Hvaða leiðir koma til greina við sölu ríkisins á hlutabréfum í bönkum?

Formaður Sjálfstæðisflokksins vill setja það ferli af stað, að selja hlutabréf í Íslandsbanka. Deildar meiningar eru um þessi mál, meðal stjórnarflokkanna. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að sölu á eignarhlut í bönkum, eins og Íslendingar þekkja vel.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, von­ast til þess að sölu­ferli á eign­ar­hlutum í Íslands­banka geti haf­ist á næstu vikum og mán­uð­um. Hann lét þessi orð falla á dög­un­um, en ekki liggur fyrir hvenær nákvæm­lega það gæti ger­st, eða hvernig yrði staðið að því.

Ekki er ein­ing um málið meðal stjórn­ar­flokk­anna, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, og óvíst hvort málið fer af stað yfir höf­uð, en heim­ild er þó í lögum til að gera það og vel gæti farið að fjár­mála­ráð­herra ákveði að stíga ákveðin skrif í þessum efn­um, ekki síst eftir að Banka­sýsla rík­is­ins, sem heldur utan um eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­um, hefur gefið grænt ljós á það. 

En hvaða leiðir koma til greina, ákveði íslenska ríkið að selja eign­ar­hluti í Íslands­banka? 

Auglýsing

Nokkrar leiðir hafa verið nefnd­ar, og verður hér að neðan fjallað um nokkra mögu­leika í þessum efn­um. Leið­ar­vísir stjórn­valda - ef ákveðið verður að setja form­lega af staða sölu­ferli - verður vafa­lítið umfjöll­unin sem fram kemur í hvít­bók stjórn­valda um fjár­mála­kerfið, en þar er fjallað um hvernig ríkið getur staðið að því að end­ur­skipu­leggja eign­ar­hald á bönk­un­um. Þó er ekki fjallað mikið um tækni­breyt­ingar og fram­tíð­ar­sýn sem þær eru farnar nú þegar að leiða fram. 

1. Ríkið getur ákveðið að skrá Íslands­banka á markað og selja t.d. 10 til 25 pró­sent, með þeirri aðgerð. Þá myndi bank­inn verða kynntur sem fjár­fest­inga­kostur fyrir fjár­fest­um, inn­lendum og erlend­um, og síðan yrði ákveðið að selja á til­teknu verð­bili. Þetta er í grunn­inn sama aðferð og notuð var þegar Arion banki var skráður á mark­að, en hann er tví­skráður bæði í á Íslandi og í Sví­þjóð. Mark­aðsvirði Arion banka er nú 142,7 millj­arðar en eigið fé bank­ans um mitt þetta ár var 195 millj­arð­ar. Verðið er því 0,72 sinnum eigið fé, en það telst lágt í alþjóð­legum sam­an­burði. Eigið fé Íslands­banka var um 175,7 millj­arðar króna um mitt þetta ár, og yrði verðið á bank­anum því 127,4 millj­arðar króna, ef miðað er við mark­aðsvirði Arion banka eins og það er í dag.

2. Önnur leið sem stjórn­völd gætu far­ið, er að beita sér fyrir hag­ræð­ingu á fjár­mála­kerf­inu, og óska eftir sam­ein­ing­ar­við­ræðum Íslands­banka og t.d. Arion banka. Stjórnir bank­anna gætu þá form­lega sam­þykkt að setja það ferli af stað. Þannig gæti íslenska ríkið fengið verð­miða á eign sinni, og um leið beitt sér fyrir mik­ill breyt­ingu á fjár­mála­kerf­inu og hag­ræð­ingu. Þetta yrði engu að síð­ust vand­kvæðum bund­ið, þar sem sam­keppn­is­yf­ir­völd þyrftu að meta hvort sam­ein­ingin stæð­ist lög þar sem úr yrði stærsti banki lands­ins, með mikla mark­aðs­hlut­deild. Starfs­gildum gæti fækkað mikið við þetta og fjár­mála­þjón­usta breyst mik­ið, t.d. með færri úti­bú­um. En það sem ríkið gæti fengið út úr slíkri sam­ein­ingu væri hag­ræð­ing í fjár­mála­kerf­inu og mögu­leg sala á hluta­bréfum í bank­anum í leið­inni. Sam­an­lagt eigið fé Arion banka og Íslands­banka var um mitt þetta ár 370,7 millj­arðar en til sam­an­burðar var eigið fé Lands­bank­ans, stærsta banka lands­ins, 240 millj­arð­ar.

Eigið fé Íslandsbanka var 175,7 milljarðar um mitt þetta ár, en bankinn er minnstur kerfislægt mikilvægu bankanna þriggja. Auk hans eru það Arion banki og Landsbankinn.

3. Stjórn­völd gætu einnig ákveðið að sam­eina rík­is­bank­ana tvo, Íslands­banka og Lands­bank­ann, og beitt sér þá fyrir mik­ill hag­ræð­ingu í leið­inni. Sömu álita­mál og vakna við mögu­lega sam­ein­ingu Íslands­banka og Arion banka, myndu þá vakna upp. Það er hvort það stand­ist sam­keppn­is­lög að sam­eina bank­ana. En það er þó undir þeim merkj­um, að íslenska ríkið á báða bank­anna í dag og heldur í raun á þessum tveimur vöru­merkjum á grunni falskrar sam­keppni, sé horft á málin frá því sjón­ar­horn­i. 

4. Annar mögu­leiki fyrir stjórn­völd væri ein­fald­lega að aug­lýsa eign­ar­hlut í Íslands­banka til sölu, og kanna áhug­ann hjá fjár­fest­um. Það væri hægt að skil­yrða þátt­tök­una við til­tekna teg­und fjár­festa, t.d. líf­eyr­i­s­jóði. Þeir eru nú þegar veru­lega umsvifa­miklir í atvinnu­lífi, sem eig­endur rúm­lega helm­ings alls hluta­fjár á skráðum mark­aði, og einnig sem umfangs­miklir eig­endur á skulda­bréfa­mark­að­i. 

Allt yrðu þetta flækju­stig sem stjórn­völd þyrftu að taka afstöðu til. Þar myndu einnig koma upp kunn­ug­leg álita­mál um tengda aðila, per­sónur og leik­end­ur, og hvort gagn­sæi sé fyrir hendi að baki enda­eig­enda þeirra félaga sem myndu kaupa hluta­bréf í bönk­un­um.

5. Fari svo að stjórn­völd reyni að leggja upp með það að fá erlenda fjár­festa - t.d. banka frá Norð­ur­lönd­unum - að íslenska fjár­mála­kerf­inu, þá yrði það vafa­lítið þungsótt sökum stöð­unnar sem nú er uppi í fjár­mála­þjón­ustu í heim­in­um. Bankar hafa víða verið að minnka hratt umfang sitt og mikil hag­ræð­ing hefur átt sér stað hjá stórum alhliða bönk­um. Nefna má upp­sagnir á þús­undum starfs­manna hjá nor­rænum bönkum og einnig stórum alþjóð­legum bönkum - eins og HSBC, Royal Bank of Scotland og Deutsche Bank - sem dæmi þar um. 

Ekki ein­falt

Hvernig sem á málin er litið þá er það nokkuð mikil vand­kvæðum bundið fyrir stjórn­völd að losa um eign­ar­hluti sína í bönk­um, um þessar mund­ir. Sé horft á stefnu stjórn­ar­flokk­anna - Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins - þá er hún ólík þegar að þessu kem­ur, þrátt fyrir að heim­ild til sölu á eign­ar­hlut­unum sé fyrir hendi. Lík­legt er að þetta mál kæmi eins og sprett­hlaup út á jarð­sprengju­svæði, ef það yrði ekki sam­staða um málið í upp­hafi þess. 

En það er líka áhætta fyrir rík­ið, að aðhaf­ast lítið og breyta litlu í rekstri bank­anna, enda hefur arð­semin verið slök. Það er þó ekki sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri, heldur hafa bankar víða um heim átt í vax­andi erf­ið­leikum með að ná við­un­andi arð­semi á und­an­förnum árum, eins og fjallað var um nýlega í ítar­legri grein séfræð­inga og fram­kvæmda­stjóra hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Tækni­breyt­ingar eru að ýta undir mikið fram­boð af fjár­mála­þjón­ustu, t.d. á sviði greiðslu­miðl­un­ar, sem gerir hefð­bundnum alhliða bönkum erfitt fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar