Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til

Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.

7DM_9713_raw_1786.JPG
Auglýsing

Íslend­ingar sem hafa búið sam­fellt í 16 ára eða lengur erlendis munu ekki lengur fá að taka þatt í kosn­ingum á Íslandi, listar fram­boða munu þurfa að liggja fyrir 29 dögum fyrir kjör­dag í stað átta vikna og þeir sem þurfa aðstoð við að kjósa munu hafa val um hver hjálpar þeim. 

Þá verður kosn­inga­at­höfn­inni sjálfri breytt, sett verður á fót ný sjálf­stæð stjórn­sýslu­stofnun með fimm manna stjórn sem mun kall­ast kosn­inga­stofnun og ný áfrýj­un­ar­nefnd sem hægt verður að áfrýja nið­ur­stöðum hennar til. 

Þetta er á meðal þeirra til­lagna sem starfs­hópur um end­ur­skoðun kosn­inga­laga hefur unnið síð­ast­liðin ár. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skrif­stofu Alþingis eru hug­myndir starfs­hóps­ins enn á umræðu­stigi og til­lög­urnar því enn í mót­un. Starfs­hóp­ur­inn mun skila af sér end­an­legum til­lög­um, í formi frum­varps, til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, á full­veld­is­dag­inn 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Auglýsing
Í starfs­hópnum sitja Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, lög­fræð­ingur og rík­is­sátta­semj­ari, sem jafn­framt er for­maður hóps­ins, Þórir Har­alds­son, lög­fræð­ing­ur, til­nefndur af lands­kjör­stjórn, Þor­valdur Heiðar Þor­steins­son, lög­fræð­ing­ur, til­nefndur af dóms­mála­ráðu­neyti, Magnús Karel Hann­es­son, til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, og Ástríður Jóhann­es­dótt­ir, lög­fræð­ingur og sviðs­stjóri stjórn­sýslu­sviðs Þjóð­skrár Íslands, til­nefnd af Þjóð­skrá Íslands.

Til­lögur fyrri vinnu­hóps einnig lagðar til

Í októ­ber í fyrra skip­aði for­seti Alþingis starfs­hóp um end­ur­skoðun kosn­inga­laga. Hann átti að fara yfir til­lögur fyrri hóps um mál­ið, kanna kosti þess að setja heild­ar­lög­gjöf um kosn­ingar og skoða, eftir því sem tími og aðstæður leyfðu, kosti raf­rænnar kjör­skrár. Hóp­ur­inn á að skila til­lögum í formi frum­varps í síð­asta lagi 1. des­em­ber 2019.

Í byrjun ágúst síð­ast­lið­inn skil­aði hóp­ur­inn minn­is­blaði til for­seta Alþingis þar sem farið var yfir stöð­una á vinnu hans. Kjarn­inn kall­aði eftir því að fá minn­is­blaðið afhent. 

Í því er farið yfir helstu til­lögur starfs­hóps­ins. Þar kemur fram að hann hafi ákveðið að leggja til­lögur fyrri vinnu­hóps um „end­ur­skoðun alþing­is­kosn­inga­laga frá 2016 til grund­vallar vinnu sinni. Einnig hefur starfs­hóp­ur­inn farið yfir þær athuga­semdir ÖSE, kjör­bréfa­nefndar og lands­kjör­stjórnar um mein­bugi á lög­gjöf eða fram­kvæmd kosn­inga og tekið til­lit til þeirra við gerð til­lagna sinna. Enn fremur hefur verið ákveðið að stefna beri að einni kosn­inga­lög­gjöf í stað fjög­urra. Í smíðum er því frum­varp til heild­ar­laga um allar kosn­ingar sem taka til kosn­inga til Alþing­is, sveit­ar­stjórna, for­seta­kjörs og fram­kvæmd þjóð­ar­at­kvæða­greiðslna.“

Ný kosn­inga­stofnun verður til

Önnur helstu atriði sem eiga að vera í nýrri kosn­inga­lög­gjöf eru til að mynda upp­setn­ing á mið­lægri kosn­inga­stofnun að nor­rænni fyr­ir­mynd. Til­lögur vinnu­hóps­ins gera ráð fyrir sjálf­stæðri stjórn­sýslu­stofnun með fimm manna stjórn þar sem þrír stjórn­ar­menn yrðu kosnir af Alþingi, einn yrði til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og einn til­nefndur af sam­starfs­nefnd háskóla­stigs­ins. Þessi breyt­ing mun kalla á end­ur­skoðun á hlut­verki lands­kjör­stjórn­ar.

Auglýsing
Þá leggur hóp­ur­inn til að sett verði á lagg­irnar úrskurð­ar­nefnd kosn­inga­mála. Þangað yrði hægt að skjóta ákvörð­unum kosn­inga­stofn­un­ar, yfir­kjör­stjórnar og Þjóð­skrár um und­ir­bún­ing og fram­kvæmd kosn­inga. 

Hóp­ur­inn leggur einnig til breyt­ingar á atkvæða­greiðslu utan kjör­fund­ar. Í til­lög­unni felst að slíkt atkvæða­greiðsla hefj­ist 29 dögum fyrir kjör­dag í stað átta vikna eins og nú er, og á þeim tíma þurfi að liggja fyrir hvaða listar eru í fram­boð­i. 

Þá stendur til að breyta kosn­inga­at­höfn­inni sjálfri. Í til­lögum starfs­hóps­ins kemur fram að lagt sé til að fyr­ir­komu­lagið verði þannig að „ kjós­andi fái kjör­seðil afhentan við komu í kjör­deild, hann kýs í ein­rúmi í kjör­klefa, gerir grein fyrir sér hjá kjör­stjórn og eigi hann rétt á að greiða atkvæði sam­kvæmt kjör­skrá stimplar kjör­stjórn á bak­hlið kjör­seð­ils. Loks leggur kjós­andi kjör­seðil í atkvæða­kass­ann. Með þess­ari breyt­ingu er ekki þörf á sér­stöku bók­haldi eða upp­gjöri um dreif­ingu, afhend­ingu og notkun kjör­seðla.“

Missa kosn­inga­rétt eftir 16 ár í útlöndum

Kosn­inga­rétti Íslend­inga sem búsettir eru erlendis verður breytt með þeim hætti að eftir 16 ára sam­fellda búsetu erlendis missi þeir kosn­inga­rétt til Alþing­is, for­seta­kjörs og til þátt­töku í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­um. Með breyt­ing­unni fellur einnig brott ákvæði kosn­inga­laga um umsókn­ar­ferli þeirra sem búsettir eru erlendis til að kom­ast á kjör­skrá hjá Þjóð­skrá Íslands.

Nýtt fyr­ir­komu­lag fyrir þá sem þurfa á aðstoð við að kjósa verður tekið upp, verði til­lögur hóps­ins að lög­um. Í því felst að kjós­endur geti haft val um að njóta aðstoðar eigin aðstoð­ar­manns eða kjör­stjórn­ar.

Auglýsing
Að lokum verða nokkur ákvæði kosn­inga­laga færð í aðra laga­bálka og heim­ild til reglu­setn­ingar auk­in. Til­gang­ur­inn er að ein­falda lög­gjöf sem fjallar ein­göngu um fram­kvæmd kosn­inga.

Á fundum sem haldnir hafa verið eftir að minn­is­blað­inu var skilað inn hefur líka verið rætt um að flýta for­seta­kosn­ing­unum sm fyr­ir­hug­aðar eru næsta sumar og halda þær að vori. Sömu­leiðis hefur verið rætt um að ­færa sveit­ar­stjórna­kosn­ing­ar fram í apríl í stað þess að halda þær í maí, eins og nú tíðkast.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar