Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík hefur lækkað um 1,4 milljarða

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur hríðfallið í verði síðasta hálfa árið og er nú metin á rúmlega 20 prósent lægra verði en í lok mars síðastliðins. Arion banki stefnir að því að selja hana, en rúm þrjú ár er síðan að slökkt var á verksmiðjunni.

United Silicon
Auglýsing

Arion banki, sem heldur á kís­il­málm­verk­smiðju United Sil­icon í Helgu­vík, hefur fært niður virði hennar í bókum sínum um 1,4 millj­arða króna á hálfu ári. Í lok mars síð­ast­lið­ins var virðið sagt vera 6,9 millj­arðar króna en í nýjasta upp­gjöri bank­ans er það bók­fært á 5,5 millj­arða króna, eða 41 milljón evr­a. 

Í upp­gjöri Arion banka fyrir fyrstu níu mán­uði árs­ins kemur fram að Stakks­berg ehf., félag bank­ans sem heldur á verk­smiðj­unni, sé á loka­stigum þess að ljúka nýju umhverf­is­mati vegna henn­ar. Til að áform bank­ans vegna verk­smiðj­unnar gangi eftir þar Reykja­nes­bær þó að breyta deiliskipu­lagi svo hægt sé að ljúka við þær lag­fær­ingar sem Arion banki vill gera á henni til að koma starf­sem­inni aftur í gang. 

Auglýsing
Á meðal þess sem stefnt var að því að gera vegna þessa var að byggja 52 metra háan skor­­stein sem draga ætti úr mengun frá verk­smiðj­unni, þar á meðal lykta­­meng­un. Til sam­an­­burðar er Hall­gríms­­kirkja 74,5 metrar á hæð. Mikil and­staða hefur verið við það á meðal íbúa Reykja­nes­bæjar að verk­smiðjan verði end­ur­ræst og hávær krafa hefur verið um íbúa­kosn­ingu um starf­sem­ina.

Arion banki telur íbúa­kosn­ingu baka bóta­skyldu

Arion banki hefur ekki viljað láta undan kröfum um slíka kosn­ingu. Í bréfi sem Stakks­berg sendi til Skipu­lags­­stofn­unar í fyrra sagð­i:  „Verk­­smiðjan hefur þegar verið byggð á lóð­inni fyrir um 22 millj­­arða króna. Um er að ræða rétt­indi sem njóti verndar eign­­ar­rétt­­ar­á­­kvæðis 72. gr. stjórn­­­ar­­skrár­innar og atvinn­u­rétt­indi sem njóti verndar 75. gr. stjórn­­­ar­­skrár. Um slík rétt­indi verði ekki kosið í almennum kosn­­ingum að mati Stakks­berg ehf.“

Ef til kosn­­inga kæmi þá taldi Stakks­berg að Reykja­­nes­­bær hefði bakað sér bóta­­skyldu. Ef kosn­­ing myndi leiða til þess að ekki væri hægt að starf­rækja þá verk­smiðju sem þegar hefur verið byggð á lóð­inni mun það að mati Stakks­berg ehf. leiða af sér skaða­­bóta­­skyldu gagn­vart eig­anda lóð­ar­inn­ar[...]­Sökin væri nokkuð aug­­ljós enda um að ræða ásetn­ing til þess að koma í veg fyrir til­­­tekna starf­­sem­i/­­upp­­­bygg­ingu sem þegar hafði verið fall­ist á og hefði þegar leitt til veru­­legrar fjár­­­fest­ing­­ar.“

Meira en þrjú ár síðan að slökkt var á

Rúm þrjú ár eru síðan að kís­­il­­málm­­verk­smiðj­unni, sem er stað­­sett í Helg­u­vík á Suð­­ur­­nesjum, var lok­að. Félagið utan um rekstur hennar var svo sett í þrot í jan­úar 2018. 

Auglýsing
Fjöl­margir töp­uðu háum fjár­­hæðum á ævin­týr­inu. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­­­sjóð­­­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­­­ónum króna í United Sil­icon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­­­launa­­­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­­­manna (EF­Í­A). Þar nemur nið­­­­­­­ur­­­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­­­sent­­­­­­­um. 

Líf­eyr­is­­­­­­­sjóð starfs­­­­­­­manna Bún­­­­­­­að­­­­­­­ar­­­­­­­banka Íslands (LS­BÍ) fjár­­­­­­­­­­­festi einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­­­un­­­­­­­ar­­­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­­­ar­­­­­­túni.

Sá sem stóð fyrir verk­efn­inu, Magnús Garð­­ar­s­­son, hefur verið til rann­­sóknar vegna gruns um að hafa framið stór­­felld auð­g­un­­ar­brot og að hafa svikið út háar fjár­­hæð­­ir. Þrotabú United Sil­icon hefur einnig stefnt honum fyrir meint fjár­­­svik hans. Á meðal þess sem rök­studdur grunur er um er að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­­­stjóri United Sil­icon, falsað reikn­inga og und­ir­­­skrift­ir, átt við lána­samn­inga og búið til gervi­lén í við­­­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar