OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld

Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Alþjóða efna­hags- og fram­fara­stofn­unin OECD segir í nýrri skýrslu um íslensk efna­hags­mál að lífs­kjör og vel­ferð á Íslandi séu mikil og með því besta sem þekk­ist. Helstu efna­hags­legu ógnir sem landið standi frammi fyrir séu hart Brex­it, frek­ari nið­ur­sveifla í ferða­þjón­ustu og brestur í veið­u­m. 

Angel Gur­ría, fram­kvæmda­stjóri OECD, er staddur hér­lendis og kynnti skýrsl­una á frétta­manna­fundi í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu síð­degis í dag. 

OECD gagn­rýnir líka ýmis­legt í íslensku efna­hags­lífi. Stofn­unin segir að reglu­gerð­aum­gjörðin um það sé of ströng, að launa­hækk­anir ættu að fylgja fram­leiðni­vexti og að draga þurfi úr eign­ar­haldi rík­is­ins á bönkum með því að fram­fylgja þeim áætl­unum sem séu til staðar um einka­væð­ingu þeirra. Heim­ild er á fjár­lögum til að selja allt hlutafé í Íslands­banka og allt að 34 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. 

Lífs­kjör með þeim bestu

Skýrslan er ítar­leg, alls 121 blað­síða, en OECD gefur út slíkar rík­is­skýrslur á tveggja ára fresti. Síð­asta skýrsla um Ísland var birt í júní 2017. 

Auglýsing
Niðurstöðurnar núna eru að uppi­stöðu í takti við vænt­ing­ar. Þar er farið yfir að Íslandi hafi náð sér að fullu eftir fjár­mála­á­falli sem reið yfir landið haustið 2008. Efna­hagur lands­ins sé sterk­ur, hag­vöxtur hafi verið mik­ill und­an­farin ár, atvinnu­leysi lágt, verð­bólga lág og afgangur af rík­is­rekstr­inum árum sam­an. Lífs­kjör Íslend­inga séu með þeim bestu sem mæl­ast á meðal aðild­ar­ríkja OECD. 

Fram undan sé hæg­ari vöxtur en á und­an­förnum árum, vegna gjald­þrots WOW air í lok mars og loðnu­brests. Sam­kvæmt skýrsl­unni eigi að búast við 0,2 pró­sent hag­vexti í ár og 2,2 pró­sent á næsta ári. Þess­ari þróun muni fylgja aukið atvinnu­leysi.

Flestar spár grein­ing­ar­að­ila hér­lendis hafa reiknað með sam­drætti á árinu 2019. Í nýj­ustu útgáfu Pen­inga­mála Seðla­banka Íslands er til að mynda búist við 0,2 pró­sent sam­drætti í ár. Ekki kemur fram í skýrslu OECD hvaðan tölur stofn­un­ar­innar um væntan hag­vöxt kom­a. 

Jöfn­uður og hag­vöxtur geta farið saman

Í skýrsl­unni segir að á Íslandi sé lít­ill ójöfn­uður og að á Íslandi ríki meira jafn­ræði milli þegn­anna en í nær öllum öðrum löndum innan OECD. Hér sé atvinnu­þátt­taka mikil og að jöfn­uður launa sé einnig mik­ill. Þetta sé merki þess að jöfn­uður og sterkur hag­vöxtur geti farið sam­an. 

Að mati OECD er vöxt­ur­inn á Íslandi grænn, sér­stak­lega vegna þess að hér sé fram­leidd sjálf­bær orka sem seld sé til not­enda. Á það er þó bent í skýrsl­unni að útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sé að aukast hér­lend­is. 

Auglýsing
Þar er einnig greint frá því að það sé yfir­lýst mark­mið íslenskra stjórn­valda að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust árið 2040.

Selja sig niður í bönkum

OECD finnur þó að ýmsu hér­lend­is. Stofn­unin segir að reglu­gerð­ar­um­hverfið sé of íþyngj­andi og að það eigi vera meira í takt við þarfir lít­ils og opins efna­hags­kerf­is. Of mikið reglu­verk dragi úr fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfi inn­lendra fyr­ir­tækja. 

Þá gætu bætti sam­skipti við verka­lýðs­fé­lög einnig hjálpað til við að auka sam­keppn­is­hæfni Íslands. Of oft eigi sér stað ein­hvers konar höfr­unga­hlaup í kjöl­far gerðar kjara­samn­inga. Þeim samn­ingum sem voru und­ir­rit­aðir í apr­íl, við um helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, er þó sér­stak­lega hrósað fyrir að tengja launa­þróun fram­tíð­ar­innar við hag­vöxt með beinum hætti.

Þá er það mat OECD að frammi­staða Íslands í mennta­málum sé veik, of marga náms­menn skorti sterka kjarna­færni þegar skóla­skyldu lýkur og að börn inn­flytj­enda sýni lak­ari nið­ur­stöðu en börn ann­arra. Stofn­unin mælir með að gæði kennslu verði aukin með fjár­fest­ingu og þróun í kennslu og að staða barna inn­flytj­enda verði bætt með því að bjóða upp á áhrifa­rík­ari tungu­mála­nám­skeið fyrir þau. 

Fjár­magna sam­göngur með veggjöldum

OECD leggur einnig til að Ísland bæti það hvernig opin­beru fé er eytt. Ekki sé nægj­an­lega miklar kröfur gerðar á að því sé eytt með nyt­sam­legum hætti þótt að slíkar kröfur séu í orði til staðar í gerð fjár­laga­á­ætl­un­ar. Stofn­unin leggur til að eft­ir­lit með notkun fjár­muna verði hert í heil­brigð­is- og mennta­málum sér­stak­lega, en þar er um að ræða tvo af fjár­frek­ustu mála­flokkum rík­is­rekst­urs­ins. 

Lagt er til að Ísland auki fjár­fest­ingar í innviðum sam­gangna, orku­mála og fjar­skipta og að það verði ráð­ist í inn­heimtu veggjalda til að stýra eft­ir­spurn og fjár­magna fjár­fest­ingu í sam­göngu­fram­kvæmd­um. 

Þá leggur OECD til, í ljósi þess að fjöldi lands­manna sem eru á örorku hefur tvö­fald­ast á 20 árum, að örorku­líf­eyr­is­kerfið verði end­ur­skipu­lagt með það að leið­ar­ljósi að greiða fyrir end­ur­komu á vinnu­mark­að­inn. Sam­hliða eigi að þrengja skil­yrði fyrir töku örorku­líf­eyris og styðja fólk frekar til þess að halda áfram í vinn­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar