Mynd: Bára Huld Beck

Baráttan um lífeyrissjóðina að hefjast af alvöru

Lífeyrissjóðir landsins eru stærstu fjárfestar og lánveitendur á Íslandi. Þeir eru í eigu sjóðsfélaga en ný og róttæk verkalýðsforysta er á þeirri skoðun að atvinnurekendur hafi allt of mikil áhrif innan þeirra. Í undirbúningi, og í sumum tilvikum í framkvæmd, er að auka áhrif verkalýðshreytingarinnar og sjóðsfélaga í sjóðunum og láta þá horfa af meiri alvöru til annarra þátta en arðsemi í starfsemi sinni.

Eignir íslenskra líf­eyr­is­sjóða voru 4.797 millj­arðar króna í lok ágúst síð­ast­lið­ins. Til að átta sig á því hversu hratt eignir kerf­is­ins eru að vaxa nægir að nefna að þær fóru fyrst yfir eitt þús­und millj­arða króna í byrjun árs 2005 og yfir tvö þús­und millj­arða króna í byrjun árs 2011. Frá því í nóv­em­ber 2012 hafa eign­irnar tvö­fald­ast. Sjóð­irnir eiga nú rúm­lega þriðj­ung heild­ar­fjár­muna á Ísland­i. 

Þótt líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi verið dug­legir að fjár­festa erlendis eftir að höftum var lyft þá eru eignir líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins að uppi­stöðu enn inn­an­lands, eða um 71 pró­sent. Alls eiga sjóð­irnir 3.418 millj­arða króna af eignum í íslensku hag­kerfi. Það eru tvö­falt fleiri krónur en líf­eyr­is­sjóð­irnir bók­færðu sem inn­lendrar eignir í maí 2009. 

Stíf fjár­magns­höft gerðu sjóð­unum erfitt fyrir í fjár­fest­ingum og þeir höfðu ekki marga aðra kosti en að binda þá pen­inga sem streymdu frá sífellt fleiri greið­endum í þeim inn­lendu fjár­fest­ingum sem buð­ust. Sjóð­irnir keyptu skulda­bréf af miklum móð og eign­uð­ust þar með stóran bita í skuldum bæði opin­bera og einka­geirans. Alls eiga þeir nú tæp­lega tvö þús­und millj­arða króna í inn­lendum mark­aðs­skulda­bréfum og víxl­um. Það þýðir að þeir eiga um 75 pró­sent allra slíkra hér­lend­is. 

Til við­bótar hafa líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, sér­stak­lega á allra síð­ustu árum, verið leið­andi á íbúða­lána­mark­aði og þar af leið­andi tekið sér stöðu sem stórir beinir lán­tak­endur íslenskra heim­ila. Það hafa þeir gert með því að bjóða upp á miklu betri vaxta­kjör en bankar og fyrir vikið hefur hlut­fall skulda heim­ila við líf­eyr­is­sjóði farið úr tíu pró­sentum í 21 pró­sent frá árinu 2016.

Á manna­máli þýðir það að líf­eyr­is­sjóð­irnir eru stærstu inn­lendu lán­veit­endur íslenska þjóð­ar­bús­ins.

Und­ir­staðan í íslensku atvinnu­lífi

Stór hluti íslenskra fyr­ir­tækja var í vand­ræðum eftir banka­hrun­ið. Það hafði ein­kennst af miklum lán­tökum sem í ein­hverjum til­fellum höfðu nýst í fjár­fest­ingar en í flestum til­fellum voru not­aðar í að kaupa fyr­ir­tæki á yfir­verði og setja síðan hið keypta sem veð fyrir end­ur­greiðslu. Sum­arið 2011 birti Sam­keppn­is­eft­ir­litið nið­ur­stöður rann­sóknar sem það gerði á stöðu 120 stórra fyr­ir­tækja á völdum sam­keppn­is­mörk­uð­um. Um var að ræða stærstu fyr­ir­tækin á hverjum mark­aði fyrir sig. Þar sagði að 68 pró­sent þess­ara fyr­ir­tækja hefðu verið undir beinum eða óbeinum yfir­ráðum banka eftir hrun­ið. Talið er að yfir­færa hafi mátt þetta hlut­fall á atvinnu­lífið í heild.

Því voru stórir bitar á fyr­ir­tækja­mark­aði í hönd­unum á end­ur­reistum bönkum sem þurftu að end­ur­skipu­leggja þau og selja. Það var í mörgum til­vikum gert í gegnum hluta­bréfa­mark­að. Og kaup­end­urnir að hluta­bréfum í fyr­ir­tækj­unum sem búið var að þrífa voru að uppi­stöðu íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. 

Í dag, rúmum níu árum eftir að end­ur­vakn­ing þess mark­aðar hófst að nýju, er heild­ar­virði þeirra 24 félaga sem skráð eru á aðal­markað og First North tæp­leg 1.200 millj­arðar króna. Líf­eyr­is­sjóð­irnir eiga sam­an­lagt 550,7 millj­arða króna í inn­lendum hluta­bréfum og til við­bótar 104,9 millj­arða króna í hlut­deild­ars­kirteinum í sjóðum sem fjár­festa í slík­um. Sam­an­lagt eiga líf­eyr­is­sjóð­irnir því, beint og óbeint, rúm­lega helm­ing allra hluta­bréfa í land­in­u. 

Flest félögin á aðal­mark­aði eru rekstr­ar­fé­lög á fákeppn­is­mark­aði sem eru aðal­lega með inn­lenda starf­semi. Þar er að finna smá­sölu­fyr­ir­tæki, elds­neyt­is­sala, fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, trygg­ing­ar­fé­lög, flutn­inga­fyr­ir­tæki og nokkur stór fast­eigna­fé­lög, svo fátt eitt sé nefnt. Flest fyr­ir­tækin eiga ekki mikla vaxt­ar­mögu­leika í alþjóð­legu sam­hengi. Lík­lega er það fyrst og síð­ast Mar­el, sem er nú tví­skráð í Hollandi, sem gæti flokk­ast með þannig mögu­leika. 

Fyrir vikið er um að fyr­ir­tæki sem hafa áhrif á dag­legt líf flestra lands­manna með einum eða öðrum hætti. Og þau eru, að uppi­stöðu, í eigu líf­eyr­is­sjóða sem sömu lands­menn eiga. 

Brugð­ist við í orði

Í ljósi þessa hefur krafan á að líf­eyr­is­sjóðir beiti sér með virk­ari hætti í þeim félögum sem þeir fjár­festa í auk­ist til muna á und­an­förnum árum. Getur líf­eyr­is­sjóður í eigu almenn­ings enda ein­ungis gert þá kröfu að fjár­fest­ing hans skili arð­semi þegar að starf­semi fyr­ir­tækj­anna sem hann fjár­festir í hefur bein áhrif á lífs­gæði og kjör sjóðs­fé­laga? Getur hann látið ótalið þegar for­stjórar taka sér laun sem eru í engu sam­ræmi við það sem er að eiga sér stað ann­ars­staðar í hag­kerf­inu? Og svo fram­veg­is.

Slikar kröfur leggj­ast ofan á alþjóð­lega kröfu á þá sem stýra fjár­fest­ingum og fjár­magni um að sýna aukna sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki með því að skil­yrða þátt­töku sína í verk­efnum við upp­fyll­ingu sjálf­bærn­is­mark­miða, t.d. varð­andi aukið kynja­jafn­rétti eða umhverf­is­á­hersl­ur. 

Brugð­ist hefur verið við þess­ari kröfu í orði að ein­hverju leyti. Líf­eyr­is­sjóðir hafa sett sér stefnur um ábyrgar fjár­fest­ingar þar sem umhverf­is­mál, félags­leg mál­efni og stjórn­ar­hættir eru öll atriði sem þeir eiga að líta til í fjár­fest­ingum sín­um. Auk þess hafa sumir þeirra sett sér hlut­hafa­stefnur um hvernig sjóð­irnir eiga að beita sér sem eig­andi til að upp­fylla þau mark­mið. 

Það á við um alla þrjá stærstu sjóð­ina: Líf­eyr­is­sjóð starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna og Gildi. Þeir eru líka aðilar að reglum Sam­ein­uðu þjóð­anna um ábyrgðar fjár­fest­ingar auk þess sem flestir líf­eyr­is­sjóðir lands­ins eru með­limir í Iceland SIF, sam­tökum sem hafa þann til­gang „að efla þekk­ingu fjár­festa á aðferða­fræði sjálf­bærra og ábyrgra fjár­fest­inga og auka umræður um ábyrgar og sjálf­bærar fjár­fest­ing­ar.“

Á borði hefur hins vegar verið lítið um að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi beitt sér mikið til að sveigja félög sem þeir fjár­festa í til sam­fé­lags­legra áherslna. Það sést til að mynda best á því að ekki ein kona er for­stjóri í skráðu félagi og ein­ungis 20 pró­sent fram­kvæmda­stjóra innan þeirra eru kon­ur. Það er helst að það hafi gerst hjá Gildi, sem ákvað að selja hluti sína í Brimi vegna end­ur­tek­inna við­skipta félags­ins við önnur í eigu for­stjóra og stærsta eig­anda Brim­s. 

Við eigum Ísland, við eigum bara eftir að taka það

Mikil und­ir­alda hefur mynd­ast vegna þess­arar stöðu. Ein birt­ing­ar­mynd hennar er að mun rót­tæk­ari og her­skrárri verka­lýðs­for­ysta hefur kom­ist til valda í stærstu verka­lýðs­fé­lögum lands­ins og innan Alþýðu­sam­bands Íslands. Og hún telur sig geta tekið til sín miklu meiri völd um hvernig sam­fé­lagið þró­ast.

Sverrir Mar Alberts­son, fram­kvæmda­stjóri AFLs starfs­greina­sam­bands, sem tap­aði for­manns­kosn­ingum í ASÍ í fyrra náði ágæt­lega utan um þessa afstöðu á fundi sem Efl­ing stóð fyrir á meðan að for­manns­bar­áttan stóð yfir. Þar sagði hann: „Stundum þegar ég vil fá jarð­teng­ingu við hvað ég er að gera þá fer ég í bækur sem hafa verið skrif­að­ar, t.d. saga verka­lýðs­fé­lag­anna. Fyrsta verka­lýðs­fé­lagið fyrir austan er stofnað 1896. Þegar maður les fund­ar­gerðir frá fyrstu fund­unum ... þetta er fólk sem bjó í nán­ast mold­ar­kof­um, áhyggju­efnin voru hvort að börnin fengu mat dag­inn eft­ir. Menn voru settir út á kaldan klaka og fengu ekki atvinnu ef þeir voru í for­ystu fyrir verka­lýðs­fé­lag­ið. Í dag, félögin sem þetta fólk stofn­aði, við eigum Ísland. Það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það.“

Mót­fram­bjóð­andi Sverris, Drífa Snæ­dal sem síðar vann for­manns­kosn­ing­arn­ar, sagð­ist vera honum sam­mála.

Drífa Snædal og Sverrir Mar Albertsson á fundinum fyrir um ári síðan.
Mynd: Úr safni

Verka­lýðs­for­ystan getur mjög sýni­lega haft áhrif á fjár­fest­inga­stefnu líf­eyr­is­sjóða, enda skipar hún fjölda stjórn­ar­manna í sjóð­ina. Efl­ing hefur til að mynda mikil áhrif í stjórn Gildis og hefur þegar látið kjósa Stefán Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ing hjá félag­inu, í stjórn hans. 

VR er komið enn lengra í ferli sínu til að hafa veru­leg áhrif innan Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Þar skipar VR helm­ing stjórn­ar­manna og er með stjórn­ar­for­manns­sætið sem stend­ur. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja ljóst að Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, hafi lengi haft það að meg­in­stefnu að hafa meiri áhrif á það hvernig þessi næst stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, með um 800 millj­arða króna eign­ir, beitir sér í íslensku sam­fé­lag­i. 

Eftir að Ragnar Þór var end­ur­kjör­inn for­maður fyrr í ár, og kjör ann­arra stjórn­ar­manna skömmu síðar styrkti stöðu hans veru­lega, hafa verkin verið látin tala. 

Fyrstu skrefin stig­in, stóru skrefin framundan

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóð­i verzl­un­­­­­ar­­­­­manna ­í júní síð­­­­­ast­liðnum var sam­­­­­­­­­þykkt að aft­­­­­­­­­ur­­­­­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­­­­­sjóðs verzl­un­­­­­ar­­­­­manna og var að auki sam­­­­­­­­­þykkt til­­­­­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­menn til­­­­­­­ bráða­birgða. Áður­­­­­­­ hafði stjórn­­­­­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­­­­­að­­­­­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­­­­­­­­­ar­­­­­­­­­mönnum félags­­­­­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­­­­­legra vaxta verð­­­­­­­­­tryggðra sjóð­­­­­­­­­fé­laga­lána.

Ragnar Þór sagði, þegar þetta stóð yfir,  að lík­­­­­­­­­lega væri það eina ­leiðin til raun­veru­­­­­­legra breyt­inga að sjóð­­­­­­fé­lagar líf­eyr­is­­­­­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinn­u­lífið og verka­lýðs­hreyf­­­­­ing­una sem hann sagði að væri í ákveð­inn­i ­mót­­­­­sögn við sjálfa sig sem fjár­­­­­­­­­magns­eig­anda. Skömmu síðar sagði hann að þau ítök sem atvinn­u­rek­endur hafi náð innan líf­eyr­is­­sjóð­anna séu engan veg­inn ásætt­an­­legt og að það hljóti að vera mark­mið verka­lýðs­hreyf­­ing­unn­ar að losa sjóð­inn undan því oki.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur boðað mun róttækari stefnu gagnvart atvinnulifinu og fjármagnseigendum en áður tíðkaðist hjá félaginu.
Mynd: Bára Huld Beck

Skömmu síðar sagði hann að þau ítök sem atvinn­u­rek­endur hafi náð innan líf­eyr­is­­sjóð­anna séu engan veg­inn ásætt­an­­legt og að það hljóti að vera mark­mið verka­lýðs­hreyf­­ing­unn­ar að losa sjóð­inn undan því oki.

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að í und­ir­bún­ingi séu miklar breyt­ingar hjá líf­eyr­is­sjóðn­um, gangi áform VR eft­ir. Þar verði litið bæði fram á við, með breyttum áherslum í fjár­fest­ingum og beit­ingu hlut­hafa­valds, og aftur á bak með rann­sóknum á gjörn­ingum sem grunur sé um að hafi ekki verið fram­kvæmdir með hags­muni sjóðs­fé­laga að leið­ar­ljósi. Þar er efst á blaði salan á hlut Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna í Bakka­vör sem Ragnar Þór hefur opin­ber­lega sagt að gæti verið eitt stærsta fjársvika­mál Íslands­sög­unnar og farið fram á opin­bera rann­sókn á hvort líf­eyr­is­sjóðir hafi verið blekkt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar