Botninn sem fannst aldrei

Í dag eru 90 ár frá Svarta þriðjudeginum, sem skók Wall Street og hagkerfi heimsins. Glundroði skapaðist sem ýtti Kreppunni miklu af stað.

wallstreet.jpg
Auglýsing

„Þrátt fyrir allt þá eru stoð­irnar traustar og efna­hags­lífið sömu­leið­is. Margt bendir til þess að botn­inn sé nú fund­inn á mark­aðn­um, og að fjár­festar eigi að koma með pen­inga sína aftur inn á mark­að­inn.“

Þetta sagði Irv­ing Fis­her, virt­asti hag­fræð­ingur Banda­ríkj­anna, í dramat­ísku útvarps­ávarpi, fyrir 90 árum í dag. 

Auglýsing


Þá skók Svarti þriðju­dag­ur­inn hluta­bréfa­mark­að­i. 

Ólíkt því sem Fis­her hélt fram - í veikri von um að mynda traust á verð­bréfa­mörk­uðum - þá fannst botn­inn ekki þennan þriðju­dag, og raunar má segja að hann hafi ekki fund­ist fyrr en skelf­ing Krepp­unnar miklu í Banda­ríkj­unum var búin að hreiðra um sig, ekki síst í vöggu efna­hags­lífs Banda­ríkj­anna á þessum tíma, New York. 

Hér varð mikið hrun

Hluta­bréfa­verð hrundi svo til upp úr þurru, um 12 pró­sent á þessum þriðju­degi, og á næstu þremur árum á eftir fór það niður um 84 pró­sent. 

Þetta er meðal ann­ars rifjað upp í hlað­varpi NPR í dag

Kreppan mikla stóð lengi, frá 1929 og fram til árs­ins 1939. Það er sá tími sem oft­ast er afmark­aður við þennan erf­iða kafla í sögu Banda­ríkj­anna og heims­ins alls. 

Á undra­skömmum tíma misstu millj­ónir manna vinn­una í Banda­ríkj­un­um, og fór atvinnu­leysi upp í 25 pró­sent og hélst þannig í meira en 7 ár. Staðan var sér­stak­lega erfið á borg­ar­svæðum vítt og breitt um land­ið, og hefur stundum verið sagt að villta vestrið hafi í raun ráðið ríkj­um, á svörtum mark­aði sem mynd­að­ist þegar fjórði hver full­orð­inn maður hafði ekki vinn­u. 

Stríðs­á­hrifin

Stór hópur þeirra sem þó hafði vinnu, var ekki með góð laun. Þetta var einn erf­ið­asti tímí sögu Banda­ríkj­anna og lauk honum í raun ekki, fyrr en ákveðið var að nýta stór­aukin hern­að­ar­um­svif sem stuð­puða fyrir efna­hag­inn. 

Seinni heim­styrj­öldin stóð sem hæst 1939 til 1945, en und­an­fari hennar voru afar erf­iðar efna­hags- og félags­legar aðstæður í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. 

Mun­aði minnstu að við færum þangað aftur

Kreppan mikla hefur verið rann­sökuð innan hag­fræði- og sagn­fræði - og lík­lega svo til allra fræði­greina - ára­tugum sam­an, og mikið verið skrifað um hana frá ýmsum hlið­u­m. 

Ben Bern­anke, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, fjallar um hana í bók sinni Courage To Act, í sam­hengi við aðstæð­urnar sem mynd­uð­ust á fjár­mála­mörk­uðum á árunum 2007 til 2009, þegar hann var Seðla­banka­stjóri. 

Hann sagði, með John Paul­son þáver­andi fjár­mála­ráð­herra sér við hlið, við banka­stjóra stærstu bank­ana á Wall Street, að hann hefði eytt allri starfsævi sinni í að rann­saka Krepp­una miklu. „Staðan núna er verri“ sagði hann við banka­stjór­ana. 

Ben Bernanke.

Bern­anke hefur haldið því fram, að innan við tveimur sól­ar­hringum hafi mun­að, frá því að sam­bæri­legar eða verri aðstæður sköp­uð­ust í Banda­ríkj­un­um, árið 2008, og voru uppi í Krepp­unni miklu. 

Hvernig má það ver­a? 

Hann segir að það litlu hafi mun­að, að það botn­frysti hrein­lega á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um, með til­heyr­andi keðju­verk­andi áhrifum - eins og sköp­uð­ust eftir Svarta þriðju­dag­inn. Fyr­ir­tæki gátu þá allt í einu ekki borgað laun, tekjur bár­ust ekki. Það ein­fald­lega stöðv­að­ist allt. Kreppan kom eins og nátt­úru­ham­far­ir.

Næst verður þetta öðru­vísi

Hag­fræð­ingar og sagn­fræð­ingar segja oft, að næsta kreppa verði ekki eins og sú síð­asta, en hún mun koma. Eng­inn veit hvenær, og hvernig áhrifin verða. 

Svarti þriðju­dag­ur­inn er þekktur í sögu Banda­ríkj­anna sem einn áhrifa­mesti við­burður í efna­hags­sögu þessa flókna ríkja­banda­lags. Botn­inn fannst ekki, fyrr en mörgum árum síð­ar, þegar jörðin var sviðin og lífs­bar­áttan hörð. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar