Áhrifin af enska boltanum sjást greinilega á uppgjöri Símans og Sýnar

Það virðist vera að margborga sig fyrir Símann að hafa tryggt sér sýningarréttinn að enska boltanum fyrir um ári síðan. Tekjur hans vegna sjónvarpsreksturs jukust um 20 prósent á þriðja ársfjórðungi en fjölmiðlatekjur Sýnar drógust saman um sjö prósent.

enski boltinn
Auglýsing

Fyrir rétt um ári síð­an, 2. nóv­em­ber 2018, var greint frá því opin­ber­lega að Sím­inn hefði tryggt sér sýn­ing­ar­rétt­inn að enska bolt­anum frá og með tíma­bil­inu 2019 til 2020, eða því sem nú stendur yfir. Sýn, áður Stöð 2 Sport, hafði þá haldið á sýn­ing­ar­rétt­inum síðan 2007 og efnið hafði verið eitt af krúnu­djásn­unum í íþrótta­dag­skrá félags­ins. 

Þáver­andi fram­kvæmda­stjóri miðla hjá Sýn, Björn Víglunds­son, sagði að það hefði ein­fald­lega komið ofurtil­boð úr annarri átt. Hluta­bréf í Sýn féllu um 7,3 pró­sent þennan sama dag. 

Á því ári sem liðið er frá þessum tíð­indum hefur mark­aðsvirði Sýnar rúm­lega helm­ing­ast og er nú um 8,1 millj­arður króna. Sím­inn hefur ekki gefið það upp opin­ber­lega hvað hann greiddi fyrir rétt­inn að enska bolt­an­um.

Óvíst hvernig myndi fara

Í sam­runa­skrá vegna kaupa á miðlum 365, sem var óvart birt á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins með trún­að­ar­upp­lýs­ingum vorið 2017, kom fram að um þrjú þús­und áskrif­endur væru að Sport­pakka Stöðvar 2 og tæp­lega 1.400 manns með Risa­pakk­ann, sem inni­hélt einnig íþrótta­stöðv­arn­ar. 

Auglýsing
Í grein­ingu sem Arion banki gerði á Sýn snemma árs 2019 var áætlað að um fimm þús­und við­skipta­vinir gætu farið frá félag­inu sam­hliða því að það missti enska bolt­ann. Út frá þeim for­sendum spáði grein­ingin fyrir um tekju­sam­drátt hjá Sýn.

Það lá hins vegar ekki strax fyrir hvernig Sím­inn ætl­aði að nýta sér þessa vöru sem hann hafði tryggt sér rétt­inn á, né hvort félag­inu tæk­ist að gera það með arð­væn­legum hætt­i. 

Sum­arið 2019 var loks sýnt á spil­in. Verð­inu á nýstofn­aðri Sím­inn Sport, sem myndi sýna leiki úr ensku úrvalds­deild­inni, yrði stillt í hóf og stök áskrift seld á 4.500 krón­ur. Á sama tíma var hins vegar greint frá því að allir áskrif­endur að Sjón­varpi Sím­ans Prem­i­um, sem voru þá þegar 35 til 40 þús­und, myndu fá aðgang að enska bolt­an­um. Um leið var mán­að­ar­verðið fyrir þá þjón­ustu hækkað úr fimm þús­und krónum í sex þús­und krón­ur. 

Ef vel til tæk­ist, og eng­inn við­skipta­vinur myndi hætta í Prem­ium áskrift vegna hækk­un­ar­inn­ar, myndi Sím­inn þegar vera búinn að tryggja sér 420 til 480 millj­ónir króna í við­bót­ar­tekjur á ári með henn­i. 

Um tutt­ugu pró­sent aukn­ing hjá Sím­anum

Ljóst var að áhrifin af þess­ari vend­ingu myndu ekki koma fram að fullu fyrr en á þriðja árs­fjórð­ungi 2019, enda byrjar enska úrvals­deildin ekki að rúlla fyrr en í ágúst­mán­uði. Því var beðið með nokk­urri eft­ir­vænt­ingu eftir upp­gjörum Sím­ans og Sýnar fyrir tíma­bilið sem hófst í byrjun júlí og lauk í sept­em­ber­lok. 

Sím­inn birti fyrst, í síð­ustu viku. Þar kom fram að tekjur hans vegna sjón­varps­þjón­ustu hefði auk­ist um 19,6 pró­sent á fjórð­ungnum miðað við sama tíma­bil í fyrra, eða um 233 millj­ónir króna. Þær voru í heild 1.423 millj­ónir króna á árs­fjórð­ungn­um. 

Auglýsing
Í fjár­festa­kynn­ingu kom fram að tekju­á­hrif af enska bolt­anum hefðu verið umfram vænt­ing­ar, að við­skipta­vinum sem keyptu Prem­ium áskrift hefði fjölgað um þrjú þús­und frá því að Sím­inn Sport fór í loftið og að aug­lýs­inga­tekjur hefðu vaxið um 54 pró­sent á þriðja árs­fjórð­ungi og ell­efu pró­sent milli ára. 

Sjö pró­sent sam­dráttur hjá Sýn

Hjá Sýn, sem birti sitt upp­gjör í gær, var sagan önn­ur. Þar lækk­uðu tekjur vegna fjöl­miðla­rekstur um 144 millj­ónir króna miðað við þriðja árs­fjórð­ung í fyrra, eða um sjö pró­sent. Sam­tals námu tekjur Sýnar vegna fjöl­miðla 1.946 millj­ónir króna og engin ein tekju­stoð félags­ins dróst meira saman í krónum talið en fjöl­miðla­rekst­ur­inn. Hann nær til ann­arra fjöl­miðla sam­stæð­unnar en bara sjón­varps­stöðva. Miðlar Sýnar eru ­Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977. Félagið er því líka með umtals­verðar tekjur af útvarps­rekstri og rekstri frétta­mið­ils­ins Vís­is.

Á þriðja árs­fjórð­ungi 2018 höfðu tekjur Sýnar vegna fjöl­miðla verið 76 pró­sent hærri en tekjur Sím­ans vegna þeirrar tekju­stoð­ar. Í ár voru fjöl­miðla­tekjur Sýnar 37 pró­sent hærri en helsta keppi­naut­ar­ins. Bilið á milli þeirra minnk­aði 377 millj­ónir króna. 

Hagn­aður Sím­ans var 2,3 millj­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum þessa árs á meðan að hagn­aður Sýnar var 384 millj­ónir króna á sama tíma, en hann kemur til vegna þess að bók­færður var sölu­hagn­aður upp á 817 millj­ónir króna vegna sam­runa dótt­ur­fé­lags í Fær­eyj­um. Án þessa bók­­færða sölu­hagnað vegna þeirrar sölu væri tap Sýnar á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 433 millj­­ónir króna. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar