Kjósendur Miðflokks flestir yfir fimmtugt en Pírata undir þeim aldri

Mikill munur er á fylgi þriggja flokka þegar kjósendum er skipt upp í tvennt eftir aldri, yfir fimmtugt og undir þeim aldri. Miðflokkurinn og Samfylkingin er mun sterkari i eldri hópnum en Píratar í þeim yngri.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður fimmtugur í byrjun næsta árs. Hann færist þá upp úr neðri hópnum í þann efri, þar sem fylgi flokks hans er ívið meira.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verður fimmtugur í byrjun næsta árs. Hann færist þá upp úr neðri hópnum í þann efri, þar sem fylgi flokks hans er ívið meira.
Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn höfðar mun meira til lands­manna yfir fimm­tugu, en Píratar sækja nær allt sitt fylgi til þeirra sem eru undir þeim aldri. Fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja er nokkuð svipað hjá hóp­unum tveimur en Sam­fylk­ingin er mun sterk­ari hjá eldri hópum sam­fé­lags­ins en þeim yngri.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr gögnum sem MMR hefur tekið saman fyrir Kjarn­ann úr þeim könn­unum á fylgi stjórn­mála­flokka sem fram­kvæmdar hafa verið frá 12. ágúst til 16. sept­em­ber 2019. 

Stöð­ug­leiki hjá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum

Ef ein­ungis þeir sem væru 50 ára og eldri myndu kjósa væri gamli fjór­flokk­ur­inn með 62,2 pró­sent atkvæða. 

Auglýsing
Ef ein­ungis þeir sem hafa kosn­inga­rétt og eru undir 50 ára aldri myndu fá að kjósa myndu sömu fjórir flokk­ar: Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Vinstri græn, fá 54,4 pró­sent atkvæða. Fylgið flokk­anna fjög­urra er því 14,3 pró­sentum meira hjá eldri hluta þjóð­ar­innar en hjá hinum yngri. Copy: nytt fylgi okt

Infogram

Eini flokk­ur­inn úr þessu mengi sem nýtur meiri stuðn­ings hjá fólki undir fimm­tugu en hjá þeim sem eru yfir þeim aldri eru Vinstri græn. 

Mestur er mun­ur­inn hjá Sam­fylk­ing­unni. Hún mælist með 19 pró­sent fylgi hjá aðspurðum yfir 50 ára en ein­ungis 13,1 pró­sent hjá yngri hópn­um. Því er stuðn­ing­ur­inn hjá þeim eldri við flokk­inn 45 pró­sent meiri en hjá hinum yngri. Stuðn­ingur Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem er stærsti flokkur lands­ins hjá báðum hóp­um, er mun jafn­ari eftir ald­urs­flokk­um, þótt báðir njóti meiri stuðn­ings hjá hinum eldri en þeim yngri.

Sveiflur hjá flokkum sem stofn­aðir voru eftir 2012

Flokk­arnir sem stofn­aðir hafa verið síðan árið 2012, og eiga sæti á þingi, eru fjór­ir. Hjá þeim koma mis­mun­andi áherslur ald­urs­hópa mun skýr­ari í ljós en hjá flestum af gömlu flokk­un­um.

flygi 50+

Infogram

Fylgi Mið­flokks­ins mælist til að mynda nán­ast tvisvar sinnum meira hjá kjós­endum yfir fimm­tugu en þeim sem eru undir þeim aldri. Alls segj­ast 9,1 pró­sent lands­manna sem eru á aldr­inum 18 til 49 ára að þeir styðji flokk Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar. Hjá þeim sem eru eldri en 50 ára er stuðn­ing­ur­inn hins vegar 17,3 pró­sent. 

­Staðan hjá Pírötum er þver­öf­ug. Báðir flokkar njóta mun meiri stuðn­ings hjá þeim sem eru undir fimm­tugu en þeim lands­mönnum sem eru yfir þeim aldri. Hjá yngri hópnum segj­ast 16 pró­sent ætla að kjósa Pírata, sem gerir flokk­inn að þeim næst stærsta í þeim ald­urs­hópi. Hjá aðspurðum yfir 50 ára er það hlut­fall sem ætlar að kjósa Pírata 6,1 pró­sent sem gerir hann að minnsta flokknum sem næði manni inn á þing ef kosið yrði í dag. 

Allra nýj­ustu flokk­arnir ná betur til yngra fólks

Við­reisn er einnig með mun meiri stuðn­ings hjá fólki undir fimm­tugu en þeim sem eru yfir þeim aldri, en eldri hóp­ur­inn er lík­legri til að kjósa Flokk fólks­ins en sá yngri. Síð­ar­nefndi flokk­ur­inn nýtur þó ekki nægj­an­legs fylgi til að ná inn á þing eins og stend­ur.

Sós­í­alista­flokkur Íslands, sem náði inn manni í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík í fyrra, mælist heldur ekki með nægj­an­legt fylgi til að ná inn á þing, en er merkj­an­lega sterk­ari hjá yngri kjós­endum en þeim eldri.

Vert er að taka fram að fleiri ein­stak­lingar til­heyra yngri hópnum sem svar­aði könn­un­inni, um 60 pró­sent, en þeim eldri, sem telur um 40 pró­sent lands­manna.

Fylgi allir

Infogram

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar