Lítið bólar á greiðslulausn Reiknistofu bankanna

Greiðslulausn sem Reiknistofu bankanna keypti af dönsku fyrirtæki í slitameðferð, með það fyrir augum að hægt væri að aðlaga hana hratt að íslenskum markaði, er ekki enn komin í almenna notkun rúmlega tveimur árum síðar.

iphone apple snjallsími snjalltæki h_53295501.jpg
Auglýsing

Reikni­stofa bank­anna (RB) keypti greiðslu­lausn af dönsku fyr­ir­tæki sum­arið 2017. Lausn sem danskir bankar höfðu ákveðið að hætta nota fyrir aðra greiðslu­lausn, MobilePay. RB keypt­i ­lausn­ina ­með það fyrir augum að hægt væri að aðlaga lausn­ina hratt að íslenskum mark­að­i. Nú rúmum tveimur árum síðar er greiðslu­lausn RB, Kvitt, hins vegar ekki enn komin í almenna notk­un. 

Lausn sem danskir bankar ákváðu að nota ekki

Í júní 2017 und­ir­rit­aði Reikni­stofa bank­anna undir sam­starf við danska greiðslu­þjónstu­fyr­ir­tækið Swipp. Mark­mið sam­starfs­ins var að inn­leiða nýja lausn fyrir farmsíma­greiðslur hér á land­i. 

Swipp hafði verið tekið slita­með­ferð í Dan­mörku árið áður þegar eig­endur þess höfðu ákveðið að félagið myndi hætta að starfa sem greiðslu­þjón­ustu­veit­andi. Á heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins segir að Swipp hafi hætt starf­semi sinni í febr­­úar 2017 sökum þess að danskir bankar, sem jafn­framt voru eig­endur Swipp, hafi sam­ein­ast um aðra greiðslu­lausn en Swipp. Sam­keppn­is­fyr­ir­tæki þeirra MobliePay var valið í stað­inn.

Auglýsing

Elsa Ágústs­dótt­ir, mark­aðs­­stjóri Reikn­i­­stofu bank­anna, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í júní 2017 að staða Swipp hefði verið ljós þegar sam­­starfið var und­ir­­rit­að. Sam­kvæmt Elsu þá ákváðu eig­end­ur Swipp að taka félagið úr afskrán­ing­­ar­­ferli og breyta við­­skipta­­mó­d­el­inu, enda hefði komið í ljós að mik­ill áhugi væri á und­ir­liggj­andi tækni á öðrum mörk­uð­u­m.

Aðspurð hver ástæða þess væri að RB væri að taka í notkun lausn sem danskir bankar ákváðu að nota ekki sagði Elsa hana aðal­­­lega vera vegna þess að hversu hratt væri hægt að aðlaga hana að íslenskum mark­aði. Lausnin hefði einnig verið hönnuð frá upp­­hafi með það í huga að hún gæti þjón­u­­stað mörg fjár­­­mála­­fyr­ir­tæki í ein­u. 

Greiðslu­lausn sem fækka á milli­liðum

Mynd: Heimasíða Kvitt

Í upp­hafi stóð til að ­lausnin yrði tekin í notkun haustið 2017. Ferlið dróst hins vegar og var félag­ið Kvitt ehf. stofnað á árinu 2018. Hlut­verk félags­ins er að sinna þróun greiðslu­lausnar RB sem hlaut nafnið Kvitt. 

Kvitt lausnin byggir á beinum milli­færslum milli við­skipta­vina og sölu­að­ila, ­sem sagt pen­ing­ur­inn fer beint út af ­banka­reikn­ing­i við­skipta­vin­ar­ins inn á reikn­ing sölu­að­ila. Kvitt er því lýst sem greiðslu­lausn ­sem fækkar milli­lið­u­m. 

Sam­kvæmt heima­síðu Kvitt felur lausnin í sér mik­inn sparnað og hag­ræð­i ­fyr­ir­ ­sölu­að­ili og þæg­indi fyrir kaup­end­ur.

Kvitt var síðan kynnt í sér­blaði Frétta­blaðs­ins í byrjun árs 2018 og var lausnin jafn­framt prufu­keyrð hjá sam­starfs­að­ilum Kvitt, þar á meðal Krón­unni, Ikea, Elko, Húsa­smiðj­unni. Haft er eftir starfs­mönnum RB í umfjöllun Frétta­blaðs­ins að þær próf­anir hafi gengið vel. 

Hug­bún­aður fyrir 80 millj­ónir

Lítið hefur hins vegar heyrst um Kvitt síðan greiðslu­lausnin var kynnt til leiks á sam­fé­lags­miðlum í októ­ber í fyrra og voru tekjur félags­ins núll krónur árið 2018, sam­kvæmt árs­reikn­ingi Kvitt ehf.. 

Í árs­reikn­ingi félags­ins kemur jafn­framt fram að Kvitt ehf. hafi keypt hug­búnað af móð­ur­fé­lagi sínu, Reikni­stofu bank­anna, að fjár­hæð 80 millj­ónir króna í fyrra. ­Jafn­framt segir í árs­reikn­ing­unum að hluti af starf­semi Kvitt ehf. sé að inn­leiða aðkeyptan hug­búnað og selja aðgang að hon­um. 

Um er að ræða greiðslu­lausn Swipp sem keypt var af danska fyr­ir­tæk­inu sum­arið 2017, líkt og kom fram hér fyrir ofan. 

RB í eigu íslensku bank­anna

Í svari RB við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um tekjur Kvitt ehf. á árinu 2019 segir að lítið hafi verið að ger­ast með Kvitt-­lausn­ina síð­ustu mán­uði. Hún sé ekki komin í almenna notkun og innan RB sé verið að ræða næstu skref. 

Reink­stofa bank­anna er ­þjón­ustu­fyr­ir­tæki ­sem þróar og rekur fjár­mála­lausnir, þar á meðal öll megin greiðslu­kerfi lands­ins. Sam­kvæmt heima­síðu fyr­ir­tæk­is­ins er hlut­verk þeirra að auka hag­kvæmni í tækni­rekstri íslenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja en helstu við­skipta­vinir RB eru fjár­mála­fyr­ir­tæki og vátrygg­inga­fé­lög.

RB er  í meiri­hluta eigu stóru við­skipta­bank­anna ­þriggja. Í eig­enda­hópnum eru einnig Kviku­banki, Valitor, Borgun og Sam­bandi íslenskra spari­sjóða. 

Skerfur Apple af hverri færslu trún­að­ar­mál

Arion banki, Lands­bank­inn og Íslands­banki byrj­uðu að bjóða við­skipta­vinum sínum að greiða með greiðslu­lausn banda­ríska tölvu­ris­ans App­le í maí 2019. ­Með App­le Pa­y ­geta not­end­ur iPho­­ne, App­le Watch, iPa­d og Mac-­­tölva greitt fyrir vörur og þjón­­ustu í versl­un­um 

Í svari Íslands­banki við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, um ástæðu þess að greiðslu­lausnin Apple Pay hafi orðið fyrir val­inu hjá bank­an­um, segir að bank­inn hafi áður kynnt greiðslur með síma í Android símum en til þess að bjóða upp á sömu þjón­ustu í iOS símum fæli það í sér sam­starf við Apple um greiðslu­lausn. Jafn­framt segir í svar­inu að mikil eft­ir­spurn hafi verið eftir þess­ari þjón­ustu hér á land­i. ­Svip­aða sögu má segja um svör Lands­bank­ans.

Í svari Arion banka segir að þeg­ar ­bank­inn hafi farið af stað með að skoða far­síma­greiðslu­lausnir hafi verið byrjað á að spyrj­ast fyrir um stöðl­uðu greiðslu­lausn­irnar frá aðilum eins og Google Pay, Sam­sung Pay og Apple Pay. Arion banki hafi jafn­framt unnið með Deja mobile við að þróa sér­staka greiðslu­lausn fyrir Android tæki.

Bank­arnir þrír gefa ekki upp hver skerfur Apple er af hverri færslu þar sem það sé trún­að­ar­mál milli bank­anna og Apple. 

Vonar að Apple Pay ýti við mark­að­inum

Ragn­hildur Geirs­dóttir for­stjóri RB ­sagði í við­tali við Vísi í sumar að hún hefði viljað sjá Íslend­inga vera fljót­ari að til­einka sér far­síma­greiðslur og að hún von­aði að vin­sældir Apple Pay ýtti við mark­að­in­um. 

Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri RB. Mynd:Aðsend.Aðspurð hvort sam­keppnin við Apple Pay myndi reyn­ast erfið fyrir Kvitt nefndi hún að þetta væri ekki alveg sömu lausn­irn­ar. 

„Kvitt gengur út á það að milli­færa frá einum reikn­ingi til ann­ars, ólíkt Apple Pay sem er tengt korti. Kvitt er þannig skil­virk­ari og ódýr­ari leið sem byggir á innviðum í greiðslu­miðl­un,“ sagði Ragn­hildur og benti jafn­framt á að tals­verðar breyt­ingar væru vænt­an­legar á korta og greiðslu­mörk­uð­um, meðal ann­ars vegna inn­leið­ingar PSD2-til­skip­un­ar­innar hér á landi.

Breyt­ingar á greiðslu­þjón­ustu í kjöl­far inn­leið­ingar PSD2

PSD2 til­skip­un­in er upp­­­færsla á sam­ræmdu reglu­verki í kringum greiðslu­­þjón­­ustu á Evr­u­­svæð­in­u. Til­skip­unin gerir meðal ann­ars þriðja aðila, þar á meðal greiðslu­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, kleift að virkja greiðslu beint við banka neyt­anda. Ef sam­þykki eig­anda reikn­ings liggur fyrir þá þurfi ekki nokk­urt við­skipta­sam­band að vera á milli þeirra og við­skipta­bank­anna sjálfra. 

Dæmi um lausn sem kynni að falla undir breyt­ing­una er App­le Pay. Með notkun lausn­ar­innar gætu við­skipta­vinir greitt með sím­anum sínum án þess að þurfa að nota greiðslu­kort.

Um þessar mundir er verið að færa þessa til­skipun í lög um alla Evr­ópu, þar á meðal á Íslandi þó enn sé nokk­uð í að hún taki gildi hér á land­i. Í umfjöllun Seðla­bank­ans um til­skip­un­ina segir að kredit­korta­­notkun á Íslandi sé mun algeng­­ari en í öðrum ríkjum Evr­­ópu en sam­­kvæmt bank­­anum er kostn­aður sam­­fé­lags­ins af þeim mun meiri en vegna debet­korta. Kredit­kortum fylgi milli­­­gjöld og minna gagn­­sæi í við­­skipt­um, en öllum færslu­­gjöldum sé að öllum lík­­indum velt út í verð­lag. 

Því segir Seðla­bank­inn að búast ­meg­i við lækkun á verði fjár­­­mála­­þjón­­ustu nái aðrir greiðslu­­mög­u­­leikar að keppa við kredit­korta­­þjón­ust­u með inn­leið­ingu til­skip­un­ar­innar hér á landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar