Bankar ekki líklegir til gefa hagkerfinu viðspyrnu

Þrátt fyrir vaxtalækkanir hjá Seðlabanka Íslands að undanförnu þá er ólíklegt er að kjör í bönkum batni verulega á útlánum. Þungur rekstur og óhagkvæmni er helsta fyrirstaðan.

Bankarnir
Auglýsing

Ekki er lík­legt að mikið betri tíð sé í vændum hjá heim­ilum og fyr­ir­tækjum í land­inu, þegar kemur að vaxta­kjörum, þrátt fyrir að stýri­vextir Seðla­banka Íslands hafi lækkað hratt und­an­farin miss­er­in.

Ástæðan er þungur rekstur bank­anna og óhag­kvæmni í rekstri. Þrátt fyrir að bank­arnir hafi hag­rætt í rekstri und­an­farin ár, meðal ann­ars með fækkun starfs­fólks, þá virð­ist enn nokkuð í að bank­arnir verði með rekstr­ar­af­komu sem telst vera ásætt­an­leg í alþjóð­legum sam­an­burð­i. 

Stífar eig­in­fjár­kröfur Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) eru meðal þátta sem hafa sett þrýst­ing á bank­anna um að hag­ræða enn frekar í rekstri og skerpa á áherslum sín­um. Lík­legt er að sú þróun haldi áfram.

Auglýsing

Nýlegar úttektir FME á þeim bönkum sem metnir eru kerf­is­lægt mik­il­vægir fyrir Ísland, Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­an­um, gefa til kynna að ekki sé verið að slaka neitt á eig­in­fjár­kröfum eða öðru reglu­verki sem á að tryggja öryggi kerf­is­ins, þvert á mót­i. 

Við­mæl­endur Kjarn­ans, sem starfa á fjár­mála­mark­aði, ótt­ast að framundan geti verið tíma­bil þar sem erf­ið­lega gengur að koma hjólum atvinnu­lífs­ins af stað, þrátt fyrir vilja og tæki­færi. Ástæðan sé meðal ann­ars þungt og óhag­kvæmt banka­kerfi lands­ins.

Vextir lækka en hvað svo?

Meg­in­vextir eru nú 3,25 pró­sent en verð­bólga mælist 3 pró­sent. Í máli Ásgeirs Jóns­son, seðla­banka­stjóra, í gær, þegar til­kynnt var um lækkun vaxta um 0,25 pró­sent­ur, kom fram að Seðla­bank­inn og stjórn­völd væru nú að róa í sömu átt, og það ætti að hjálpa til við að koma hjólum atvinnu­lífs­ins af stað. Grunn­kostn­aður hár og arð­semi lág

Kostn­að­ar­hlut­fall, þ.e. hlut­fall rekstr­ar­kostn­aðar af rekstr­ar­tekj­um, hefur verið nokkuð hátt hjá bönk­un­um. 

Mark­miðið hjá Arion banka, Íslands­banka og Lands­bank­anum - en ríkið á þá tvo síð­ar­nefndu - er að vera með kostn­að­ar­hlut­fallið á bil­inu 45 til 55 pró­sent, en reyndin hefur verið önnur hjá Arion banka og Íslands­banka sér­stak­lega. Í verstu upp­gjörum hefur hlut­fallið verið yfir 70 pró­sent hjá Arion banka og yfir 60 pró­sent hjá Íslands­banka. 

Lands­bank­inn hefur verið með lægri kostn­að­ar­hlut­fall og einnig meiri arð­semi eig­in­fjár. Hann er stærsti banki lands­ins, en eigið fé hans var um 240 millj­arðar króna um mitt þetta ár. Til sam­an­burðar var eigið fé Arion banka 195 millj­arðar og eigið fé Íslands­banka 176 millj­arð­ar. 

Arð­semi eigin fjár bank­anna hefur verið á bil­inu 2 til 12 pró­sent, sé horft yfir síð­ustu mán­uði og ár. Hjá Arion banka hefur þetta hlut­fall verið lægst, hjá Íslands­banka næst lægst - á bil­inu 5 til 8 pró­sent - og síðan hefur það verið hæst hjá Lands­bank­an­um, en á öðrum árs­fjórð­ungi var það 9,9 pró­sent. 

Til sam­an­burðar þá hefur Arion banki nú sett sér mark­mið um að reka bank­ann með 50 pró­sent kostn­að­ar­hlut­falli og 10 pró­sent arð­semi eigin fjár, og voru fjölda­upp­sagnir upp á sam­tals 112 starfs­menn - sé dótt­ur­fé­lagið Valitor tekið með reikn­ing­inn - hluti af þeirri stefnu bank­ans.

Allt önnur staða er nú í hag­kerf­inu heldur en síð­ustu ár, þegar fjár­fest­ing var mikil og hag­vöxtur á bil­inu 3 til 6 pró­sent á ári. Um þessa stöðu var meðal ann­ars fjallað í ítar­legri frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans á föstu­dag­inn fyrir viku.

Spár gera ráð fyrir stöðnun á þessu ári, eða á bil­inu -0,2 pró­sent til 0,4 pró­sent hag­vexti. Á meðan svo er þá er ólík­legt að útlána­tæki­færum fjölgi mik­ið, enda útlána­þróun hefur í sögu­legu til­liti verið veru­lega tengd þróun lands­fram­leiðsl­unn­ar, eins og gefur að skilja.

Ríkar kröfur um eigið fé hjá bönk­un­um, og einnig krafa um góða lausa­fjár­stöðu, gerir það að verkum að bank­arnir eiga erfitt verið að skila vaxta­lækk­unum til við­skipta­vina sinna. Til þess að svo verði, þurfa bank­arnir að öllum lík­indum að hag­ræða mun meira en þeir hafa nú þegar gert, enda má hag­kerfið ekki við því að vera með óskil­virkt eða óhag­kvæmt banka­kerf­i. 

Allt annar veru­leiki

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru hins vegar ekki í sömu stöðu og geta boðið mun betri vaxta­kjör en bank­arn­ir, enda ekki með sömu yfir­bygg­ingu og reglu­verk til hlið­sjón­ar, þó sumir þeirra séu farnir að setja bremsur á útlán sín til fast­eigna­kaupa, eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í morgun

Lægstu vextir líf­eyr­is­sjóða eru í boði hjá Almenna líf­eyr­is­sjóðnum en hann býður nú sjóð­fé­lögum sínum að taka verð­tryggð fast­eigna­lán á 1,64 pró­sent breyti­legum vöxt­um. Vextir sem bank­arnir bjóða hafa á sama tíma verið á bil­inu 3,4 til 4 pró­sent. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tap TM á þriðja ársfjórðungi nam 251 milljón króna
TM tapaði 251 millj­ón krón­a á þriðja árs­fjórðungi þessa árs. Forstjórinn segir að tapið megi að öllu leyti rekja til fjárfestingastarfsemi.
Kjarninn 23. október 2019
Sigurgeir Finnsson
Leikhús fáránleikans: Um opinn aðgang og útgáfu fræðigreina
Kjarninn 23. október 2019
Rusl og blautþurrkur í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Mikið magn af rusli og blautklútum í skólphreinsistöð í Klettagörðum
Umhverfisstofnun minnir fólk enn og aftur á að henda ekki öðru en pappír í klósettin.
Kjarninn 23. október 2019
Már Guðmundsson
Fjárfestingarleiðin og peningaþvætti
Kjarninn 23. október 2019
Vilhjálmur Birgisson, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness.
Hafna ásökunum Vilhjálms um að Landsvirkjun sé að „slátra“ Elkem
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.
Kjarninn 23. október 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Helmingur þjóðar hefur litlar áhyggjur af orkupakkanum
Mun fleiri Íslendingar hafa litlar eða engar áhyggjur af áhrifum þriðja orkupakka ESB á hagsmuni þjóðarinnar en þeir sem áhyggjur hafa. Miðflokkurinn sker sig úr en 90 prósent stuðningsmanna flokksins hafa áhyggjur af áhrifum orkupakkans.
Kjarninn 23. október 2019
Bjarni Ármannsson er forstjóri Iceland Seafood.
Bréf í Iceland Seafood skráð á markað á þriðjudag
Iceland Seafood verður tuttugasta félagið á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þegar bréf í félaginu verða tekin til viðskipta eftir helgi.
Kjarninn 23. október 2019
Dagur Hjartarson
Samtök atvinnu, lífs og dauða
Kjarninn 23. október 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar