Danska skýjaborgin Vinge

Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.

Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Auglýsing

Árið 2011 kynntu bæj­ar­yf­ir­völd í Frederiks­sund á Norður – Sjá­landi ákvörðun um að byggja frá grunni nýtt hverfi suð­austan við bæinn. Þar var stórt óbyggt land­svæði og bæj­ar­yf­ir­völdin hugs­uðu stórt, og langt, fram í tím­ann. Fyrsta skrefið var að velja þessu nýja svæði nafn og eftir sam­keppni varð nafnið Vinge fyrir val­inu. Bæj­ar­yf­ir­völd sögðu nafnið lýsa flugi fugla, lagt væri upp í ferð með til­tek­inn áfanga­stað en leiðin væri ekki alveg skýrt afmörk­uð. Konan sem sendi inn til­lög­una um nafnið Vinge sagði að hún hefði ein­fald­lega séð gítar með þessu nafni og fund­ist það snið­ug­t. 

Næsta skref var að velja hönn­uði að svæð­inu. Efnt var til sam­keppni og til­laga arki­tekta­stof­unnar Henn­ing Larsen architects varð fyrir val­inu. Henn­ing Larsen arki­tektar hafa hannað fjöl­margar þekktar bygg­ingar víða um heim, þar á meðal tón­list­ar­húsið Hörpu, í sam­vinnu við íslensku arki­tekta­stof­una Batt­er­í­ið.

20 þús­und íbúar og nokkur þús­und störf 

Vorið 2013 kynntu bæj­ar­yf­ir­völd i Frederiks­sund og Henn­ing Larsen arki­tektar skipu­lags­hug­myndir og áætl­anir fyrir þetta nýja svæði, Vinge. Áætl­anir gera ráð fyrir að árið 2035 verði um 20 þús­und íbúar á svæð­inu, í ein­býl­is-, rað- og fjöl­býl­is­húsum og þar verði einnig fyr­ir­tæki, með að minnsta kosti 4 þús­und starfs­menn.

Auglýsing
Bæjarstjórinn í Frederiks­sund sagði þessar áætl­anir sýna stór­hug og fram­sýni en íbúar Frederiks­sund eru í dag rúm­lega 16 þús­und. 

Lest­ar­stöðin

Ein helsta for­senda þess að fólki og fyr­ir­tækjum þyki fýsi­legt að koma sér fyrir í nýjum hverfum eru tryggar og greiðar almenn­ings sam­göngur og vega­kerfi. Vega­kerfið á þessu svæði er ágætt og ný brú yfir Hró­arskeldu­fjörð­inn verður opnuð á næst­unni. Arki­tekt­arnir gerðu ráð fyrir stórri versl­ana­mið­stöð í miðbæ Vinge og hún myndi tengj­ast nýrri lest­ar­stöð. Slík stöð er ekki ein­hliða ákvörðun bæj­ar­yf­ir­valda, þar þarf ríkið að koma til skjal­anna ásamt Dönsku járn­braut­un­um. Allt tók þetta sinn tíma en árið 2016 lá ákvörðun um lest­ar­stöð­ina fyr­ir. Kostn­að­ar­á­ætlun hljóð­aði upp á 55 millj­ónir danskra króna (rúm­lega 1 millj­arður íslenskur). 

Und­ir­bún­ingur fram­kvæmda hófst skömmu síðar og þegar hefur verið varið um það bil 17 millj­ónum danskra króna til verks­ins. 

Fjár­mögnun

Þegar áætl­an­irnar um Vinge svæðið voru kynntar kom fram að þær fram­kvæmdir sem bæj­ar­fé­lagið Frederiks­sund yrði að takast á hendur varð­andi upp­bygg­ing­una, göt­ur, lagna­kerfi o.s.frv. yrðu fjár­magn­aðar með sölu bygg­inga­lóða til verk­taka og ann­arra fyr­ir­tækja. Bæj­ar­yf­ir­völd í Frederiks­sund töldu fyr­ir­fram að auð­velt myndi reyn­ast að selja bygg­inga­lóð­irnar í þessu nýja hverfi. Fjar­lægðin frá Vinge til mið­borgar Kaup­manna­hafnar er innan við 50 kíló­metrar og margir sem vinna í borg­inni ferð­ast mun lengra til vinnu á degi hverj­u­m. 

Í trausti þess að allt gengi þetta eft­ir, fólk og fyr­ir­tæki myndu flykkj­ast til Vinge, var farið af stað með und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir á svæð­inu. Lóðir voru boðnar til sölu og samn­ingar gerðir við verk­taka varð­andi gatna­gerð og annað það sem sneri að sveit­ar­fé­lag­in­u. 

Allt gengið á aft­ur­fót­um 

Bjart­sýni bæj­ar­yf­ir­valda í Frederiks­sund varð­andi Vinge verk­efnið reynd­ist ekki á rökum reist. Áhugi verk­taka fyrir að byggja reynd­ist mjög tak­mark­aður og þar að auki hurfu tveir stórir verk­takar frá í miðjum klíð­um. Þeir sögðu að ekki hefði verið búið að ganga end­an­lega frá samn­ing­um, þar hefðu verið allt of margir lausir endar og bær­inn tregur til að semja. Þess vegna hefðu þeir ekki átt ann­ars úrkosti en segja sig frá verk­inu.

Auglýsing
Bærinn situr uppi með umtals­verð útgjöld vegna þessa, hefur þegar orðið að leggja út 163 millj­ónir króna (rúmir 3 millj­arðar íslenskir) sem ekki var gert ráð fyrir í fjár­hags­á­ætlun bæj­ar­ins. 163 millj­ónir eru miklir pen­ingar í ekki stærra bæj­ar­fé­lagi þar sem rekst­ur­inn hefur verið í járnum árum saman eins og hjá mörgum öðrum bæj­ar­fé­lög­um. Fyrir fram var búist við að í lok þessa árs myndu að minnsta kosti 2 þús­und manns búa í Vinge en íbú­arnir eru nú innan við tvö hund­ruð. ­Fyr­ir­tæki hafa líka verið mjög hik­andi við að koma sér fyrir á svæð­inu og segja ástæð­una þá að mikil óvissa ríki um fram­tíð þess. 

Stjórn­mála­menn hik­andi en bæj­ar­stjóri bjart­sýnn

Vand­ræða­gang­ur­inn varð­andi Vinge hefur ekki farið fram hjá stjórn­mála­mönn­un­um. Og nú hika þeir varð­andi fram­hald­ið. Nokkrir þing­menn hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að halda fram­kvæmdum við lest­ar­stöð­ina áfram fyrr en ljóst verði að fleira fólk flytji til Vinge og íbú­arnir að minnsta kosti orðnir 2 þús­und. Sumir úr hópi þing­manna hafa jafn­vel látið í ljós efa­semdir um að Vinge verði nokkurn tíma að veru­leika, svæðið verði drauga­borg, eins og einn þeirra orð­aði það.

Und­an­farið hefur bæj­ar­stjórn Frederiks­sund fundað stíft með þing­mönn­um, verk­tök­um, for­svars­mönnum bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­laga og ýmsum fleir­um. Bæj­ar­stjór­inn í Frederiks­sund seg­ist bjart­sýnn á að brátt fari hjólin að snú­ast og kveðst sann­færður um að Vinge verði eft­ir­sótt hverfi innan fárra ára. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar