Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til

Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.

7DM_9713_raw_1786.JPG
Auglýsing

Íslend­ingar sem hafa búið sam­fellt í 16 ára eða lengur erlendis munu ekki lengur fá að taka þatt í kosn­ingum á Íslandi, listar fram­boða munu þurfa að liggja fyrir 29 dögum fyrir kjör­dag í stað átta vikna og þeir sem þurfa aðstoð við að kjósa munu hafa val um hver hjálpar þeim. 

Þá verður kosn­inga­at­höfn­inni sjálfri breytt, sett verður á fót ný sjálf­stæð stjórn­sýslu­stofnun með fimm manna stjórn sem mun kall­ast kosn­inga­stofnun og ný áfrýj­un­ar­nefnd sem hægt verður að áfrýja nið­ur­stöðum hennar til. 

Þetta er á meðal þeirra til­lagna sem starfs­hópur um end­ur­skoðun kosn­inga­laga hefur unnið síð­ast­liðin ár. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skrif­stofu Alþingis eru hug­myndir starfs­hóps­ins enn á umræðu­stigi og til­lög­urnar því enn í mót­un. Starfs­hóp­ur­inn mun skila af sér end­an­legum til­lög­um, í formi frum­varps, til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, á full­veld­is­dag­inn 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Auglýsing
Í starfs­hópnum sitja Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, lög­fræð­ingur og rík­is­sátta­semj­ari, sem jafn­framt er for­maður hóps­ins, Þórir Har­alds­son, lög­fræð­ing­ur, til­nefndur af lands­kjör­stjórn, Þor­valdur Heiðar Þor­steins­son, lög­fræð­ing­ur, til­nefndur af dóms­mála­ráðu­neyti, Magnús Karel Hann­es­son, til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, og Ástríður Jóhann­es­dótt­ir, lög­fræð­ingur og sviðs­stjóri stjórn­sýslu­sviðs Þjóð­skrár Íslands, til­nefnd af Þjóð­skrá Íslands.

Til­lögur fyrri vinnu­hóps einnig lagðar til

Í októ­ber í fyrra skip­aði for­seti Alþingis starfs­hóp um end­ur­skoðun kosn­inga­laga. Hann átti að fara yfir til­lögur fyrri hóps um mál­ið, kanna kosti þess að setja heild­ar­lög­gjöf um kosn­ingar og skoða, eftir því sem tími og aðstæður leyfðu, kosti raf­rænnar kjör­skrár. Hóp­ur­inn á að skila til­lögum í formi frum­varps í síð­asta lagi 1. des­em­ber 2019.

Í byrjun ágúst síð­ast­lið­inn skil­aði hóp­ur­inn minn­is­blaði til for­seta Alþingis þar sem farið var yfir stöð­una á vinnu hans. Kjarn­inn kall­aði eftir því að fá minn­is­blaðið afhent. 

Í því er farið yfir helstu til­lögur starfs­hóps­ins. Þar kemur fram að hann hafi ákveðið að leggja til­lögur fyrri vinnu­hóps um „end­ur­skoðun alþing­is­kosn­inga­laga frá 2016 til grund­vallar vinnu sinni. Einnig hefur starfs­hóp­ur­inn farið yfir þær athuga­semdir ÖSE, kjör­bréfa­nefndar og lands­kjör­stjórnar um mein­bugi á lög­gjöf eða fram­kvæmd kosn­inga og tekið til­lit til þeirra við gerð til­lagna sinna. Enn fremur hefur verið ákveðið að stefna beri að einni kosn­inga­lög­gjöf í stað fjög­urra. Í smíðum er því frum­varp til heild­ar­laga um allar kosn­ingar sem taka til kosn­inga til Alþing­is, sveit­ar­stjórna, for­seta­kjörs og fram­kvæmd þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna.“

Ný kosn­inga­stofnun verður til

Önnur helstu atriði sem eiga að vera í nýrri kosn­inga­lög­gjöf eru til að mynda upp­setn­ing á mið­lægri kosn­inga­stofnun að nor­rænni fyr­ir­mynd. Til­lögur vinnu­hóps­ins gera ráð fyrir sjálf­stæðri stjórn­sýslu­stofnun með fimm manna stjórn þar sem þrír stjórn­ar­menn yrðu kosnir af Alþingi, einn yrði til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og einn til­nefndur af sam­starfs­nefnd háskóla­stigs­ins. Þessi breyt­ing mun kalla á end­ur­skoðun á hlut­verki lands­kjör­stjórn­ar.

Auglýsing
Þá leggur hóp­ur­inn til að sett verði á lagg­irnar úrskurð­ar­nefnd kosn­inga­mála. Þangað yrði hægt að skjóta ákvörð­unum kosn­inga­stofn­un­ar, yfir­kjör­stjórnar og Þjóð­skrár um und­ir­bún­ing og fram­kvæmd kosn­inga. 

Hóp­ur­inn leggur einnig til breyt­ingar á atkvæða­greiðslu utan kjör­fund­ar. Í til­lög­unni felst að slíkt atkvæða­greiðsla hefj­ist 29 dögum fyrir kjör­dag í stað átta vikna eins og nú er, og á þeim tíma þurfi að liggja fyrir hvaða listar eru í fram­boð­i. 

Þá stendur til að breyta kosn­inga­at­höfn­inni sjálfri. Í til­lögum starfs­hóps­ins kemur fram að lagt sé til að fyr­ir­komu­lagið verði þannig að „ kjós­andi fái kjör­seðil afhentan við komu í kjör­deild, hann kýs í ein­rúmi í kjör­klefa, gerir grein fyrir sér hjá kjör­stjórn og eigi hann rétt á að greiða atkvæði sam­kvæmt kjör­skrá stimplar kjör­stjórn á bak­hlið kjör­seð­ils. Loks leggur kjós­andi kjör­seðil í atkvæða­kass­ann. Með þess­ari breyt­ingu er ekki þörf á sér­stöku bók­haldi eða upp­gjöri um dreif­ingu, afhend­ingu og notkun kjör­seðla.“

Missa kosn­inga­rétt eftir 16 ár í útlöndum

Kosn­inga­rétti Íslend­inga sem búsettir eru erlendis verður breytt með þeim hætti að eftir 16 ára sam­fellda búsetu erlendis missi þeir kosn­inga­rétt til Alþing­is, for­seta­kjörs og til þátt­töku í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. Með breyt­ing­unni fellur einnig brott ákvæði kosn­inga­laga um umsókn­ar­ferli þeirra sem búsettir eru erlendis til að kom­ast á kjör­skrá hjá Þjóð­skrá Íslands.

Nýtt fyr­ir­komu­lag fyrir þá sem þurfa á aðstoð við að kjósa verður tekið upp, verði til­lögur hóps­ins að lög­um. Í því felst að kjós­endur geti haft val um að njóta aðstoðar eigin aðstoð­ar­manns eða kjör­stjórn­ar.

Auglýsing
Að lokum verða nokkur ákvæði kosn­inga­laga færð í aðra laga­bálka og heim­ild til reglu­setn­ingar auk­in. Til­gang­ur­inn er að ein­falda lög­gjöf sem fjallar ein­göngu um fram­kvæmd kosn­inga.

Á fundum sem haldnir hafa verið eftir að minn­is­blað­inu var skilað inn hefur líka verið rætt um að flýta for­seta­kosn­ing­unum sm fyr­ir­hug­aðar eru næsta sumar og halda þær að vori. Sömu­leiðis hefur verið rætt um að ­færa sveit­ar­stjórna­kosn­ing­ar fram í apríl í stað þess að halda þær í maí, eins og nú tíðkast.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar