Botninn sem fannst aldrei

Í dag eru 90 ár frá Svarta þriðjudeginum, sem skók Wall Street og hagkerfi heimsins. Glundroði skapaðist sem ýtti Kreppunni miklu af stað.

wallstreet.jpg
Auglýsing

„Þrátt fyrir allt þá eru stoð­irnar traustar og efna­hags­lífið sömu­leið­is. Margt bendir til þess að botn­inn sé nú fund­inn á mark­aðn­um, og að fjár­festar eigi að koma með pen­inga sína aftur inn á mark­að­inn.“

Þetta sagði Irv­ing Fis­her, virt­asti hag­fræð­ingur Banda­ríkj­anna, í dramat­ísku útvarps­ávarpi, fyrir 90 árum í dag. 

Auglýsing


Þá skók Svarti þriðju­dag­ur­inn hluta­bréfa­mark­að­i. 

Ólíkt því sem Fis­her hélt fram - í veikri von um að mynda traust á verð­bréfa­mörk­uðum - þá fannst botn­inn ekki þennan þriðju­dag, og raunar má segja að hann hafi ekki fund­ist fyrr en skelf­ing Krepp­unnar miklu í Banda­ríkj­unum var búin að hreiðra um sig, ekki síst í vöggu efna­hags­lífs Banda­ríkj­anna á þessum tíma, New York. 

Hér varð mikið hrun

Hluta­bréfa­verð hrundi svo til upp úr þurru, um 12 pró­sent á þessum þriðju­degi, og á næstu þremur árum á eftir fór það niður um 84 pró­sent. 

Þetta er meðal ann­ars rifjað upp í hlað­varpi NPR í dag

Kreppan mikla stóð lengi, frá 1929 og fram til árs­ins 1939. Það er sá tími sem oft­ast er afmark­aður við þennan erf­iða kafla í sögu Banda­ríkj­anna og heims­ins alls. 

Á undra­skömmum tíma misstu millj­ónir manna vinn­una í Banda­ríkj­un­um, og fór atvinnu­leysi upp í 25 pró­sent og hélst þannig í meira en 7 ár. Staðan var sér­stak­lega erfið á borg­ar­svæðum vítt og breitt um land­ið, og hefur stundum verið sagt að villta vestrið hafi í raun ráðið ríkj­um, á svörtum mark­aði sem mynd­að­ist þegar fjórði hver full­orð­inn maður hafði ekki vinn­u. 

Stríðs­á­hrifin

Stór hópur þeirra sem þó hafði vinnu, var ekki með góð laun. Þetta var einn erf­ið­asti tímí sögu Banda­ríkj­anna og lauk honum í raun ekki, fyrr en ákveðið var að nýta stór­aukin hern­að­ar­um­svif sem stuð­puða fyrir efna­hag­inn. 

Seinni heim­styrj­öldin stóð sem hæst 1939 til 1945, en und­an­fari hennar voru afar erf­iðar efna­hags- og félags­legar aðstæður í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. 

Mun­aði minnstu að við færum þangað aftur

Kreppan mikla hefur verið rann­sökuð innan hag­fræði- og sagn­fræði - og lík­lega svo til allra fræði­greina - ára­tugum sam­an, og mikið verið skrifað um hana frá ýmsum hlið­u­m. 

Ben Bern­anke, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, fjallar um hana í bók sinni Courage To Act, í sam­hengi við aðstæð­urnar sem mynd­uð­ust á fjár­mála­mörk­uðum á árunum 2007 til 2009, þegar hann var Seðla­banka­stjóri. 

Hann sagði, með John Paul­son þáver­andi fjár­mála­ráð­herra sér við hlið, við banka­stjóra stærstu bank­ana á Wall Street, að hann hefði eytt allri starfsævi sinni í að rann­saka Krepp­una miklu. „Staðan núna er verri“ sagði hann við banka­stjór­ana. 

Ben Bernanke.

Bern­anke hefur haldið því fram, að innan við tveimur sól­ar­hringum hafi mun­að, frá því að sam­bæri­legar eða verri aðstæður sköp­uð­ust í Banda­ríkj­un­um, árið 2008, og voru uppi í Krepp­unni miklu. 

Hvernig má það ver­a? 

Hann segir að það litlu hafi mun­að, að það botn­frysti hrein­lega á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um, með til­heyr­andi keðju­verk­andi áhrifum - eins og sköp­uð­ust eftir Svarta þriðju­dag­inn. Fyr­ir­tæki gátu þá allt í einu ekki borgað laun, tekjur bár­ust ekki. Það ein­fald­lega stöðv­að­ist allt. Kreppan kom eins og nátt­úru­ham­far­ir.

Næst verður þetta öðru­vísi

Hag­fræð­ingar og sagn­fræð­ingar segja oft, að næsta kreppa verði ekki eins og sú síð­asta, en hún mun koma. Eng­inn veit hvenær, og hvernig áhrifin verða. 

Svarti þriðju­dag­ur­inn er þekktur í sögu Banda­ríkj­anna sem einn áhrifa­mesti við­burður í efna­hags­sögu þessa flókna ríkja­banda­lags. Botn­inn fannst ekki, fyrr en mörgum árum síð­ar, þegar jörðin var sviðin og lífs­bar­áttan hörð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar