Hræringar í Portúgal – Munu Sósíalistar halda völdum?

Portúgalar ganga að kjörkössum í dag en almennur stöðugleiki hefur ríkt á undangengnu kjörtímabili samanborið við árin þar á undan. Nú mun koma í ljós hvort vinstri blokkin haldi eður ei.

António Costa og flokkur hans á fjöldafundi þann 4. október 2019.
António Costa og flokkur hans á fjöldafundi þann 4. október 2019.
Auglýsing

Þrátt fyrir sögu­lega sundr­ung meðal vinstri manna í Vest­ur­-­Evr­ópu hefur António Costa, for­sæt­is­ráð­herra Portú­gal og leið­toga Sós­í­alista­flokks­ins, tek­ist að halda saman fjórum vinstri flokkum í heilt kjör­tíma­bil. Almennur stöð­ug­leiki og auk­inn hag­vöxtur hefur ríkt í Portú­gal í stjórn­ar­tíð Costa. Færri ferða­menn og tolla­stríð gætu hins­vegar komið hart niður á Portú­gölum á næstu árum.

Costa og Sós­í­alista­flokknum er spáð sigri í þing­kosn­ing­unum sem fara fram í Portú­gal í dag. Costa hefur verið for­sæt­is­ráð­herra lands­ins und­an­farin fjögur ár eftir að hafa myndað rík­is­stjórn með vinstri blokk­inni; Portú­galska komm­ún­ista­flokknum og hinum umhverf­is­sinn­aða Vist­væna flokki, sem oftar en ekki er kall­aður Græni flokk­ur­inn. Þess­ari vinstri blokk tókst að fella aðeins 11 daga gamla minni­hluta­stjórn sem leidd var af sós­í­alde­mókrat­anum Passoas Cohelo, en banda­lag hans hafði verið við stjórn­völin á árunum 2011 til 2015.

Portú­gölsk stjórn­mál eru að mörgu leyti frá­brugðin stjórn­málum ann­arra ríkja innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Portú­gal er til að mynda eitt af fimm löndum í Evr­ópu­sam­band­inu sem ekki er með öfga­sinn­aðan hægri­flokk á þingi. Hin eru Bret­land, Írland, Lúx­em­borg og Malta. Á sama tíma áttu fáir von á því að Costa og vinstri­banda­lag hans myndi end­ast út kjör­tíma­bil­ið. Spán­verjar sem deila Íber­íu­skag­anum með Portú­gölum hafa til sam­an­burðar gengið í gegnum fjórar mis­mun­andi kosn­ingar á jafn mörgum árum vegna ólgu á vinstri væng stjórn­mál­anna þar í landi.

Auglýsing

Portú­gölsk stjórn­völd hafa einnig gert sitt besta til að taka á móti eins mörgum inn­flytj­endum og mögu­legt er. „Við þurfum fleiri inn­flytj­endur og við munum ekki líða útlend­inga­hat­ur,“ sagði Costa á blaða­manna­fundi í fyrra. Inn­flytj­endur hafa reynst Portú­gölum dýr­mætir til að manna störf í ferða­manna­iðn­að­in­um, sem vaxið hefur hratt á und­an­förnum árum. Portú­gölsk stjórn­völd hafa einnig áhyggjur af háum með­al­aldri, sem sífellt fer hækk­andi, og horfa til inn­flutn­ings ungs vinnu­afls í því sam­bandi.

Íberíuskaginn Mynd: Google Maps

Rétt úr kútnum

Þrátt fyrir að Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi þurft að bjarga portú­galska efna­hags­kerf­inu með 78 millj­arða evra neyð­ar­láni fyrir ein­ungis átta árum, hafa Portú­galar náð að rétta úr kútn­um, sér­stak­lega í stjórn­ar­tíð Costa og Sós­í­alista­flokks­ins. Atvinnu­leysi hefur dreg­ist sam­an, úr 12,3 pró­sent, þegar síð­ustu kosn­ingar fóru fram, niður í 6,3 pró­sent. Á sama tíma hefur hefur hag­vöxtur verið mik­ill bor­inn saman við flest önnur lönd í Evr­ópu­sam­band­inu.

Vöru­við­skipta­hall­inn, sem var rúm­lega 7 pró­sent árið 2014, var kom­inn niður í 0,4 pró­sent í lok síð­asta árs. Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hefur farið fögrum orðum um hvernig Costa og rík­is­stjórn hans tókst að snúa við blað­inu.

Costa lof­aði fyrir kosn­ing­arnar árið 2015 að draga úr aðhalds­semi fyr­ir­vera hans, aðhalds­semi sem rík­is­stjórn Cohelo neydd­ist til að beita til að standa við samn­inga Portú­gal við Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn.

Máttur ferða­manna­iðn­að­ar­ins

Rétt eins og á Íslandi hefur ferða­manna­iðn­að­ur­inn stór­auk­ist í Portú­gal á síð­ustu árum sem hefur veitt efna­hags­líf­inu í land­inu byr undir báða vængi. Portú­gal hefur verið eft­ir­sókn­ar­verður áfanga­staður sökum þess meðal ann­ars hve ódýrt landið er miðað við til að mynda Spán og önnur lönd í Suð­ur­-­Evr­ópu. Sam­dráttur hefur einnig orðið á fjölda ferða­manna til Norð­ur­-Afr­íku vegna auk­innar hættu á hryðju­verkum og breyttum stjórn­ar­háttum í löndum sem áður þóttu eft­ir­sókn­ar­verð eins og til dæmis Egypta­land. Í fyrra var landið meðal fimm mest heim­sóttu landa í Evr­ópu.

Þessi aukni fjöldi ferða­manna hefur einnig leitt til fleiri Air­bn­b-­í­búða sem þvingað hefur fátæk­ari stéttir lands­ins frá helstu ferða­manna­stöðum Portú­gals. Til að mynda eru hlut­falls­lega fleiri Air­bn­b-g­isti­rými í Lissa­bon heldur en í Barcelona sem lengi hefur verið þekkt fyrir fjölda slíkra íbúða.

Portú­gölsk ferða­þjón­usta náði hæstu hæðum árið 2017 en færri heim­sóttu landið í fyrra. Frek­ari sam­dráttur í grein­inni á næstu mán­uðum og árum gæti reynst næstu rík­is­stjórn í Portú­gal þungt í skauti. Stór hluti ferða­manna síð­asta árs voru Bretar en þeir voru 15 pró­sent af öllum þeim sem ferð­uð­ust til lands­ins eða um 13 millj­ónir tals­ins. Nú þegar hefur dregið úr heim­sóknum þeirra til Portú­gal og líkur eru á að sam­dráttur auk­ist enn frekar vegna óvissu varð­andi Brexit.

Áskor­anir framundan

António Costa Mynd: Wiki Commons/Junta InformaPortú­gal skuldar nú þegar 120 pró­sent af lands­fram­leiðslu sinni en Costa stefnir á að ná því niður í 100 pró­sent árið 2023, nái hann end­ur­kjöri. Það gæti reynst honum erfitt þar sem ólík­legt þykir að efna­hagur Portú­gal haldi áfram að vaxa eins hratt og hann hefur gert und­an­farin ár. Þar er helst um að kenna færri ferða­mönn­um, eins og áður seg­ir, og tolla­stríði Kína og Banda­ríkj­anna

Vinstra banda­lag Costa dró einnig úr inn­viða­fjár­fest­ingum sem helst hefur bitnað á skóla­kerf­inu og heil­brigð­is­þjón­ustu svo dæmi sé tek­in. Rík­is­stjórn hans var einnig harð­lega gagn­rýnd árið 2017 fyrir það hve illa hún tókst á við skóg­ar­elda sem leiddu til dauða um það bil 100 íbúa. Þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra lands­ins sagði af sér í kjöl­far ham­far­anna. Einnig hafa hin og þessi spill­ing­ar­mál sett svip sinn á stjórn­ar­tíð Costa.

Ójafn­vægi á vinstri væng stjórn­mál­anna

Þó að Costa sé spáð sigri í kosn­ing­unum er ekki víst að banda­lag hans haldi. Sós­í­alista­flokknum er spáð 37 pró­sent atkvæða, eða um það bil 5 pró­sent meira fylgi en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2015. Helstu keppi­nautar Sós­í­alista­flokks­ins eru Sós­í­alde­mókra­ta­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, en þeir tveir mynd­uðu minni­hluta­stjórn­ina sem Costa og vinstri­banda­lag hans felldi árið 2015. Polit­ico spáir Sós­í­alde­mókra­ta­flokknum 27 pró­sent fylgi á meðan Flokki fólks­ins er spáð 5 pró­sent fylgi.

Alls eru 230 þing­sæti á portú­galska þing­inu og ólík­legt þykir að Costa tak­ist að fá hreinan meiri­hluta. Aukið fylgi hinna flokk­anna í vinstri blokk­inni, sem setið hafa í rík­is­stjórn með Costa og Sós­í­alista­flokknum und­an­farið kjör­tíma­bil, gæti á end­anum reynst dýr­keypt. Fræði­menn telja að það gæti leitt til sundr­ungar meðal vinstri manna rétt eins og víðar í Evr­ópu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira eftir höfundinnGrettir Gautason
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar