Pexels

Stöðvalaus rafhlaupahjól í Reykjavík

Mikil aukning hefur orðið á stöðvalausum rafhlaupahjólum í evrópskum borgum undanfarna mánuði. Hjólin hafa notið vinsælda sem umhverfisvænn kostur til að fara styttri leiðir. Þrír aðilar, þar af einn erlendur, hafa óskað eftir því að starfrækja stöðvalausa hjólaleigu í Reykjavík en verklagsreglur um þjónustuna voru samþykktar í byrjun júlí í borgarráði.

Gríð­ar­leg aukn­ing hefur orðið á stöðvalausum hjólum í evr­ópskum borgum að und­an­förnu, bæði hjólum og raf­hlaupa­hjól­u­m. Hjólin hafa notið vin­sælda sem umhverf­is­vænn kostur og þykja nýt­ast vel sem sam­göngu­bót. Í Reykja­vík munu borg­ar­búar geta von bráðar ferð­ast um á raf­hlaupa­hjólum sem þeir taka tíma­bundið á leig­u. ­Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti í síð­ustu viku verk­lags­reglur um starf­semi stöðvalausa hjóla­leiga. Að minnsta kosti þrír þjón­ustu­að­ilar hafa óskað eftir að starf­rækja stöðvalausar hjóla­leigur í borg­inni, þar á meðal einn erlendur aðili.

Má ekki skilja þau eftir hvar sem er

Umhverfis og skipu­lag­s­við Reykja­vík­ur­borgar lagði fram verk­lags­reglur fyrir starf­semi stöðvalausa hjóla­leigu á borg­ar­landi Reykja­víkur í byrjun júlí. Til­gangur verk­lags­regln­anna er að tryggja gagn­sætt og opið verk­lag þegar þjón­ustu­að­ili óskar eftir að starf­rækja stöðvalausa hjóla­leigu með reið­hjól­um, hlaupa­hjólum eða öðrum sam­bæri­legum léttum far­ar­tækj­um, án fastra hjóla­stöðva innan borg­ar­lands Reykja­vík­ur. 

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulag- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.
Bára Huld Beck

Sig­ur­borg Ósk Har­alds­dótt­ir, for­maður skipu­lag- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur­borgar segir að það séu spenn­andi tímar um þess­ar ­mund­ir í borg­inni þar sem fólk og fjöl­breytt­ari far­ar­mátar fái sífellt meira væg­i. „Frá­bært dæmi um það er sú göngu­götu­væð­ing sem hafin er og svo það að von bráðar geta borg­ar­búar ferð­ast um á raf­magns­hjólum og raf­magns­hlaupa­hjólum sem þeir eiga ekki sjálfir heldur taka tíma­bundið á leig­u,“ segir Sig­ur­borg Ósk í frétta­til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borgar um verka­lags­regl­urn­ar.

Í verk­lags­regl­un­um er tekið fram að í lok hvers mán­aðar skal þjón­ustu­að­ili upp­lýsa Reykja­vík­ur­borg um nýt­ingu á flot­anum fyrir við­kom­andi mán­uð. Ef nýt­ing flot­ans er undir tveimur ferðum á dag að með­al­tali þrjá mán­uði í röð án eðli­legra útskýr­inga áskilur borgin sér rétt til að aft­ur­kalla afnota­leyf­ið. Við þetta skil­yrði telur Reykja­vík­ur­borg að land­svæðið nýt­ist betur í aðrar athafn­ir. 

Jafn­framt er greint frá því í verk­lags­regl­unum hvernig skilja megi við hjól­in. „Regl­unar eru settar til að hjólin valdi ekki hættu eða óþarfa óþæg­indum fyrir aðra umferð og að almennt gildir sú regla að sýna verði til­lit­semi og almenna skyn­semi þegar skilið er við hjól,“ segir í regl­un­um. 

Í regl­unum segir meðal ann­ars að ekki skuli skilja við hjól á grasi eða möl ­lengra en 2 metra frá næsta ­stíg. Þá má ekki skilja hjólin eftir í gróð­ur­beð­u­m eða á vernd­ar­svæðum eða innan við 50 metra frá strand­línu, tjörn eða ár­bakka, til að hindr­a að ­þriðji aðil­i varpi ekki hjól­in­u í vatn­ið. Verk­lags­regl­urnar voru sam­þykktar í borg­ar­ráði í byrjun júlí en Reykja­vík­ur­borg á­skilur sér rétt til­ að end­ur­skoða verk­lags­regl­urnar með­ hlið­sjón af ­reynslu og nýjum upp­lýs­ing­um.  

Von­andi fyrstu 100 hjólin í lok sum­ars

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá umhverf­is- og skipu­lags­viði Reykja­vík­ur­borgar hafa að minnsta kosti þrír aðil­ar, þar af einn erlendur lýst yfir áhuga um að starf­rækja stöðvalausar hjóla­leigur í Reykja­vík­. Einn þeirra er fyr­ir­tækið Hopp.

Eirík­ur Níls­son, einn af stofn­endum Hopps, vinnur nú að því ásamt sam­starfs­fólki sínu í hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­in­u ­Ar­anja að koma á lagg­irnar leigu stöðvalausa raf­hlaupa­hjóla. Raf­hlaupa­hjól Hopp verða ekki inn­flutt hjól frá öðru erlendu fyr­ir­tæki heldur sér­hönnuð hjól sem ­Ar­anja hefur hannað í sam­starfi við fram­leið­end­ur hjól­anna. 

Eiríkur segir í sam­tali við Kjarn­ann að þetta muni verða stöðva­laus hlaupa­hjól eins og staðan er núna. Skráðir not­endur geta þá með appi séð hvar næsta hjól er stað­sett og hversu mikil hleðsla er eftir á hjól­inu. Not­and­inn finnur hjól­ið, skannar QR-kóð­ann á hjól­inu og keyrir af stað. Not­and­inn á síðan að geta skilið við hjólið þar sem honum hentar og hjól­unum er síðan safnað saman og hlaðin á nótt­unni eftir þörf­um. 

Eiríkur segir að mark­miðið hafi verið að fyrstu hund­rað stykkin af hjól­unum kæmu til lands­ins í júli en vegna tafa hjá fram­leið­anda þá sé ólík­legt að hjólin komi í þessum mán­uði og jafn­vel ekki heldur í ágúst. Hjól­in eiga að kom­ast um það bil 50 kíló­metra á einni hleðslu og ráða við þyngd upp á 140 kíló. Þau eru einnig vatns­held og byggð til að þola mikið álag.

Að lokum segir Eiríkur það vera frá­bærar fréttir að verk­lags­reglur um hjólin hafi verið sam­þykkt í borg­ar­ráði. Hann bendir hins vegar á að það verði áhuga­vert að sjá hvort að krafan um að minnsta kosti verði farnar að með­al­tali tvær ferðir á hverju hjóli á dag sé raun­hæf. Hann segir að til að mynda hafi WOW hjól­in að­eins verið notuð að með­al­tali einu sinni á dag. 

Þýska fyritækið Tier er fyrirtæki sem býður nú upp á rafhlaupahjólaleigu í yfir 33 borgum í Evrópu. Fyrirtækið hefur vaxið hratt en á innan við ári hafa verið farnar 3 milljónir ferða á aðeins Tier hlaupahjólum.
TIER

Herða reglur um hlaupa­hjólin

Síð­ustu mán­uði hafa stöðvalausar raf­hlaupa­hjóla­leigur skotið upp hausnum í mörgum borgum í Evr­ópu. Á afar skömmum tíma hafa hjólin orðin stór þáttur í sam­göngu­kerfum borg­anna en hjól­in ­þykja hand­hægur ferða­máti sem flestir ráða við og er oft mark­aðs­sett sem við­bót við aðrar sam­göng­ur. 

Útbreiðslu hjól­anna hefur þó fylgt margs­konar vaxt­ar­verk­ir. Tak­mark­aðar reglu­gerðir hafa leitt til þess að vegna fjölda nýrra þjón­ustu­að­ila eru of mörg hjól í borg­unum og þau skilin eftir þar sem þau hindra aðra veg­far­end­ur. 

Í frétt danska rík­is­út­varps­ins um málið segir að raf­hlaupa­hjól hafa notið mik­illa vin­sælda í Kaup­manna­höfn síð­ustu mán­uði en í kjöl­far mik­illa kvart­anna hafi nú verið lögð fram reglu­gerð þar sem lagt er til að aðeins verði leyfð 200 raf­hlaupa­hjól í mið­bænum en 3000 raf­hlaupa­hjól í öðrum hverfum í borg­inn­i. Raf­hlaupa­hjóla­leig­urnar hafa hins vegar kvartað yfir því að þessi reglu­gerð geti veru­lega skert aðgengi not­enda að hjól­unum en mark­miðið er að not­endur geti nán­ast alltaf fundið hjól í nærum­hverfi sínu.

Sam­kvæmt umfjöll­un Euro­news hefur ekki aðeins verið kynnt hert­ari lög­gjöf um raf­hlaupa­hjól í Dan­mörku en í kjöl­far dauða­slyss í París hefur verið kynnt nýtt laga­frum­varp um hjólin í Frakk­landi. Sam­kvæmt frum­varp­inu verð­ur­ há­marks­hraði hjól­anna 20 kíló­metrar á klukku­stund og aðeins 8 kíló­metrar á svæðum þar sem mik­inn fjöldi gang­andi veg­far­anda má finna. Auk þess verður bannað að leggja hjól­unum nema á ákveðnum svæðum og bannað verður að keyra hjólin á gang­stétt­u­m. 

Í Þýska­landi og Sví­þjóð hafa einnig verið sam­þykktar nýjar reglu­gerðir um raf­hlaupa­hjól. Þar á meðal 20 kíló­metra hámarks­hraða og bann við hjól­unum á gang­stétt­um. Enn fremur er verið að und­ir­búa svip­aðar reglu­gerðir á Spáni og Ítal­íu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar