Verðlækkun í miðborginni í kortunum

Allt stefnir í að mikið framboð af húsnæði verði í boði á næstunni, á tíma þar sem eftirspurn er að gefa nokkuð eftir. Fjallað er um stöðuna á fasteignamarkaði í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands.

airbnb
Auglýsing

Dræm sala á nýjum íbúðum í miðbæ Reykjavíkur bendir til þess að verðlækkun gæti verið framundan á því svæði.

Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika Seðlabanka Íslands, sem kom út í morgun. Fjallað er um stöðuna á fasteignamarkaði í ritinu.

Í ritinu segir meðal annars að allt bendi til þess að mikið framboð nýrra íbúða - og íbúða sem áður voru í útleigu til ferðamanna - muni leiða til mikils framboðs á næstu misserum, á tímum þar sem eftirspurnin er að dala eftir mikið uppgangstímabil.

Auglýsing

Fjöldi nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu, og spá um næstu ár.„Nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið síðustu ár. Á árunum eftir efnahagsáfallið var óvenjulítil fjárfesting í íbúðarhúsnæði, sem leiddi til íbúðaskorts þegar eftirspurn glæddist á ný. Samkvæmt spá Samtaka iðnaðarins er búist við að tæplega 2.300 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á hverju ári næstu þrjú árin samanborið við um 1.300 íbúðir á ári á síðustu þremur árum. Gangi spáin eftir verður framboð nýrra íbúða á næstu árum mun meira en á uppgangsárunum fyrir efnahagsáfallið, en á árunum 2006 til 2008 komu árlega um 2.100 nýjar íbúðir inn á markaðinn. Samhliða fjölgun nýbygginga hefur dregið úr skammtímaútleigu íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þróun ætti að leiða til þess að íbúðir sem áður voru nýttar í skammtímaútleigu komi á sölu eða í langtímaleigu. Því má gera ráð fyrir að framboð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu aukist nokkuð á næstu misserum. Hins vegar virðist fjöldi erlendra starfsmanna í byggingariðnaði hafa náð hámarki ásamt því að sementssala er farin að dragast saman,“ segir meðal annars í Fjármálastöðugleika. 

Fasteignaverð hefur staðið í stað undanfarin misseri, sé litið til þróunar raunverðs. Í júlí mældist verðlækkun á fasteignamarkaði en í ágúst 0,4 prósent hækkun, miðað við árið á undan. Mikil hækkun hefur verið á fasteignaverði á undanförnum árum, en mest mældist árleg hækkun 23,5 prósent vorið 2017. Hún var þá hvergi í heiminum meir, og sé horft til gengisþróunar krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, þá hækkaði verðið um meira en 40 prósent á einu ári í Bandaríkjadal mælt. 

Mikil sveifla niður á við hefur verið í kaupsamningum miðað við í fyrra, að því er segir í Fjármálastöðugleika. 

„Kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 12% á fyrstu átta mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Fækkun samninga um kaup á nýbyggingum var enn meiri eða 26%. Gögn yfir nýbyggingar á markaði og samninga um kaup á nýbyggingum benda til þess að sölutregða sé á nýbyggingum í miðbæ Reykjavíkur. Um 70-90% af nýjum íbúðum sem komið hafa inn á markaðinn á matsvæðum utan miðbæjarins sl. þrjú ár eru seld en einungis um fjórðungur nýbygginga í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í Fjármálastöðugleika.

Um sex prósent heildarskulda

Skuldir byggingageirans við bankana hafa aukist undanfarin ár samhliða mikilli uppbyggingu. Þær námu um 168 milljörðum króna í lok ágúst eða rúmlega sex prósent af útlánum til viðskiptavina. 

Ætla má að verulegur hluti þeirra skulda sé vegna byggingar íbúðarhúsnæðis. Raunvöxtur útlána kerfislægt mikilvægra banka, þ.e. Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, til byggingageirans hefur verið nær stöðugt yfir 10 prósent á ársgrundvelli frá árinu 2016. Í lok ágúst mældist hann um 16 prósent samanborið við rúmlega 15 prósent í árslok 2018. 

Þróunin snúist við

Á árunum 2016 og 2017 hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu umfram bæði laun og leiguverð og langt umfram byggingarkostnað, samkvæmt upplýsingum í Fjármálastöðugleika. Þessi þróun hefur snúist við. Í lok ágúst hafði launavísitalan hækkað um 4,3 prósent á undanförnum tólf mánuðum, vísitala leiguverðs um 3,7 prósent og vísitala byggingarkostnaðar um 4,6 prósent, en vísitala fasteignaverðs hafði hækkað um 3,6 prósen. Verðbólga mælist nú þrjú prósent á ársgrundvelli, og stýrivextir Seðlabanka Íslands eru 3,25 prósent. 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar