Kjósendur Miðflokks flestir yfir fimmtugt en Pírata undir þeim aldri

Mikill munur er á fylgi þriggja flokka þegar kjósendum er skipt upp í tvennt eftir aldri, yfir fimmtugt og undir þeim aldri. Miðflokkurinn og Samfylkingin er mun sterkari i eldri hópnum en Píratar í þeim yngri.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður fimmtugur í byrjun næsta árs. Hann færist þá upp úr neðri hópnum í þann efri, þar sem fylgi flokks hans er ívið meira.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður fimmtugur í byrjun næsta árs. Hann færist þá upp úr neðri hópnum í þann efri, þar sem fylgi flokks hans er ívið meira.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn höfðar mun meira til lands­manna yfir fimm­tugu, en Píratar sækja nær allt sitt fylgi til þeirra sem eru undir þeim aldri. Fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nokkuð svipað hjá hóp­unum tveimur en Sam­fylk­ingin er mun sterk­ari hjá eldri hópum sam­fé­lags­ins en þeim yngri.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr gögnum sem MMR hefur tekið saman fyrir Kjarn­ann úr þeim könn­unum á fylgi stjórn­mála­flokka sem fram­kvæmdar hafa verið frá 12. ágúst til 16. sept­em­ber 2019. 

Stöð­ug­leiki hjá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum

Ef ein­ungis þeir sem væru 50 ára og eldri myndu kjósa væri gamli fjór­flokk­ur­inn með 62,2 pró­sent atkvæða. 

Auglýsing
Ef ein­ungis þeir sem hafa kosn­inga­rétt og eru undir 50 ára aldri myndu fá að kjósa myndu sömu fjórir flokk­ar: Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn, fá 54,4 pró­sent atkvæða. Fylgið flokk­anna fjög­urra er því 14,3 pró­sentum meira hjá eldri hluta þjóð­ar­innar en hjá hinum yngri. Copy: nytt fylgi okt

Infogram

Eini flokk­ur­inn úr þessu mengi sem nýtur meiri stuðn­ings hjá fólki undir fimm­tugu en hjá þeim sem eru yfir þeim aldri eru Vinstri græn. 

Mestur er mun­ur­inn hjá Sam­fylk­ing­unni. Hún mælist með 19 pró­sent fylgi hjá aðspurðum yfir 50 ára en ein­ungis 13,1 pró­sent hjá yngri hópn­um. Því er stuðn­ing­ur­inn hjá þeim eldri við flokk­inn 45 pró­sent meiri en hjá hinum yngri. Stuðn­ingur Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem er stærsti flokkur lands­ins hjá báðum hóp­um, er mun jafn­ari eftir ald­urs­flokk­um, þótt báðir njóti meiri stuðn­ings hjá hinum eldri en þeim yngri.

Sveiflur hjá flokkum sem stofn­aðir voru eftir 2012

Flokk­arnir sem stofn­aðir hafa verið síðan árið 2012, og eiga sæti á þingi, eru fjór­ir. Hjá þeim koma mis­mun­andi áherslur ald­urs­hópa mun skýr­ari í ljós en hjá flestum af gömlu flokk­un­um.

flygi 50+

Infogram

Fylgi Mið­flokks­ins mælist til að mynda nán­ast tvisvar sinnum meira hjá kjós­endum yfir fimm­tugu en þeim sem eru undir þeim aldri. Alls segj­ast 9,1 pró­sent lands­manna sem eru á aldr­inum 18 til 49 ára að þeir styðji flokk Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Hjá þeim sem eru eldri en 50 ára er stuðn­ing­ur­inn hins vegar 17,3 pró­sent. 

­Staðan hjá Pírötum er þver­öf­ug. Báðir flokkar njóta mun meiri stuðn­ings hjá þeim sem eru undir fimm­tugu en þeim lands­mönnum sem eru yfir þeim aldri. Hjá yngri hópnum segj­ast 16 pró­sent ætla að kjósa Pírata, sem gerir flokk­inn að þeim næst stærsta í þeim ald­urs­hópi. Hjá aðspurðum yfir 50 ára er það hlut­fall sem ætlar að kjósa Pírata 6,1 pró­sent sem gerir hann að minnsta flokknum sem næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. 

Allra nýj­ustu flokk­arnir ná betur til yngra fólks

Við­reisn er einnig með mun meiri stuðn­ings hjá fólki undir fimm­tugu en þeim sem eru yfir þeim aldri, en eldri hóp­ur­inn er lík­legri til að kjósa Flokk fólks­ins en sá yngri. Síð­ar­nefndi flokk­ur­inn nýtur þó ekki nægj­an­legs fylgi til að ná inn á þing eins og stend­ur.

Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem náði inn manni í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík í fyrra, mælist heldur ekki með nægj­an­legt fylgi til að ná inn á þing, en er merkj­an­lega sterk­ari hjá yngri kjós­endum en þeim eldri.

Vert er að taka fram að fleiri ein­stak­lingar til­heyra yngri hópnum sem svar­aði könn­un­inni, um 60 pró­sent, en þeim eldri, sem telur um 40 pró­sent lands­manna.

Fylgi allir

Infogram

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar