Botninn sem fannst aldrei

Í dag eru 90 ár frá Svarta þriðjudeginum, sem skók Wall Street og hagkerfi heimsins. Glundroði skapaðist sem ýtti Kreppunni miklu af stað.

wallstreet.jpg
Auglýsing

„Þrátt fyrir allt þá eru stoð­irnar traustar og efna­hags­lífið sömu­leið­is. Margt bendir til þess að botn­inn sé nú fund­inn á mark­aðn­um, og að fjár­festar eigi að koma með pen­inga sína aftur inn á mark­að­inn.“

Þetta sagði Irv­ing Fis­her, virt­asti hag­fræð­ingur Banda­ríkj­anna, í dramat­ísku útvarps­ávarpi, fyrir 90 árum í dag. 

Auglýsing


Þá skók Svarti þriðju­dag­ur­inn hluta­bréfa­mark­að­i. 

Ólíkt því sem Fis­her hélt fram - í veikri von um að mynda traust á verð­bréfa­mörk­uðum - þá fannst botn­inn ekki þennan þriðju­dag, og raunar má segja að hann hafi ekki fund­ist fyrr en skelf­ing Krepp­unnar miklu í Banda­ríkj­unum var búin að hreiðra um sig, ekki síst í vöggu efna­hags­lífs Banda­ríkj­anna á þessum tíma, New York. 

Hér varð mikið hrun

Hluta­bréfa­verð hrundi svo til upp úr þurru, um 12 pró­sent á þessum þriðju­degi, og á næstu þremur árum á eftir fór það niður um 84 pró­sent. 

Þetta er meðal ann­ars rifjað upp í hlað­varpi NPR í dag

Kreppan mikla stóð lengi, frá 1929 og fram til árs­ins 1939. Það er sá tími sem oft­ast er afmark­aður við þennan erf­iða kafla í sögu Banda­ríkj­anna og heims­ins alls. 

Á undra­skömmum tíma misstu millj­ónir manna vinn­una í Banda­ríkj­un­um, og fór atvinnu­leysi upp í 25 pró­sent og hélst þannig í meira en 7 ár. Staðan var sér­stak­lega erfið á borg­ar­svæðum vítt og breitt um land­ið, og hefur stundum verið sagt að villta vestrið hafi í raun ráðið ríkj­um, á svörtum mark­aði sem mynd­að­ist þegar fjórði hver full­orð­inn maður hafði ekki vinn­u. 

Stríðs­á­hrifin

Stór hópur þeirra sem þó hafði vinnu, var ekki með góð laun. Þetta var einn erf­ið­asti tímí sögu Banda­ríkj­anna og lauk honum í raun ekki, fyrr en ákveðið var að nýta stór­aukin hern­að­ar­um­svif sem stuð­puða fyrir efna­hag­inn. 

Seinni heim­styrj­öldin stóð sem hæst 1939 til 1945, en und­an­fari hennar voru afar erf­iðar efna­hags- og félags­legar aðstæður í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. 

Mun­aði minnstu að við færum þangað aftur

Kreppan mikla hefur verið rann­sökuð innan hag­fræði- og sagn­fræði - og lík­lega svo til allra fræði­greina - ára­tugum sam­an, og mikið verið skrifað um hana frá ýmsum hlið­u­m. 

Ben Bern­anke, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, fjallar um hana í bók sinni Courage To Act, í sam­hengi við aðstæð­urnar sem mynd­uð­ust á fjár­mála­mörk­uðum á árunum 2007 til 2009, þegar hann var Seðla­banka­stjóri. 

Hann sagði, með John Paul­son þáver­andi fjár­mála­ráð­herra sér við hlið, við banka­stjóra stærstu bank­ana á Wall Street, að hann hefði eytt allri starfsævi sinni í að rann­saka Krepp­una miklu. „Staðan núna er verri“ sagði hann við banka­stjór­ana. 

Ben Bernanke.

Bern­anke hefur haldið því fram, að innan við tveimur sól­ar­hringum hafi mun­að, frá því að sam­bæri­legar eða verri aðstæður sköp­uð­ust í Banda­ríkj­un­um, árið 2008, og voru uppi í Krepp­unni miklu. 

Hvernig má það ver­a? 

Hann segir að það litlu hafi mun­að, að það botn­frysti hrein­lega á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um, með til­heyr­andi keðju­verk­andi áhrifum - eins og sköp­uð­ust eftir Svarta þriðju­dag­inn. Fyr­ir­tæki gátu þá allt í einu ekki borgað laun, tekjur bár­ust ekki. Það ein­fald­lega stöðv­að­ist allt. Kreppan kom eins og nátt­úru­ham­far­ir.

Næst verður þetta öðru­vísi

Hag­fræð­ingar og sagn­fræð­ingar segja oft, að næsta kreppa verði ekki eins og sú síð­asta, en hún mun koma. Eng­inn veit hvenær, og hvernig áhrifin verða. 

Svarti þriðju­dag­ur­inn er þekktur í sögu Banda­ríkj­anna sem einn áhrifa­mesti við­burður í efna­hags­sögu þessa flókna ríkja­banda­lags. Botn­inn fannst ekki, fyrr en mörgum árum síð­ar, þegar jörðin var sviðin og lífs­bar­áttan hörð. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar