Draumur um landakaup

Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.

Donald Trump
Auglýsing

Banda­ríska dag­blaðið The Wall Street Journal greindi síð­ast­lið­inn föstu­dag, 16. ágúst, frá því að Don­ald Trump hefði að und­an­förnu, oftar en einu sinni, rætt landa­kaup við ráð­gjafa sína og sam­starfs­fólk. Í for­seta­tíð Trump hafa borist margar fréttir frá Hvíta hús­inu, um hug­dettur og ummæli for­set­ans, en full­yrða má að að fréttin um hugs­an­leg kaup á Græn­landi taki þeim flestum fram enda vakti hún heims­at­hygli. Í umfjöllun The Wall Street Journal kemur fram að for­set­inn hafi falið tveimur nánum sam­starfs­mönnum sínum að kanna málið nán­ar. Fram hefur komið að for­set­inn hafi fyrst nefnt hug­mynd­ina um kaupin eftir að hann frétti af árlegum styrk sem Græn­land fær frá danska rík­inu , hið svo­nefnda bloktil­skud. Á síð­asta ári nam þessi fjár­veit­ing 3.8 millj­örðum danskra króna sem sam­svarar um það bil 70 millj­örðum íslenskra króna.

Græn­land er stærsta eyja jarð­ar­inn­ar, sem ekki telst sér­stök heims­álfa, 2,2 millj­ónir fer­kíló­metra. Fjar­lægðin frá nyrsta odda til þess syðsta er 2.650 kíló­metrar og strand­lengjan er 39.330 kíló­metr­ar, nán­ast sama vega­lend og ummál jarðar við mið­baug. Íbúar Græn­lands eru 55 þús­und og búa lang­flestir við firði á suð­vest­ur­hluta lands­ins. Um það bil 80% lands­ins er þakið jöklum en lofts­lags­breyt­ingar hafa haft þar mikil áhrif á síð­ustu árum.

Andrew John­son vildi líka kaupa Ísland 

Þótt fréttir af hug­mynd Don­ald Trump hafi komið flestum á óvart er hann ekki fyrsti banda­ríski for­set­inn sem rennir hýru auga til Græn­lands. Harry Truman (for­seti frá 1945 – 1953) gerði árið 1946 Dönum til­boð um kaup á Græn­landi. Hann bauð jafn­virði 100 millj­óna doll­ara, í gulli. Sú upp­hæð mun í dag jafn­gilda 10,4 millj­örðum danskra króna, um það bil 192 millj­örðum íslensk­um. Danir höfn­uðu til­boð­inu sam­stund­is. 

Auglýsing
Árið 1867 vildi Andrew John­son (for­seti 1865 – 1869) kaupa Græn­land. John­son, sem hafði verið vara­for­seti og tók við for­seta­emb­ætt­inu eftir morðið á Lincoln, vildi þó ekki láta duga að kaupa Græn­land, hann vildi nefni­lega láta Ísland fylgja með í kaup­un­um. Hug­mynd hans varð aldrei að form­legu til­boði.

Keyptu Dönsku Vestur - Ind­íur og Ala­ska 

Árið 1917 keyptu Banda­ríkin Dönsku Vestur – Ind­íur í Karí­ba­hafi af Dön­um. Eyj­arnar höfðu þá verið í eigu Dana í rúm tvö hund­ruð ár. Danskir fjöl­miðlar fjöll­uðu í hitteð­fyrra tals­vert um sölu eyj­anna, sem Banda­ríkja­menn skírðu Jóm­frúr­eyjar (Banda­rísku Jóm­frúr­eyj­ar), en þá var öld liðin frá söl­unni. Í þeirri umfjöllun kom fram að Danir hefðu ekki riðið feitum hesti frá þeirri sölu. Banda­ríkin borg­uðu 25 millj­ónir doll­ara fyrir eyj­arn­ar, sú upp­hæð jafn­gildir í dag rúmum 57 millj­örðum íslenskra króna.

Árið 1867, sama árið og John­son vildi kaupa Græn­land og Ísland, keyptu Banda­ríkja­menn Alaska af Rúss­um. 

Hvað gengur Trump til?

Eins og áður var nefnt hefur hug­mynd Trump um kaup á Græn­landi vakið mikla athygli, langt út fyrir banda­ríska og danska land­steina. Allir sem um málið hafa fjallað velta fyrir sér hvað for­set­anum gangi til og af hverju hann nefni þetta núna. Dönsku miðl­arnir setja hug­mynd­ina í sam­hengi við fyr­ir­hug­aða heim­sókn Trump til Dan­merkur í byrjun næsta mán­að­ar, og for­set­inn sé þessa dag­ana að kynna sér mál­efni lands­ins, sem hann að sögn þekkir lítið til. Ein­hvers­staðar hefur því verið fleygt að for­set­inn hafi nefnt landa­kaupin sem ein­hvers konar spaug. Danskir stjórn­mála­skýrendur og sér­fræð­ingar um varn­ar- og örygg­is­mál segja ummæli for­set­ans ekki sögð í gríni. Þau séu sett fram í fullri alvöru, þótt hug­myndin um kaup á land­inu séu nokkuð „brött“ eins og blaða­maður Berl­ingske komst að orð­i. 

Auglýsing
Bandarísk stjórn­völd hafa lengi verið þeirrar skoð­unar að það sé óvið­un­andi að hafa þessa stóru eyju nán­ast í bak­garð­inum án þess að hafa þar nokkur áhrif og yfir­ráð. Áhyggjur þeirra hafa auk­ist mjög á allra síð­ustu árum og tengj­ast síauknum áhuga Kín­verja og Rússa, auk Banda­ríkj­anna, á norð­ur­slóð­um. Þar eru miklir hags­munir í húfi.

Hen­rik Kauf­mann og Thule samn­ing­ur­inn

9.apríl 1941, ári eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku, skrif­aði Hen­rik Kauf­mann, sendi­herra Dana í Banda­ríkj­un­um, í nafni kon­ungs­ins, undir sam­komu­lag við banda­rísk stjórn­völd. Sam­komu­lagið sem Frank­lin D. Roos­evelt for­seti Banda­ríkj­anna stað­festi tveimur mán­uðum síðar kvað á um að Banda­ríkja­menn skyldu verja Græn­land gegn hugs­an­legu her­námi Þjóð­verja. Dönsk stjórn­völd stað­festu ekki sam­komu­lagið og Hen­rik Kauf­mann var rek­inn úr starfi, að kröfu Þjóð­verja, en varð síðar um tíma ráð­herra. 

Auglýsing
Bandaríkjamenn tóku, þrátt fyrir að hafa ekki fengið sam­þykki Dana, völdin (ef svo mætti segja) yfir Græn­landi og árið 1951 var gerður samn­ingur (Thule samn­ing­ur­inn) á grund­velli sam­komu­lags Hen­rik Kauf­mann og banda­rískra stjórn­valda frá 1941. Þá var meðal ann­ars byggður flug­völlur í Thule á norð­vest­ur- Græn­landi. Á árum kalda stríðs­ins voru þar um 10 þús­und banda­rískir her­menn en í dag eru þeir innan við þrjú hund­ruð. Banda­rísk hern­að­ar­yf­ir­völd vilja mjög gjarna styrkja stöðu sína á Græn­landi, meðal ann­ars með bygg­ingu fleiri og stærri flug­valla og kæra sig lítt um að Kín­verjar og Rússar reyni að seil­ast til áhrifa í land­inu.

Miklar auð­lind­ir 

Þótt hern­að­ar­mik­il­vægið vegi þyngst í hugum Banda­ríkja­manna, hvað Græn­land varð­ar, býr landið jafn­framt yfir miklum nátt­úru­auð­lind­um, sem Kín­verjar hafa árum saman rennt hýru auga til. Þeir hafa lýst miklum áhuga á að leggja fé í upp­bygg­ingu flug­valla, en slíkum til­boðum hefur til þessa verið hafn­að. Rússar hafa farið sér hæg­ar, áhugi þeirra bein­ist einkum að þeim mögu­leikum sem skap­ast með land­fræði­legum breyt­ingum á norð­ur­slóð­u­m. 

Sala á Græn­landi kemur ekki til greina

Við­brögð danskra og græn­lenskra stjórn­mála­manna eru öll á einn veg: sala á Græn­landi kemur ekki til greina. Allar hug­myndir um að eitt ríki kaupi heilt land, og íbú­ana með, séu leifar nýlendu­tím­ans sem sé löngu lið­inn. „Við erum opin fyrir við­skipt­um, en ekki til sölu“ segir í yfir­lýs­ingu ráð­herra utan­rík­is­mála í græn­lensku land­stjórn­inni. Danskir stjórn­mála­menn segja þessa hug­mynd for­set­ans „lé­legan brand­ara“. Søren Esper­sen, þing­maður Danska Þjóð­ar­flokks­ins, tekur dýpra í árinni og segir þetta stað­festa að „for­set­inn sé gal­inn“. L­ars Løkke Rasmus­sen fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra sagði að „þetta hlyti að vera apr­ílgabb, á alröngum tíma“. 

Eins og áður var nefnt kemur Don­ald Trump í opin­bera heim­sókn til Dan­merkur dag­ana 2. og 3. sept­em­ber. Danskir stjórn­mála­skýrendur telja ólík­legt að hug­mynd hans um kaup á Græn­landi verði rædd á fundi hans með Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana, en þó sé ekki hægt að úti­loka neitt í þeim efn­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar