Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs

Samherjasamstæðunni var skipt upp á árinu 2018 í tvö félög. Samanlagður hagnaður þeirra í fyrra var um tólf milljarðar króna og samstæðan hefur hagnast alls um 112 milljarða króna á átta árum. Samherji er að uppistöðu í eigu þriggja einstaklinga.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Auglýsing

Hagn­aður Sam­herja vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar var 110,7 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Sam­herja hf., sem heldur utan um þorra starf­semi sam­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, og Sam­herja Hold­ing ehf., sem heldur meðal ann­ars utan um eign­­ar­hluti Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Hagn­aður Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hefur þar með numið yfir 112 millj­örðum króna á átta árum, frá árinu 2011 og fram til loka síð­asta árs. Hagn­að­ur­inn dróst lít­il­lega saman milli áranna 2017 og 2018, en hann var 14,4 millj­arðar króna á fyrra árin­u. 

Helstu eig­endur og stjórn­endur Sam­herja eru frænd­­­­urn­ir, for­­­­stjór­inn Þor­­­­steinn Már Bald­vins­­­­son og útgerð­­­­ar­­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­­son. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­sent í sam­stæð­unni. Helga S. Guð­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­kona Þor­steins Más, á 21,3 pró­sent. 

Auglýsing
Þessir þrír ein­stak­lingar eiga því 86,7 pró­sent í Sam­herja, hér heima og erlend­is, sem á eigið fé upp á tæp­lega 111 millj­arða króna. Lík­legt er að virði Sam­herja sé umfram bók­fært eigið fé. Miðað við það er ljóst að þau þrjú eigi að minnsta um 100 millj­arða króna eign­ir. 

Til við­bótar á félagið Bliki ehf. 11,7 pró­sent hlut í Sam­herj­a­sam­stæð­unni. Fram­In­vest Sp/f er skráð fyrir 27,5 pró­senta hlut í Blika. Það félag er skráð í Fær­eyj­um. Þor­steinn Már er helsti skráði stjórn­andi þess félags.

Stórir í Högum og Eim­skip

Hlut­hafa­fundir Sam­herja sam­þykkti 11. maí 2018 að Sam­herj­a­sam­stæð­unni yrð­i­s­kipt upp í tvennt. Skipt­ingin var látin miða við 30. sept­em­ber 2017. Eftir það er inn­­­lendu starf­­sem­in og starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­sem­i og hluti af fjár­fest­ing­ar­starf­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Félögin tvö stunda ekki ein­ungis við­skipti með sjáv­ar­af­urð­ir. Sam­herji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­­söluris­­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­­sent eign­­ar­hlut. Sam­herji Hold­ing ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­skip, með 27,1 pró­­sent eign­­ar­hlut. Bald­vin Þor­­­steins­­­son, sonur Þor­­­steins Más og fram­­kvæmda­­stjóri við­­skipta­­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­­skips og í jan­úar í ár var Vil­helm Már Þor­­steins­­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­­stjóri skipa­­fé­lags­ins. 

Ófjár­hags­legar upp­lýs­ingar

Síð­asta blað­síðan í árs­reikn­ingum beggja félaga sam­stæð­unn­ar, Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing ehf., er und­ir­lögð undir ófjár­hags­lega upp­lýs­inga­gjöf. Þar er meðal ann­ars greint frá því að félög innan sam­stæð­unnar hafi und­an­farið unnið að marg­vís­legum stefnum og áætl­unum sem eigi það sam­merkt að styðja beint eða óbeint hver við aðra. „ Má þar nefna inn­leið­ingu á við­bragðs­á­ætlun gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu áreiti og ofbeldi, mann­rétt­inda­stefnu, stefnu í vinnu­vernd­ar- og örygg­is­mál­um, jafn­rétt­is­á­ætl­un, per­sónu­vernd­ar­stefnu og fleira. Vinna við fram­an­greindar stefnur og áætl­anir er vel á veg komin og er stefnt að því að þær verði inn­leiddar á árinu 2019.“

Auglýsing
Þar kemur fram að vinna standi yfir við gerð mann­rétt­inda­stefnu Sam­herja og Sam­herja Hold­ing sem miði að því að tryggja að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóti mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, kyn­hneigð­ar, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis og stöðu að öðru leyti. „Engum skal haldið í nauð­ung­ar­vinnu eða barna­þrælkun og hafnar Sam­herji hvers kyns þræl­dómi, nauð­ung­ar­vinnu og man­sali.“

Sam­herj­a­sam­stæðan seg­ist telja að sam­fé­lags­leg ábyrgð sé ekki ein­ungis ábyrgð heldur að í henni felist einnit tæki­færi til að bæta vel­ferð nær­sam­fé­lags­ins. „Sam­stæðan leggur sitt af mörkum til að efla kom­andi kyn­slóðir og stuðla að fram­förum í sam­fé­lag­inu og hefur Sam­herji veitt styrki til ýmissa sam­fé­lags­verk­efna.“

Fjallað um sið­ferði, spill­ingu og mútur

Þá er sér­stak­lega fjallað um sið­ferði, spill­ingu, mútur og mann­rétt­indi í árs­reikn­ing­un­um.

Þar segir að Sam­herj­a­sam­stæðan virði „al­menn mann­rétt­indi, rétt allra til félaga­frelsis og kjara­samn­inga. Áhersla er lögð á að verk­takar og und­ir­verk­takar fari eftir gild­andi lögum er varðar alla sína starfs­menn, hvort sem það eru þeirra laun­þegar eða eigin und­ir­verk­tak­ar.“ Sam­stæðan hafi þó ekki sett sér skrif­leg við­mið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi eða mútur en að vinna við það hafi verið í gangi og ljúki vænt­an­lega á árinu 2019.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar