Verðlækkun í miðborginni í kortunum

Allt stefnir í að mikið framboð af húsnæði verði í boði á næstunni, á tíma þar sem eftirspurn er að gefa nokkuð eftir. Fjallað er um stöðuna á fasteignamarkaði í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

airbnb
Auglýsing

Dræm sala á nýjum íbúðum í miðbæ Reykjavíkur bendir til þess að verðlækkun gæti verið framundan á því svæði.

Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, sem kom út í morgun. Fjallað er um stöðuna á fasteignamarkaði í ritinu.

Í ritinu segir meðal annars að allt bendi til þess að mikið framboð nýrra íbúða - og íbúða sem áður voru í útleigu til ferðamanna - muni leiða til mikils framboðs á næstu misserum, á tímum þar sem eftirspurnin er að dala eftir mikið uppgangstímabil.

Auglýsing

Fjöldi nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu, og spá um næstu ár.„Nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið síðustu ár. Á árunum eftir efnahagsáfallið var óvenjulítil fjárfesting í íbúðarhúsnæði, sem leiddi til íbúðaskorts þegar eftirspurn glæddist á ný. Samkvæmt spá Samtaka iðnaðarins er búist við að tæplega 2.300 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári næstu þrjú árin samanborið við um 1.300 íbúðir á ári á síðustu þremur árum. Gangi spáin eftir verður framboð nýrra íbúða á næstu árum mun meira en á uppgangsárunum fyrir efnahagsáfallið, en á árunum 2006 til 2008 komu árlega um 2.100 nýjar íbúðir inn á markaðinn. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þróun ætti að leiða til þess að íbúðir sem áður voru nýttar í skammtímaútleigu komi á sölu eða í langtímaleigu. Því má gera ráð fyrir að framboð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu aukist nokkuð á næstu misserum. Hins vegar virðist fjöldi erlendra starfsmanna í byggingariðnaði hafa náð hámarki ásamt því að sementssala er farin að dragast saman,“ segir meðal annars í Fjármálastöðugleika. 

Fasteignaverð hefur staðið í stað undanfarin misseri, sé litið til þróunar raunverðs. Í júlí mældist verðlækkun á fasteignamarkaði en í ágúst 0,4 prósent hækkun, miðað við árið á undan. Mikil hækkun hefur verið á fasteignaverði á undanförnum árum, en mest mældist árleg hækkun 23,5 prósent vorið 2017. Hún var þá hvergi í heiminum meir, og sé horft til gengisþróunar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, þá hækkaði verðið um meira en 40 prósent á einu ári í Bandaríkjadal mælt. 

Mikil sveifla niður á við hefur verið í kaupsamningum miðað við í fyrra, að því er segir í Fjármálastöðugleika. 

„Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 12% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Fækkun samninga um kaup á nýbyggingum var enn meiri eða 26%. Gögn yfir nýbyggingar á markaði og samninga um kaup á nýbyggingum benda til þess að sölutregða sé á nýbyggingum í miðbæ Reykjavíkur. Um 70-90% af nýjum íbúðum sem komið hafa inn á markaðinn á matsvæðum utan miðbæjarins sl. þrjú ár eru seld en einungis um fjórðungur nýbygginga í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í Fjármálastöðugleika.

Um sex prósent heildarskulda

Skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist undanfarin ár samhliða mikilli uppbyggingu. Þær námu um 168 milljörðum króna í lok ágúst eða rúmlega sex prósent af útlánum til viðskiptavina. 

Ætla má að verulegur hluti þeirra skulda sé vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Raunvöxtur útlána kerfislægt mikilvægra banka, þ.e. Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, til byggingageirans hefur verið nær stöðugt yfir 10 prósent á ársgrundvelli frá árinu 2016. Í lok ágúst mældist hann um 16 prósent samanborið við rúmlega 15 prósent í árslok 2018. 

Þróunin snúist við

Á árunum 2016 og 2017 hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu umfram bæði laun og leiguverð og langt umfram byggingarkostnað, samkvæmt upplýsingum í Fjármálastöðugleika. Þessi þróun hefur snúist við. Í lok ágúst hafði launavísitalan hækkað um 4,3 prósent á undanförnum tólf mánuðum, vísitala leiguverðs um 3,7 prósent og vísitala byggingarkostnaðar um 4,6 prósent, en vísitala fasteignaverðs hafði hækkað um 3,6 prósen. Verðbólga mælist nú þrjú prósent á ársgrundvelli, og stýrivextir Seðlabanka Íslands eru 3,25 prósent. 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar