Ríkasta eitt prósent landsmanna þénar 35 prósent allra fjármagnstekna

Alls höfðu 238 efnuðustu fjölskyldur landsins, sem mynda 0,1 prósent ríkasta hluta þess, 25,8 milljarða króna í fjármagnstekjur í fyrra. Ríkasta eitt prósent landsmanna hafði 48,1 milljarða króna í tekjur af eignum sínum og fjárfestingum.

Upplýsingarnar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Loga Einarssonar.
Upplýsingarnar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Loga Einarssonar.
Auglýsing

Alls voru heild­ar­tekjur þeirra 0,1 pró­sent lands­manna sem höfðu mestar tekjur í fyrra, 238 fjöl­skyld­ur, 45,5 millj­arðar króna í fyrra. Þar af voru 25,8 millj­arðar króna fjár­magnstekj­ur, eða um 57 pró­sent allra tekna þess hóps. Fjár­magnstekjur eru vaxta­tekj­ur, arð­ur, sölu­hagn­aður og leigu­tekjur utan rekstr­ar. Þ.e. tekjur sem við­kom­andi hafa af eignum og fjár­fest­ing­um, en ekki launa­tekj­ur. Í heild hafði íslensk þjóð 137,8 millj­arða króna í fjár­magnstekj­ur. Það þýðir að um 19 pró­sent allra fjár­magnstekna sem urðu til á Íslandi á árinu 2018, og runnu til ein­stak­linga, fóru til þess­ara 238 fjöl­skyldna. 

Þegar rík­asta eitt pró­sent lands­manna er skoð­að, alls 2.380 fjöl­skyld­ur, kemur í ljós að heild­ar­tekjur þeirra á árinu 2018 voru 146,8 millj­arðar króna. Þar af voru fjár­magnstekjur 48,1 millj­arður króna, eða um þriðj­ungur tekna þeirra. Alls þén­aði rík­asta eitt pró­sent lands­manna því 35 pró­sent af öllum fjár­magnstekjum sem runnu til ein­stak­linga í fyrra.

Rík­ustu fimm pró­sent lands­manna, alls 11.900 fjöl­skyld­ur, höfðu 394 millj­arða króna í heild­ar­tekjur í fyrra. Þar af voru 70,2 millj­arðar króna fjár­magnstekj­ur. Það þýðir að rúmur helm­ingur allra fjár­magnstekna sem urðu til á Íslandi í fyrra fóru til rík­ustu fimm pró­sent lands­manna. 

Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­son­ar, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, um skuldir og eignir lands­manna sem birt var á föstu­dag á vef Alþing­is. 

Mest af nýjum auði lendir hjá hinum efn­uð­ustu

Kjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að rík­ustu 0,1 pró­sent lands­manna sem telja fram hér­lendis fram­telj­enda hafi átt 260,2 millj­arða króna í lok árs 2018 í eigin fé. Alls jókst eigið fé þeirra – eignir þegar búið er að draga frá allar skuldir – um 23,6 millj­arða króna í fyrra. Frá árinu 2010 hefur eigið fé rík­asta 0,1 pró­sent lands­manna auk­ist um 98 millj­arða króna, eða 68 pró­sent. 

Auglýsing
Fimm pró­sent rík­ustu Íslend­ing­arnir áttu eigið fé upp á 1.864 millj­arða króna um síð­ustu ára­mót. Það er 218 millj­örðum krónum meira en hóp­ur­inn átti í árs­lok 2017 og rúm­lega tvö­föld sú upp­hæð sem hann átti í árs­lok 2010. Frá því ári hefur millj­örð­unum í eigu þessa hóps fjölgað um 970. Þessi hópur átti 40,8 pró­sent af öllu eigið fé lands­manna í lok síð­asta árs, sem þýðir að hin 95 pró­sent fjöl­skyldna í land­inu áttu 59,2 pró­sent þess. 

Rík­asta eitt pró­sent lands­manna áttu alls 802,1 millj­arð króna í lok síð­asta árs, tæp­lega 84 millj­örðum krónum meira en árið áður. Auður þessa hóps hefur auk­ist um 353 millj­arða króna frá árs­lokum 2010, eða um 78 pró­sent. 

Hlut­falls­lega lækkar hlutur allra ofan­greindra hópa lít­il­lega af heild­ar­eigin fé þjóð­ar­innar milli ára.

Vert er að taka fram að eigið fé rík­ustu hópa lands­manna er stór­lega van­met­ið. Öll verð­bréfa­eign (hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lög­um, eign­ar­skatts­frjáls verð­bréf, stofn­sjóðs­eign og önnur verð­bréf og kröf­ur) er nefni­lega metin á nafn­virði, en ekki mark­aðsvirði.

Eign­ar­hluti lands­manna í líf­eyr­is­sjóðum eru ekki taldar með í ofan­greindum töl­um, en sam­an­lagt áttu þeir sjóðir 4.797 millj­arðar króna í lok ágúst síð­ast­lið­ins og eru langstærstu fjár­festar í land­inu.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um bar­átt­una um stjórn líf­eyr­is­sjóð­ina sem nú stendur yfir í frétta­skýr­ingu sem birt­ist á föstu­dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar