Er sandurinn í heiminum að klárast?

Þeim sem leið eiga um sunnlensku sandana eiga kannski erfitt með að trúa því að sandur sé auðlind, hvað þá takmörkuð auðlind. En þótt nóg sé af þeim svarta Mýrdalssandi og fleiri slíkum er víða skortur á þessu mikilvæga efni.

Hálendið - Norðausturland
Auglýsing

Þangað til fyrir örfáum árum hefðu flestir Íslend­ingar látið segja sér það tvisvar að skortur á sandi væri eitt­hvað sem gæti orðið vanda­mál. Hér á Íslandi hefur sandur þótt fremur óskemmti­legt fyr­ir­bæri, og auk þess þykir mörgum hann ljótur á lit­inn. Oft­ast kol­svartur og drunga­legur og þegar um hann er fjallað er það sjaldn­ast í jákvæðum tóni. „Það er myrkur og þoka og mein­legir skuggar á Mýr­dals­sandi og hvergi skjól að fá“ sungu þeir Bubbi og Rúnar í GCD. 

Mýr­dals­sandur er kannski þekkt­astur íslenskra sanda, ekki síst vegna drauga­trúar sem lengi var við hann tengd. Dæmi eru um rútu­bíl­stjóra sem neit­uðu að aka sand­inn í myrkri. Sömu­leiðis er vitað til að fólk hafi ekki þorað út úr bíl í myrkr­inu á sand­inum ef skipta þurfti um dekk heldur beðið birt­ingar í bíln­um. En þeir eru fleiri stóru sand­arnir á Íslandi: Skeið­ar­ár­sand­ur, Breiða­merk­ur­sand­ur, Sól­heima­sandur og Hóla­sandur koma fyrst upp í hug­ann en íslensku sand­arnir eru fleiri. Og svo eru það allar fjör­urn­ar, bæði margar og lang­ar. Það er sem sé ekki skortur á sandi á Íslandi og þótt mikið sé byggt er óhætt að full­yrða að ekki verði hér skortur á sandi um ó­fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. 

Fyrstu kynni margra af sandi eru sand­kass­arnir sem hafa um ára­tuga skeið verið vin­sælir meðal barna, og þau stuttu telja sig iðu­lega þurfa að bragða á hon­um. Kom­ast þá fljótt að því þótt gaman sé að moka er sand­ur­inn ekki ætl­aður til átu. Íslend­ingar líta almennt ekki á sand sem verð­mæti, hann er bara þarna og not­aður í stein­steypu, við vega­gerð og fleira. En þótt Íslend­ingar líti ekki á sand sem sér­stök verð­mæti gildir ekki það sama um margar aðrar þjóð­ir. Það er nefni­lega komið í ljós að sand­ur­inn er ekki óþrjót­andi, að minnsta kosti ekki sandur sem hentar til mann­virkja­gerð­ar. 

Auglýsing

Singapúr

Flest ríki sem þurfa að flytja inn sand nota hann í hús­bygg­ingar og önnur mann­virki. Smá­ríkið Singapúr í Suð­austur – Asíu flytur inn meiri sand en nokk­urt annað ríki í heim­in­um. Sá sandur sem Singapúr­arnir flytja inn fer ekki nema að litlu leyti í hús, hann fer að mestu leyti í það að stækka land­ið. Íbúa­fjöldi Singapúr hefur meira en þre­fald­ast síðan landið sagði skilið við Bret­land árið 1963 og nú losar íbúa­fjöld­inn 6 millj­ón­ir. Stjórn­völd hafa ein­ungis eitt úrræði til að bregð­ast við þess­ari miklu fjölgun í landi sem þegar er mjög þétt­set­ið: stækka landið í sjó fram. Og, það er nákvæm­lega það sem Singapúr­arnir hafa gert og á síð­ustu árum hefur flat­ar­mál þessa litla lands (sem er nú 725 fer­kíló­metr­ar) auk­ist um meira en 20 pró­sent. 

Þessa land­fyll­ingu, sem er að mestu gerð úr sandi hafa þeir orðið að flytja inn. Sand­ur­inn hefur verið fluttur inn frá Indónesíu, Malasíu, Kam­bó­díu og Tælandi. Þessi inn­flutn­ingur hefur ekki allur verið fluttur inn sam­kvæmt lögum og regl­um. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum sögð­ust yfir­völd hafa flutt inn 3 millj­ónir tonna sands frá Malasíu en sam­kvæmt upp­lýs­ingum mala­sískra yfir­valda var inn­flutn­ing­ur­inn 133 millj­ónir tonna. Mis­mun­ur­inn 130 millj­ónir tonna, af ólög­legum sandi. Þessum sandi er öllum mokað upp af ströndum lands­ins og þegar magnið er svona gíf­ur­legt hefur það áhrif. Sömu sögu er að segja frá Indónesíu, yfir­völd þar segja að að sand­námið skapi mik­inn vanda á lág­lendum eyj­um.

Hvað með Sahara og sandana á Arab­íu­skag­an­um?

Flestir hafa séð myndir frá Sahara eyði­mörk­inni og sand­auðn­unum á Arab­íu­skaga­naum og því má spyrja hvort ekki sé hægt að flytja eitt­hvað úr þessum risa­sand­bingjum þangað sem þörf er á. Svarið við því er að vissu­lega væri það hægt en gall­inn er, svo ótrú­lega sem það kann að hljóma, að sand­ur­inn í Sahara og á Arab­íu­skag­anum er ónot­hæfur í stein­steypu. Hann er ein­fald­lega of mjúkur og fín­gerð­ur. Sand­ur­inn í hæstu bygg­ingu heims Burj Khalifa í Dubai (829,8 metrar á hæð) var fluttur inn frá Ástr­al­íu, sand­ur­inn á heima­slóðum var ónot­hæf­ur.

Kín­verjar steypa og steypa 

Á und­an­förnum árum hefur mikið verið fjallað um þær miklu breyt­ingar sem átt hafa sér stað í Kína. Þar fjölgar þeim, sem flytja úr sveit­unum í þétt­býl­ið, um millj­óna­tugi árlega og hús­næð­is­þörfin því mik­il. Og það þarf ekki bara að byggja hús, það þarf líka að leggja vegi. Und­an­farin ár hafa Kín­verjar árlega lagt 146 þús­und kíló­metra af steyptum götum (steypti kafl­inn fyrir botni Beru­fjarðar er sem dropi í haf­ið) og Kín­verjar gera ráð fyrir að þessi upp­bygg­ing vega­kerf­is­ins haldi áfram í mörg ár. Það segir líka sitt að á árunum 2011 – 2014 not­uðu Kín­verjar meira magn stein­steypu en Banda­ríkja­menn gerðu alla 20. öld­ina. Kín­verjar eru enn sem komið er sjálfum sér nógir um sand og það gildir líka um Ind­verja.

Veldur áhyggj­um 

Í nýrri skýrslu frá Sam­ein­uðu þjóð­unum kemur fram að árið 2060 verði árleg notkun sands 82 millj­arðar tonna. Og þetta mikla sand­nám sé meira en jörðin getur með góðu móti bor­ið. Í skýrsl­unni kemur fram að sums­staðar sé byggt miklu meira íbúð­ar­hús­næði en þörf sé fyrir og brýnt sé að kunna sér hóf í þeim efnum og jafn­framt beri að end­ur­nýta bygg­inga­efni í auknum mæli. 

Skýrslu­höf­undar segja að umfjöllun um þetta mik­il­væga efni, sand­inn, hafi fram til þessa verið verið tak­mörk­uð. Nauð­syn­legt sé að það breyt­ist og reyndar sjá­ist þess nú merki að þjóðir heims séu að átta sig á nauð­syn þess að bregð­ast við, sand­ur­inn sé að renna úr stunda­glas­inu.    

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Allir þurfa helst að eiga heima einhversstaðar. Og flestir þurfa að taka lán til þess að geta keypt sér heimili.
Ár óverðtryggðu lánanna
Íslendingar eru að sækja meira í óverðtryggð lán en nokkru sinni áður, samhliða vaxtalækkun Seðlabanka Íslands. Hratt lækkandi verðbólga gerir það þó að verkum að verðtryggðu lánin er enn í mörgum tilfellum hagstæðari.
Kjarninn 25. janúar 2020
Matthildur Björnsdóttir
Sköpun versus það sem menn sögðu að væri almættið
Kjarninn 25. janúar 2020
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar