Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs

Samherjasamstæðunni var skipt upp á árinu 2018 í tvö félög. Samanlagður hagnaður þeirra í fyrra var um tólf milljarðar króna og samstæðan hefur hagnast alls um 112 milljarða króna á átta árum. Samherji er að uppistöðu í eigu þriggja einstaklinga.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Auglýsing

Hagn­aður Sam­herja vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar var 110,7 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Sam­herja hf., sem heldur utan um þorra starf­semi sam­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, og Sam­herja Hold­ing ehf., sem heldur meðal ann­ars utan um eign­­ar­hluti Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Hagn­aður Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hefur þar með numið yfir 112 millj­örðum króna á átta árum, frá árinu 2011 og fram til loka síð­asta árs. Hagn­að­ur­inn dróst lít­il­lega saman milli áranna 2017 og 2018, en hann var 14,4 millj­arðar króna á fyrra árin­u. 

Helstu eig­endur og stjórn­endur Sam­herja eru frænd­­­­urn­ir, for­­­­stjór­inn Þor­­­­steinn Már Bald­vins­­­­son og útgerð­­­­ar­­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­­son. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­sent í sam­stæð­unni. Helga S. Guð­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­kona Þor­steins Más, á 21,3 pró­sent. 

Auglýsing
Þessir þrír ein­stak­lingar eiga því 86,7 pró­sent í Sam­herja, hér heima og erlend­is, sem á eigið fé upp á tæp­lega 111 millj­arða króna. Lík­legt er að virði Sam­herja sé umfram bók­fært eigið fé. Miðað við það er ljóst að þau þrjú eigi að minnsta um 100 millj­arða króna eign­ir. 

Til við­bótar á félagið Bliki ehf. 11,7 pró­sent hlut í Sam­herj­a­sam­stæð­unni. Fram­In­vest Sp/f er skráð fyrir 27,5 pró­senta hlut í Blika. Það félag er skráð í Fær­eyj­um. Þor­steinn Már er helsti skráði stjórn­andi þess félags.

Stórir í Högum og Eim­skip

Hlut­hafa­fundir Sam­herja sam­þykkti 11. maí 2018 að Sam­herj­a­sam­stæð­unni yrð­i­s­kipt upp í tvennt. Skipt­ingin var látin miða við 30. sept­em­ber 2017. Eftir það er inn­­­lendu starf­­sem­in og starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­sem­i og hluti af fjár­fest­ing­ar­starf­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Félögin tvö stunda ekki ein­ungis við­skipti með sjáv­ar­af­urð­ir. Sam­herji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­­söluris­­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­­sent eign­­ar­hlut. Sam­herji Hold­ing ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­skip, með 27,1 pró­­sent eign­­ar­hlut. Bald­vin Þor­­­steins­­­son, sonur Þor­­­steins Más og fram­­kvæmda­­stjóri við­­skipta­­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­­skips og í jan­úar í ár var Vil­helm Már Þor­­steins­­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­­stjóri skipa­­fé­lags­ins. 

Ófjár­hags­legar upp­lýs­ingar

Síð­asta blað­síðan í árs­reikn­ingum beggja félaga sam­stæð­unn­ar, Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing ehf., er und­ir­lögð undir ófjár­hags­lega upp­lýs­inga­gjöf. Þar er meðal ann­ars greint frá því að félög innan sam­stæð­unnar hafi und­an­farið unnið að marg­vís­legum stefnum og áætl­unum sem eigi það sam­merkt að styðja beint eða óbeint hver við aðra. „ Má þar nefna inn­leið­ingu á við­bragðs­á­ætlun gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu áreiti og ofbeldi, mann­rétt­inda­stefnu, stefnu í vinnu­vernd­ar- og örygg­is­mál­um, jafn­rétt­is­á­ætl­un, per­sónu­vernd­ar­stefnu og fleira. Vinna við fram­an­greindar stefnur og áætl­anir er vel á veg komin og er stefnt að því að þær verði inn­leiddar á árinu 2019.“

Auglýsing
Þar kemur fram að vinna standi yfir við gerð mann­rétt­inda­stefnu Sam­herja og Sam­herja Hold­ing sem miði að því að tryggja að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóti mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, kyn­hneigð­ar, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis og stöðu að öðru leyti. „Engum skal haldið í nauð­ung­ar­vinnu eða barna­þrælkun og hafnar Sam­herji hvers kyns þræl­dómi, nauð­ung­ar­vinnu og man­sali.“

Sam­herj­a­sam­stæðan seg­ist telja að sam­fé­lags­leg ábyrgð sé ekki ein­ungis ábyrgð heldur að í henni felist einnit tæki­færi til að bæta vel­ferð nær­sam­fé­lags­ins. „Sam­stæðan leggur sitt af mörkum til að efla kom­andi kyn­slóðir og stuðla að fram­förum í sam­fé­lag­inu og hefur Sam­herji veitt styrki til ýmissa sam­fé­lags­verk­efna.“

Fjallað um sið­ferði, spill­ingu og mútur

Þá er sér­stak­lega fjallað um sið­ferði, spill­ingu, mútur og mann­rétt­indi í árs­reikn­ing­un­um.

Þar segir að Sam­herj­a­sam­stæðan virði „al­menn mann­rétt­indi, rétt allra til félaga­frelsis og kjara­samn­inga. Áhersla er lögð á að verk­takar og und­ir­verk­takar fari eftir gild­andi lögum er varðar alla sína starfs­menn, hvort sem það eru þeirra laun­þegar eða eigin und­ir­verk­tak­ar.“ Sam­stæðan hafi þó ekki sett sér skrif­leg við­mið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi eða mútur en að vinna við það hafi verið í gangi og ljúki vænt­an­lega á árinu 2019.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar