Engin endanlega afstaða verið tekin til þátttöku í Belti og braut

Þátttaka Íslands í Belti og braut hefur verið til skoðunar að hálfu íslenskra stjórnvalda. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um þátttöku eða ekki og því voru þakkir Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands fyrir að hafna verkefninu, ótímabærar.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir að engin end­an­leg ákvörðun hafi verið tekin um þátt­töku Íslands í kín­verska inn­viða og fjár­fest­inga­verk­efn­inu Belti og braut. Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, þakk­aði Íslend­ingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í verk­efn­inu þegar hann ræddi við frétta­menn fyrir utan Höfða, fyrir fund hans með íslenskum ráða­mönnum og full­trúum íslensks við­skipta­lífs.

Í svari utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að þátt­taka Íslands í Belti og braut hafi verið til skoð­unar af hálfu íslenskra stjórn­valda um nokkra hríð. Hið sama gildi um flest nágranna­ríki Íslands. „Engin end­an­lega afstaða hefur verið tekin til máls­ins en við höfum lagt áherslu á að núver­andi samn­ingar sem við höfum við Kín­verja, til að mynda frí­versl­un­ar­samn­ing­ur, komi að fullu til fram­kvæmda. Okkur hefur raunar orðið nokkuð ágengt í þeim efn­um, eins og menn þekkja."

Vilja end­ur­vekja Silki­leið­ina

Belti og Braut er verk­efni sem hefur verið ráð­andi í utan­rík­is­stefnu Kína frá árinu 2013. Nafnið vísar til hinnar fornu Silki­leiðar sem tengdi Kína við umheim­inn og verk­efnið snýst um að end­ur­vekja hana. „Belt­ið“ er vísun í svo­kall­aðan silki­veg á landi en „braut“ í silki­leið á sjó, til dæmis í formi hafna. 

Auglýsing

Verk­efnið er afar víð­feðmt og nær frá Kína til Evr­ópu og Aust­ur-Afr­íku, auk þess sem það nær til fjöl­margra Asíu­ríkja. Að minnsta kosti 68 ríki hafa skrifað undir þátt­töku í verk­efn­inu og saman mynda ríkin um 40 pró­sent lands­fram­leiðslu heims­ins. Það felur í sér stór­aukna fjár­fest­ingu eða lán­veit­ingar frá kín­verskum fyr­ir­tækj­um, að mestu rík­is­fyr­ir­tækj­u­m,  til að byggja upp inn­viði á borð við hafn­ir, lestar­teina, hrað­brautir og flug­velli. Auk þess á þátt­taka að geta hraðað aukn­ingu á við­skiptum milli þátt­töku­ríkja við Kína, einn stærsta markað í heim­i. 

Vilja fá Ísland með

Á norð­ur­slóðum er búist við auk­inni skipa­um­ferð eftir því sem ís á svæð­inu bráðn­ar. Að sigla frá Kína til Evr­ópu í gegnum þennan heims­hluta myndi stytta flutn­ings­tíma til muna sé miðað við núver­andi flutn­inga­leið­ir. Þar með getur fjár­hags­legur hvati að flytja vörur um svæðið mynd­ast. Ísland, vegna stað­setn­ingar sinn­ar, er því orðið ansi eft­ir­sókn­ar­verður þátt­tak­andi í verk­efn­inu.

Í jan­úar 2018 gáfu kín­versk stjórn­völd út sína fyrstu norð­ur­slóða­stefnu. Í henni segj­ast þau vilja gera norð­ur­slóðir hluta af Silki­veg­inum á ís eða Silki­vegi norð­ur­slóða og þar með hluta af Belti og braut. Enn fremur titla kín­versk stjórn­völd Kína sem „nær­ríki norð­ur­slóða“ í stefnu sinni.

Jin Zhi­ji­an, sendi­herra Kína á Íslandi, sagði í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í ágúst að íslensk stjórn­völd séu opin fyrir þátt­töku í Belti og braut. „Í dag hefur Kína skrifað undir sam­starfs­samn­inga á grund­velli Beltis og brautar við 127 ríki og 29 alþjóð­legar stofn­an­ir. Við­skipta­magn á milli Kína og landa sem eru hluti af Belti og braut er meira en sex billjón Banda­ríkja­dala og fjár­fest­ingar meira en 80 millj­arðar Banda­ríkja­dala.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar