Engin endanlega afstaða verið tekin til þátttöku í Belti og braut

Þátttaka Íslands í Belti og braut hefur verið til skoðunar að hálfu íslenskra stjórnvalda. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um þátttöku eða ekki og því voru þakkir Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands fyrir að hafna verkefninu, ótímabærar.

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fundaði með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í gær.
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir að engin end­an­leg ákvörðun hafi verið tekin um þátt­töku Íslands í kín­verska inn­viða og fjár­fest­inga­verk­efn­inu Belti og braut. Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, þakk­aði Íslend­ingum fyrir að hafa ekki tekið þátt í verk­efn­inu þegar hann ræddi við frétta­menn fyrir utan Höfða, fyrir fund hans með íslenskum ráða­mönnum og full­trúum íslensks við­skipta­lífs.

Í svari utan­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að þátt­taka Íslands í Belti og braut hafi verið til skoð­unar af hálfu íslenskra stjórn­valda um nokkra hríð. Hið sama gildi um flest nágranna­ríki Íslands. „Engin end­an­lega afstaða hefur verið tekin til máls­ins en við höfum lagt áherslu á að núver­andi samn­ingar sem við höfum við Kín­verja, til að mynda frí­versl­un­ar­samn­ing­ur, komi að fullu til fram­kvæmda. Okkur hefur raunar orðið nokkuð ágengt í þeim efn­um, eins og menn þekkja."

Vilja end­ur­vekja Silki­leið­ina

Belti og Braut er verk­efni sem hefur verið ráð­andi í utan­rík­is­stefnu Kína frá árinu 2013. Nafnið vísar til hinnar fornu Silki­leiðar sem tengdi Kína við umheim­inn og verk­efnið snýst um að end­ur­vekja hana. „Belt­ið“ er vísun í svo­kall­aðan silki­veg á landi en „braut“ í silki­leið á sjó, til dæmis í formi hafna. 

Auglýsing

Verk­efnið er afar víð­feðmt og nær frá Kína til Evr­ópu og Aust­ur-Afr­íku, auk þess sem það nær til fjöl­margra Asíu­ríkja. Að minnsta kosti 68 ríki hafa skrifað undir þátt­töku í verk­efn­inu og saman mynda ríkin um 40 pró­sent lands­fram­leiðslu heims­ins. Það felur í sér stór­aukna fjár­fest­ingu eða lán­veit­ingar frá kín­verskum fyr­ir­tækj­um, að mestu rík­is­fyr­ir­tækj­u­m,  til að byggja upp inn­viði á borð við hafn­ir, lestar­teina, hrað­brautir og flug­velli. Auk þess á þátt­taka að geta hraðað aukn­ingu á við­skiptum milli þátt­töku­ríkja við Kína, einn stærsta markað í heim­i. 

Vilja fá Ísland með

Á norð­ur­slóðum er búist við auk­inni skipa­um­ferð eftir því sem ís á svæð­inu bráðn­ar. Að sigla frá Kína til Evr­ópu í gegnum þennan heims­hluta myndi stytta flutn­ings­tíma til muna sé miðað við núver­andi flutn­inga­leið­ir. Þar með getur fjár­hags­legur hvati að flytja vörur um svæðið mynd­ast. Ísland, vegna stað­setn­ingar sinn­ar, er því orðið ansi eft­ir­sókn­ar­verður þátt­tak­andi í verk­efn­inu.

Í jan­úar 2018 gáfu kín­versk stjórn­völd út sína fyrstu norð­ur­slóða­stefnu. Í henni segj­ast þau vilja gera norð­ur­slóðir hluta af Silki­veg­inum á ís eða Silki­vegi norð­ur­slóða og þar með hluta af Belti og braut. Enn fremur titla kín­versk stjórn­völd Kína sem „nær­ríki norð­ur­slóða“ í stefnu sinni.

Jin Zhi­ji­an, sendi­herra Kína á Íslandi, sagði í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans í ágúst að íslensk stjórn­völd séu opin fyrir þátt­töku í Belti og braut. „Í dag hefur Kína skrifað undir sam­starfs­samn­inga á grund­velli Beltis og brautar við 127 ríki og 29 alþjóð­legar stofn­an­ir. Við­skipta­magn á milli Kína og landa sem eru hluti af Belti og braut er meira en sex billjón Banda­ríkja­dala og fjár­fest­ingar meira en 80 millj­arðar Banda­ríkja­dala.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar