Engin endanlega afstaða verið tekin til þátttöku í Belti og braut

Þátttaka Íslands í Belti og braut hefur verið til skoðunar að hálfu íslenskra stjórnvalda. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um þátttöku eða ekki og því voru þakkir Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands fyrir að hafna verkefninu, ótímabærar.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir að engin end­an­leg ákvörðun hafi verið tekin um þátt­töku Íslands í kín­verska inn­viða og fjár­fest­inga­verk­efn­inu Belti og braut. Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, þakk­aði Íslend­ingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í verk­efn­inu þegar hann ræddi við frétta­menn fyrir utan Höfða, fyrir fund hans með íslenskum ráða­mönnum og full­trúum íslensks við­skipta­lífs.

Í svari utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að þátt­taka Íslands í Belti og braut hafi verið til skoð­unar af hálfu íslenskra stjórn­valda um nokkra hríð. Hið sama gildi um flest nágranna­ríki Íslands. „Engin end­an­lega afstaða hefur verið tekin til máls­ins en við höfum lagt áherslu á að núver­andi samn­ingar sem við höfum við Kín­verja, til að mynda frí­versl­un­ar­samn­ing­ur, komi að fullu til fram­kvæmda. Okkur hefur raunar orðið nokkuð ágengt í þeim efn­um, eins og menn þekkja."

Vilja end­ur­vekja Silki­leið­ina

Belti og Braut er verk­efni sem hefur verið ráð­andi í utan­rík­is­stefnu Kína frá árinu 2013. Nafnið vísar til hinnar fornu Silki­leiðar sem tengdi Kína við umheim­inn og verk­efnið snýst um að end­ur­vekja hana. „Belt­ið“ er vísun í svo­kall­aðan silki­veg á landi en „braut“ í silki­leið á sjó, til dæmis í formi hafna. 

Auglýsing

Verk­efnið er afar víð­feðmt og nær frá Kína til Evr­ópu og Aust­ur-Afr­íku, auk þess sem það nær til fjöl­margra Asíu­ríkja. Að minnsta kosti 68 ríki hafa skrifað undir þátt­töku í verk­efn­inu og saman mynda ríkin um 40 pró­sent lands­fram­leiðslu heims­ins. Það felur í sér stór­aukna fjár­fest­ingu eða lán­veit­ingar frá kín­verskum fyr­ir­tækj­um, að mestu rík­is­fyr­ir­tækj­u­m,  til að byggja upp inn­viði á borð við hafn­ir, lestar­teina, hrað­brautir og flug­velli. Auk þess á þátt­taka að geta hraðað aukn­ingu á við­skiptum milli þátt­töku­ríkja við Kína, einn stærsta markað í heim­i. 

Vilja fá Ísland með

Á norð­ur­slóðum er búist við auk­inni skipa­um­ferð eftir því sem ís á svæð­inu bráðn­ar. Að sigla frá Kína til Evr­ópu í gegnum þennan heims­hluta myndi stytta flutn­ings­tíma til muna sé miðað við núver­andi flutn­inga­leið­ir. Þar með getur fjár­hags­legur hvati að flytja vörur um svæðið mynd­ast. Ísland, vegna stað­setn­ingar sinn­ar, er því orðið ansi eft­ir­sókn­ar­verður þátt­tak­andi í verk­efn­inu.

Í jan­úar 2018 gáfu kín­versk stjórn­völd út sína fyrstu norð­ur­slóða­stefnu. Í henni segj­ast þau vilja gera norð­ur­slóðir hluta af Silki­veg­inum á ís eða Silki­vegi norð­ur­slóða og þar með hluta af Belti og braut. Enn fremur titla kín­versk stjórn­völd Kína sem „nær­ríki norð­ur­slóða“ í stefnu sinni.

Jin Zhi­ji­an, sendi­herra Kína á Íslandi, sagði í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í ágúst að íslensk stjórn­völd séu opin fyrir þátt­töku í Belti og braut. „Í dag hefur Kína skrifað undir sam­starfs­samn­inga á grund­velli Beltis og brautar við 127 ríki og 29 alþjóð­legar stofn­an­ir. Við­skipta­magn á milli Kína og landa sem eru hluti af Belti og braut er meira en sex billjón Banda­ríkja­dala og fjár­fest­ingar meira en 80 millj­arðar Banda­ríkja­dala.“

Fáðu veitingastaðinn heim
Safnað fyrir gerð bókar sem inniheldur uppskriftir frá vinsælustu veitingastöðum landsins.
Kjarninn 22. september 2019
Kristbjörn Árnason
Áhrif járnkrossins vara enn
Leslistinn 22. september 2019
Matthildur Björnsdóttir
Lífsferli í gegnum skólagöngu
Kjarninn 22. september 2019
Líkur á fasteignakaupum hjá leigjendum ekki mælst lægri í tvö ár
Um 92 prósent leigjenda telja það öruggt eða að minnsta kosti líklegt að þau muni ekki kaupa fasteign á næstu sex mánuðum. Það er hæsta hlutfall sem mælst hefur í könnun Íbúðalánasjóðs frá september 2017.
Kjarninn 22. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
Kjarninn 22. september 2019
Basil hassan
Drónar og skattsvik
Í fyrsta skipti í sögunni eru danskir ríkisborgarar ákærðir fyrir að taka beinan þátt í hryðjuverkum. Fimm menn eru taldir hafa útvegað dróna sem notaðir voru í árásum á herstöð í Sýrlandi árið 2014. Ennfremur tengjast málinu umfangsmikil skattsvik.
Kjarninn 22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar