Er sandurinn í heiminum að klárast?

Þeim sem leið eiga um sunnlensku sandana eiga kannski erfitt með að trúa því að sandur sé auðlind, hvað þá takmörkuð auðlind. En þótt nóg sé af þeim svarta Mýrdalssandi og fleiri slíkum er víða skortur á þessu mikilvæga efni.

Hálendið - Norðausturland
Auglýsing

Þangað til fyrir örfáum árum hefðu flestir Íslend­ingar látið segja sér það tvisvar að skortur á sandi væri eitt­hvað sem gæti orðið vanda­mál. Hér á Íslandi hefur sandur þótt fremur óskemmti­legt fyr­ir­bæri, og auk þess þykir mörgum hann ljótur á lit­inn. Oft­ast kol­svartur og drunga­legur og þegar um hann er fjallað er það sjaldn­ast í jákvæðum tóni. „Það er myrkur og þoka og mein­legir skuggar á Mýr­dals­sandi og hvergi skjól að fá“ sungu þeir Bubbi og Rúnar í GCD. 

Mýr­dals­sandur er kannski þekkt­astur íslenskra sanda, ekki síst vegna drauga­trúar sem lengi var við hann tengd. Dæmi eru um rútu­bíl­stjóra sem neit­uðu að aka sand­inn í myrkri. Sömu­leiðis er vitað til að fólk hafi ekki þorað út úr bíl í myrkr­inu á sand­inum ef skipta þurfti um dekk heldur beðið birt­ingar í bíln­um. En þeir eru fleiri stóru sand­arnir á Íslandi: Skeið­ar­ár­sand­ur, Breiða­merk­ur­sand­ur, Sól­heima­sandur og Hóla­sandur koma fyrst upp í hug­ann en íslensku sand­arnir eru fleiri. Og svo eru það allar fjör­urn­ar, bæði margar og lang­ar. Það er sem sé ekki skortur á sandi á Íslandi og þótt mikið sé byggt er óhætt að full­yrða að ekki verði hér skortur á sandi um ó­fyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð. 

Fyrstu kynni margra af sandi eru sand­kass­arnir sem hafa um ára­tuga skeið verið vin­sælir meðal barna, og þau stuttu telja sig iðu­lega þurfa að bragða á hon­um. Kom­ast þá fljótt að því þótt gaman sé að moka er sand­ur­inn ekki ætl­aður til átu. Íslend­ingar líta almennt ekki á sand sem verð­mæti, hann er bara þarna og not­aður í stein­steypu, við vega­gerð og fleira. En þótt Íslend­ingar líti ekki á sand sem sér­stök verð­mæti gildir ekki það sama um margar aðrar þjóð­ir. Það er nefni­lega komið í ljós að sand­ur­inn er ekki óþrjót­andi, að minnsta kosti ekki sandur sem hentar til mann­virkja­gerð­ar. 

Auglýsing

Singapúr

Flest ríki sem þurfa að flytja inn sand nota hann í hús­bygg­ingar og önnur mann­virki. Smá­ríkið Singapúr í Suð­austur – Asíu flytur inn meiri sand en nokk­urt annað ríki í heim­in­um. Sá sandur sem Singapúr­arnir flytja inn fer ekki nema að litlu leyti í hús, hann fer að mestu leyti í það að stækka land­ið. Íbúa­fjöldi Singapúr hefur meira en þre­fald­ast síðan landið sagði skilið við Bret­land árið 1963 og nú losar íbúa­fjöld­inn 6 millj­ón­ir. Stjórn­völd hafa ein­ungis eitt úrræði til að bregð­ast við þess­ari miklu fjölgun í landi sem þegar er mjög þétt­set­ið: stækka landið í sjó fram. Og, það er nákvæm­lega það sem Singapúr­arnir hafa gert og á síð­ustu árum hefur flat­ar­mál þessa litla lands (sem er nú 725 fer­kíló­metr­ar) auk­ist um meira en 20 pró­sent. 

Þessa land­fyll­ingu, sem er að mestu gerð úr sandi hafa þeir orðið að flytja inn. Sand­ur­inn hefur verið fluttur inn frá Indónesíu, Malasíu, Kam­bó­díu og Tælandi. Þessi inn­flutn­ingur hefur ekki allur verið fluttur inn sam­kvæmt lögum og regl­um. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum sögð­ust yfir­völd hafa flutt inn 3 millj­ónir tonna sands frá Malasíu en sam­kvæmt upp­lýs­ingum mala­sískra yfir­valda var inn­flutn­ing­ur­inn 133 millj­ónir tonna. Mis­mun­ur­inn 130 millj­ónir tonna, af ólög­legum sandi. Þessum sandi er öllum mokað upp af ströndum lands­ins og þegar magnið er svona gíf­ur­legt hefur það áhrif. Sömu sögu er að segja frá Indónesíu, yfir­völd þar segja að að sand­námið skapi mik­inn vanda á lág­lendum eyj­um.

Hvað með Sahara og sandana á Arab­íu­skag­an­um?

Flestir hafa séð myndir frá Sahara eyði­mörk­inni og sand­auðn­unum á Arab­íu­skaga­naum og því má spyrja hvort ekki sé hægt að flytja eitt­hvað úr þessum risa­sand­bingjum þangað sem þörf er á. Svarið við því er að vissu­lega væri það hægt en gall­inn er, svo ótrú­lega sem það kann að hljóma, að sand­ur­inn í Sahara og á Arab­íu­skag­anum er ónot­hæfur í stein­steypu. Hann er ein­fald­lega of mjúkur og fín­gerð­ur. Sand­ur­inn í hæstu bygg­ingu heims Burj Khalifa í Dubai (829,8 metrar á hæð) var fluttur inn frá Ástr­al­íu, sand­ur­inn á heima­slóðum var ónot­hæf­ur.

Kín­verjar steypa og steypa 

Á und­an­förnum árum hefur mikið verið fjallað um þær miklu breyt­ingar sem átt hafa sér stað í Kína. Þar fjölgar þeim, sem flytja úr sveit­unum í þétt­býl­ið, um millj­óna­tugi árlega og hús­næð­is­þörfin því mik­il. Og það þarf ekki bara að byggja hús, það þarf líka að leggja vegi. Und­an­farin ár hafa Kín­verjar árlega lagt 146 þús­und kíló­metra af steyptum götum (steypti kafl­inn fyrir botni Beru­fjarðar er sem dropi í haf­ið) og Kín­verjar gera ráð fyrir að þessi upp­bygg­ing vega­kerf­is­ins haldi áfram í mörg ár. Það segir líka sitt að á árunum 2011 – 2014 not­uðu Kín­verjar meira magn stein­steypu en Banda­ríkja­menn gerðu alla 20. öld­ina. Kín­verjar eru enn sem komið er sjálfum sér nógir um sand og það gildir líka um Ind­verja.

Veldur áhyggj­um 

Í nýrri skýrslu frá Sam­ein­uðu þjóð­unum kemur fram að árið 2060 verði árleg notkun sands 82 millj­arðar tonna. Og þetta mikla sand­nám sé meira en jörðin getur með góðu móti bor­ið. Í skýrsl­unni kemur fram að sums­staðar sé byggt miklu meira íbúð­ar­hús­næði en þörf sé fyrir og brýnt sé að kunna sér hóf í þeim efnum og jafn­framt beri að end­ur­nýta bygg­inga­efni í auknum mæli. 

Skýrslu­höf­undar segja að umfjöllun um þetta mik­il­væga efni, sand­inn, hafi fram til þessa verið verið tak­mörk­uð. Nauð­syn­legt sé að það breyt­ist og reyndar sjá­ist þess nú merki að þjóðir heims séu að átta sig á nauð­syn þess að bregð­ast við, sand­ur­inn sé að renna úr stunda­glas­inu.    

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar