Ríkasta eitt prósent landsmanna þénar 35 prósent allra fjármagnstekna

Alls höfðu 238 efnuðustu fjölskyldur landsins, sem mynda 0,1 prósent ríkasta hluta þess, 25,8 milljarða króna í fjármagnstekjur í fyrra. Ríkasta eitt prósent landsmanna hafði 48,1 milljarða króna í tekjur af eignum sínum og fjárfestingum.

Upplýsingarnar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Loga Einarssonar.
Upplýsingarnar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Loga Einarssonar.
Auglýsing

Alls voru heild­ar­tekjur þeirra 0,1 pró­sent lands­manna sem höfðu mestar tekjur í fyrra, 238 fjöl­skyld­ur, 45,5 millj­arðar króna í fyrra. Þar af voru 25,8 millj­arðar króna fjár­magnstekj­ur, eða um 57 pró­sent allra tekna þess hóps. Fjár­magnstekjur eru vaxta­tekj­ur, arð­ur, sölu­hagn­aður og leigu­tekjur utan rekstr­ar. Þ.e. tekjur sem við­kom­andi hafa af eignum og fjár­fest­ing­um, en ekki launa­tekj­ur. Í heild hafði íslensk þjóð 137,8 millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur. Það þýðir að um 19 pró­sent allra fjár­magnstekna sem urðu til á Íslandi á árinu 2018, og runnu til ein­stak­linga, fóru til þess­ara 238 fjöl­skyldna. 

Þegar rík­asta eitt pró­sent lands­manna er skoð­að, alls 2.380 fjöl­skyld­ur, kemur í ljós að heild­ar­tekjur þeirra á árinu 2018 voru 146,8 millj­arðar króna. Þar af voru fjár­magnstekjur 48,1 millj­arður króna, eða um þriðj­ungur tekna þeirra. Alls þén­aði rík­asta eitt pró­sent lands­manna því 35 pró­sent af öllum fjár­magnstekjum sem runnu til ein­stak­linga í fyrra.

Rík­ustu fimm pró­sent lands­manna, alls 11.900 fjöl­skyld­ur, höfðu 394 millj­arða króna í heild­ar­tekjur í fyrra. Þar af voru 70,2 millj­arðar króna fjár­magnstekj­ur. Það þýðir að rúmur helm­ingur allra fjár­magnstekna sem urðu til á Íslandi í fyrra fóru til rík­ustu fimm pró­sent lands­manna. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um skuldir og eignir lands­manna sem birt var á föstu­dag á vef Alþing­is. 

Mest af nýjum auði lendir hjá hinum efn­uð­ustu

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að rík­ustu 0,1 pró­sent lands­manna sem telja fram hér­lendis fram­telj­enda hafi átt 260,2 millj­arða króna í lok árs 2018 í eigin fé. Alls jókst eigið fé þeirra – eignir þegar búið er að draga frá allar skuldir – um 23,6 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hefur eigið fé rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna auk­ist um 98 millj­arða króna, eða 68 pró­sent. 

Auglýsing
Fimm pró­sent rík­ustu Íslend­ing­arnir áttu eigið fé upp á 1.864 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Það er 218 millj­örðum krónum meira en hóp­ur­inn átti í árs­lok 2017 og rúm­lega tvö­föld sú upp­hæð sem hann átti í árs­lok 2010. Frá því ári hefur millj­örð­unum í eigu þessa hóps fjölgað um 970. Þessi hópur átti 40,8 pró­sent af öllu eigið fé lands­manna í lok síð­asta árs, sem þýðir að hin 95 pró­sent fjöl­skyldna í land­inu áttu 59,2 pró­sent þess. 

Rík­asta eitt pró­sent lands­manna áttu alls 802,1 millj­arð króna í lok síð­asta árs, tæp­lega 84 millj­örðum krónum meira en árið áður. Auður þessa hóps hefur auk­ist um 353 millj­arða króna frá árs­lokum 2010, eða um 78 pró­sent. 

Hlut­falls­lega lækkar hlutur allra ofan­greindra hópa lít­il­lega af heild­ar­eigin fé þjóð­ar­innar milli ára.

Vert er að taka fram að eigið fé rík­ustu hópa lands­manna er stór­lega van­met­ið. Öll verð­bréfa­eign (hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lög­um, eign­ar­skatts­frjáls verð­bréf, stofn­sjóðs­eign og önnur verð­bréf og kröf­ur) er nefni­lega metin á nafn­virði, en ekki mark­aðsvirði.

Eign­ar­hluti lands­manna í líf­eyr­is­sjóðum eru ekki taldar með í ofan­greindum töl­um, en sam­an­lagt áttu þeir sjóðir 4.797 millj­arðar króna í lok ágúst síð­ast­lið­ins og eru langstærstu fjár­festar í land­inu.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um bar­átt­una um stjórn líf­eyr­is­sjóð­ina sem nú stendur yfir í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á föstu­dag.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar