OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld

Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Alþjóða efna­hags- og fram­fara­stofn­unin OECD segir í nýrri skýrslu um íslensk efna­hags­mál að lífs­kjör og vel­ferð á Íslandi séu mikil og með því besta sem þekk­ist. Helstu efna­hags­legu ógnir sem landið standi frammi fyrir séu hart Brex­it, frek­ari nið­ur­sveifla í ferða­þjón­ustu og brestur í veið­u­m. 

Angel Gur­ría, fram­kvæmda­stjóri OECD, er staddur hér­lendis og kynnti skýrsl­una á frétta­manna­fundi í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu síð­degis í dag. 

OECD gagn­rýnir líka ýmis­legt í íslensku efna­hags­lífi. Stofn­unin segir að reglu­gerð­aum­gjörðin um það sé of ströng, að launa­hækk­anir ættu að fylgja fram­leiðni­vexti og að draga þurfi úr eign­ar­haldi rík­is­ins á bönkum með því að fram­fylgja þeim áætl­unum sem séu til staðar um einka­væð­ingu þeirra. Heim­ild er á fjár­lögum til að selja allt hlutafé í Íslands­banka og allt að 34 pró­sent hlut í Lands­bank­an­um. 

Lífs­kjör með þeim bestu

Skýrslan er ítar­leg, alls 121 blað­síða, en OECD gefur út slíkar rík­is­skýrslur á tveggja ára fresti. Síð­asta skýrsla um Ísland var birt í júní 2017. 

Auglýsing
Niðurstöðurnar núna eru að uppi­stöðu í takti við vænt­ing­ar. Þar er farið yfir að Íslandi hafi náð sér að fullu eftir fjár­mála­á­falli sem reið yfir landið haustið 2008. Efna­hagur lands­ins sé sterk­ur, hag­vöxtur hafi verið mik­ill und­an­farin ár, atvinnu­leysi lágt, verð­bólga lág og afgangur af rík­is­rekstr­inum árum sam­an. Lífs­kjör Íslend­inga séu með þeim bestu sem mæl­ast á meðal aðild­ar­ríkja OECD. 

Fram undan sé hæg­ari vöxtur en á und­an­förnum árum, vegna gjald­þrots WOW air í lok mars og loðnu­brests. Sam­kvæmt skýrsl­unni eigi að búast við 0,2 pró­sent hag­vexti í ár og 2,2 pró­sent á næsta ári. Þess­ari þróun muni fylgja aukið atvinnu­leysi.

Flestar spár grein­ing­ar­að­ila hér­lendis hafa reiknað með sam­drætti á árinu 2019. Í nýj­ustu útgáfu Pen­inga­mála Seðla­banka Íslands er til að mynda búist við 0,2 pró­sent sam­drætti í ár. Ekki kemur fram í skýrslu OECD hvaðan tölur stofn­un­ar­innar um væntan hag­vöxt kom­a. 

Jöfn­uður og hag­vöxtur geta farið saman

Í skýrsl­unni segir að á Íslandi sé lít­ill ójöfn­uður og að á Íslandi ríki meira jafn­ræði milli þegn­anna en í nær öllum öðrum löndum innan OECD. Hér sé atvinnu­þátt­taka mikil og að jöfn­uður launa sé einnig mik­ill. Þetta sé merki þess að jöfn­uður og sterkur hag­vöxtur geti farið sam­an. 

Að mati OECD er vöxt­ur­inn á Íslandi grænn, sér­stak­lega vegna þess að hér sé fram­leidd sjálf­bær orka sem seld sé til not­enda. Á það er þó bent í skýrsl­unni að útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sé að aukast hér­lend­is. 

Auglýsing
Þar er einnig greint frá því að það sé yfir­lýst mark­mið íslenskra stjórn­valda að Ísland verði kolefn­is­hlut­laust árið 2040.

Selja sig niður í bönkum

OECD finnur þó að ýmsu hér­lend­is. Stofn­unin segir að reglu­gerð­ar­um­hverfið sé of íþyngj­andi og að það eigi vera meira í takt við þarfir lít­ils og opins efna­hags­kerf­is. Of mikið reglu­verk dragi úr fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfi inn­lendra fyr­ir­tækja. 

Þá gætu bætti sam­skipti við verka­lýðs­fé­lög einnig hjálpað til við að auka sam­keppn­is­hæfni Íslands. Of oft eigi sér stað ein­hvers konar höfr­unga­hlaup í kjöl­far gerðar kjara­samn­inga. Þeim samn­ingum sem voru und­ir­rit­aðir í apr­íl, við um helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, er þó sér­stak­lega hrósað fyrir að tengja launa­þróun fram­tíð­ar­innar við hag­vöxt með beinum hætti.

Þá er það mat OECD að frammi­staða Íslands í mennta­málum sé veik, of marga náms­menn skorti sterka kjarna­færni þegar skóla­skyldu lýkur og að börn inn­flytj­enda sýni lak­ari nið­ur­stöðu en börn ann­arra. Stofn­unin mælir með að gæði kennslu verði aukin með fjár­fest­ingu og þróun í kennslu og að staða barna inn­flytj­enda verði bætt með því að bjóða upp á áhrifa­rík­ari tungu­mála­nám­skeið fyrir þau. 

Fjár­magna sam­göngur með veggjöldum

OECD leggur einnig til að Ísland bæti það hvernig opin­beru fé er eytt. Ekki sé nægj­an­lega miklar kröfur gerðar á að því sé eytt með nyt­sam­legum hætti þótt að slíkar kröfur séu í orði til staðar í gerð fjár­laga­á­ætl­un­ar. Stofn­unin leggur til að eft­ir­lit með notkun fjár­muna verði hert í heil­brigð­is- og mennta­málum sér­stak­lega, en þar er um að ræða tvo af fjár­frek­ustu mála­flokkum rík­is­rekst­urs­ins. 

Lagt er til að Ísland auki fjár­fest­ingar í innviðum sam­gangna, orku­mála og fjar­skipta og að það verði ráð­ist í inn­heimtu veggjalda til að stýra eft­ir­spurn og fjár­magna fjár­fest­ingu í sam­göngu­fram­kvæmd­um. 

Þá leggur OECD til, í ljósi þess að fjöldi lands­manna sem eru á örorku hefur tvö­fald­ast á 20 árum, að örorku­líf­eyr­is­kerfið verði end­ur­skipu­lagt með það að leið­ar­ljósi að greiða fyrir end­ur­komu á vinnu­mark­að­inn. Sam­hliða eigi að þrengja skil­yrði fyrir töku örorku­líf­eyris og styðja fólk frekar til þess að halda áfram í vinn­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar