Botninn sem fannst aldrei

Í dag eru 90 ár frá Svarta þriðjudeginum, sem skók Wall Street og hagkerfi heimsins. Glundroði skapaðist sem ýtti Kreppunni miklu af stað.

wallstreet.jpg
Auglýsing

„Þrátt fyrir allt þá eru stoðirnar traustar og efnahagslífið sömuleiðis. Margt bendir til þess að botninn sé nú fundinn á markaðnum, og að fjárfestar eigi að koma með peninga sína aftur inn á markaðinn.“

Þetta sagði Irving Fisher, virtasti hagfræðingur Bandaríkjanna, í dramatísku útvarpsávarpi, fyrir 90 árum í dag. 

Auglýsing

Þá skók Svarti þriðjudagurinn hlutabréfamarkaði. 

Ólíkt því sem Fisher hélt fram - í veikri von um að mynda traust á verðbréfamörkuðum - þá fannst botninn ekki þennan þriðjudag, og raunar má segja að hann hafi ekki fundist fyrr en skelfing Kreppunnar miklu í Bandaríkjunum var búin að hreiðra um sig, ekki síst í vöggu efnahagslífs Bandaríkjanna á þessum tíma, New York. 

Hér varð mikið hrun

Hlutabréfaverð hrundi svo til upp úr þurru, um 12 prósent á þessum þriðjudegi, og á næstu þremur árum á eftir fór það niður um 84 prósent. 

Þetta er meðal annars rifjað upp í hlaðvarpi NPR í dag

Kreppan mikla stóð lengi, frá 1929 og fram til ársins 1939. Það er sá tími sem oftast er afmarkaður við þennan erfiða kafla í sögu Bandaríkjanna og heimsins alls. 

Á undraskömmum tíma misstu milljónir manna vinnuna í Bandaríkjunum, og fór atvinnuleysi upp í 25 prósent og hélst þannig í meira en 7 ár. Staðan var sérstaklega erfið á borgarsvæðum vítt og breitt um landið, og hefur stundum verið sagt að villta vestrið hafi í raun ráðið ríkjum, á svörtum markaði sem myndaðist þegar fjórði hver fullorðinn maður hafði ekki vinnu. 

Stríðsáhrifin

Stór hópur þeirra sem þó hafði vinnu, var ekki með góð laun. Þetta var einn erfiðasti tímí sögu Bandaríkjanna og lauk honum í raun ekki, fyrr en ákveðið var að nýta stóraukin hernaðarumsvif sem stuðpuða fyrir efnahaginn. 

Seinni heimstyrjöldin stóð sem hæst 1939 til 1945, en undanfari hennar voru afar erfiðar efnahags- og félagslegar aðstæður í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Munaði minnstu að við færum þangað aftur

Kreppan mikla hefur verið rannsökuð innan hagfræði- og sagnfræði - og líklega svo til allra fræðigreina - áratugum saman, og mikið verið skrifað um hana frá ýmsum hliðum. 

Ben Bernanke, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, fjallar um hana í bók sinni Courage To Act, í samhengi við aðstæðurnar sem mynduðust á fjármálamörkuðum á árunum 2007 til 2009, þegar hann var Seðlabankastjóri. 

Hann sagði, með John Paulson þáverandi fjármálaráðherra sér við hlið, við bankastjóra stærstu bankana á Wall Street, að hann hefði eytt allri starfsævi sinni í að rannsaka Kreppuna miklu. „Staðan núna er verri“ sagði hann við bankastjórana. 

Ben Bernanke.

Bernanke hefur haldið því fram, að innan við tveimur sólarhringum hafi munað, frá því að sambærilegar eða verri aðstæður sköpuðust í Bandaríkjunum, árið 2008, og voru uppi í Kreppunni miklu. 

Hvernig má það vera? 

Hann segir að það litlu hafi munað, að það botnfrysti hreinlega á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum - eins og sköpuðust eftir Svarta þriðjudaginn. Fyrirtæki gátu þá allt í einu ekki borgað laun, tekjur bárust ekki. Það einfaldlega stöðvaðist allt. Kreppan kom eins og náttúruhamfarir.

Næst verður þetta öðruvísi

Hagfræðingar og sagnfræðingar segja oft, að næsta kreppa verði ekki eins og sú síðasta, en hún mun koma. Enginn veit hvenær, og hvernig áhrifin verða. 

Svarti þriðjudagurinn er þekktur í sögu Bandaríkjanna sem einn áhrifamesti viðburður í efnahagssögu þessa flókna ríkjabandalags. Botninn fannst ekki, fyrr en mörgum árum síðar, þegar jörðin var sviðin og lífsbaráttan hörð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar