Mynd: Pexels

Hvað er eiginlega að gerast í hagkerfinu?

Það má til sanns vegar færa að staðan í íslenska hagkerfinu sé góð, eins og stjórnmálamenn hafa haldið fram að undanförnu. En það er líka ekki gott að átta sig á því hvernig staðan er í raun og veru. Ítrekaðar leiðréttingar Hagstofu Íslands á útreikningum hafa kannski ruglað einhverja. Svo hafa hrannast upp óveðurský á alþjóðamörkuðum. Sagan sýnir að það getur haft mikil áhrif á Íslandi.

Virði afla­heim­ilda í land­inu, miðað við síð­ustu við­skipti með þær, er nú um 1.200 millj­arðar króna. Það er sam­bæri­legt og virði eigna orku­fyr­ir­tækj­anna í land­inu, en það nemur nú um 1.200 millj­örð­um. Þar af er virði eigna Lands­virkj­un­ar, miðað við bók­fært verð, 562 millj­arð­ar, og virði eigna Orku­veitu Reykja­vík­ur, 340 millj­arð­ar. 

Þá nemur sam­an­lagt mark­aðsvirði skráðu félag­anna á aðal­l­ista kaup­hall­ar­innar um 1.200 millj­örð­um. Útlán Lands­bank­ans til við­skipta­vina og lána­stofn­ana, nema sam­an­lagt sömu upp­hæð; um 1.200 millj­örð­um. Sam­an­lagt eru þetta 4.800 millj­arðar króna, sem er sam­bæri­legt og sem nemur heild­ar­eignum líf­eyr­is­sjóð­anna, en þeir eiga um helm­ing af öllum skráðum hluta­bréfum í kaup­höll­inn­i. 

Önnur deild

Þessar tölur gefa ákveðna mynd af und­ir­liggj­andi verð­mætum í hag­kerf­inu. Upp­hæð­irnar eru háar, t.d. þegar horft er til virðis afla­heim­ilda en segja má að útgerð­ar­fyr­ir­tækin í land­inu, einkum þau stærstu, séu í allt annarri deild þegar kemur að fjár­hags­legum styrk, en flest fyr­ir­tæki í land­in­u. 

Á hag­vaxt­ar­skeið­inu frá 2011 og fram til 2018 styrkt­ust stoð­irnar í hag­kerf­inu veru­lega. Ævin­týra­legur vöxtur í ferða­þjón­ustu kom á besta tíma í end­ur­reisn­ar­starf­inu eftir hrun­ið, og end­ur­skipu­lagn­ingin á fjár­mála­kerf­inu - með stöð­ug­leika­fram­lögum frá slita­búum föllnu bank­anna - skil­aði miklum ávinn­ingi fyrir rík­is­sjóð og almenn­ing. 

En nú eru breyttir tím­ar. Fall WOW air og loðnu­brestur höfðu mikil áhrif til hins verra, en einnig má segja að það hafi verið kom­inn tími til þess að hægja á hjólum atvinnu­lífs­ins sem höfðu snú­ist á fullri ferð, með miklum hag­vexti og hækkun fast­eigna­verðs sem ekki átti sér for­dæmi í þró­uðum ríkj­um. Vorið 2017 mæld­ist árs­hækkun fast­eigna­verðs 23,5 pró­sent, sem hvergi í heim­inum var eins mik­il. 

Á rúmum tveimur árum er staðan nú þannig að fast­eigna­verð stendur í stað, og hefur ekki hækkað að raun­virði í eitt ár. Hag­vaxt­ar­spár hafa flestar verið á þann veg að á þessu ári verði hag­vöxtur á bil­inu -0,4 pró­sent til 0,2 pró­sent hag­vöxt­ur. Þrátt fyrir að oft sé á það minnst, að staðan sé góð í hag­kerf­inu, þá er þetta mesta kúvend­ing í hag­vexti, miðað við árið á und­an, sem nokk­urt Evr­ópu­ríki er að glíma við þessi miss­er­in. 

Árið 2018 var hag­vöxtur 4,6 pró­sent og sköp­uð­ust á árinu 6.500 ný störf, sam­kvæmt gögnum Hag­stofu Íslands. Nú er öldin önn­ur, og bendir flest til þess að stöðnun sé í kort­unum næstu miss­eri. Störfum er tekið að fækka í hag­kerf­inu, bæði inn­flutn­ingur og útflutn­ingur eru í sam­drætti, og blikur eru á lofti í mörgum geirum þar sem hag­ræð­ing er ýmist í und­ir­bún­ingi eða að kom­ast til fram­kvæmda.

Hver er lands­fram­leiðslan?

Hag­stofa Íslands hefur á skömmum tíma birt leið­rétt­ingar á hag­tölum sín­um. Nú síð­ast voru það tölur um veltu greiðslu­korta. Komið hefur í ljós villa í birtum tölum um veltu greiðslu­korta. Áður birtar tölur byggðu á villu í gögnum frá greiðslu­korta­fyr­ir­tækj­um. Sú villa hefur nú verið leið­rétt. Velta erlendra greiðslu­korta í ágúst minnk­aði um 2,7% frá fyrra ári. Í júlí­mán­uði var lækk­unin 0,7% sam­an­borið við sama mánuð árið áður. Í þessum tölum hafa við­skipti við íslensk flug­fé­lög verið tekin út úr velt­unni, til að gefa betri mynd af eyðslu útlend­inga á Ísland­i,” sagði í leið­rétt­ing­unni, en fyrri tölur höfðu sýnt nokkra aukn­ingu í eyðsl­unni, eða um 4,7 pró­sent, og voru það talin vera afar jákvæð tíð­indi í ljósi þeirra hremm­inga sem höfðu átt sér stað í ferða­þjón­ust­unn­i. 

Landsframleiðslan á Íslandi.
Mynd: Skjáskot

Önnur leið­rétt­ingin frá Hag­stof­unni, sem birt­ist 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn, varð­aði lands­fram­leiðsl­una í land­inu, en líkt og með töl­urnar um greiðslu­korta­notkun ferða­manna þá hafði tölu­verð umræða átt sér stað um stöðu mála út frá þessum töl­um. Van­mat hafði þá verið í fyrri útreikn­ingum á fjár­muna­myndun í hag­kerf­inu. Lands­fram­leiðslan var því mun meiri á 2. árs­fjórð­ungi, en fyrri tölur Hag­stof­unnar höfðu sagt til um. „Talna­efni á vef Hag­stof­unnar hefur verið upp­fært í sam­ræmi við þetta. Hag­stofu Íslands þykir miður að mis­tök hafi orðið og reynir eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt end­ur­taki sig,” sagði meðal ann­ars á vef Hag­stof­unn­ar.

Leið­rétt­ingin á rætur að rekja til mis­taka sem urðu til þess að fjár­muna­myndun tíma­bils­ins reynd­ist van­metin um sem nemur 9,1 millj­arði króna á verð­lagi árs­ins. 

Áhrifin koma fram í tveimur und­ir­liðum fjár­muna­mynd­un­ar, fjár­muna­myndun hins opin­bera og í atvinnu­vega­fjár­fest­ingu, nánar til­tekið í fjár­muna­myndun í skipum og flug­vél­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist 16,6 pró­sent vöxtur í fjár­muna­myndun hins opin­bera og 26,5 pró­sent sam­dráttur í atvinnu­vega­fjár­fest­ing­u. 

„Sam­dráttur í heild­ar­fjár­muna­myndun mælist 9,2 pró­sent, borið saman við 14,2 pró­sent sam­kvæmt áður birtum nið­ur­stöð­um. Eftir leið­rétt­ingu mælist vöxtur lands­fram­leiðsl­unnar 2,7 pró­sent að raun­gildi á 2. árs­fjórð­ungi, sam­an­borið við 1,4 pró­sent sam­kvæmt áður birtum nið­ur­stöð­um. Lands­fram­leiðslan á fyrstu sex mán­uðum árs­ins 2019 jókst um 0,9 pró­sent borið saman við fyrstu sex mán­uði árs­ins 2018 en sam­kvæmt áður birtum nið­ur­stöðum mæld­ist breyt­ing lands­fram­leiðsl­unnar 0,3 pró­sent á tíma­bil­inu.

Lands­fram­leiðslan á 2. árs­fjórð­ungi 2019 jókst að raun­gildi um 2,7 pró­sent frá sama árs­fjórð­ungi fyrra árs. Á sama tíma juk­ust þjóð­ar­út­gjöld, sem eru sam­tala neyslu og fjár­fest­ing­ar, um 0,2 pró­sent. Vöxtur einka­neyslu mæld­ist 2,2 pró­sent og sam­neyslu 3,1 pró­sent en fjár­muna­myndun dróst saman um 9,2 pró­sent.

Sam­dráttur mæld­ist í bæði inn- og útflutn­ingi, eins og áður seg­ir. Útflutn­ingur dróst saman um 6,9 pró­sent en sam­dráttur í inn­flutn­ingi mæld­ist nokkru meiri, eða 12,4 pró­sent. Vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður var jákvæður um 9,4 millj­arða króna á tíma­bil­inu, en vöxtur lands­fram­leiðsl­unnar á 2. árs­fjórð­ungi skýrist aðal­lega af jákvæðum áhrifum utan­rík­is­við­skipta.

Vextir lækka og hvað svo?

Vextir hafa farið lækk­andi í síð­ustu vaxta­á­kvörð­unum pen­inga­stefnu­nefndar Seðla­banka Íslands og hafa þær verið kær­komnar fyrir efna­hags­líf­ið. Það er sjaldan sem þær aðstæður hafa skap­ast á Íslandi, þar sem stjórn­völd og hið opin­bera almennt - ríki og sveit­ar­fé­lög - vinna í takt með seðla­bank­an­um. 

Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri, og Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði og nefnd­ar­maður í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, minnt­ust báðir á þetta þegar þeir komu fyrir þing­nefnd til að ræða um stöðu efna­hags­mála. Ásgeir hefur þó sagt, að hann telji lík­legt að staðan geti breyst, og að hún sé mögu­lega of góð til að vera sönn, eins og hann orð­aði það. 

Þó vextir hafi lækk­að, og þar með létt á greiðslu­byrði lána heim­ila og fyr­ir­tækja, þá hafa sést aug­ljós merki um kólnun í fjár­fest­ingu fyr­ir­tæki, þegar rýnt er í bækur bank­anna. Nýjar tölur Seðla­banka Íslands, sem voru birtar í vik­unni, sýna að hrein ný útlán banka til fyr­ir­tækja hafa dreg­ist mikið saman á þessu ári, miðað við árið í fyrra. 

Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins tók fyr­ir­tæki 82,6 millj­arða í ný lán, en með hreinum nýjum lánum er átt við ný lán að frá­dregnum upp­reiðslum lána. 

Á sama tíma í fyrra voru ný útlán 172,4 millj­arð­ar, og er sam­drátt­ur­inn því rúm­lega 50 pró­sent milli ára. Sé horft til síð­ustu tólf mán­aða, sam­an­borið við ár þar á und­an, þá hafa verið veitt ný lán upp á 118,9 millj­arða sam­an­borið verið 242 millj­arða á tíma­bil­inu á und­an. 

Þetta bendir ein­dregið til þess að fyr­ir­tæki haldi að sér höndum þegar kemur að fjár­fest­ingu og vexti, og styður við það mat við­mæl­enda Kjarn­ans, að hag­ræð­ing sé nú víða í kort­un­um. Heim­ilin í land­inu virð­ast einnig vera að halda að sér hönd­um, þegar horft er sér­tækt á lán­tök­urn­ar. Þar eru sveifl­urnar þó mun minni, en hrein ný útlán til heim­ila á þessu ári hafa numið 93,6 millj­örðum sam­an­borið við rúm­lega 100 millj­arða á sama tíma í fyrra.

Meg­in­vextir Seðla­bank­ans eru 3,5 pró­sent en verð­bólga mælist á sama tíma 3,2 pró­sent. Í sögu­legu til­liti eru raun­vextir hér á landi með allra lægsta móti, sem ætti að geta stutt við við­spyrnu í efna­hags­líf­inu, þó ekki sjá­ist mikil ein­kenni um það enn­þá. 

Frekar er hægt að draga þá álykt­un, að áföllin sem fall WOW air og loðnu­brestur voru fyrir þjóð­ar­búið hafi reynst minni en margir héldu, en á sama tíma er of snemmt að segja til hvernig lend­ingin verður þegar öll kurl eru komin til graf­ar. Eitt af því sem óvissa er um, er hvernig vinnu­mark­að­ur­inn þróast, en mik­ill straumur starfs­fólks erlendis frá til Íslands virð­ist nú á und­an­hald­i. 

Á und­an­förnum árum hafa yfir 70 pró­sent nýrra skatt­greið­enda á hverju ári komið erlendis frá, ekki síst frá Aust­ur-­Evr­ópu, og þá til að vinna í mann­virkja­geira og ferða­þjón­ustu, þar sem flest ný störf hafa orðið til. 

Þetta hafa verið miklar og sögu­legar breyt­ingar fyrir íslenskt sam­fé­lag en hópur inn­flytj­enda hér á landi telur nú yfir 47 þús­und manns, og eru Pól­verjar fjöl­menn­astir eða rúm­lega 20 þús­und. Þessi mikli straumur til lands­ins hefur verið hluti af þeim miklu umsvifum sem hafa verið í hag­kerf­inu á und­an­förnum árum, en atvinnu­leysi hefur verið lítið sem ekk­ert, eða á bil­inu 2 til 3 pró­sent. Atvinnu­leysi hefur farið lítið upp á við, og mælist rúm­lega 4 pró­sent, en að sama skapi eru mun færri ný störf að verða til, og þá kemur það fram í því að færri flytja til lands­ins til að vinna.

Búast má við því að atvinnu­leysis­tölur hækki eitt­hvað á næst­unni. Í lið­inni viku var ráð­ist í stór­felldar upp­sagnir í fjár­mála­kerf­inu þar sem 134 misstu vinn­una og við­búið er að störfum í ferða­þjón­ustu, sem mörg hver eru mönnuð með erlendum rík­is­borg­ur­um, geti fækkað þegar líður á árið.

Óveðurský erlendis frá

Á alþjóðamörkuðum hafa verið að hrannast upp óveðurský að undanförnu. Eitt þeirra var heldur óvænt, og birtist meðal annars í drónaárás uppreisnarmanna Húta á olíuframleiðslu Aramco í Sádí-Arabíu. Olíuverð rauk upp strax í kjölfarið, enda stöðvaðist um 6 prósent af olíuframleiðslu heimsins við þessa árás, og áhrifin því gríðarleg. Hækkunin var um 20 prósent strax í kjölfar atburðarins, og hefur ekki að öllu leyti gengið til baka, þó nú virðist ljóst að Aramco verði einhverjar vikur og mánuði að koma framleiðslunni í samt lag. Í umfjöllun Foreign Policy hefur komið fram, að drónaárásin hafi dregið fram hversu mikil völd eru hjá Sádí-Araböum, þegar kemur að olíuframleiðslunni, og einnig hversu eldfimt ástandið er í landinu og nágrannasvæðum í Jemen og Íran. Bandaríkin hafa beint spjótum sínum að Íran, og sagt opinberlega og formlega að ábyrgðin á árásinni liggi þar.

Þó Ísland sé blessunarlega ekki beinn aðili að þessum átökum, þá hafa allar sveiflur á olíuverði - einkum miklar og hraðar - áhrif á Íslandi. Hátt olíuverð er hamlandi fyrir Ísland, og ýtir undir verðbólguþrýsting. Sé litið til verðs á hráolíu um þessar mundir, það er verð á tunnunni, þá er það ekki verulega hátt um þessar mundir, þrátt fyrir hækkun í kjölfar árásarinnar á Aramco, eða um 55 Bandaríkjadalir á tunnuna. Hæst hefur það farið yfir 120 Bandaríkjadali á undanförnum áratug, en algengt verð er í kringum 65 til 70 Bandaríkjadali.

Önnur óveðurský snúast um ganga mála í stjórnmálum og hvernig stefnan mun þróast í helstu viðskiptalöndum Íslands, Bretlandi og Bandaríkjunum. Ótrúleg atburðarás hefur verið í Bretlandi í tengslum við Brexit, en fimm vikna þingrof sem Boris Johnson, forsætisráðherra, greip til í byrjun mánaðarins var dæmt ólöglegt af Hæstarétti Bretlands og hóf þingið störf strax á miðvikudag í kjölfarið.

Þetta er áfall fyrir Johnson og ríkisstjórn hans, sem framfylgir stefnu um að fara úr Evrópusambandinu á haustmánuðum. Niðurstaðan getur hins vegar grafið undan stefnu Johnson, og mögulega honum sjálfum, sem leiðir þá mögulega til þess að Brexit frestast enn frekar. Fyrir Ísland eru miklir hagsmunir í húfa enda Bretland lengi verið eitt okkar helsta viðskiptaland, ekki síst þegar kemur að ferðaþjónustu og sölu sjávarafurða.

Tollastríð Bandaríkjanna og Kína er síðan annað óveðurský, sem sést frá Íslandi - eins og raunar öllum öðrum löndum. Ekki sér fyrir endann á því ennþá, en tollastríðið hefur leitt til erfiðleika í heimsbúskapnum þar sem dregið hefur úr eftirspurn vegna erfiðleika við alþjóðleg viðskipti. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sagt að tollastríðið sé einn helsti óvissuþátturinn fyrir þróun efnahagsmála, og það sé nú þegar farið að hafa slæm áhrif. Allir tapi á tollastríðum til lengdar. Fyrir lítið eyríki í N-Atlantshafinu þá geta sviptingar í alþjóðaviðskiptum - eins og Kína og Bandaríkjanna - haft mikil áhrif á gang efnahagsmála. T.d. er ferðaþjónusta viðkvæm fyrir því þegar eftirspurn dregst saman í stórum hagkerfum, þar sem kaupmáttur fólks er stór áhrifaþáttur að baki því þegar fólk ákveður hvert það vill ferðast.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar