Botninn sem fannst aldrei

Í dag eru 90 ár frá Svarta þriðjudeginum, sem skók Wall Street og hagkerfi heimsins. Glundroði skapaðist sem ýtti Kreppunni miklu af stað.

wallstreet.jpg
Auglýsing

„Þrátt fyrir allt þá eru stoð­irnar traustar og efna­hags­lífið sömu­leið­is. Margt bendir til þess að botn­inn sé nú fund­inn á mark­aðn­um, og að fjár­festar eigi að koma með pen­inga sína aftur inn á mark­að­inn.“

Þetta sagði Irv­ing Fis­her, virt­asti hag­fræð­ingur Banda­ríkj­anna, í dramat­ísku útvarps­ávarpi, fyrir 90 árum í dag. 

Auglýsing


Þá skók Svarti þriðju­dag­ur­inn hluta­bréfa­mark­að­i. 

Ólíkt því sem Fis­her hélt fram - í veikri von um að mynda traust á verð­bréfa­mörk­uðum - þá fannst botn­inn ekki þennan þriðju­dag, og raunar má segja að hann hafi ekki fund­ist fyrr en skelf­ing Krepp­unnar miklu í Banda­ríkj­unum var búin að hreiðra um sig, ekki síst í vöggu efna­hags­lífs Banda­ríkj­anna á þessum tíma, New York. 

Hér varð mikið hrun

Hluta­bréfa­verð hrundi svo til upp úr þurru, um 12 pró­sent á þessum þriðju­degi, og á næstu þremur árum á eftir fór það niður um 84 pró­sent. 

Þetta er meðal ann­ars rifjað upp í hlað­varpi NPR í dag

Kreppan mikla stóð lengi, frá 1929 og fram til árs­ins 1939. Það er sá tími sem oft­ast er afmark­aður við þennan erf­iða kafla í sögu Banda­ríkj­anna og heims­ins alls. 

Á undra­skömmum tíma misstu millj­ónir manna vinn­una í Banda­ríkj­un­um, og fór atvinnu­leysi upp í 25 pró­sent og hélst þannig í meira en 7 ár. Staðan var sér­stak­lega erfið á borg­ar­svæðum vítt og breitt um land­ið, og hefur stundum verið sagt að villta vestrið hafi í raun ráðið ríkj­um, á svörtum mark­aði sem mynd­að­ist þegar fjórði hver full­orð­inn maður hafði ekki vinn­u. 

Stríðs­á­hrifin

Stór hópur þeirra sem þó hafði vinnu, var ekki með góð laun. Þetta var einn erf­ið­asti tímí sögu Banda­ríkj­anna og lauk honum í raun ekki, fyrr en ákveðið var að nýta stór­aukin hern­að­ar­um­svif sem stuð­puða fyrir efna­hag­inn. 

Seinni heim­styrj­öldin stóð sem hæst 1939 til 1945, en und­an­fari hennar voru afar erf­iðar efna­hags- og félags­legar aðstæður í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. 

Mun­aði minnstu að við færum þangað aftur

Kreppan mikla hefur verið rann­sökuð innan hag­fræði- og sagn­fræði - og lík­lega svo til allra fræði­greina - ára­tugum sam­an, og mikið verið skrifað um hana frá ýmsum hlið­u­m. 

Ben Bern­anke, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, fjallar um hana í bók sinni Courage To Act, í sam­hengi við aðstæð­urnar sem mynd­uð­ust á fjár­mála­mörk­uðum á árunum 2007 til 2009, þegar hann var Seðla­banka­stjóri. 

Hann sagði, með John Paul­son þáver­andi fjár­mála­ráð­herra sér við hlið, við banka­stjóra stærstu bank­ana á Wall Street, að hann hefði eytt allri starfsævi sinni í að rann­saka Krepp­una miklu. „Staðan núna er verri“ sagði hann við banka­stjór­ana. 

Ben Bernanke.

Bern­anke hefur haldið því fram, að innan við tveimur sól­ar­hringum hafi mun­að, frá því að sam­bæri­legar eða verri aðstæður sköp­uð­ust í Banda­ríkj­un­um, árið 2008, og voru uppi í Krepp­unni miklu. 

Hvernig má það ver­a? 

Hann segir að það litlu hafi mun­að, að það botn­frysti hrein­lega á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um, með til­heyr­andi keðju­verk­andi áhrifum - eins og sköp­uð­ust eftir Svarta þriðju­dag­inn. Fyr­ir­tæki gátu þá allt í einu ekki borgað laun, tekjur bár­ust ekki. Það ein­fald­lega stöðv­að­ist allt. Kreppan kom eins og nátt­úru­ham­far­ir.

Næst verður þetta öðru­vísi

Hag­fræð­ingar og sagn­fræð­ingar segja oft, að næsta kreppa verði ekki eins og sú síð­asta, en hún mun koma. Eng­inn veit hvenær, og hvernig áhrifin verða. 

Svarti þriðju­dag­ur­inn er þekktur í sögu Banda­ríkj­anna sem einn áhrifa­mesti við­burður í efna­hags­sögu þessa flókna ríkja­banda­lags. Botn­inn fannst ekki, fyrr en mörgum árum síð­ar, þegar jörðin var sviðin og lífs­bar­áttan hörð. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar