Ríkasta eitt prósent landsmanna þénar 35 prósent allra fjármagnstekna

Alls höfðu 238 efnuðustu fjölskyldur landsins, sem mynda 0,1 prósent ríkasta hluta þess, 25,8 milljarða króna í fjármagnstekjur í fyrra. Ríkasta eitt prósent landsmanna hafði 48,1 milljarða króna í tekjur af eignum sínum og fjárfestingum.

Upplýsingarnar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Loga Einarssonar.
Upplýsingarnar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Loga Einarssonar.
Auglýsing

Alls voru heild­ar­tekjur þeirra 0,1 pró­sent lands­manna sem höfðu mestar tekjur í fyrra, 238 fjöl­skyld­ur, 45,5 millj­arðar króna í fyrra. Þar af voru 25,8 millj­arðar króna fjár­magnstekj­ur, eða um 57 pró­sent allra tekna þess hóps. Fjár­magnstekjur eru vaxta­tekj­ur, arð­ur, sölu­hagn­aður og leigu­tekjur utan rekstr­ar. Þ.e. tekjur sem við­kom­andi hafa af eignum og fjár­fest­ing­um, en ekki launa­tekj­ur. Í heild hafði íslensk þjóð 137,8 millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur. Það þýðir að um 19 pró­sent allra fjár­magnstekna sem urðu til á Íslandi á árinu 2018, og runnu til ein­stak­linga, fóru til þess­ara 238 fjöl­skyldna. 

Þegar rík­asta eitt pró­sent lands­manna er skoð­að, alls 2.380 fjöl­skyld­ur, kemur í ljós að heild­ar­tekjur þeirra á árinu 2018 voru 146,8 millj­arðar króna. Þar af voru fjár­magnstekjur 48,1 millj­arður króna, eða um þriðj­ungur tekna þeirra. Alls þén­aði rík­asta eitt pró­sent lands­manna því 35 pró­sent af öllum fjár­magnstekjum sem runnu til ein­stak­linga í fyrra.

Rík­ustu fimm pró­sent lands­manna, alls 11.900 fjöl­skyld­ur, höfðu 394 millj­arða króna í heild­ar­tekjur í fyrra. Þar af voru 70,2 millj­arðar króna fjár­magnstekj­ur. Það þýðir að rúmur helm­ingur allra fjár­magnstekna sem urðu til á Íslandi í fyrra fóru til rík­ustu fimm pró­sent lands­manna. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um skuldir og eignir lands­manna sem birt var á föstu­dag á vef Alþing­is. 

Mest af nýjum auði lendir hjá hinum efn­uð­ustu

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að rík­ustu 0,1 pró­sent lands­manna sem telja fram hér­lendis fram­telj­enda hafi átt 260,2 millj­arða króna í lok árs 2018 í eigin fé. Alls jókst eigið fé þeirra – eignir þegar búið er að draga frá allar skuldir – um 23,6 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hefur eigið fé rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna auk­ist um 98 millj­arða króna, eða 68 pró­sent. 

Auglýsing
Fimm pró­sent rík­ustu Íslend­ing­arnir áttu eigið fé upp á 1.864 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Það er 218 millj­örðum krónum meira en hóp­ur­inn átti í árs­lok 2017 og rúm­lega tvö­föld sú upp­hæð sem hann átti í árs­lok 2010. Frá því ári hefur millj­örð­unum í eigu þessa hóps fjölgað um 970. Þessi hópur átti 40,8 pró­sent af öllu eigið fé lands­manna í lok síð­asta árs, sem þýðir að hin 95 pró­sent fjöl­skyldna í land­inu áttu 59,2 pró­sent þess. 

Rík­asta eitt pró­sent lands­manna áttu alls 802,1 millj­arð króna í lok síð­asta árs, tæp­lega 84 millj­örðum krónum meira en árið áður. Auður þessa hóps hefur auk­ist um 353 millj­arða króna frá árs­lokum 2010, eða um 78 pró­sent. 

Hlut­falls­lega lækkar hlutur allra ofan­greindra hópa lít­il­lega af heild­ar­eigin fé þjóð­ar­innar milli ára.

Vert er að taka fram að eigið fé rík­ustu hópa lands­manna er stór­lega van­met­ið. Öll verð­bréfa­eign (hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lög­um, eign­ar­skatts­frjáls verð­bréf, stofn­sjóðs­eign og önnur verð­bréf og kröf­ur) er nefni­lega metin á nafn­virði, en ekki mark­aðsvirði.

Eign­ar­hluti lands­manna í líf­eyr­is­sjóðum eru ekki taldar með í ofan­greindum töl­um, en sam­an­lagt áttu þeir sjóðir 4.797 millj­arðar króna í lok ágúst síð­ast­lið­ins og eru langstærstu fjár­festar í land­inu.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um bar­átt­una um stjórn líf­eyr­is­sjóð­ina sem nú stendur yfir í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á föstu­dag.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar