Sviptingar

Þann 21. september næstkomandi kjósa flokksmenn Venstre í Danmörku nýjan formann og varaformann. Kosningarnar koma í kjölfar mikilla átaka sem leiddu til afsagnar formanns og varaformanns flokksins.

Lars Løkke Rasmussen
Lars Løkke Rasmussen
Auglýsing

Þing­kosn­ingar og stjórn­ar­skipti ásamt átökum og inn­an­flokkserjum í danska Ven­stre flokknum hafa séð til þess að danskir fjöl­miðlar hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af þeirri gúrku­tíð sem iðu­lega ein­kennir sum­ar­mán­uð­ina.

Í þing­kosn­ing­unum 5. júní í sumar féll minni­hluta­stjórn Lars Løkke Rasmus­sen. Sú stjórn sam­an­stóð af þremur flokkum úr bláu blokk­inni svo­nefndu: Ven­stre (sem er hægri miðju­flokk­ur), Íhalds­flokknum og Frjáls­ræð­is­banda­lag­inu. Stjórnin naut stuðn­ings Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem á síð­asta kjör­tíma­bili var næst fjöl­menn­astur á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, en vildi ekki eiga aðild að stjórn­inni. Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn galt afhroð í kosn­ing­unum í sumar og það ásamt miklu fylgis­tapi Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins varð til þess að Løkke stjórnin (eins og hún var köll­uð) féll.

Blokk­irnar tvær

Flokk­arnir á danska þing­inu skipt­ast í tvær „blokkir“ bláa og rauða. Þeirri bláu til­heyra hægri flokk­arnir svo­nefndu en vinstri flokk­arnir þeirri rauðu. Ven­stre er stærsti flokkur bláu blokk­ar­innar en Soci­alde­mokratiet stærsti flokkur þeirrar rauðu. Utan blokk­anna stendur svo Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn sem hefur stutt rík­is­stjórnir bláu blokk­ar­inn­ar. Rík­is­stjórn Lars Løkke 2015 til 2019 var í flestum málum háð Danska Þjóð­ar­flokknum sem hafði 37 þing­menn, þremur fleiri en flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans. Lars Løkke Rasmus­sen dró ekki dul á að iðu­lega væri erfitt að hafa slíkan „aft­ur­sæt­is­bíl­stjóra“ en átti ekki ann­arra kosta völ.

Auglýsing

Hug­myndin um stjórn yfir miðj­una

Þegar leið að kosn­ing­unum í júní síð­ast­liðnum bentu skoð­ana­kann­anir til þess að Danski Þjóð­ar­flokk­ur­inn myndi tapa miklu fylgi og stjórn Ven­stre missa völd­in.

Lars Løkke sá hvert stefndi og nokkru fyrir kosn­ingar nefndi hann í við­tali að kannski væri kom­inn tími til að hugsa stjórn­málin uppá nýtt. Hvort til dæmis væri hægt að mynda stjórn yfir miðj­una. Þessar vanga­veltur for­manns Ven­stre vöktu tak­mark­aða hrifn­ingu margra flokks­manna Ven­stre og Krist­ian Jen­sen vara­for­maður flokks­ins vís­aði öllum slíkum hug­myndum á bug. Athygli vakti líka að Lars Løkke hafði gefið í skyn að hann gæti ef til vill hugsað sér starf hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta mátu margir svo að kannski væri kom­inn tími til breyt­inga í flokkn­um.

Átaka­fundir og afsögn

Í fyrstu viku ágúst­mán­aðar var mikið um funda­höld hjá Ven­stre, form­leg og óform­leg. Á fundi þing­flokks­ins 5. ágúst fór fram kosn­ing í stjórn þing­flokks­ins, Lars Løkke lagði mikla áherslu á að Inger Støjberg fyrr­ver­andi ráð­herra inn­flytj­enda­mála fengi þar sæti en þing­flokk­ur­inn hafn­aði henni. Þann 9. ágúst hélt þing­flokkur Ven­stre fund, svo­kallað sommermøde. Hefð er fyrir slíkum fundum þar sem línur flokks­ins varð­andi kom­andi þing eru lagð­ar. Á þessum fundi urðu hörð átök, Claus Hjort Frederiksen, fyrr­ver­andi ráð­herra og einn helsti áhrifa­maður flokks­ins, deildi hart á Krist­ian Jen­sen vara­for­mann, sagði gagn­rýni hans á hug­myndir Lars Løkke um stjórn­ar­sam­starf yfir miðj­una óboð­lega. Krist­ian Jen­sen dró ekki yfir­lýs­ingar sínar til baka en lýsti stuðn­ingi við flokks­for­mann­inn, Lars Løkke. Stjórn­mála­skýrendur sögðu greini­legt að allt væri upp­í­loft hjá Ven­stre og stutt væri í ,,upp­gjör“ eins og það var orðað, mjög væri farið að hitna undir Lars Løkke. Þeir reynd­ust sann­spá­ir.

Lars Løkke Rasmussen Mynd: EPA

Á fundi 30. ágúst var hart tek­ist á. Seint um kvöldið var fundi frestað og haldið áfram morg­un­inn eft­ir. Nið­ur­staðan var að boða til lands­fundar 21. sept­em­ber, og þar yrði ein­ungis eitt mál á dag­skrá: kosn­ing for­manns og vara­for­manns. Lars Løkke var mjög andsnú­inn þessu, vildi fá að flytja lands­fund­inum skýrslu (ber­etn­ing) um störf sín sem for­manns. Þess­ari kröfu hans var hafn­að. Þegar Lars Løkke varð ljóst hvernig staðan væri til­kynnti hann afsögn sína og gekk á dyr, bak­dyra­meg­in, og birti skömmu síðar stutta orð­send­ingu á Twitt­er. Krist­ian Jen­sen vara­for­maður til­kynnti sömu­leið­is, með grát­staf­inn í kverk­un­um, afsögn sína. Draumur hans um að taka við for­mennsku í Ven­stre af Lars Løkke, þegar þar að kæmi, var skyndi­lega að engu orð­inn.

Hver verður for­mað­ur?

Eftir að þeir Lars Løkke Rasmus­sen og Krist­ian Jen­sen höfðu til­kynnt afsögn sína hófust vanga­veltur um hver, eða hverj­ir, myndu taka við.

Einn þeirra sem lengi hefur verið talað um að myndi, í fyll­ingu tím­ans, velj­ast til for­ystu í Ven­stre er Jakob Ellem­ann-J­en­sen. Sjálfur hafði hann lítið gefið fyrir slíkt tal, hélt sig algjör­lega utan við allar deilur innan flokks­ins og tjáði sig aldrei um afstöðu sína til hug­mynda Løkke um sam­starf við sós­í­alde­mókrata.

Í við­tölum fjöl­miðla við þing­menn og áhrifa­fólk innan Ven­stre eftir afsögn Lars Løkke og Krist­ian Jen­sen var Jakob Ellem­ann-J­en­sen sá eini sem nefndur var þegar rætt var um nýjan for­mann. Sjálfur fór hann sér hægt, sagði að flokks­menn þyrftu að átta sig á breyttum aðstæð­um, „líta yfir fjörð­inn“ eins og hann komst að orði. Hart var hins­vegar lagt að honum að segja af eða á um hug til for­mennsk­unnar og sl. þriðju­dag til­kynnti Jakob Ellem­ann-J­en­sen að hann sækt­ist eftir for­mennsku í Ven­stre. For­manns­kosn­ingin fer fram, eins og áður var nefnt, 21. sept­em­ber á lands­fundi flokks­ins í Hern­ing á Jót­landi. Rétt til setu á fund­inum eiga 850 full­trú­ar.

Þegar þetta er skrifað hefur eng­inn annar en Jakob Ellem­ann-J­en­sen boðið sig fram til for­mennsku í Ven­stre.

Jakob Ellemann-Jensen Mynd: EPA

Stjórn­málin í fjöl­skyld­unni

Jakob Ellem­ann-J­en­sen var ekki ókunn­ugur stjórn­mál­unum þegar hann ákvað að hasla sér völl á þeim vett­vangi. Faðir hans er Uffe Ellem­ann-J­en­sen sem var for­maður Ven­stre um fjórtán ára skeið 1984 til 1998 og þar áður utan­rík­is­ráð­herra um 11 ára skeið. Hálf­systir Jak­obs (sam­feðra) er Karen Ellem­ann þing­maður Ven­stre og fyrr­ver­andi ráð­herra, hún er fjórum árum eldri en Jak­ob, fædd 1969.

Móðir Jak­obs er Alice Vestergaard, fyrr­ver­andi rit­stjóri og yfir­maður hjá TV2 sjón­varps­stöð­inni.

Jak­ob, sem er 45 ára, tví­giftur og þriggja barna fað­ir, ætl­aði ekki að helga líf sitt stjórn­mál­um. Hann gekk í her­inn 19 ára gam­all árið 1992 og lauk þar störfum árið 2000, þá sem yfir­maður í danska her­lið­inu í Bosn­íu-Herzegovínu. Sam­hliða her­mennsk­unni lauk hann meist­ara­prófi í við­skipta­lög­fræði. Ungur að aldri gerð­ist hann félagi í Ven­stre en sagði sig úr flokknum árið 2007 vegna stefnu flokks­ins í mál­efnum inn­flytj­enda. Eftir að Lars Løkke Rasmus­sen tók við for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætt­inu af And­ers Fogh Rasmus­sen gekk Jakob aftur til liðs við Ven­stre og var kjör­inn á þing árið 2011. Árið 2015 varð hann póli­tískur tals­maður flokks­ins en var skip­aður umhverf­is- og mat­væla­ráð­herra árið 2018 og gegndi því emb­ætti fram til kosn­inga 2019. Jakob þykir um margt líkj­ast föður sín­um, mælskur, orð­fimur og með góða kímni­gáfu. „Ég ætl­aði ekki í stjórn­málin en end­aði samt þar,“ sagði hann fyrir skömmu í við­tali við dag­blaðið Politi­ken.

Það vantar líka vara­for­mann

Á lands­fundi Ven­stre þann 21. sept­em­ber næst­kom­andi verð­ur, auk for­manns­ins, kos­inn nýr vara­for­maður í stað Krist­ian Jen­sen. Strax var nefnd til sög­unn­ar, sem lík­legur kandi­dat, Inger Støjberg, fyrr­ver­andi ráð­herra inn­flytj­enda­mála. Hún er sá kandi­dat sem flestir stjórn­mála­skýrendur telja að verði kjör­inn vara­for­maður á lands­fund­in­um. Sophie Løhde fyrr­ver­andi ráð­herra nýsköp­un­ar­mála er einnig talin lík­legur kandi­dat, hún þótti standa sig vel sem ráð­herra. Sömu­leiðis hefur nafn Steph­anie Lose verið nefnt. Hún situr ekki á þingi en er for­maður svæða­sam­bands danskra sveit­ar­fé­laga (reg­ioner). Hún þykir hafa staðið sig mjög vel í því starfi en hefur lýst yfir að hún sæk­ist ekki eftir vara­for­manns­emb­ætt­inu. Karsten Lauritzen fyrr­ver­andi skatta­mála­ráð­herra hefur einnig verið nefndur sem hugs­an­legur vara­for­mað­ur. Hann tók við skatta­ráðu­neyt­inu eftir kosn­ing­arnar 2015. Starf­semi skatts­ins (Skat) var þá ein rjúk­andi rúst eftir margra ára nið­ur­skurð og mis­heppn­aðar skipu­lags­breyt­ing­ar. Því fer fjarri að starf­semi skatts­ins sé komin í gott lag en ýmis­legt færð­ist þó til betri vegar í ráð­herra­tíð Karsten Lauritzen.

Inger Støjberg Mynd: Wiki Commons/News Oresund

Jakob Ellem­ann-J­en­sen hefur sagt að verði hann kjör­inn for­maður Ven­stre geti hann vel hugsað sér Inger Støjberg sem vara­for­mann sér við hlið. Sem ráð­herra inn­flytj­enda­mála í stjórn Lars Løkke þótti hún mjög stíf og ósveigj­an­leg. Svo mjög að stundum þótti póli­tískum and­stæð­ingum og sér­fræð­ingum í lögum vafi leika á hvort sumar ákvarð­anir og fyr­ir­skip­anir ráð­herr­ans stæð­ust lög. Fyrir nokkrum dögum ákvað meiri­hluti á danska þing­inu að skipa sér­staka nefnd til að rann­saka til­teknar ákvarð­anir hennar í mál­efnum inn­flytj­enda. Ákvarð­anir sem umboðs­maður þings­ins hafði lýst ólög­leg­ar.

Ýmsir í „baklandi“ flokks­ins hafa lýst óánægju með að Jakob Ellem­ann-J­en­sen skuli hafa nefnt Inger Støjberg sem æski­legan vara­for­mann verði hann sjálfur kjör­inn for­mað­ur. Það sé lands­fund­ar­ins að kjósa for­yst­una, en ekki að leggja blessun sína yfir til­tek­inn fram­bjóð­anda, sem for­mann­inum þókn­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar