Bára Huld Beck

Fólk myndi taka þessu miklu alvarlegar ef lýst væri yfir neyðarástandi

Daði Víðisson, ungur aðgerðasinni í loftslagsmálum, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hittust og ræddu um loftslagsmál. Þau sammæltust um að von og samstaða væri mikilvæg í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og að nauðsynlegt væri að lýsa yfir neyðarástandi.

Á sól­ríku eft­ir­mið­degi hitt­ust Daði Víð­is­son, 8. bekk­ing­ur í Haga­kóla og lofts­lags­að­gerðasinni, og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, á kaffi­húsi í mið­bænum og ræddu lofts­lags­mál. 

Daði hefur mætt í hádeg­inu á nán­ast hverjum ein­asta föstu­degi síðan í vor fyrir utan Alþingi og mót­mælt ásamt skóla­systk­inum sínum og kraf­ist rót­tæk­ari aðgerða stjórn­valda í lofts­lags­mál­u­m. Rósa Björk hefur sjálf verið óhrædd við að kalla eftir því að stjórn­völd, þar á meðal hennar eigin flokkur sem situr nú í rík­is­stjórn, geri enn meiri þegar kemur að lofts­lags­mál­u­m. 

Kjarn­inn fékk að fylgj­ast með þessum tveimur ræða um von og von­leysi, nauð­syn þess að lýsa yfir neyð­ar­á­standi og fram­tíð­ar­að­gerð­ir ­stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Daði: Finnst þér að þinn flokkur hafa gert nóg í lofts­lags­mál­um?

Rósa Björk: Nei, mér finnst ég og minn flokkur ekki hafa verið gera alveg nóg í lofts­lags­mál. Ég held að við getum gert meira. Þó svo að ég sé ánægð með þá aðgerða­á­ætlun sem flokk­ur­inn hefur sett fram í lofts­lags­málum þá hef ég verið pínku gagn­rýnin á það að við þurfum að gera meira og hrað­ar.

Daði: Finnst þér yfir­lýs­ing neyð­ar­á­stands vera þörf?

Rósa Björk: Já, reyndar er ég á þeirri skoð­un. Það hafa mörg þing erlend­is, borgir og jafn­vel lönd lýst yfir neyð­ar­á­standi. Ég held að það skipti svolitlu máli að lýsa yfir neyð­ar­á­standi vegna þess að þá þýðir það að við erum að setja þunga á þetta mál. Ég er líka eig­in­lega bara á þeirri skoðun að við séum í neyð­ar­á­standi þegar kemur að lofts­lags­mál­un­um. Þá eigum við bara að kalla þetta það sem það er, ekki tipla á tánum í kringum það. 

Hér er neyð­ar­á­stand og við þurfum að bregð­ast mjög hratt við. Það er ekk­ert verið að ógna neinum eða að hræða neinn þó að við lýsum yfir neyð­ar­á­standi. Eins og ég segi það hafa önnur þjóð­þing, borgir og bæir erlendis verið að lýsa yfir neyð­ar­á­stand­i. Af hverju ættum við ekki gera það, þegar staðan er eins og hún er í lofts­lags­mál­um?

Daði: Já, ég get verið sam­mála þér þarna. Þetta er bara já, algjört neyð­ar­á­stand. 

Ég er líka eiginlega bara á þeirri skoðun að við séum í neyðarástandi þegar kemur að loftslagsmálunum. Þá eigum við bara að kalla þetta það sem það er, ekki tipla á tánum í kringum það.

Daði: Ert þú með ein­hverjar hug­myndir til að minnka neyslu á kjöt- og mjólk­ur­af­urð­u­m? 

Rósa Björk: Já, ég er með nokkrar hug­mynd­ir. Ég held að þegar að það kemur að rík­inu og opin­berum stofn­unum þá getum við gert ýmis­legt. Til að mynda getum við sett reglur um að í mötu­neytum á vegum rík­is­ins og í opin­berum stofn­unum bjóðum við ekki upp á kjöti – bjóðum minna af því eða höfum meiri græn­met­is­rétti en við ger­um. Við þyrftum að auka hlut græn­metis og minnka hlut kjöt­s. 

Síðan er ég er líka með hug­mynd um það, þar sem við hérna á Íslandi búum við svo góðar aðstæður þegar kemur að mat­væla­fram­leiðslu, að við þyrftum að vera dug­legri í því að fram­leiða meira græn­meti. En hvernig getum við aukið fram­leiðsl­una? Við fram­leiðum nú þegar mikið af græn­meti vegna þess að við eigum heitt vatni og orku.

Græn­met­is- og mat­væla­fram­leið­endur hafa nú kvartað yfir því í nokkur ár að raf­magns- og orku­verð til þeirra sé alltof hátt. Þannig að ef við myndum lækka þetta raf­magns­verð og orku­verð til fram­leið­anda á græn­meti þá gætu verið byggð fleiri gróð­ur­hús og þá myndi það auka fram­leiðslu á græn­meti. Ég held að það myndi bæði auka fram­leiðsla á Íslandi og líka gera fram­leiðsl­una fjöl­breytt­ari.

Við höfum gert þetta þegar kemur að stór­iðj­um, við höfum lækkað raf­orku­verð til stór­iðju og þess vegna er það svo ótrú­lega skrítið að við höfum ekki gert þetta varð­andi mat­væla­fram­leiðslu, það er lækkað verð til þeirra sem rækta græn­meti í gróð­ur­hús­um.

Daði Víðisson
Bára Huld Beck

Daði: Af hverju er ekki búið að upp­fylla allt sem kemur fram í Par­ís­ar­sátt­mál­an­um? 

Rósa Björk: Það er ennþá smá tíma áður en við þurfum að upp­fylla allt það sem við höfum skrifað undir í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. En til þess að við gerum það, til þess að við minnkum útblástur um þessar tvær gráður þá þurfum við heldur betur að spýta í lófana, heldur betur að fara að labba svo­lítið hraðar og eig­in­lega bara hlaupa. Ég myndi vilja setja skatta á flug og að það væri skylda að kolefn­is­jafna allar ferðir opin­berra stofn­ana og rík­is­ins. Mér finnst einnig að það ætti að vera skylda að vera með raf­magns­bíla í sveit­ar­fé­lögum og ríki. Það er að vísu smá vísir að þessu í aðgerða­á­ætlun um lofts­lags­mál en þarna þurfum við enn og aftur að gera bet­ur. 

Við þurfum einnig að taka stór­iðj­una út fyrir sviga og taka þess í stað svo­lítið hressi­lega á henni. Ég trúi því að í stað­inn fyrir stór­iðju þá þurfum við að skipta efna­hag okkar upp þannig að við ætlum að vera með græn störf í nátt­úru- og umhverf­is­vernd. Og líka það sem kallað er græn nýsköpun þegar minni fyr­ir­tæki starfa í tengslum við umhverf­is­vernd og sjálf­bærni. Ég held að það sé fullt af tæki­færum fyrir okkur til að gera okkur svo­lítið meira gild­andi þarna.

Það fyllir mig von að krakkar eins og þú séu að berjast fyrir hraðari og meiri aðgerðum þegar kemur að loftslagsmálum.

Daði: Finnst þér of seint að byrja núna á ein­hverjum aðgerðum eða hefur þú ennþá von? 

Rósa Björk: Nei, ég hef nefni­lega ennþá von. Stundum missi ég alveg rosa­lega mikið von­ina og hugsa bara okei við erum alltof sein. En það hefur orðið svo ótrú­leg vit­und­ar­vakn­ing á síð­asta ári sem Greta Thun­berg hefur leitt. Hún er svo mögnuð og sýnir okkur að ein­stak­lingur getur hreyft yfir mörg­um. Svo skiptir svo miklu máli hvað við ger­um.

Það er ár síðan hún var ein fyrir framan sænska þing­ið, alein með eitt spjald. Núna ári síðar eru millj­ónir manna um allan heim að krefj­ast hrað­ari og meiri aðgerða til þess að takast á við lofts­lags­breyt­ing­ar. Það fyllir mig von.  

Það fyllir mig von að krakkar eins og þú séu að berj­ast fyrir hrað­ari og meiri aðgerðum þegar kemur að lofts­lags­mál­um.

Áður en ég fór á þing var ég blaða­kona og frétta­kona. Þar á undan var ég líka fjalla­leið­sögu­maður og vann í nokkur sumar upp á Vatna­jökli. Síð­asta sumar fór ég í kringum Vatna­jökul og skoð­aði skrið­jökla sem ég hafði ekki heim­sótt í nokkur sum­ar. Þá sá sé hversu ótrú­lega mikið þeir voru búnir að bráðna og fyllt­ist ég þá miklu von­leysi. Ég varð svo­lítið döpur ... eig­in­lega svo­lítið mik­ið. 

Ég er búin að vera hugsa um þetta síð­ustu daga, varð­andi von­leysi og von­ina. Ég held að til þess að við náum að breyta ástand­inu þá verðum við að ná að nýta von­leysi til að leysa úr læð­ingi þennan kraft að „heyrðu nú við þurfum við bara að gera ýmis­leg­t.“ Og þar held ég að von okkar liggi.

Daði: Vilt þú auka fræðslu í grunn­skól­um, mennta­skólum og háskólum um lofts­lags­mál? 

Rósa Björk: Já, heldur bet­ur, finnst þér það ekki lík­a? 

Daði: Jú, ég get bara sagt af minni reynslu og mér finnst ekk­ert verið að tala um þetta beint eða eitt­hvað mik­ið.  

Rósa Björk: Hvenær finnst þér að við ættum að byrja að tala um lofts­lags­mál? 

Daði: Bara sem fyrst, vegna þess að þetta er í gangi núna. Á meðan við erum að tala þá er verið að losa fullt af koltví­sýr­ing út í loft­ið. Við þurfum eig­in­lega bara að vakna sem fyrst og gera eitt­hvað í þessu. 

Rósa Björk: Ég er alveg sam­mála þér. Ég held að því fyrr því betra. Ég held að það þurfi einnig að efla þessi tengsl fólks og krakka, jafn­vel bara meira og strax á leik­skóla- og grunn­skóla­aldri. Efla tengsl krakka við nátt­úr­una. Svo þú fáir svo­lítið góða til­finn­ingu fyrir nátt­úr­unni og fáir þessa vænt­um­þykju fyrir henni. Ef okkur þykir vænt um nátt­úr­una þá held ég að það séu meiri líkur á að við berj­umst fyrir henni.

Daði Víðisson og Rósa Björk
Bára Huld Beck

Daði: Já, heyrðu geggj­að. Ég er ekki með fleiri spurn­ing­ar. Ert þú með ein­hverjar spurn­ing­ar?

Rósa Björk: Já, mig lang­aði að spyrja þig af því þú ert yngri en ég. Ert þú von­laus eða von­góð­ur?

Daði: Ég veit það ekki alveg. Við verðum auð­vitað að gera bet­ur. Þegar maður sér hluti í ákveðnu ljósi þá missir maður von­ina en ég held að við þurfum bara að standa saman og vera með von og vilja til að gera þetta. Vera með vilja til að bjarga mann­kyn­in­u. 

Rósa Björk: Ég held að þetta sé lyk­il­orð sem þú ert að tala um; að við verðum að standa sam­an. Við getum ekki gert þetta eitt og eitt heima hjá okk­ur, verðum að standa saman og þrýsta á breyt­ing­ar. Það sem hefur verið að ger­ast núna með lofts­lags­verk­föll­un­um, það er verið að þrýsta á að bregð­ast hraðar við og bregð­ast við með meiri afger­andi hætti. Við erum líka alltaf að fá meiri og meiri upp­lýs­ingar um hversu miklu hraðar þetta er að ger­ast en við héld­um. Við höfum ekk­ert rosa­lega mik­inn tíma en við höfum ennþá tíma til þess að bregð­ast við. 

Rósa Björk: Hvað finnst þér um þau sem draga úr og efast um lofts­lags­breyt­ing­ar, finnur þú fyrir því, eru ekki krakkar á þínum aldri svo­lítið sam­mála um að við þurfum að berj­ast fyrir þessu?

Daði: Jú, ég held að flestir – alla­vega á mínum aldri – viti af þessu og hugsi um þetta og trúi á þetta. Örugg­lega ein­hverjir sem gera það ekki. 

Rósa Björk: Já, mis­heit í bar­átt­unn­i. 

Rósa Björk: Af því ég er stjórn­mála­kona og þú eftir nokkur ár ferð að kjósa. Nú verður þú eig­in­lega að segja mér hvað þú vilt að ég geri á þing. Þú mátt líka senda mér bréf. 

Daði: Já, bara þrýsta á aðgerð­ir. Líka hug­mynd­irnar sem þú hefur komið með, halda áfram með eitt­hvað svona. 

Rósa Björk: Þú myndir halda að það að lýsa yfir neyð­ar­á­standi myndi ýta svo­lítið hressi­lega við. 

Daði: Já, það myndi líka vekja fólk. Myndi fræða fólk meira um þetta og fólk myndi taka þessu miklu alvar­legar ef lýst væri yfir neyð­ar­á­standi.

Rósa Björk: Þú sendir mér svo bara fleiri hug­mynd­ir. Ég læt þig fá net­fangið mitt og þú skrifar mér þegar þú kemur heim ef þér dettur eitt­hvað fleiri í hug. 

Rósa Björk: Takk fyrir spjallið og gangi þér vel. 

Daði: Takk, sömu­leið­is. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar