Söngvaseiður 60 ára

Í byrjun nóvember verða 60 ár síðan einn vinsælasti söngleikur allra tíma Sound of Music, Söngvaseiður, var fyrst sýndur á sviði. Kvikmynd með sama nafni, frumsýnd árið 1965 sló öll aðsóknarmet.

Fræg pósa leikkonunnar Julie Andrews úr kvikmyndinni Sound of music.
Fræg pósa leikkonunnar Julie Andrews úr kvikmyndinni Sound of music.
Auglýsing

Árið 1949 kom út í Banda­ríkj­unum bók sem bar heitið The Story of the Trapp Family Sin­gers. Hún hafði að geyma end­ur­minn­ingar Marie von Trapp, sem fædd­ist og ólst upp í Aust­ur­ríki. Eig­in­maður henn­ar, Georg von Trapp, sem var af ung­verskum ætt­um, hafði lát­ist tveimur árum fyrr og Marie von­að­ist til að bókin myndi afla henni tekna. Þegar Marie og Georg Trapp gift­ust átti Georg, sem var ekkju­maður og 22 árum eldri en Marie, sjö börn og síðar eign­uð­ust þau þrjú til við­bót­ar. Fjöl­skyldan flúði til Banda­ríkj­anna árið 1938 skömmu áður en síð­ari heims­styrj­öldin braust út. Fjöl­skyldan hafði þá um nokk­urra ára skeið aflað tekna með söng og hélt því áfram eftir flutn­ing­ana vestur um haf.

Trapp family sin­gers eins og þau nefndu sig nutu vin­sælda og fjöl­skyldan ferð­að­ist víða um lönd. Eftir að stríð­inu lauk stofn­uðu Trapp hjónin sjóð, sem styrkti fátækt fólk í Aust­ur­ríki. Georg lést, eins og áður sagði 1947 en Trapp fjöl­skyldan söng inn á nokkrar hljóm­plötur á árunum eftir 1950 en hætti störfum árið 1957. Marie von Trapp lést 28. mars 1987.

Auglýsing

The Trapp family og The Trapp family in Amer­ica 

Fljót­lega eftir útkomu bók­ar­innar The Story of the Trapp Family Sin­ger­s vildu tveir kvik­mynda­fram­leið­endur í Hollywood kaupa titil bók­ar­innar en Marie neit­aði að semja um slíkt, hún vildi því aðeins semja ef saga fjöl­skyld­unnar yrði sögð í slíkri mynd. Árið 1956 keypti þýskur kvik­mynda­fram­leið­andi fram­leiðslu­rétt­inn og gerði sama ár kvik­mynd­ina The Trapp family og tveimur árum síðar aðra mynd, sú bar heitið The Trapp family in Amer­ica. Báðar urðu þessar myndir mjög vin­sælar í Þýska­landi og víð­ar. Tón­listin í báðum mynd­unum sam­an­stóð af aust­ur­rískum þjóð­lög­um.

Trapp-fjölskyldan

Sound of Music – Söngva­seiður – á svið

Leik­stjór­inn Vincent J. Donehue sá báðar kvik­mynd­irnar um Trapp fjöl­skyld­una og sá fyrir sér að hægt væri að setja sög­una á svið. Eftir að hafa fengið sam­þykki Trapp fjöl­skyld­unnar samdi hann við tvo þekkta hand­rits­höf­unda, Lindsay og Cru­ise, um að skrifa leik­rit byggt á bók­inni, þótt mörgu væri breytt, og nota nokkur lög úr kvik­mynd­un­um. Sam­kvæmt upp­haf­legri áætlun átti saga Trapp fjöl­skyld­unnar að vera leik­rit, með söngv­um. Síðar var ákveðið að bæta við eins og einum eða tveimur lögum við „kannski eftir Rod­gers og Hammer­stein“ eins og leik­stjór­inn orð­aði það, þegar hann samdi við leikkon­una Mary Martin um að leika tit­il­hlut­verk­ið. Þeir Ric­hard Rod­gers og Oscar Hammer­stein II voru mjög þekkt­ir, höfðu samið fjöld­ann allan af lögum við þekkta söng­leiki, meðal ann­ars Okla­hom­a!, The King and I og South Pacific.

Fljót­lega eftir að samið hafði verið við þá félaga, um eitt eða tvö lög var ákveðið að verk­ið, sem ekki hafði enn fengið nafn, yrði söng­leikur og þeir Rod­gers og Hammer­stein myndu semja alla tón­list­ina. Þeir Lindsay og Cru­ise sömdu hand­rit­ið, eins og áður hafði verið ákveðið og Rod­gers og Hammer­stein sett­ust við og sömdu lög og texta.

Hlaut frá­bærar við­tökur

Þann 16. nóv­em­ber 1959 var söng­leik­ur­inn, sem nú hafði fengið nafnið Sound of Music frum­sýndur á Broa­d­way í New York eftir nokkrar for­sýn­ingar í New Haven og Boston. Skemmst er frá því að segja að verkið sló ræki­lega í gegn og þegar sýn­ingum lauk árið 1963 voru þær orðnar 1443. Gagn­rýnendur voru sam­mála um að allt hefði lagst á eitt, sögu­þráð­ur­inn, frammi­staða leik­ar­anna, dans­at­riðin og ekki síst tón­list­in. Oft hafði þeim félögum Rod­gers og Hammer­stein tek­ist vel upp en að mati gagn­rý­enda aldrei jafn vel og í þetta sinn. Hljóm­plata með söngvunum úr sýn­ing­unni seld­ist í rúm­lega þremur millj­ónum ein­taka. Reyndar fór svo að Sound of Music varð síð­asta sam­starfs­verk­efni þeirra Rod­gers og Hammer­stein því sá síð­ar­nefndi lést nokkrum mán­uðum eftir frum­sýn­ing­una á Broa­d­way.

Sound of Music eða Söngva­seiður eins og verkið er nefnt á íslensku var fyrst sýnt í Lund­únum 1961, sýn­ing­arnar urðu sam­tals 2.385. Upp­setn­ingin byggði að mestu á sýn­ing­unni í New York.

Sound of Music hefur verið sett á svið um víða ver­öld allt frá því að verkið kom fyrst fram, þar á meðal nokkrum sinnum hér á Íslandi, bæði í Þjóð­leik­hús­inu og Borg­ar­leik­hús­inu og enn­fremur hjá nokkrum leik­fé­lögum á lands­byggð­inni.

Auglýsing

Kvik­myndin og Julie Andrews

Vel­gengni Sound of Music á Broa­d­way fór ekki fram­hjá kvik­mynda­fram­leið­endum vest­an­hafs og í árs­lok 1962 réði 20th Cent­ury Fox fyr­ir­tækið Ernest Lehman til að skrifa kvik­mynda­hand­rit, byggt á söng­leiknum vin­sæla. Lehman hélt sig við sögu­þráð­inn en breytti þó ýmsu, einkum með það fyrir augum að auka á sjón­ræn áhrif áhorf­enda. Útisenur mynd­ar­innar voru að mestu leyti teknar í nágrenni Salz­burg í Aust­ur­ríki. Leik­stjór­inn Robert Wise var ekki nýgræð­ing­ur, hafði meðal ann­ars leik­stýrt West Side Story nokkrum árum fyrr.

Óhætt er að segja að myndin standi og falli með frammi­stöðu leikkon­unnar í hlut­verki Marie. Nokkrar komu til greina en dag nokk­urn, meðan á und­ir­bún­ingnum stóð kom hand­rits­höf­und­ur­inn Ernest Lehman til leik­stjór­ans Robert Wise og þeir fóru í Dis­ney kvik­mynda­verið og fengu að líta á nokkra búta úr kvik­mynd­inni Mary Popp­ins sem átti bráð­lega að frum­sýna. Eftir að þeir félagar höfðu horft í nokkrar mín­útur sagði leik­stjór­inn: „Semjum við þessa áður en ein­hver annar upp­götvar hana.“ Þessi var breska leik­konan Julie Andrews. Leik­stjór­inn hafði séð Christopher Plum­mer á sviði á Broa­d­way og þótti hann rétti mað­ur­inn til að leika Captain von Trapp.

Tökur hófust í mars 1964 og lauk 1. sept­em­ber. Útisenur mynd­ar­innar voru að mestu leyti teknar í Salz­burg og nágrenni í Aust­ur­ríki en nán­ast allt annað í Fox kvik­mynda­ver­inu í Los Ang­el­es. Julie Andrews var til­tölu­lega lítið þekkt þangað til Mary Popp­ins birt­ist á hvíta tjald­inu en þegar Sound of Music kom svo í kvik­mynda­húsin ári síðar varð hún heims­fræg, frum­sýn­ingin var 2. mars 1965, í New York.

Julie Andrews hefur átt mikilli velgengni að fagna Mynd: EPA

Við­tök­urnar

Banda­rískir gagn­rýnendur voru ekki á einu máli varð­andi mynd­ina. Sumir sögðu hana alltof væmna og syk­ur­sæta, aðrir hrósuðu henni í hástert. Dómur áhorf­enda var hins vegar afger­andi; Sound of Music sló algjör­lega í gegn og er ein vin­sælasta og mest sótta kvik­mynd allra tíma. Hljóm­plata með lög­unum úr kvik­mynd­inni hefur selst í meira en 20 millj­ónum ein­taka.

Þótt nú séu liðin 60 ár frá frum­sýn­ingu söng­leiks­ins og 54 ár síðan kvik­myndin birt­ist á hvíta tjald­inu er ekk­ert lát á vin­sæld­un­um. Leik­hús víða um heim svið­setja söng­leik­inn með reglu­legu milli­bili og millj­ónir sjá kvik­mynd­ina á hverju ári. Á sínum tíma þegar myndin var sýnd í Suður – Kóreu brá einn kvik­mynda­hús­eig­andi á það ráð að klippa alla söngvana burt, til að geta haft fleiri sýn­ingar á hverjum degi.

Fyr­ir­tæki í Salz­burg býður upp á skoð­un­ar­ferðir í rútu­bíl á Slóðir Sound of Music, þar er myndin sýnd á skjá meðan á ferð­inni stend­ur, leið­sögu­mað­ur­inn leiðir fjölda­söng og þarf ekki að útbýta text­un­um, þá kunna all­ir. Árlega fara um 50 þús­und manns í þessar ferð­ir. Skrif­ari þessa pistils fór í svona ferð fyrir tveimur árum. Af um það bil 30 far­þegum í rút­unni voru pistils­höf­undur og sessu­nautur hans (eig­in­kon­an) þeir einu sem aðeins höfðu séð kvik­mynd­ina einu sinni. Nokkrir í hópnum höfðu séð hana oftar en 20 sinn­um, einn oftar en 30 sinn­um. Leið­sögu­mað­ur­inn sagði að þetta væri síður en svo eins­dæmi.

Það má svo í lokin geta þess að þegar sýn­ingar á söng­leiknum hófust í London árið 1961 mætti 13 ára drengur með boðsmiða. Hann hafði skrifað Ric­hard Rogers aðdá­enda­bréf og fékk mið­ann að laun­um. Dreng­ur­inn hét, og heit­ir, Andrew Lloyd Webber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar