Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík hefur lækkað um 1,4 milljarða

Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur hríðfallið í verði síðasta hálfa árið og er nú metin á rúmlega 20 prósent lægra verði en í lok mars síðastliðins. Arion banki stefnir að því að selja hana, en rúm þrjú ár er síðan að slökkt var á verksmiðjunni.

United Silicon
Auglýsing

Arion banki, sem heldur á kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík, hefur fært niður virði hennar í bókum sínum um 1,4 milljarða króna á hálfu ári. Í lok mars síðastliðins var virðið sagt vera 6,9 milljarðar króna en í nýjasta uppgjöri bankans er það bókfært á 5,5 milljarða króna, eða 41 milljón evra. 

Í uppgjöri Arion banka fyrir fyrstu níu mánuði ársins kemur fram að Stakksberg ehf., félag bankans sem heldur á verksmiðjunni, sé á lokastigum þess að ljúka nýju umhverfismati vegna hennar. Til að áform bankans vegna verksmiðjunnar gangi eftir þar Reykjanesbær þó að breyta deiliskipulagi svo hægt sé að ljúka við þær lagfæringar sem Arion banki vill gera á henni til að koma starfseminni aftur í gang. 

Auglýsing
Á meðal þess sem stefnt var að því að gera vegna þessa var að byggja 52 metra háan skor­stein sem draga ætti úr mengun frá verk­smiðj­unni, þar á meðal lykta­meng­un. Til sam­an­burðar er Hall­gríms­kirkja 74,5 metrar á hæð. Mikil andstaða hefur verið við það á meðal íbúa Reykjanesbæjar að verksmiðjan verði endurræst og hávær krafa hefur verið um íbúakosningu um starfsemina.

Arion banki telur íbúakosningu baka bótaskyldu

Arion banki hefur ekki viljað láta undan kröfum um slíka kosningu. Í bréfi sem Stakks­berg sendi til Skipu­lags­stofn­unar í fyrra sagð­i:  „Verk­smiðjan hefur þegar verið byggð á lóð­inni fyrir um 22 millj­arða króna. Um er að ræða rétt­indi sem njóti verndar eign­ar­rétt­ar­á­kvæðis 72. gr. stjórn­ar­skrár­innar og atvinnu­rétt­indi sem njóti verndar 75. gr. stjórn­ar­skrár. Um slík rétt­indi verði ekki kosið í almennum kosn­ingum að mati Stakks­berg ehf.“

Ef til kosn­inga kæmi þá taldi Stakks­berg að Reykja­nes­bær hefði bakað sér bóta­skyldu. Ef kosn­ing myndi leiða til þess að ekki væri hægt að starf­rækja þá verk­smiðju sem þegar hefur verið byggð á lóð­inni mun það að mati Stakks­berg ehf. leiða af sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart eig­anda lóðarinnar[...]Sökin væri nokkuð aug­ljós enda um að ræða ásetn­ing til þess að koma í veg fyrir til­tekna starf­sem­i/­upp­bygg­ingu sem þegar hafði verið fall­ist á og hefði þegar leitt til veru­legrar fjár­fest­ing­ar.“

Meira en þrjú ár síðan að slökkt var á

Rúm þrjú ár eru síðan að kís­il­málm­verk­smiðj­unni, sem er stað­sett í Helgu­vík á Suð­ur­nesjum, var lok­að. Félagið utan um rekstur hennar var svo sett í þrot í jan­úar 2018. 

Auglýsing
Fjöl­margir töp­uðu háum fjár­hæðum á ævin­týr­inu. Frjálsi líf­eyr­is­­­­­­sjóð­­­­­­ur­inn, sem fjár­­­­­­­­­­­festi 1.178 millj­­­­­­ónum króna í United Silicon, hefur fært niður virði þeirra hluta­bréfa og skulda­bréfa sem sjóð­­­­­­ur­inn á í félag­inu um 100 pró­­­­­­sent. Sömu sögu er að segja af Eft­ir­­­­­­launa­­­­­­sjóði félags íslenskra atvinn­u­flug­­­­­­manna (EFÍA). Þar nemur nið­­­­­­ur­­­­­­færslan einnig 100 pró­­­­­­sent­­­­­­um. 

Líf­eyr­is­­­­­­sjóð starfs­­­­­­manna Bún­­­­­­að­­­­­­ar­­­­­­banka Íslands (LSBÍ) fjár­­­­­­­­­festi einnig í verk­efn­inu. Arion banki rekur alla sjóð­ina þrjá, starfs­­­­­­fólk bank­ans gegnir stjórn­­­­­­un­­­­­­ar­­­­­­stöðum í þeim og þeir eru til húsa í höf­uð­­­­­­stöðvum hans í Borg­­­­­­ar­­­­­túni.

Sá sem stóð fyrir verk­efn­inu, Magnús Garð­ars­son, hefur verið til rann­sóknar vegna gruns um að hafa framið stór­felld auðg­un­ar­brot og að hafa svikið út háar fjár­hæð­ir. Þrotabú United Silicon hefur einnig stefnt honum fyrir meint fjár­svik hans. Á meðal þess sem rök­studdur grunur er um er að Magnús hafi, í starfi sínu sem for­­stjóri United Silicon, falsað reikn­inga og und­ir­­skrift­ir, átt við lánasamninga og búið til gervilén í við­­leitni sinni til að draga að sér fé úr fyr­ir­tæk­inu.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar