Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs

Samherjasamstæðunni var skipt upp á árinu 2018 í tvö félög. Samanlagður hagnaður þeirra í fyrra var um tólf milljarðar króna og samstæðan hefur hagnast alls um 112 milljarða króna á átta árum. Samherji er að uppistöðu í eigu þriggja einstaklinga.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Auglýsing

Hagnaður Samherja vegna ársins 2018 nam samtals um 11,9 milljörðum króna. Eigið fé samstæðunnar var 110,7 milljarðar króna um síðustu áramót. Þetta kemur fram í ársreikningum Samherja hf., sem heldur utan um þorra starfsemi samstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum, og Samherja Holding ehf., sem heldur meðal annars utan um eign­ar­hluti Sam­herja í dótt­ur­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­fest­inga­fé­lagi á Íslandi. 

Hagnaður Samherjasamstæðunnar hefur þar með numið yfir 112 milljörðum króna á átta árum, frá árinu 2011 og fram til loka síðasta árs. Hagnaðurinn dróst lítillega saman milli áranna 2017 og 2018, en hann var 14,4 milljarðar króna á fyrra árinu. 

Helstu eig­endur og stjórnendur Sam­herja eru frænd­­­urn­ir, for­­­stjór­inn Þor­­­steinn Már Bald­vins­­­son og útgerð­­­ar­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­son. Þeir eiga samtals 65,4 prósent í samstæðunni. Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eiginkona Þorsteins Más, á 21,3 prósent. 

Auglýsing
Þessir þrír einstaklingar eiga því 86,7 prósent í Samherja, hér heima og erlendis, sem á eigið fé upp á tæplega 111 milljarða króna. Líklegt er að virði Samherja sé umfram bókfært eigið fé. Miðað við það er ljóst að þau þrjú eigi að minnsta um 100 milljarða króna eignir. 

Til viðbótar á félagið Bliki ehf. 11,7 prósent hlut í Samherjasamstæðunni. FramInvest Sp/f er skráð fyrir 27,5 prósenta hlut í Blika. Það félag er skráð í Færeyjum. Þorsteinn Már er helsti skráði stjórnandi þess félags.

Stórir í Högum og Eimskip

Hluthafafundir Samherja samþykkti 11. maí 2018 að Samherjasamstæðunni yrðiskipt upp í tvennt. Skiptingin var látin miða við 30. september 2017. Eftir það er inn­lendu starf­sem­in og starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­sem­i og hluti af fjárfestingarstarfsemi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Holding ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­ar­hlutir Sam­herja í dótt­ur­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­fest­inga­fé­lagi á Íslandi. 

Félögin tvö stunda ekki einungis viðskipti með sjávarafurðir. Samherji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­söluris­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­sent eign­ar­hlut. Samherji Holding ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­skip, með 27,1 pró­sent eign­ar­hlut. Bald­vin Þor­­steins­­son, sonur Þor­­steins Más og fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður Eim­skips og í jan­úar í ár var Vil­helm Már Þor­steins­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­stjóri skipa­fé­lags­ins. 

Ófjárhagslegar upplýsingar

Síðasta blaðsíðan í ársreikningum beggja félaga samstæðunnar, Samherja hf. og Samherja Holding ehf., er undirlögð undir ófjárhagslega upplýsingagjöf. Þar er meðal annars greint frá því að félög innan samstæðunnar hafi undanfarið unnið að margvíslegum stefnum og áætlunum sem eigi það sammerkt að styðja beint eða óbeint hver við aðra. „ Má þar nefna innleiðingu á viðbragðsáætlun gegn einelti, kynferðislegu og kynbundnu áreiti og ofbeldi, mannréttindastefnu, stefnu í vinnuverndar- og öryggismálum, jafnréttisáætlun, persónuverndarstefnu og fleira. Vinna við framangreindar stefnur og áætlanir er vel á veg komin og er stefnt að því að þær verði innleiddar á árinu 2019.“

Auglýsing
Þar kemur fram að vinna standi yfir við gerð mannréttindastefnu Samherja og Samherja Holding sem miði að því að tryggja að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. „Engum skal haldið í nauðungarvinnu eða barnaþrælkun og hafnar Samherji hvers kyns þrældómi, nauðungarvinnu og mansali.“

Samherjasamstæðan segist telja að samfélagsleg ábyrgð sé ekki einungis ábyrgð heldur að í henni felist einnit tækifæri til að bæta velferð nærsamfélagsins. „Samstæðan leggur sitt af mörkum til að efla komandi kynslóðir og stuðla að framförum í samfélaginu og hefur Samherji veitt styrki til ýmissa samfélagsverkefna.“

Fjallað um siðferði, spillingu og mútur

Þá er sérstaklega fjallað um siðferði, spillingu, mútur og mannréttindi í ársreikningunum.

Þar segir að Samherjasamstæðan virði „almenn mannréttindi, rétt allra til félagafrelsis og kjarasamninga. Áhersla er lögð á að verktakar og undirverktakar fari eftir gildandi lögum er varðar alla sína starfsmenn, hvort sem það eru þeirra launþegar eða eigin undirverktakar.“ Samstæðan hafi þó ekki sett sér skrifleg viðmið um siðferði, spillingu, mannréttindi eða mútur en að vinna við það hafi verið í gangi og ljúki væntanlega á árinu 2019.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar