­un­inni stend­ur,“ segir Sjón.

Sjón má ekk­ert gefa upp um verkið og segir tit­il­inn ekk­ert gefa upp um hvort að þetta sé ljóða­bók, rit­gerð­ir, leik­rit, skáld­saga eða óp­erulí­brettó. 

„En ástæðan fyrir því hvað hann er langur gæti verið sú að mig lang­aði til þess að opna sýn á efni verks­ins. Svo gæti tit­ill­inn líka verið ryk sem ég þyrla upp til að afvega­leiða fólk í spek­úla­sjónum sín­um. Ef text­inn lifir af Þyrni­rós­ar­svefn­inn í skúff­unni í borg­ar­bóka­safni Oslóar dæma les­endur 21. ald­ar­innar um hvort er,“ segir Sjón og bætti við að nú taki við það verk­efni að þegja yfir inni­haldi hand­rits­ins það sem eftir er ævinn­ar.

Katie Peterson, myndlistarkona, fékk hugmyndina að Bókasafni framtíðarinnar þegar hún var teikna trjáhringi í bók fyrir nokkrum árum.

Mun mann­kynið lifa af næstu hund­rað ár? 

Kati­e ­segir að hver hund­rað höf­und­anna hafi sinn ólíka stíl, komi frá ólíkum stöðum í heim­inum og hand­ritin því skrifuð á ólíkum tungu­mál­um. Eng­inn fær þó að bera þessi hand­verk augum fyrr en árið 2114 og því ljóst að hvorki Kati­e né höf­und­arn­ir ­sjálfir munu lifa nógu lengi til að upp­lifa það. 

Þrátt fyrir þessar óvenju­legu kröfu seg­ir Kati­e að rit­höf­und­arnir sem hún hafi haft sam­band við hafi verið mjög mót­tæki­legur fyrir verk­efn­inu. Hún segir að fyrir rit­höf­unda sé þetta algjört frelsi en hand­ritin eru skrifuð í algerri ein­angrun án aðkomu útgáfu og án við­bragða gagn­rýnenda eða les­enda. „Þetta fyr­ir­komu­lag virkar eflaust ekki fyrir alla en fyrir suma er þetta tæki­færi til að gera eitt­hvað alveg öðru­vísi. Að skilja eftir gjöf fyrir fólkið í fram­tíð­inn­i,“ segir Katie.

Rauði þráð­ur­inn í Bóka­safn­i fram­tíð­ar­inn­ar er nokk­urss­konar sam­spil vonar og trausts. „Það kom mér veru­lega á óvart að þegar ég hafði sam­band við höf­und­anna voru fyrstu við­brögð margra að velta upp spurn­ing­unni hvort að mann­kynið muni lifa af næstu hund­rað ár,“ seg­ir Kati­e en hennar fyrsta hugsun var hvort að skóg­ur­inn myndi lifa þessi hund­rað ár.

Þegar Dav­id Mitchell lagði fram sitt hand­rit árið 2016 sem ber tit­il­inn „From ­Me ­Flows What You Call Ti­me“, sagði hann að fyrir honum tákn­aði Bóka­safn fram­tíð­ar­innar von í von­lausum heimi. „Allt er að segja okkur að við séum á leið til glöt­unar en Bóka­safn fram­tíð­ar­innar færir okkur von um að mann­kynið sé seig­ara en við héld­um. Að við munum vera hérna, ­tréin verða hérna og það verða bæk­ur, les­endur og sið­menn­ing.“

Margret Atwood tók í svip­aðan streng þegar hún skil­aði inn fyrsta hand­rit­inu. „Ég er að senda inn hand­rit inn í fram­tíð­ina. Verða ein­hverjar mann­eskjur að bíða til að taka móti því? Verður Nor­eg­ur? Verður skóg­ur? Verður bóka­safn­ið? Hversu skrítið er það að hugsa að mín eigin rödd, þá þögn­uð í langan tíma, verði end­ur­vakin eftir hund­rað ár. Hvað mun hún segja þegar hend­ur, sem ekki enn eru til, draga út skúff­una og opna fyrstu blað­síð­una?“ 

Hang Kang hlaut Man booker verðlaunin fyrir bókina sína The Vegetarian árið 2016.
EPA

Óvissan í sjálfu sér er áhuga­verð

Nýjasta hand­ritið sem hlýtur stað í Her­bergi þagn­ar­innar er hand­rit hinna suð­ur­-kóresku Han kang. Han hefur hlotið mikið lof fyrir bók­ina The Veget­arian en sú bók hlaut Man ­Booker-verð­launin árið 2016. 

Hang Kang segir í sam­tali við Kjarn­ann að hún hafi þurft að íhuga það lengi hvort hún væri til­búin að taka þátt í Bóka­safni fram­tíð­ar­inn­ar. Hún segir þó að íhug­unin sjálf hafi verið mjög fal­leg og hluti af ferl­in­u. „Ég verð ekki á lífi árið 2014, né neinn sem ég þekki. Ég þurfti að hugsa um fram­tíð mann­kyns­ins, um nátt­úr­una en fyrir mér var þetta marg­þætt ákvörð­un­in,“ segir Han Kang.

Fyrir henni er óvissan kjarn­inn í Bóka­safni fram­tíð­ar­inn­ar. „Allt er óvíst og óvissan í sjálfu sér er áhuga­verð.“

Að lokum sagð­i Han að hún sé ánægð að hafa tekið þátt í verk­efn­inu en handi­ritið hennar ber tit­il­inn „Dear Son, My Beloved“. Hún seg­ist hafa skrifað hand­ritið fyrir fólkið sem von­andi verður að bíða eftir hand­rit­unum þegar bóka­safnið verður opnað í fram­tíð­inn­i. „Á þess­ari stundu líður mér líkt og mögu­lega sé þetta verk­efni hund­rað ára löng bæn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar