Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs

Samherjasamstæðunni var skipt upp á árinu 2018 í tvö félög. Samanlagður hagnaður þeirra í fyrra var um tólf milljarðar króna og samstæðan hefur hagnast alls um 112 milljarða króna á átta árum. Samherji er að uppistöðu í eigu þriggja einstaklinga.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Auglýsing

Hagn­aður Sam­herja vegna árs­ins 2018 nam sam­tals um 11,9 millj­örðum króna. Eigið fé sam­stæð­unnar var 110,7 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingum Sam­herja hf., sem heldur utan um þorra starf­semi sam­stæð­unnar á Íslandi og í Fær­eyj­um, og Sam­herja Hold­ing ehf., sem heldur meðal ann­ars utan um eign­­ar­hluti Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Hagn­aður Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hefur þar með numið yfir 112 millj­örðum króna á átta árum, frá árinu 2011 og fram til loka síð­asta árs. Hagn­að­ur­inn dróst lít­il­lega saman milli áranna 2017 og 2018, en hann var 14,4 millj­arðar króna á fyrra árin­u. 

Helstu eig­endur og stjórn­endur Sam­herja eru frænd­­­­urn­ir, for­­­­stjór­inn Þor­­­­steinn Már Bald­vins­­­­son og útgerð­­­­ar­­­­stjór­inn Krist­ján Vil­helms­­­­son. Þeir eiga sam­tals 65,4 pró­sent í sam­stæð­unni. Helga S. Guð­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­kona Þor­steins Más, á 21,3 pró­sent. 

Auglýsing
Þessir þrír ein­stak­lingar eiga því 86,7 pró­sent í Sam­herja, hér heima og erlend­is, sem á eigið fé upp á tæp­lega 111 millj­arða króna. Lík­legt er að virði Sam­herja sé umfram bók­fært eigið fé. Miðað við það er ljóst að þau þrjú eigi að minnsta um 100 millj­arða króna eign­ir. 

Til við­bótar á félagið Bliki ehf. 11,7 pró­sent hlut í Sam­herj­a­sam­stæð­unni. Fram­In­vest Sp/f er skráð fyrir 27,5 pró­senta hlut í Blika. Það félag er skráð í Fær­eyj­um. Þor­steinn Már er helsti skráði stjórn­andi þess félags.

Stórir í Högum og Eim­skip

Hlut­hafa­fundir Sam­herja sam­þykkti 11. maí 2018 að Sam­herj­a­sam­stæð­unni yrð­i­s­kipt upp í tvennt. Skipt­ingin var látin miða við 30. sept­em­ber 2017. Eftir það er inn­­­lendu starf­­sem­in og starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Fær­eyj­um undir hatti Sam­herja hf. en önnur erlend starf­­sem­i og hluti af fjár­fest­ing­ar­starf­semi á Íslandi í félag­inu Sam­herji Hold­ing ehf. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir voru eign­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­ur­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­fest­inga­­fé­lagi á Ísland­i. 

Félögin tvö stunda ekki ein­ungis við­skipti með sjáv­ar­af­urð­ir. Sam­herji hf. á til að mynda stóran hlut í smá­­söluris­­anum Hög­um, en það er fjórði stærsti hlut­hafi þess með 9,26 pró­­sent eign­­ar­hlut. Sam­herji Hold­ing ehf. er síðan stærsti ein­staki eig­andi hluta­bréfa í Eim­­skip, með 27,1 pró­­sent eign­­ar­hlut. Bald­vin Þor­­­steins­­­son, sonur Þor­­­steins Más og fram­­kvæmda­­stjóri við­­skipta­­þró­unar hjá Sam­herja, er stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­­skips og í jan­úar í ár var Vil­helm Már Þor­­steins­­son, frændi þeirra, ráð­inn sem for­­stjóri skipa­­fé­lags­ins. 

Ófjár­hags­legar upp­lýs­ingar

Síð­asta blað­síðan í árs­reikn­ingum beggja félaga sam­stæð­unn­ar, Sam­herja hf. og Sam­herja Hold­ing ehf., er und­ir­lögð undir ófjár­hags­lega upp­lýs­inga­gjöf. Þar er meðal ann­ars greint frá því að félög innan sam­stæð­unnar hafi und­an­farið unnið að marg­vís­legum stefnum og áætl­unum sem eigi það sam­merkt að styðja beint eða óbeint hver við aðra. „ Má þar nefna inn­leið­ingu á við­bragðs­á­ætlun gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu áreiti og ofbeldi, mann­rétt­inda­stefnu, stefnu í vinnu­vernd­ar- og örygg­is­mál­um, jafn­rétt­is­á­ætl­un, per­sónu­vernd­ar­stefnu og fleira. Vinna við fram­an­greindar stefnur og áætl­anir er vel á veg komin og er stefnt að því að þær verði inn­leiddar á árinu 2019.“

Auglýsing
Þar kemur fram að vinna standi yfir við gerð mann­rétt­inda­stefnu Sam­herja og Sam­herja Hold­ing sem miði að því að tryggja að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóti mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, kyn­hneigð­ar, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis og stöðu að öðru leyti. „Engum skal haldið í nauð­ung­ar­vinnu eða barna­þrælkun og hafnar Sam­herji hvers kyns þræl­dómi, nauð­ung­ar­vinnu og man­sali.“

Sam­herj­a­sam­stæðan seg­ist telja að sam­fé­lags­leg ábyrgð sé ekki ein­ungis ábyrgð heldur að í henni felist einnit tæki­færi til að bæta vel­ferð nær­sam­fé­lags­ins. „Sam­stæðan leggur sitt af mörkum til að efla kom­andi kyn­slóðir og stuðla að fram­förum í sam­fé­lag­inu og hefur Sam­herji veitt styrki til ýmissa sam­fé­lags­verk­efna.“

Fjallað um sið­ferði, spill­ingu og mútur

Þá er sér­stak­lega fjallað um sið­ferði, spill­ingu, mútur og mann­rétt­indi í árs­reikn­ing­un­um.

Þar segir að Sam­herj­a­sam­stæðan virði „al­menn mann­rétt­indi, rétt allra til félaga­frelsis og kjara­samn­inga. Áhersla er lögð á að verk­takar og und­ir­verk­takar fari eftir gild­andi lögum er varðar alla sína starfs­menn, hvort sem það eru þeirra laun­þegar eða eigin und­ir­verk­tak­ar.“ Sam­stæðan hafi þó ekki sett sér skrif­leg við­mið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi eða mútur en að vinna við það hafi verið í gangi og ljúki vænt­an­lega á árinu 2019.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar